Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Í^LSJíÞTEMBER 1981
Aldarminning:
Eggert Theódórsson
frá Efri-Brunná
Fa'ddur 22. september 1881.
Dáinn 29. júní 1971.
I dag eru liðin eitt hundrað ár
frá fæðingu Eggerts Theódórsson-
ar frá Efri Brunná í Saurbæ í
Dalasýslu.
Þegar Eggert Theódórsson lá
sína síðustu legu á Vífilsstöðum
árið 1971 þá vorum við systkinin
oft hjá honum.
Þá var hann oft að tala eitthvað.
Hann var oft að segja eitthvað
eins og samfellt mál. Við vorum
þá oft að spyrja hann hvað hann
væri að tala um, því að hann
talaði svo lágt, eins og í hálfum
hljóðum. Hann var þá í bæn til
Guðs. Þetta voru bænirnar, sem
hún amma hans hafði kennt
honum þegar hann var lítill
drengur heima á Efri Brunná. Nú
rann þetta allt upp fyrir honum í
áheyrn okkar. Og þetta var svo
eðlilegt samtal við Guð. Hann var
á áttunda árinu þegar amma hans
dó. En bænirnar, sem hún kenndi
honum voru það veganesti, fyrir
lífið, sem dugði honum fram til
síðustu stundar.
Hann mundi þær, og notfærði
sér þær fram til síðustu stundar.
Svo minnist ég með þakklæti allra
samverustundanna og þess mikla
kærleika, sem hann sýndi okkur
bróðurbörnunum sínum alltaf, frá
fyrstu árum okkar og til þess
síðasta.
Drottinn blessi frænda minn og
hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Eg enda svo hér með versi eftir
Valdimar Briem:
„Sofðu vært hinn síAasta hlund
unz hinn dýri datfiir Ijómar.
Drottins lúóur þcgar hljómar
hina miklu morgun stund.**
Guðrún Jónsdóttir,
í Mjóuhlíð 16.
Eggert Theódórsson var fæddur
inn í þennan heim á Efri Brunná í
Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 22.
september 1881.
Eru því í dag, 22. september
1981, liðin hundrað ár frá fæðingu
hans. Foreldrar hans voru hjónin,
Margrét Eggertsdóttir bónda á
Kleifum í Gilsfirði, Jónssonar,
hreppstjóra í Króksfjarðarnesi,
Ormssonar Sigurðssonar frá
Langey á Breiðafirði. Og Theódór
— bóndi á Efri Brunná og gull-
smiður. Hann var talinn besti
gulismiður á íslandi á sinni tíð, og
fyrsti leirkerasiniður á Islandi.
Iðnir þessar, gullsmíði og leir-
brennslu lærði hann í Skotlandi.
Þá var sjaldgæft að ungir menn
færu til annarra landa til iðn-
náms. Jónssonar prests í Stórholti
í Staðarhólsþingum, Halldórsson-
ar hreppstjóra og bónda á Myrká í
Hörgárdal, Jónssonar prests á
Myrká í Hörgárdal, Jónssonar
prests í Grímsey og síðar á Tjörn í
Svarfaðardal og síðast á Völlum í
Svarfaðardal, Halldórssonar ann-
álaritara og lögréttumanns á Seilu
í Skagafirði, Þorbergssonar sýslu-
manns í hálfu Þingeyjarþingi.
Hrólfssonar (sterka) lögréttu-
manns á Álfgeirsvöllum í Skaga-
firði. Um ættir Eggerts skal ekki
meira sagt hér.
Áður en Eggert hafði fyllt sitt
fyrsta ár, eða 29. júní 1882 varð
hann fyrir því áfalli að missa sína
ungu móður, sem þó var ekki
nema 22 ára að aldri, og rúmu ári
síðar, hinn 12. nóvember 1883
missti hann líka föður sinn, sem
þá var 35 ára gamall.
Stóðu þeir nú þarna eftir for-
eldralausir bræðurnir tveir, því
hann átti bróður, sem Jón hét, og
var hann einu ári og fjórum
mánuðum og tveimur dögum eldri
en Eggert. Urðu þeir nú að skilja
um hríð. Var þá Jón fluttur inn að
Kleifum í Gilsfirði til Eggerts
Jónssonar, móðurföður síns, en
Eggert fór til ömmu sinnar Mar-
grétar Magnúsdóttur, ekkju séra
Jóns Halldórssonar í Stórholti.
Flutti hún nú með sinn unga
sonarson að Efri Brunná árið
1884. Þar var hann svo til átta ára
aldurs.
Þá dó Margrét amma hans. Var
hann þá fluttur inn að Kleifum til
Eggerts afa síns. Eftir það voru
þeir svo saman bræðurnir ungu
sín bernsku- og unglingsár.
Það kom snemma í ljós að
Eggert var góðum gáfum gæddur.
og hafði góða námshæfileika. Eft-
ir ferminguna fór hann á ungl-
ingaskólann á Heydalsá við
Steingrímsfjörð í Strandasýslu.
Hann hafði mikið yndi af bókum
og las mikið. Hann var líka mikið
sjálfmenntaður þótt aðstaða til
skólagöngu væri takmörkuð.
Hann átti gott bókasafn og kunni
vel að notfæra sér það. Það var
nærri sama um hvað var talað,
allsstaðar var hann með. Hann
var fús til að fræða aðra um það,
sem að gagni mátti verða. Á 24.
afmælisdaginn sinn, 22. septem-
ber 1905, giftist Eggert ástmey
sinni, Sigurlaugu Sigvaldadóttur
frá Heydalsseli í Húnavatnssýslu,
og næsta vor byrjuðu þau búskap í
Litlaholti í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu og bjuggu þau þar úí tvö
ár, eða til vorsins 1908. Þá flutti
hann á eignarjörð sína Efri
Brunná í sömu sveit. Þessa bújörð
hafði hann fengið í arf eftir
foreldra sína. Þar bjó hann svo
myndarbúi þar til hann flutti til
Reykjavíkur árið 1919.
Gjörðist hann þá kaupmaður og
rak smásöluverslun hér í mörg ár.
Eftir flutninginn til Reykjavíkur
keypti Eggert litla íbúð á Njáls-
götu 12 og bjó þar í mörg ár. Þar
þótti mörgum gott að koma, því að
hjónin voru bæði sérlega gestrisin,
voru þar því oft gestir dögum,
vikum, og jafnvel mánuðum sam-
an.
Á Njálsgötu 12 eignuðust hjónin
Eggert og Sigurlaug eina dóttur,
Margréti Lilju, sem giftist Sveini
Sveinssyni múrarameistara. Eins
og áður er hér bent á, lágu að
Eggerti góðar og traustar ættir,
sem óþarft er að endurtaka hér.
En það er Guðs náð að vera af
góðum ættum. Og í arf frá forfeðr-
unum fékk Eggert marga góða
hæfileika og mannkosti, svo að ég
held að öllum, sem kynntust
honum, hafi þótt vænt um hann.
Nú er Eggert Theódórsson ekki
lengur hér á meðal vor. Hinn 29.
júní 1971, nákvæmlega áttatíu og
níu árum eftir að móðir hans dó,
þegar hann vantaði tæpa þrjá
mánuði til að verða níutíu ára
gamall, var hann kallaður burt frá
þessari jarðvist.
Andlátsdagur hans varð sami
mánaðardagur og móður hans, 29.
júní. Þá gekk hann inn til þeirrar
dýrðar Drottins, sem Guð hefur
heitið þeim, sem elska hann, eða
eins og Hallgrímur Pétursson
kvað:
Fyrir blóð lambsins blíða,
búinn er nú að stríða,
og sælann sigur vann.
Þótt nú séu liðin 10 ár síðan
Eggert Theódórsson hvarf burt
frá okkur, þá sakna ég hans ennþá
með ást og virðingu, og ég tel hann
hafa verið ætt sinni til sóma.
Skrifað í Mjóuhlíð 16, í
september 1981,
Eggcrt Theódór Jónsson.
-------------\
Haustlaukar
Haustlaukarnir
eru komnir.
Komið og skoðið
fjölbreytt úrval
okkar, hundruð
tegunda.
'31
Jörð til sölu
Tilboö óskast í jörö í Borgarfiröi ca. 100 km frá
Reykjavík, eignarhluti í laxveiöi. Allar nánari upplýs-
ingar í símum 93-1933 og 81525. Tilboðum sé skilaö
til blaðsins merkt: „J — 7782“ fyrir 10. 10. '81. Réttur
áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna
öllum.
Rex-Rotary
Ijósritunarvélar
Dönsk gæðaframleiðsla,
verðlaunuð fyrir hönnun.
viðurkennd um víða veröld.
Allir Rex-Rotary Ijósritarnir
skila hnífskörpum, þurrum
Ijósritum strax, þ.e. án
upphitunartima.
Eftir eðli og umfangi verk-
efnanna velur þú þann rétta,
og Rex-Rotary skaffar þér
besta vélaverð, besta efnisverð
og þar meö ódýrustu Ijósritin.
jFdnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
UPPLYSINGAR
0G AÐSTOÐ
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁER ÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU