Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
27
100 km að lengd. Gestir, sem fara
þarna um og hafa áhuga á íþrótt-
um og gömlum menningararfi,
geta notið fornmenja við Mycene
og ennfremur Ólympíu, Spörtu,
Mystra, Korintu, Pylos, Nemea,
Epidavros, Delfi o.s.frv.
Hérað það sem mannvirki fram-
tíðar Ólympíuleika eru hugsuð
staðsett er skammt frá stórum
borgum sem geta veitt
áhorfendum gistiaðstöðu. Þess er
vert að geta að Aþena sjálf er í 315
km fjarlægð og með nýjum vegum
þá verður þessi fjarlægð enn
styttri og mun ekki vera nema 3ja
tíma ökuferð með bifreið eða
járnbrautarlest. Þegar er þessi
staður í vegasambandi við borgir
eins og t.d. Patras með 150 þús.
íbúum, Pyrgos með 50 þús. íbúum,
Kalamata með 60 þús. íbúum og
Tripolis með 50 þús. íbúum.
Nýr þjóðvegur og aðrir vegir
sem mynda þarna samfellt vega-
kerfi hafa þegar verið gerðir í
þessu héraði og stytta fjarlægð-
irnar ennþá meira sem er þýð-
ingarmikið. í héraðinu eru 4
flugvellir (Andravida, Kalamata,
Araxos og Tripolis), 4 hafnir
(Katakoli, Kalamata, Pylos og
Patras) og svo járnbrautanet.
Rétt er að benda á að sumar af
þessum fjarlægðum milli héraðs-
ins þar sem mannvirki framtíðar
Ólympíuleikanna eru hugsuð að
verði reist og flugvalla, hafna og
svo borga, þar sem unnt er að
gista, eru miklu minni en fjar-
lægðir milli ólympíuvettvanga og
borga þeirra landa þar sem leik-
arnir eða hlutar þeirra hafa verið
haldnir til þessa. Rétt er að taka
fram til enn frekari glöggvunar að
Kaipha-héraðið er í 15 km fjar-
lægð frá Pyrgos, 40 km frá
Andravida þar sem flugvöllur er,
15 km frá höfninni Katakolo, 100
km frá Patras og 100 km frá
Kalamata.
Framkvæmdir við mannvirki
framtíðar Ólympíuleika munu
ekki skaða umhverfið og munu
ekki eyðileggja fornminjar. Þetta
eru þættir sem margir hljóta í
fyrstu að hafa áhyggjur af. Mann-
virki yrðu reist á stað þar sem
engar af þeim fornminjum, sögu-
legum og þjóðmenningarlegum,
munu verða eyðilagðar eða á
einhvern hátt skertar. Rétt er
einnig að geta þess að engir
erfiðleikar eru á því varðandi lóðir
að gera sérstakan flugvöll nærri
ólympíusvæðinu.
Þó að úr þessum framkvæmdum
yrði þá myndi fornminjum, sem
eru ómetanlegar ekki aðeins fyrir
Grikki, heldur fyrir allan heim-
inn, verða þyrmt og nálægð stað-
arins við hinn forna ólympíuleik-
vang og mannvirki honum tilheyr-
andi munu gefa gestunum tæki-
færi til þess að njóta hins helga
anda hinna fornu Ölympíuleika.
Er Ólympíuleikar hafa verið
haldnir í hvert skipti mun mann-
virkjunum ekki verða lokað, því á
þeim tíma sem líður milli leikanna
munu þau ekki verða söfn, heldur
verða lifandi mannvirki, sem í
verður unnt að efna til ýmiss
konar starfsemi sem varðar
in og grísk íþróttayfirvöld unnið
náið saman til þess að athuga
besta framgangsmáta til þess að
koma þessari tillögu á virkt loka-
stig.
Rétt er að hafa það í huga að
miklar fjárupphæðir þurfa þeir að
hafa með höndum sem ráðast í að
reisa þau mannvirki sem Ólymp-
íuleikar þarfnast og þetta myndi
án efa, og það er gískum yfirvöld-
um ljóst, leggja mikinn vanda
bæði á grísku þjóðina og alþjóða-
ólympíunefndina. Náist samstaða
um þessa tillögu forseta Grikk-
lands, þá mun ekki að efa að
ólympíunefndir hinna ýmsu þjóða
heimsins munu leggja sig fram við
að mynda þessa ólympísku mið-
stöð, sem þær geta svo fengið að
njóta bæði á Ölympíuleikum og
árabilið milli þeirra, þar sem þeir
gætu sent til náms unga og gamla,
leika og lærða íþróttamenn til
ýmiss konar æfinga og rannsókna
og almenning til þess að njóta
íþróttir, ekki fyrir Grikkland ein-
vörðungu heldur allar þjóðir.
Það væri hægt að koma á fót
íþróttaháskóla, sem segja mætti
að yrði æðsti skóli heimsins varð-
andi íþróttafræði, þjálftækni og
íþróttavísindi. Nútímastofnun
fyrir rannsóknir á íþrótta-
mönnum, fyrst og fremst þjálfun-
araðferðum og tækniatriðum á
beitingu mannslíkamans við ýms-
ar íþróttalegar athafnir. I öðru
lagi með því að stofna til alþjóð-
legra námskeiða, funda og ráð-
stefna. í þriðja lagi með því að
skipuleggja alþjóðlega leika sem
ekki væru sérstaklega tengdir
hefðbundinni keppni heldur al-
mannaíþróttum einstakra þjóða
eða heimsálfa.
í huga allra, sem til ólympíu-
hugsjónarinnar þekkja, kemur án
efa nafn Pierre de Coubertin sem
var driffjöðrin að endurvakningu
Ólympíuleikanna, með því að velja
þeim stað í Grikklandi svo nærri
þeim slóðum sem Ólympíuleikarn-
ir voru haldnir til forna, því við
það yrði gerð virk hugsjón höf-
undar að endurvöktum Ólympiu-
leikum. í Ólympíu í Grikklandi er
hjarta Pierre de Coubertin grafið.
I nokkur ár hefur alþjóða-
ólympíunefndin starfrækt í
Ólympíu hvert ár námskeið fyrir
unga sem gamla, leika sem lærða
frá öllum heiminum, til þess að
kynna þeim ólympíuhugsjónina og
reyna að láta þá lifa sig inn í þá
miklu íþróttahátíð sem þarna fór
fram til forna.
Þessi Ólympía framtíðarinnar
myndi verða sjálfseignarstofnun á
friðuðu landsvæði. Hið friðlýsta
svæði myndi verða í eign þessarar
sjálfseignarstofnunar sem flestar,
ef ekki allar þjóðir heimsins ættu
eða hefðu átt þátt í að móta og
veita fé til. Þetta alþjóðasamstarf
myndi tryggja rétt mannvirkj-
anna og starfrækslu þá sem í þeim
ætti að fara fram.
Grikkir hafa tjáð sig fúsa til
umræðna um öll réttindi sem
alþjóða-ólympíunefndin (IOC)
myndi telja nauðsynleg sér til
handa til að þessi tilgangur næð-
ist.
Eftir athugunarferð 5 manna
nefndar alþjóða-ólympíunefndar-
innar um Grikkland til þess að
velja stað fyrir framtíðar Ólymp-
íuleika, þá hafa gríska ríkisstjórn-
almannaíþrótta. En eins og orða-
tiltækið segir, „margar hendur
vinna létt verk“, eins mun verða
um þetta verkefni, það verður ekki
erfitt þegar litið er á að hér er
verið að vinna verk á stuttum
tíma sem varðar heiminn um
langa framtíð. Ef þessi samstaða
næst, þá mun ekki aðeins verða
náð til þjóða innan alþjóða-
ólympíunefndarinnar heldur líka
allra þjóða Sameinuðu þjóðanna.
Það skal tekið fam að gríska
þjóðin, sem er afkomendur þeirra,
sem stofnuðu til Ólympíuleika til
forna, skóp hugsjónir og heim-
spekilegar hugsanir til framvindu
þessara hátíðahalda og er því
sérstaklega næm fyrir öllu sem
snertir áframhald og varðveislu
þessa dýrgrips hinnar grísku
menningar. Ýmisleg atvik frá 1968
(Mexíkóleikarnir) og til hinna
nýafstöðnu Ólympíuleika í
Moskvu hafa sýnt að ólympíu-
hreyfingin eða hugsjónin hefur
verið skekin allt niður í grunn-
stoðir sínar, vegna veikleika sem
jafnvel má rekja til of veiks
siðgæðis varðandi ólympíuhug-
sjónina. Hliðstæð vandamál munu
ekki sjá dagsins ljós eftir að
leikarnir hafa eignast sinn sama-
stað í námunda við þann stað þar
sem hinir fornu Olympíuleikar
voru haldnir. Friðlýsing staðarins,
fullkomin trygging fyrir öryggi
leikanna og mannvirkja, sem þeim
eru tengd, og þá fyrst og fremst sá
hugsunarfaáttur sem er tengdur
við gamla siðvenju, mun endur-
vekja til nýs áhuga það sem
tapaðist af virkum áhuga fjöldans
varðandi Ólympíuleika þá sem nú
eru fluttir milli staða, þar sem
ríkir mismunandi hugarfar og
stjórnarfar. Ennfremur.er rétt að
taka fram vegna þeirrar fullyrð-
ingar að leikarnir séu betur fjár-
hagslega tryggðir þegar þeir eru
haldnir af borgum ýmissa þjóða
til skiptis, þá er rétt að minnast
þess og hafa ríkt í huga, að sú er
ekki raunin nú. Til þess að standa
fyrir Ólympíuleikum nútímans
þarf feikna mikið fé. Svo mikið, að
smáþjóðir geta alls ekki axlað þá
byrði lengur. Þetta er vart hægt
að bera uppi nema stjórnvöld
komi til og það geta aðeins þrjú
eða kannske fjögur nútímaríki.
Við skulum minnast þess að ein af
þeim borgum, sem sótt höfðu um
s.
O
m \
V o
7. o %. * \ • O t- 8
<
g *
S o
=§ g:
3 «
<v<4 '%c
.o Jy
V/y
^ &
St-Mo#ZTx
/. C/SO Of* 194«
194« 1
19‘°
,99J
'»00 ,2
„vv* ^
// .<*/
// &
% V
íyí
&
8
l
í
7
7--
\
Ólympíuleika 1988 og hefur Ástr-
alíu á bak við sig, sem talin er eitt
ríkasta ríki í heiminum, afturkall-
aði umsóknina af þeirri ástæðu að
við könnun hafi komið í ljós að
þeir þar syðra hefðu ekki efni á
því að halda Ólympíuleika. Eftir
eru tvær borgir aðeins, sem sækj-
ast eftir að halda sumarleikana
1988.
Ólympíunefndir sumra þjóða
láta sig varða margt fleira um
íþróttamál þjóða sinna en
Ólympíuleika. Meðal slíkra er
nefndin í Vestur-Þýskalandi. Einn
helsti forustumaður hennar um
langt árabil er Willi Daume (f.
1913). Nam verslunarfræði og
starfrækir verslunarfyrirtæki.
Keppandi í körfuknattleik á leik-
unum í Berlín 1936. Eftir fall
nasistaflokksins sáfnaði W.
Daume þýskum íþróttafélögum og
samtökum þeirra til samstöðu um
stofnun sambands áhugamanna
um íþróttir. Síðan stórvirkur at-
hafnamaður fyrir sambandið
(DSB). Frá 1956 í IOC og um skeið
einn þriggja varaforseta hennar.
Einn helsti framámaður V-Þjóð-
verja um framkvæmdir að Ólymp-
íuleikunum í Munchen 1972. Nú
hefur hann um skeið unnið að
undirbúningi þinghaldsins í Bad-
en-Baden bæði sem einn í þrenn-
ingarnefnd IOC og sem framá-
maður v-þýsku ólympíu-
nefndarinnar. Ber erindið í ritinu
heitið: „Olympia in Hellas: Eine
Idee kehrt zu ihrem Ursprung
zur-ck“ (Ólympíuleikar í Hellas
(Grikklandi), hugsjón snýr til
baka til upphafs síns).
Erindið er mjög ítarlegt og í því
eru tekin til meðferðar þau vanda-
mál sem nú steðja að IOC, má
segja að öllum alþjóðlegum
íþróttasamtökum. Athygli hlýtur
að beinast að erindi þessu þar sem
í því er fjallað um vandamál af
manni, sem um fjölda ára hefur
verið virkur íþróttamaður,
íþróttafrömuður hjá þjóð sinni og
á alþjóðavettvangi, forstöðumaður
Ólvmpíuleika og starfandi innan
IOC.
I upphafi erindisins minnir
hann á að eigi sé langt til XXVI
ólympíska tímabilsins (hefst 1996)
og þá séu 100 ár liðin frá upphafi
nútíma Ólympíuleika og því sé
leikum þess tímabils ætlaður stað-
ur í Grikklandi. Hann dylur ekki
þá skoðun sína og rökstyður hana,
að því sé nú tímabært að þiggja
tilboð forseta Grikklands, Konst-
antins Karamanlis og ríkisstjórn-
ar grísku þjóðarinnar um friðlýst
sjálfseignarlandsvæði í Hellas
f.vrir mannvirki Ólympíuleika
framtíðarinnar og þá samhliða
bækistöðvar IOC, sem nú eru til
húsa í höll einni í Lausanne í Sviss
en búa við erfiðleika vegna nýrra
ákvæða í lögum Svisslendinga.
Stofnað verði í Grikklandi ólymp-
ískt fríríki svipaðs eðlis og Vat-
ikan-fríríki kaþólsku kirkjunnar á
Italíu.
Höfuðrökin sem W. Daume
nefnir fyrir því að tilboðið skuli
þegið eru:
1. Erjur um hvar skuli halda
Ólympíuleika yrði úr sögunni.
Stjórnmálaleg viðhorf heyrðu
fortíðinni til. Stjórnmálaleg
misnotkun þeirrar þjóðar, þar
sem leikarnir eru haldnir þá
ekki möguleg.
2. Stöðvast myndi sá tröllskapur
byggingaframkvæmda og versl-
unarmennsku sem hefur við-
gengist og farið vaxandi. Séð
yrði fyrir hentugustu aðstöðu
fyrir þátttakendur, til þess að
ná góðum árangri, og að vel færi
um þá.
3. Sami staðurinn myndi færa með
sér festu, öryggi og kunnugleika
á þekktu umhverfi. Hann myndi
færa með sér tilfinningatengsl.
4. Óvissa um mótshald sem óstöð-
ug veðrátta leiðir af sér yrði
hverfandi í hinu sólríka Grikk-
landi. Stöðugleiki veðráttu, lega
mótssvæðis og þekking á fáan-
legri fæðu myndi færa með sér
stöðugleika; ekkert ætti að vera
óvænt.
5. Hætta á truflun leikanna af
utanaðkomandi aðgerðum eða
frá innlendum róstum eða átök-
um yrði að mestu eða öllu leyti
úr sögunni.
Willi Daume lætur einnig í ljós
nokkur atriði sem fela í sér
efasemdir:
1) fornminjar í námunda við svæði
það, sem helst kemur til greina,
2) kostnaður nauðsynlegra mann-
virkja og hversu tækist að afla
fjár,
3) kostnaður starfrækslu og við-
halds mannvirkja árin milli leika.
Með erindi sínu, sem hefur víðar
verið birt en í riti v-þýsku
ólympíunefndarinnar á frönsku,
ensku og þýsku, vill Willi Daume
setja fram skoðanir sínar á þeim
vandamálum, sem þingið í Baden-
Baden þarf að ræða og það í
góðum tíma, svo að ekki verði litið
þannig á að hann sé að auka
vandann. Hann lýkur erindi sínu á
þeirri von að allir sem til 11.
ólympíska þingsins í Baden-Baden
koma, frá alþj.-ólympíunefndinni,
(IOC), ólympíunefndum þjóða
(ANOC) og alþjóða sérsambönd-
um (GAISF), séu sannfærðir um
mikilvægi Ólympíuleika fyrir
mannkynið og þeir álíti þá þess
virði að staldra við og íhuga
endurnýjanir og hafi hugrekki til
þess að gera þær að veruleika,
fullvissir um að það kosti fyrir-
höfn en niuni tryggja framtíð
leikanna.
Með ritun og hirtingu þessarar
greinar vildi ég vekja athygli á, að
i 60 ár hérlendis hafa ágætar
nefndir leyst á myndarlegan hátt
fjölþættan vanda við þátttöku
íslands í Ólympíuleikum, fylgst
með þróun málefna leikanna og
eru þeir Gísli Halldórsson, Sveinn
Björnsson og Bragi Kristjánsson
að halda utan til þinghaldsins í
Baden-Baden, þá sé lesendum
þessara lína Ijóst að þeim er vandi
á höndum, sem og öðrum full-
trúum rúmlega 130 þjóða að ræða
vandamál Ólympíuleika.
Þorsteinn Einarsson