Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
Framtíð
Ólympíuleika
Dagana 23. sept. til 4. okt. nk. fer fram i Baden-Baden í
Vestur-Þýskalandi þing. sem alþjóða-ólympíunefndin (IOC) boðar til.
Frá því 1894 til 1930 hafa verið haldin níu þýðingarmikil þiníí, sem
alþjóðanefndin hefur veitt forstöðu. A þessum ólympisku þingum hafa
verið rædd vandamál leikanna o« þar mætt fulltrúar frá samtökum,
sem ten«d voru alþjóðanefndinni. Alþjóðanefndin (IOC) er sjálfstæð
o« ákveður sjálf hverjir i henni sitja en sér til stuðnings hefur hún
komið á fót ólympiunefndum hjá einstökum þjóðum.
Árið 1979 voru 133 þjóðir í tengslum við Álþj.-ól.nefndina. Af þeim
áttu 76 þjóðir fulltrúa í henni. þrettán þeirra áttu tvo. svo að alls voru
nefndarmennirnir 89 (Olympic Directory 1979).
Þann 29. sept. 1921 var hérlendis stofnuð ólympíunefnd, svo að
nefndin á 60 ára afmæli á næstunni. Árið 1946 var kjörinn
íslendingur i nefndina, Benedikt G. Waage, og skipaði hann sess til
dauðadags 1966.
Tekið höfum við íslendingar þátt 10 sumarleikum af 19 og 8
vetrarleikum af 13 (tekið til við vetrarleika 1924). Ólympíutimahil eru
orðin 22. Fallið hafa niður leikar á 3 timabilum sökum heimsstyrjalda.
í maí sl. kom út fjölrituð skýrsla ólympíunefndar íslands um störf
hennar og fjármál fyrir vetrar- og sumarleika 1980 (Lake Placid-
Moskva). Til sóma hefur það verið þessari sem öðrum ísl.
ólympíunefndum. hve vel þær hafa gert grein fyrir störfum sínum,
þátttöku og fjármálum. Einnig er vert að minnast á það hér af hve
miklum dugnaði og fórnfýsi framkvæmdanefndin (5 menn og
framkvæmdastjórar) hefur unnið að þátttöku íslands. Fjáröflun hefur
oft verið erfið en rétt og maklegt er að geta þess að stuðningur
ríkisins og nokkurra bæjar- og sveitarstjórna hefur verið ágætur.
Framtakið hefur þó mest hvílt á herðum fárra ötulla forustumanna
ólympíunefndanna.
Vert er afi geta þess að skilning-
ur og örlæti Hannesar Hafsteins
ráðherra, er hann rétti 6 þús.
krónur væntanlegum og bjartsýn-
um ólympíuförum UMFI til leik-
anna í London 1908, hafi ræst
opinbera aðila til stuðnings við
vilja og framtak ísl. íþróttamanna
til þátttöku í Ólympíuleikum.
Löngum hefur verið grunnt á
óánægju margra með starfsreglur
alþj.-ól.nefndarinnar og þær þótt
ólýðræðislegar. Forsetinn með
framkvæmdastjórn nefndarinnar
verið álitinn hafa of mikil völd,
sem jaðri við einræði. Reyndin er
sú að enginn getur sinnt því starfi
nema auðmaður, sem getur offrað
tíma sínum fyrir það sem
áhugamaður. Vitað er að A.
Brundage (forseti 1952—1972)
eyddi síðasta árið í störf sín fyrir
nefndina $ 50.000. Spánverjinn
Juan Samaranch, sem tók við
forsetastöðunni 1980, sagði upp
ambassadorsstöðu sinni í Moskvu
og býr nú á hóteli í Lausanne,
Sviss, þar sem höfuðstöðvar alþj.
-ól.nefndarinnar eru og sam-
kvæmt viðtali við blaðið Svensk
Idrott í sumar, kveðst hann alfar-
ið helga sig störfum nefndarinnar.
J. Samaranch er eigandi margra
fyrirtækja á Spáni og talinn vel
efnaður.
Eftir því sem íþróttaleg sam-
skipti þjóða urðu meiri og nánari
voru stofnuð alþjóðleg sérsam-
bönd, sem annast málefni ein-
stakra íþróttagreina. Til aðgrein-
ingar frá ólympíunefndum ein-
stakra þjóða (NOC: National
Olympic Committees) nefnd ISF
(International Sports Federat-
ions).
Frá því 1946 hefur fram-
kvæmdanefnd IOC efnt til árlegra
funda með þeim ISF, sem hafa
íþrótt sína meðal keppnisgreina
Ólympíuleika. ISF mynduðu með
sér alþjóðasamtök 1967, „General
Assembly of International Sports
Federations", skammstafað
GAISF. Samkvæmt ársskýrslu
samtakanna 1980 náðu þau til 24
sérsambanda ólympíugreina, 27
sérsambanda annarra íþrótta-
greina og 4 skyldra samtaka.
Þegar framkvæmdanefnd IOC
hélt 1965 fund með NOC-nefndun-
um (ol.nefndum þjóða) í Madrid
efndu þær til fyrsta sameiningar-
fundarins. Á þriðja slíkum fundi
sínum í sambandi við leikana í
Mexico 1968, stofnuðu NOC alls-
herjar samtök: „General As-
sembly of National Olympic
Committees", skammstafað
GANOC en eftir 1979 ANOC.
Hvor tveggja þessi alþjóðasam-
tök saumuðu fast að IOC að efna
til hins 10. ólympíska þings. IOC
samþykkti að halda slíkt þing 1971
en forseti IOC, A. Rundage, sem
var mótfallinn slíku þinghaldi,
fékk stofnaða þrenningarnefnd
(Tripartitekommision), þar sem
sæti áttu 6 fulltrúar frá hverri
Q§&?
alþjóðastofnuninni — IOC,
GAISF og ANOC. Ýmsar þjóðir
mótmæltu þessu brigðræði og
samþykkti fundur IOC í Amster-
dam 1970 að halda ólympískt þing
1973 og var stofnuð ný þrenning-
arnefnd til þess að undirbúa
þingið, sem síðan fór fram í Varna
í Búlgaríu 1973. Kjörorð þeirrar
ráðstefnu var: „íþróttir til efl-
ingar friði í heiminum", en aðal-
umræðuefnið: „Ólympíuhreyfingin
og framtíð hennar".
Þingið ákvað að á því yrðu engin
mál borin undir atkvæði. Þar færu
aðeins fram umræður um sameig-
inleg vandamál. Þrenningarnefnd-
in birti skýrslu um þinghaldið en
ekki IOC. Hliðstæð þrenningar-
nefnd hefur undirbúið 11. ólymp-
íska þingið, sem á að starfa í
Baden-Baden, Vestur-Þýzkalandi,
frá 23. sept til 4. okt. í ár. Með
nefndinni starfar frá vestur-þýsku
íþróttasamtökunum Willi Daume.
Aðalverkefni þingsins: 1) alþjóð-
leg samvinna um íþróttir; 2) og
framtíð Ólympíuleika. Á þinginu á
ekki að fara fram atkvæða-
greiðsla, heldur skal sameiginlega
ræða vandamál og treysta hug-
myndir. Til málefnalegra niður-
staðna skal IOC síðan taka af-
stöðu.
Meðan aðdragandi að þessu
þinghaldi hefur átt sér stað hefur
tvennt skeð, sem án efa mun
blandast inn í umræður þess og
sýnt að málefni íþrótta varðandi
allar þjóðir verða ekki ráðin innan
þröngra vébanda IOC sem er
sjálfskipuð. Þetta tvennt, sem
varðar alþjóðleg málefni er: A)
umræður allt frá því 1956 innan
UNESCO (staða íþrótta innan
menntamála), til 1976 að stofnun-
in efndi til ráðherrafundar um
skóláíþróttir og þá sérstaklega
íþróttakeppni á alþjóðasviðum,
sem leiddi til stofnunar sérstakrar
íþróttanefndar er með nefndar-
áliti sínu til 20. allsherjarþings
UNESCO náði fram að samþykkt
voru:
1) stefnuyfirlýsing um íþróttir,
2) stofnun fastrar íþróttaefndar,
3) stofnun íþróttasjóðs.
B) Undirbúningur að stofnun al-
þjóðasambands íþróttasambanda
þjóða eða stofnana þeim hlið-
stæðra, stofnfundur í Melbourne,
Ástralíu, á sl. vori (IANCS-Intern.
Assembly of National Confedera-
tions of Sport). Þessi framritaða
þróun alþjóðlegra málefna íþrótta
vegna Ólympíuleika, sérgreina,
íþróttasambanda og íþrótta sem
hluta mennta- og menningarmála
mun án efa hafa mikil áhrif á
umræður hins væntanlega þing-
halds í Baden-Baden um framtíð
Ólympíuleika. Frá því að fyrstu
endurvöktu Ólympíuleikar fóru
fram í Aþenu 1896 hafa órðið til
heimsmeistaramót ýmissa sér-
greina íþrótta á vegum alþjóða-
sérsambanda. Má fyrir þau velja
til athugunar heimsmeistaramót
alþjóða knattspyrnusambandsins
(FIFA). Þetta mót sitt skoðar
FIFA sem hápunkt í starfi að
sinni sérgrein en knattspyrnu-
keppni Ólympíuleika „gervimót“.
Stafar þetta einkum af misjöfnum
viðhorfum IOC og FIFA til
ákvæða áhugamannareglna.
Við þekkjum sjálfir til þessarar
þróunar hér hjá okkur. Sérgreina-
mótin eru orðin skipulögð og
víðtæk. Forustumenn sérgreina-
sambandanna, þó aðallega hinna
stærri, líta á þau, sem hápunkt
hins árlega starfs en Landsmót
UMFÍ á þriggja ára fresti og
íþróttahátíðir ISÍ á tíu ára fresti
sem mót utan kerfisbindingar
þeirra og því sem auka- eða
„gervimót".
Margar þjóðir, sem hafa búið
um skeið við þessa kerfisbundnu
sérhæfingu hafa hafist handa,
ekki til þess að vinna gegn henni,
heldur leita að lausn á mótum
fyrir þann hluta almannaíþrótta
sem fjöldinn sem eigi er orðinn
háður sérhæfingu (úrvali) leitar
til og iðkar. Hér er um vanda að
ræða, sem verður að finna lausn á,
án þess að afreksmanna-úrvalið
hindrist eða þeir sem utan þess
standa séu afskiptir en eru engu
síður virkir íþróttaiðkendur.
Þessu vandamáli verður gefinn
gaumur á þinginu í Baden-Baden.
Til eru um 30 alþjóðleg sérsam-
bönd um íþróttir sem eigi fá keppt
í grein sinni á Ólympíuleikum, t.d.
borðtennis, tennis, badminton,
svifflug, drekaflug o.s.frv. Sótt er
fast að koma þessum íþróttagrein-
um inn á Ólympíuleika. Jafnframt
sækja þau sérsambönd, sem eiga
íþróttagreinar á leikunum, að
fjölga keppnisatriðum greina
sinna t.d. í skotfimi, sundi, frjáls-
umíþróttum, skíðaíþróttum
o.s.frv. Varða þessi atriði mörg
hver önnur.
Eitt er það mál, sem öðrum
fremur mun vera búist við umræð-
um um í Baden-Baden en það er
um varanlega staðsetningu
Ólympíuleika. Oft hefur verið vak-
ið máls á þessu en aldrei meir og
víðar en 1979/80. Þykir því rétt að
kynna hér tillögu Grikkja og
aðgerðir IOC í þessu máli.
Á þriðju ráðstefnu ráðherra,
sem fara með íþróttamál í ríkjum
Evrópuráðsins 6.—10. apríl 1981 í
Palma á Mallorca, notaði Achill-
cus Karamanilis ráðuneytisstjóri
tækifærið til þess að setja fram
fyrir hönd forsætisráðherra
Grikklands útdrátt úr þeirri til-
lögu ráðherrans að Ólympíuleik-
um yrði valinn stöðugur vettvang-
ur í Grikklandi.
Forseti gríska lýðveldisins,
Konstantin Karamanlis, setti
fram þessa tillögu um staðsetn-
ingu Ólympíuleika fyrir hér um
bil 5 árum og hann endurtók þessa
tillögu í eigin persónu 1980, þegar
mest var talað um væntanlega
Ólympíuleika í Moskvu.
Ráðuneytisstjórinn reifaði
þessa tillögu forseta Grikklands,
vegna þess að hér gafst tækifæri
til þess að leggja málið fram í
nærveru forystumanna Evrópu-
þjóða en tilgangur funda þeirra
var og er einmitt að viðhalda
íþróttum sem órjúfanlegum þætti
fyrir þjóðir heimsins.
Það er örugg vissa Grikkja að
þetta starf hefst í íþróttamann-
virkjunum og breiðist út þaðan til
annarra þjóðfélagsvettvanga og
færir þangað heilbrigði, menningu
og heildarhollustu.
Grundvallarhugmynd að tillögu
forsetans 1976 var að staðsetja að
staðaldri aðsetur Ólympíuleika.
Slíkur staður yrði valinn í Grikk-
landi, sem án efa væri hentugasta
landið í þessum tilgangi.
Viðbrögð við þessari grísku til-
lögu voru víðtæk. Hún var meira
að segja rædd á allsherjarþingi
Evrópuráðsins og hún færði með
sér umræður innan margra ríkja
ekki aðeins í hópum íþróttafröm-
uða og íþróttasamtaka, heldur
náði hún líka til fundar
alþjóða-ólympíunefndarinnar
(IOC) í Lake Placid 1976. IOC setti
á stofn 5 manna nefnd, sem skyldi
fara til Grikklands og athuga
staðhætti og jafnvel velja þann
stað sem þætti henta best Ólympí-
uleikum framtíðarinnar. Staður-
inn sem nefndin valdi er í nám-
unda við vatnið Kaipha.
Svæðið er 25 km frá þeim stað,
þar sem hinir fornu Ólympíuleik-
ar voru haldnir. Þetta er mjög
heppileg fjarlægð til þess að skilja
að hið forna og hið nútímalega.
Auk þess skilja þessa tvo staði að
háar hæðir. Svæðið er miðja vega
á strandlengju milli Patras og
Kalamata og er óbyggt landsvæði
og 90% þess tilheyra ríkinu.
Svæðið nær yfir vatnið Kaipha
sem að áliti sérfræðinga er ágæt-
lega fallið fyrir róðraríþróttir
Ólympíuleika.
Fagurt landslag, tengt hinu bláa
hafi og hinu stóra vatni. Þá
rennur áin Alfios í gegnum land-
svæðið. Umhverfis hana eru græn-
ar hlíðar og sléttur. Þarna er
einnig mjög milt loftslag og sólfar
mikið. Fyrrnefnd strandlengja er