Morgunblaðið - 22.09.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 22.09.1981, Síða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRICJUtJAGUR 22. SEPTEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 25 16 leikmenn skoruðu fimm mörk eða meira Koppnin i 1. deild var mjdK horft. jofn og sponnandi allt fram á síðasta loik. Þojjar mótinu lauk • Siifurlás Þorleifsson ÍBV var oins <>k svo oft áóur moð mórK mork. Nú varð hann i ofsta sa.‘ti ásamt Lárusi moð 12 mórk. var lið Víkinss í efsta sæti o>? var liðið vol að sÍKrinum komið. Víkin«ar h()fðu jófnu haráttu- Kh>ðu liði á að skipa ok verður lið þeirra án efa storkt na'sta koppn- istimahil moð sama liðskjarna. Lið Fram varð í öðru sæti í íslandsmótinu on náði að Icika til úrslita í hikarkeppni KSÍ. Þar tapaði liðið fyrir ÍBV. Það voru því VíkinKur ok ÍBV sem sÍKruðu í tveimur s*ærstu knattspyrnu- mótum á íslandi árið 1981. Loka- staðan í 1. deild varð þessi: VíkinKur 18 11 3 4 30:23 25 Fram 18 7 9 2 24:17 23 Akranes 18 8 6 4 29:17 22 Breiðahl. 18 7 8 3 27:20 22 Valur 18 8 4 6 30:24 20 ÍBV 18 8 3 7 29:21 19 KA 18 7 4 7 22:18 18 KR 18 3 fi 9 13:25 12 Þór 18 3 fi 9 18:35 12 FII 18 2 3 13 20:42 7 Markaha‘stir í 1. deild: mörk Lárus Guðmundsson VíkinK 12 SÍKurlás Þorloifsson ÍBV 12 Þorsteinn SÍKurðsson Val 9 Gunnar Jónsson í A 8 Pálmi Jónsson FII 7 SÍKurjón Kristjánsson UBK 7 ,v'' ,r- • Lárus Guðmundsson VíkinK. Allt hondir til þoss að hann vorði na‘sti atvinnumaður ísiands i knattspyrnu. Kári Þorleifsson ÍBV Ómar Jóhannesson ÍBV Guðhjörn TryKKvason í A Ashjörn Björnsson KA Guðjón Guðmundsson Þór Óskar InKÍmundarson KR Njáll Eiðsson Val (iuðmundur Torfason Fram Jón Einarsson UBK Gunnar Gíslason KA — ÞR. • Þorstoinn SÍKurðsson Val skoraði níu mörk í sumar. Ilann náði því að skora fjöKur mörk í einum loik. Það var er Valur lék KOKn Þór. *\ m-J Keppnistímabili knatt- spyrnumanna að Ijúka Keppnistímahili knattspyrnumanna fer nú senn að ljúka hér á landi. íslandsmótinu i öllum flokkum er lokið ok nú standa þrjú félaKsIið i strönKU i Evrópukeppninni. íslenska landsliðið er að ljúka síðustu leikjum sínum i riðlakeppninni i HM og þegar þoim loikjum er lokið er tímahilinu lokið að þessu sinni. Hér á opnunni er fjallað um íslandsmótið. Hinn kunni knattspyrnuþjálfari og landsliðsmaður i knattspyrnu hér á árum áður. Arni Njálsson, fjallar litillega um lið 1. deildar. Þá er fjallað um einkunnagjöfina. staðan birt og markahæstu leikmenn deildanna. Menn verða seint á eitt sáttir hvort nýliðið Islandsmót var af verri eða betri tegundinni Hugleiöíngar um íslandsmótið í knattspyrnu o.fl. Undirritaður hefur undanfarin ár geystst nokkrum sinnum fram á ritvöllinn og rætt nokkuð um knatt- spyrnumál líðandi stundar og mun nú koma með 2—3 greinar svona í vertíðarlok. Eins og mönnum mun í fersku minni var flestum íþróttafréttariturum í upphafi íslandsmótsins tíðrætt um óvenjulélega og dapurlega byrjun. Menn höfðu e.t.v. nokkuð til síns máls, bentu á að lítið væri skorað af mörkum og margir leikir enduðu með markalausu jafntefli, þannig að meðalmennskan væri í algleymingi. Síðan þetta var, hefur margt markið verið skorað, og einu mest spennandi og skemmtilegasta íslandsmóti nýlokið með sigri Víkings. Menn verða seint á eitt sáttir hvort nýliðið íslandsmót var af verri eða betri tegundinni. í fyrra voru menn allánægðir eftir sumarið, og í ár má þó benda á að tveimur mörkum fleira var skorað. Því mega menn ekki gleyma að aldrei hefur verið byrjað við eins erfiðar aðstæður eins og á sl. vori, þar sem seint voraði og vellir voru í óvenjulega slæmu ástandi. m.a. þurfti að Ieika^2—3 fyrstu umferðirnar á malarvöllum öllum til ama. Ég hefi áður bent á að ég tel ástæðu til að byrja 1—2 vikum seinna en gert hefur verið undanfarin ár og halda því lengur út fram á haustið. í upphafi spáðu sérfræðingar í framtíðina, hverjir yrðu efstir, hverjir um miðbik og hverjir féllu. Undirritaður var meðal þessara manna og var nokkuð getspakur hvað varðaði efstu sætin. Ég spáði Víkingi velgengni og vil hér nota tækifærið til að óska þeim til hamingju með íslandsmeistaratit- ilinn. Eins og mörgum mun kunn- ugt hefi ég um 25 ára skeið verið íþróttakennari í Víkingshverfinu, og því haft náin kynni við flesta þá leikmenn sem skipa Víkingslið- ið í dag, og átti með þeim margar ánægjulegar stundir á þeim árum, sem þeir voru að stíga sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum. Þótt enginn sé annars bróðir í leik yljar það manni þó nokkuð, að sjá þessa stráka bera sæmdarheitið beztu knattspyrnumenn á íslandi í dag. Það sem skóp Víkingum titilinn var að mínum dómi mjög sterk liðsheild, þar sem fáir voru „kóng- ar“. Styrkurinn lá í öguðum leik. Liðið samanstendur af óbreyttum kjarna sl. ár, mjög góðum mark- verði (fyrirliði), auk þess eiga þeir innanborðs það sem öll lið þurfa ef vel á að vera, „Match Winner", Lárus Guðmundsson. Skemmtileg- asta knattspyrnumann á íslandi í dag frá mínum bæjardyrum séð. Fram lenti enn einu sinni í þeirri pressu að eiga góða mögu- leika á deild og bikartign. Slíkt reynir á þolrifin og vill oft mistak- ast. Þrátt fyrir miklar breytingar frá fyrra ári þar sem m.a. komu fjórir leikmenn frá Þrótti (gár- ungarnir sögðu að kalla mætti Framliðið b-lið Þróttar), sýndi liðið á góðum degi góðan fótbolta. Á tímabili þann bezta en slæmir kaflar í byrjun mótsins jafnframt að nokkur veikleiki var fyrir hendi. Liðið virtist þola illa mót- læti, og við það að fá á sig mörk í byrjun virtist ýmislegt geta brost- ið. Liðið lék taktiskan leik, stund- um nokkuð lokaðan og ekki nógu hvassan. Akranes: Ég álít að í lok íslandsmótsins hafi Akranesliðið verið sterkasta liðið í deildinni. Undirritaður óttaðist þá mest, þegar lið Þórs lék gegn þeim. Mér fannst leikmenn vera jafnlíkam- lega sterkastir, líttþekktir menn í byrjun blómstruðu með haustinu. Sú furðulega staðreynd að liðið skoraði ekki mark í 5 leikjum í röð, er illskiljanleg, þar tel ég að liðið hafi misst af Islandsmeist- aratitlinum. Ég get ekki bent á sérstakan veikleika. Þegar liðinu tókst vel upp lék það skemmtileg- an, hraðan fótbolta mátulega fastan, fótbolta að mínu skapi. Breiðablik voru líkt og krók- usar á vori útsprungnir langt fyrir tímann. í upphafi átti maður von á nýju „sputnikliði", enda gáfu fyrstu leikir merki um að svo væri. Síðan kom þó í ljós að hið unga lið þoldi ekki þá spennu sem fylgir því að komast í snertingu við meistaratitil. Liðið lék á köfl- um hraðasta og frískasta fótbolta sem lengi hefur sést. Veikleikinn virtist mér iiggja í öryggisleysi að halda fengnum hlut og of miklum ákafa stundum. Styrkleikurinn er í leikgleði og hraða. Liðið er ungt og að mörgu leyti skemmtilegt. Liðið er búið að vera efnilegt lið í nokkur ár og árangurinn ætti að fara að sýna sig betur, e.t.v. næsta ár. Vestmanneyingar héldu áfram að leika sinn venjulega fótbolta, þar sem kraftur, leikgleði og áhugi liggur í fyrirrúmi, en „taktík" og fræðimennska ekki eins hátt metin og er það að mörgu leyti ágætt. Ég hefi lengi hrifist af leik Ve og þeir brugðust mér ekki. Ég fór a.m.k. tvisvar í fúlu skapi heim eftir leik þeirra. Ve eru oftast óútreiknanlegir, almennt var þeim ekki spáð vel- gengni, en í lokin hampa þeir þikarnum góða og traustri stöðu í deildinni. Ve leika jafnan opinn leik, leika fyrir ánægju og mörkin. Leikmenn eru með á nótunum bæði í „orði og verki". Þeir eiga það sameiginlegt með Víkingum að eiga „Match Winner", Sigurlás. Leikmenn sem þyrftu helst að vera til á hverju heimili. Þær miklu breytingar sem urðu á Valsliöinu, reyndust of marg- ar til að verja titilinn enda þarf mikið til að þola góða daga og jafnörar breytingar á einu liði eru varla til siðs. Styrkleikur liðsins var að þessu sinni í varnarleik lengst af. Spurning hvort sumir leikmenn séu ekki að verða of gamlir/þungir og leikgleðin e.t.v. ekki söm og áður. Þrátt fyrir allt blandaði Valsliðið sér í toppbar- áttuna allt fram undir það síðasta. Árangur KA. kom mér mest á óvart. Ekki það að ég vantreysti þeim í upphafi. Ég held að menn almennt geri sér ekki grein fyrir 1. DEILD A VELLINUM • « • ♦ V# • * • • • * V hve mikla leikreynslu leikmenn KA hafa. Flestir leikmenn liðsins eru með 7—17 ára keppnisferil í mfl. Slæm byrjun olli því í raun að liðið blandaði sér ekki í toppbar- áttuna. Liðið fékk fleiri stig en björtustu menn þorðu að vona (nema e.t.v. Gunni Blöndal). Styrkleikurinn lá í fastmótuðu leikkerfi þar sem rauði þráðurinn var í útherjum liðsins. Ekkert lið leikur eins gott „kantspil" eins og KA gerði í sumar og þegar bezt gekk var um hraðan og opinn leik að ræða. Liðið sýndi stöðuga framför og ætti á næsta ári að standa sig vel. Fáir spáðu að KR yrði í baráttu við að halda sæti sínu í deildinni. Þeir miklu erfiðleikar sl. ár varð- andi þjálfara félagsins eiga trú- lega mikinn þátt í þessu basli, sem liðið lenti í. Liðið reyndi í byrjun að bjóða upp á stuttan hnitmiðað- an samleik (þýskan bolta) en tókst ekki. Þrátt fyrir fá stig í deildinni held ég að mun meira búi í liðinu. Mér virtist það a.m.k. í nokkrum leikjum sem ég sá. Ef rétt er, að 40 leikmenn hafi verið reyndir í sumar, sjá allir að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Það fæst engin liðsheild út úr slíkum vinnu- brögðum. Það er því nokkuð erfitt að staðsetja KR liðið. Mér virðist það hvorki sýna styrkleika né veikleika. Það vekur þó nokkra athygli að liðið fær þó 12 stig en skorar aðeins 13 mörk. í fyrra 16 stig og skoraði aðeins 16 mörk. Undirritaður er ekki rétti mað- urinn til að tíunda um ÞÓr. Liðið verður fyrst allra liða á íslandi að þola að falla í 2. deild á lægra markahlutfalli en liðið við hliðina. Liðið var skipað mjög ungum leikmönnum, sennilega yngsta lið- ið í deildinni. Reynsluleysi var vafalaust helsta orsökin nokkrum sinnum, einkum þegar leikið var við „stóru liðin" sáust ljótar tölur í leikslok sem síðar reyndust þungar á vogarskálunum. Þegar liðið lék aftur á móti við lið sem ekki var eins mikil virðing borin fyrir, t.d. KA og Manchester City (fyrri hálfleik), gekk allt betur. Veikleikinn var því í reynsluleysi en styrkleikinn í ungum árum. Spá mín er sú að liðið fer strax upp í 1. deild næsta ár. Þótt valinn maður væri í hverju rúmi hjá FH varð það hlutskipti þess ágæta félags að verða neðst í deildinni. Mér er að nokkru hulin gáta hvernig FH fór að því að fá ekki fleiri stig miðað við mann- skap, og á stundum ágætan fót- bolta sem liðið lék. Þær öru breytingar sem jafnan virðast verða hjá FH milli ára geta vart verið til góðs. Liðið nær aldrei að mótast. Frá árinu 1979 þegar liðið vann sér sæti í 1. deild eftir árs fjarveru, sýnist mér vera búið að vera með þrjú lið í gangi, þ.e. skipt um liðið nær allt árlega (9—11 breytingar á ári). Liðið var eina félagið sem hafði leikmann sem þjálfara. Menn hafa misjafnar skoðanir á því, en þeir sem slíkt gera þurfa að hafa breitt bak, álagið er mikið. í annarri deild- inni í sumar reyndu þetta nokkur lið, en þau sem fóru að lokum upp í 1. deild voru ekki í þeirra hópi. Spá mín verður sú, að ef FH heldur sínum mannskap fer liðið strax upp aftur. í stuttu máli Þrátt fyrir hrakspár og vanga- veltur í upphafi íslandsmótsins, er nú lokið að mínu mati skemmti- legu og spennandi móti. Marka- hlutfall í leik er aðeins hærra en í fyrra, en nokkuð lakara en næstu ár þar á undan. Ýmislegt skemmtilegt væri hægt að tína fram, en látum það vera. Fyrir þá sem gaman hafa að „statistik" má benda á að ýmsir álíta t.d. að heimaleikur sé gulls ígildi. Af 90 leikjum unnust 34 á heimavelli, 25 urðu jafntefli og 31 vannst á útivelli. Alls var skorað 241 mark eða 2,67 pr. leik. Árni Njálsson Lið KR notaði 24 leikmenn í 1. deildarkeppninni ÍSLANDSMÓTIÐ i knattspyrnu 1981 hefur runnið skeið sitt á enda og óþarfi að tíunda lokastöðuna. Hins vegar er ávallt fróðlegt að velta fyrir sér ýmsum þáttum mótsins varðandi hvert lið, hversu marga leikmenn þau notuðu. hversu margir leikmenn skoruðu mörk og fleira {iar fram eftir götunum. Hér skal það helsta rifjað upp og byrjað á slandsmeisturum Víkings. Vikingur: íslandsmeistararnir skoruðu 30 mörk i leikjum sinum 18. Valsmenn skoruðu einnig 30 mörk og voru það hæstu tölurnar í 1. deild. Hjá Víkingum deildust mörkin 30 á 10 leikmenn. Lárus Guðmundsson skoraði 12 mörk og var, ásamt Eyjamanninum Sigurlási Þorleifssyni. markakóngur íslandsmótsins. Onnur mörk Vikings skoruðu: ómar Torfason 4, Heimir Karlsson 3, Hafþór Helgason. Jóhann Þorvarðarson. Helgi Helgason og Sverrir Her- bertsson 2 hver, Magnús Þorvaldsson, Ragnar Gislason, Þórður Marelsson eitt hver. Þá notuðu Vikingarnir aðeins 16 leikmenn i 18 leikjum. IBV: Bikarmeistararnir notuðu 18 leikmenn, en aðeins 6 þeirra komu við sögu á markalistanum. Þar bar Sigurlás Þorleifsson höfuð og herðar yfir félaga sína, skoraði 12 af 29 mörkum liðsins. Kári bróðir hans og Ómar Jóhannsson deildu með sér obbanum af hinum mörk- unum, skoruðu 6 mörk hvor. Viðar Elíasson skoraði 3 mörk og þeir Gústaf Baldvinsson og Jóhann Georgsson eitt hvor. ÍA: í A notaði aðeins 16 leikmenn og 9 þeirra skoruðu 29 mörk liðsins. Mörkin skoruðu: Gunnar Jónsson 8, Guðbjörn Tryggvason 6, Sigurð- ur Lárusson og Kristján Olgeirs- son 3 hvor, Sigurður Halldórsson, Júlíus Ingólfsson og Árni Sveins- son 2 hver, Sigþór Ómarsson og Jón Alfreðsson eitt hvor, auk þess sem eitt marka IA var sjálfsmark. Þess má geta, að markakóngurinn Gunnar skoraði öll mörk sín í 6 síðustu leikjum íslandsmótsins. Ekkert lið lék jafn lengi án þess að skora í sumar, er leikmenn ÍA komust ekki á blað í 6 leikjum í röð. í 7 leikjum alls tókst liðinu ekki að skora, því athyglisvert að mörkin yrðu síðan alls 29, eða aðeins einu minna en hjá ís- landsmeisturunum. KR: Vesturbæjarliðið átti metið hvað varðaði leikmannafjölda eins og vænta mátti, en alls notaði liðið 24 leikmenn í deildarkeppninni. Mörkin urðu ekki nema 14 í 18 leikjum og breiddin var umtals- verð í markaskoruninni, en 8 leikmenn skiptu hinum 14 mörk- um á milli sín. Mörkin skoruðu: Óskar Ingimundarson 5, - Elías Guðmundsson og Ottó Guð- mundsson 2 hvor, Willum Þórsson, Börkur Ingvarsson, Vilhelm Frederiksen, Sigurður Björnsson og Sverrir Herbertsson eitt hver. Sverrir var jafnframt eini leik- maður 1. deildarinnar sem skoraði fyrir fleiri félög en eitt í sumar án þess að sjálfsmörk kæmu til. VALUR: íslandsmeistarar siðasta árs voru alltaf að gera breytingar og 19 leikmenn voru notaðir meira og minna. Liðið skoraði gjarnan mik- ið af mörkum eða alls 30, jafn mörg og meistararnir frá Hæð- argarði. 10 leikmenn skoruðu mörkin, Þorsteinn Sigurðsson 9, Njáll Eiðsson 5, Hilmar Si- ghvatsson 4, Jón Gunnar Bergs 3, Þorvaldur Þorvaldsson 2, Hilmar Harðarson 2, Matthías Hall- grímsson 2, Magni Pétursson 1, Valur Valsson 1 og Þorgrímur Þráinsson 1 mark. Valsmenn unnu stærsta sigurinn sem leit dagsins ljós í 1. deild í sumar, 6—1 gegn Þór. Sveiflurnar hjá liðinu sjást síðan best á því, að seinna um sumarið tapaði liðið 1—5 fyrir UBK. Fram: Framarar voru með óvenjulega mikinn hringlandahátt í liðsval- inu í sumar og alls voru 20 manns reyndir í lengri eða skemmri tíma. Liðið skoraði 24 mörk í sumar og komu þar 11 leikmenn við sögu. Mörkin: Guðmundur Torfason 5, Pétur Ormslev 4, Halldór Arason 3, Viðar Þorkelsson 3, Marteinn Geirsson 3, Guðmundur Steinsson 1, Hafþór Sveinjónsson 1, Gunnar Daníel skoraði 25 mörk í 3. deild KEPPNIN í 3. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu er geysilega iimfangsmikil. Leikið er í mörg- um riðlum víða á landinu. Liðin sem sigruðu í lokakeppninni og urðu í tveimur efstu sætunum að þessu sinni eru lið Njarðvíkur og Einherji frá Vopnafirði. Ba^ði liðin sýndu dágóða knattspyrnu í sumar ok eÍKa vafalaust eftir að spjara sík vel á næsta ári í hinni hiirðu keppni í 2. deild. Guðmundsson 1, Ársæll Krist- jánsson 1, Sverrir Einarsson 1 og Lárus Grétarsson 1 mark. Liðið hafnaði í öðru sætinu í deildar- keppninni og átti möguleika alveg fram undir það síðasta. Liðið tapaði aðeins 2 leikjum í sumar. Töpuðu þeir gegn FH 1—5 og Þór 0—1. Ekki þarf að minna á að það eru einmitt liðin sem féllu í 2. deild . . . FH: 21 leikmaður fékk að reyna sig með misjöfnum árangri eins og venjan er. 19 sinnum skoraði liðið í 1. deild og komust 8 manns á blað. Mörkin skoruðu: Pálmi Jónsson 7, Ingi Björn Albertsson 3, Guðmundur Hilmarsson 2, Tómas Pálsson 2, Ólafur Dani- valsson 2, Viðar Halldórsson 1, Magnús Teitsson 1 og Sigurþór Þórólfsson 1 mark. Fallstimpill var svo sannarlega á liðinu undir lok mótsins, en 7 síðustu leikirnir töpuðust, flestir eftir að liðið hafði orðið á undan til að skora. UBK: 19 leikmenn fengu að spreyta sig og níu þeirra skiptu með sér hinum 27 mörkum sem urðu upp- skera sóknarinnar. Mörkin skor- uðu: Sigurjón Kristjánsson 7, Jón Einarsson 5, Vignir Baldursson 3, Valdemar Valdemarsson 3, Helgi Bentsson 3, Sigurður Grétarsson 2, Hákon Gunnarsson 2, Helgi Helgason og Ómar Rafnsson eitt hvor. KA: Akureyrarliðið notaði 19 leik- menn í sumar, en aðeins 6 þeirra komu við sögu á markalistanum. Þar var markhæstur Ásbjörn Björnsson með 6 mörk, aðrir sem skoruðu voru Gunnar Gíslason með 5 mörk, Jóhann Jakobsson með 4 stykki, Hinrik Þórhallsson með 3, Elmar Geirsson með 2 og Gunnar Blöndal 1 mark, auk eins sjálfsmarks. KA átti möguleika á meistaratitlinum undir lok mót- sins, eftir þrjá sannfærandi sigur- leiki í röð, en þá dró ský fyrir sólu og þrír síðustu leikirnir töpuðust allir. Þór: Þórsarar notuðu 18 leikmenn og breiddin var mikil er í markaskor- unina var komið. Mörkin urðu aðeins 18 talsins, en níu leikmenn skipta þeim á milli sín. Guðjón Guðmundsson skoraði mest, eða 6 mörk, Guðmundur Skarphéöins- son skoraði 4 og Nói Björnsson 2 mörk. Eitt mark hver skoruðu þeir Jón Lárusson, Bjarni Svein- björnsson, Óskar Gunnarsson, Jónas Róbertsson, Þórarinn Jó- hannesson og Örn Guðmundsson. Þrennur og fleira: Fremur lítið var um verulega glæsilegt einstaklingsframtak á sviði markaskorunar í 1. deildinni í sumar. Tvívegis skoruðu þó einstakir leikmenn 4 mörk í einum og sama leiknum og tvívegis var um þrennur að ræða. Sigurlás Þorleifsson skoraði öll 4 mörk ÍBV í 4—1 sigri gegn Þór fyrir norðan og Þorsteinn Sigurðsson úr Val skoraði 4 af 6 mörkum liðsins í 6—1 sigri gegn Akureyrarliðinu. Þá skoraði Lárus Guðmundsson, miðherji Víkings, öll 3 mörk liðsins í 3—2 sigri gegn Val og Gunnar Jónsson hjá IA skoraði 3 af 6 mörkum ÍÁ í 6—2 sigri liðsins. — gg- Oli Pér varð marka- kóngur í 2. deild KEPPNI í 2. deild var ekki eins jöfn ok spennandi og í 1. deild. tvö lið. IBK og ÍBI. skáru sig nokkuð fljótt úr og náðu forystu í stigum. Lið Þróttar Ií. og Reynir Sandgerði fylgdu þó fast á eftir. Önnur lið voru nokkuð á eftir. Lið Fylkis sótti sig veruleKa er jíða tók á kcppnina. Lið ÍBK og ÍBÍ urðu efst ok leika í 1. deild á na'sta ári. Vcrður fróðleKt að fylKjast með hvort þeim tekst að halda stöðu sinni í deildinni eða hvort þau fara beint niður aftur eins ok oft vill verða með liðin sem taka sa‘ti í 1. deild. Selfoss ok Haukar urðu í neðstu sætunum «>K féllu niður i 3. dcild. Þar hafa þau varla langa viðdvöl. Loka- staðan í 2. deild varð þessi: Ómar EKÍlsson Fylki 8 IíaKnar MarKeirsson ÍBK 8 Knattspyrna • Danícl Einarsson skoraði 25 mörk í 3. deildinni í sumar fyrir lið sitt Víði í Garðinum. Ljósm. Mhl.: Arnór. Markaha'stir í 3. deild: mörk Daníel Einarsson. Víði 25 Sæmundur VíKlundsson. IIV 23 Þórður Karlsson. Njarðvík lfi Björn Rafnsson. Snæfelli 15 Elís VÍKlundsson. IIV 14 - ÞR. Keflavík ÍBÍ Þróttur R. Rcvnir Fylkir VölsunKur SkallaKr. Þróttur N. Selfoss Ilaukar 18 13 18 12 18 18 18 18 18 18 18 18 3 3 4 5 7 7 8 8 12 1 3 3 2 20 2 2 20 1 5 11 1 12 28 18 27 13 21 15 21 18 19 20 17 (: 4 21 23 3fi 16 ló 13 9 9 Markahæstir í 2. deild: mörk Óli Þór MaKnússon ÍBK 10 OlKeir Sigurðsson VölsunK 9 Ómar Björnsson Reyni 9 Steinar Jóhannsson ÍBK 9 • Oli Þór úr ÍBK skoraði flest mörk í 2. deild. Óli er mjög vaxandi leikmaður með liði sínu. Ljósm.: U.W islandsmótlð 2. delld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.