Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR-22. SEPTEMBER 1981
23
r/vjvi
Þrír leikmenn náðu þeim árangri
MORGUNBLAÐIÐ hefur í mörg undanfarin ár gefið leikmönnum 1.
deildar einkunn fyrir leiki sína. Fyrir tveimur árum var sá háttur
tekinn upp að gefa leikmönnum einkunn frá 0 ok upp i 10. Eins ok við
mátti búast hefur einkunnagjöfin ávallt verið nokkuð umdeild. En
þegar keppnistímabilinu er lokið eru flestir sammála um þá leikmenn
sem hæstu einkunn hafa hlotið. Leikmenn þurfa að leika 15 leiki eða
fleiri til þess að teljast gjaldsengir i keppninni um leikmann
íslandsmótsins. Að þessu sinni varð Skagamaðurinn Sigurður
Lárusson efstur. Hann lék alla leikina með liði sinu og hlaut 119 stig
og fékk 6.61 í meðaleinkunn. Sigurður Lárusson er vel að titlinum
kominn. Hann ávann sér fast sæti i landsliðinu i sumar og lék vel.
Sigurður fékk tvivegis átta i einkunn i sumar og átta sinnum sjö. Það
sýnir að hann var mjög jafn að getu.
• Sigurður Lárusson, fyrir miðri mynd. fékk hæstu meðaleinkunnina
hjá Morgunhlaðinu.
Tvö mörk á síðustu
stundu gerðu útslagið
ÍSLENSKA kvennalandsliðið i
handknattleik stoð í ströngu um
helgina. en þá keppti liðið i
þriggja liða móti í Vestur-Þýska-
landi og skaut síðan inn i lands-
leik gegn Englandi á heimleið-
inni. Má með sanni segja að á
ýmsu hafi gengið í leikjum þess-
um.
Fyrst ber að sjálfsögðu að geta
eina sigurleiksins í ferðinni, síð-
asta leiksins gegn Englandi. Sigr-
aði ísland 35—15, enda eru Eng-
lendingar algerir byrjendur. En
landinn stóð sig kannski best í
fyrsta leik 4-liða keppninnar, er
Svíar voru mótherjarnir. Þar var
jafnræði fram eftir öllum leik, en
sænsku stúlkurnar tryggðu sér að
lokum sigur, 21—17, á lokakaflan-
um. Síðan mætti íslenska liðið
A-liði Vestur-Þjóðverja. Voru ís-
lensku stúlkurnar þar í hlutverki
músarinnar og töpuðu 19—31.
Naumara var tapið gegn B-liði
Þjóðverja, 14—18.
Stúlkurnar ýmist
burstuðu eða
voru burstaðar!
íslenska kvennalandsliðið i
knattspyrnu tapaði naumlega. en
stóð sig samt vonum framar i
fyrsta kvennalandsleiknum sem
Ísland tekur þátt í. er liðið sótti
Skotland heim. Leikurinn fór
fram í Dumbarton og urðu loka-
tolurnar 3—2. eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 1—0 fyrir
Skota.
Skoska liðið var sterkara í fyrri
hálfleiknum og verðskuldaði fylli-
lega forystu sína. En í síðari
hálfleik létu íslensku stúlkurnar
meira til sín taka. Bryndís Einars-
dóttir náði þá að jafna og ekki leið
ir---------------------------
á löngu þar til að Asta B.
Gunnlaugsdóttir náði forystunni
fyrir ísland. Forystunni hélt ís-
lenska liðið þar til að fáeinar
mínútur voru til leiksloka, en þá
opnuðust allar flóðgáttir og
skosku stúlkurnar skoruðu tvö
mörk sem hefði átt að vera hægt
að koma í veg fyrir. Því tap í
fyrsta landsleiknum, en mjög svo
viðunandi frammistaða engu að
síður. Hætt er við að 2—3 tap á
útivelli hefði ekki þótt slæm
útreið ef karlalið sömu þjóða
hefðu reynt með sér.
Oskar sigraói
ÓSKAR Sæmundsson sigraði i
ísal-keppninni í golfi sem fram
fór á Grafarholtsvelli um helg-
ina. >Það var meira vegna þess
að hinir keppendurnir voru svo
fjarri sinu besta heldur en að ég
hafi leikið vel,“ sagði óskar, en
hvað um það, hann hreppti fyrstu
verðlaunin.
Óskar tryggði sé reyndar sigur á
fyrri deginum þó að hann eða
aðrir keppendur hafi kannski ekki
■ r
Þegar einkunnagjöfin er skoðuð
niður í kjölinn má sjá að meðal-
mennska hefur ráðið ríkjum í
leikjum deildarinnar í sumar. Fáir
leikmenn hafa náð að skara fram
úr nema leik og leik. Þrír leik-
menn, Árni Sveinsson ÍA, Guð-
mundur Baldursson Fram og Lár-
us Guðmundsson Víkingi, náðu
þeim góða árangrl að ná 9 í
einkunn í einum leik. Árni fékk
sína einkunn er IA sigraði lið
Víkings með sex mörkum gegn
tveimur, Guðmundur fékk sína
einkunn þegar Fram og ÍA gerðu
jafntefli, 1—1, og Lárus sína er
Víkingur vann Val 3—2, en þessir
leikmenn sýndu þá framúrskar-
andi góðan leik. All margir leik-
menn hlutu átta í einkunn fyrir
leiki í sumar en oft. vildi það
brenna við að leikmenn liðanna
sýndu mjög misjafna getu í leikj-
um sínum. Hér á eftir fer listi yfir
þá leikmenn í 1. deild sem hlutu
sex eða meira í meðaleinkunn i
mótinu í sumar.
N«ín — fél. st. I. m.eink.
Sitsurftur Lárusson lA 119 1$ 6.61
Lárus Guðm.son Vik. 118 18 6.55
sumar
Jón Alfrefason ÍA íii 17 6.52
ólafur Bjórnsson UBK 104 16 6.50
SÍKurlás Þorl.son ÍBV 116 18 6.44
Árni Sveinsson í A 109 17 6.41
Stefán Jóhannsson KR 115 18 6.38
Hflvri Bentsson UBK 115 18 6.38
Heljn Heljfason \ íkinjfi 108 17 6.35
Valdimar Vaidim.UBK 111 18 6.33
Guóm. Baldurss. Fram 114 18 6.33
Bjarni Sixurósson ÍA 113 18 6.27
Eirikur Eiriksson Þór 113 18 6.27
ómar Torfason Vikinffi 100 16 6.25
l>órdur llallKr.son ÍBV 106 17 6.23
Sævar Jónsson Val 106 17 6.23
Páll Pálmason ÍBV 112 18 6.22
MaKnús borv.son Vik. 112 18 6.22
Heimir Karlsson Vik. 105 17 6.17
SÍKurdur Halld.son ÍA 111 18 6.16
Þórður Marelsson Vik. 111 18 6.16
Jóh. Grótarsson UBK 98 16 6.12
Kári Þorleifsson ÍBV 109 18 6.05
Gudm. ÁsKeirsson UBK 108 18 6.0
Viiniir Baldursson UBK 102 17 6.0
Viðar Halldórsson FH 102 17 6.0
Mart. Geirsson Fram 90 16 6.0
Þegar þessi listi 27 leikmanna
er skoðaður kemur í ljós að
Víkingar eiga sex leikmenn á
listanum, Breiðablik á einnig sex
leikmenn og IA á fimm leikmenn.
Hér að neðan má sjá fyrir hvað
tölurnar í einkunnagjöfinni
standa.
ÞR
• ólafur Björnsson hafnaði í
fjórða sætinu.
10. Heimsmælikvarði
9. Framúrskarandi
8. Mjög góður
7. Góður
6. Frambærilegur
5. bokkaletíur
4. Lítt áberandi
3. Slakur
2. Mjög slakur
1. Fyrir neðan allar
hellur.
Víkingar hristu af sér
baráttuglaða KR-inga
VÍKINGUR sigraði KR nokkuð
örugglega 22—17 i úrslitakcppni
Reykjavíkurmótsins í hand-
knattleik á sunnudagskvöldið.
Staðan í hálflcik var 13—9 fyrir
Víking.
Víkingarnir settu allt á fulla
ferð strax í byrjun og náðu
yfirburðaforystu um miðjan hálf-
leikinn, 11—4. Hver sóknarlotan
af annarri rann þá út í sandinn
hjá KR og Víkingarnir refsuðu
hverju sinni me? hraðaupphlaup-
um sínum. En undir lok hálfleiks-
ins fóru KR-ingarnir að rétta úr
kútnum og söxuðu á forskotið. í
seinni hálfleik héldu KR-ingarnir
uppteknum hætti og tókst að
lokum að jafna metin, 16—16. En
þá tóku Víkingarnir það til ráðs að
láta mann elta Alfreð Gíslason
hvert fótmál, en Alfreð hafði verið
geysilega drjúgur. Þetta heppnað-
ist. Víkingur seig fram úr á nýjan
leik og sigraði örugglega. Tveir
menn voru öðrum fremur áber-
andi á vellinum, Þorbergur Aðal-
steinsson hjá Víkingi og Alfreð
Gíslason hjá KR.
Fyrr um kvöldið áttust við
Valur og ÍR. Sigraði Valur 19—14,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 10—8 fyrir Val. Sigur liðsins
var sanngjarn, en ekkert sérlega
sannfærandi og leikurinn var í
heildina séð slakur, a.m.k. síðari
hálfleikurinn. — gg.
Urslitaleikur
HK og
Stjörnunnar
STJARNAN úr Garðabæ og IIK
úr Kópavogi leika hreinan úr-
slitaleik í Varmárkeppninni i
handknattleik. sem hófst um
helgina. en lýkur annað kvöld. Á
laugardaginn sigraði IIK lið
UMFA 21 —20 og UBK og Stjarn-
an skiidu jöfn. 29 — 29. \ sunnu-
daginn léku síðan IIK og UBK og
sigraði IIK 20—17. Síðan áttust
við Stjarnan og UMFA og sigraði
Garðabæjarliðið 31 —27.
Annað kvöld klukkan 19.10
heíst síðan að Varmá leikur IIK
og Stjórnunnar. en síðan eigast
við UBK og UMFA. IIK hefur I
stig. Stjarnan 3 stig. UBK 1 stig
og IIMFA ekkert stig.
• Alfreð Gíslason KR og Þorbergur Aðalsteinsson voru atkvæðamikl-
ir í liðum sínum. Hér sést Þorbergur freista þess að stöðva Alfreð, sem
reynir skot.
gert sér grein fyrir því á því stigi
mótsins. Óskar lék þá best, á 75
höggum, en næstu menn, Hannes
Eyvindsson og Sigurður Péturs-
son, léku á 78 og 79 höggum. Síðari
daginn „lékum við allir jafn illa,
eða á 80 höggum," eins og óskar
orðaði það og því sigraði hann á
samtals 155 höggum. Hannes lék á
158 og Siggi Pé á 159 höggum.
— gg.
T.B. Tvur Ourar boltafélag
óskar eftir þjálfara, sem jafnframt gæti spilaö stööu
framlínumanns. Þarf aö geta byrjað 1.3. 1982. Nánari
upplýsingar hjá undirrituöum Tvur Ourar, Birgar
Niglasen, sími 71264, 3380 Tvur Ouri, Færeyjum.
Fram
sigraði KR
FYRSTU leikirnir i Reykjavík-
urmótinu í korfuknattleik fóru
fram í íþróttahúsi Hagaskólans
um helgina. Tveir leikir fóru
fram á laugardaginn og aðrir
tveir á sunnudaginn. Þrír voru
hins vegar á dagskrá hvorn
daginn. en þcir leikir þar sem
Ármann átti hlut að máli fóru
aldrci fram.
Á laugardaginn sigraði ÍA lið
Vals 71—68. en síðan sigraði
Fram KR 83—80 í mun skemmti-
legri lcik. ,\ sunnudaginn náði
KR sér betur á strik og fleytti
fyrsta sigrinum í höfn. 95—71
gegn ÍS. Þá lék IR áinn fyrsta
leik. en ekki lofaði hann góðu,
útkoman var 60—67 tap í leik
þar sem hittni lcikmanna var
ekki í ha'sta ga'ðaflokki.