Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjóii: SIGHVATUR BLÖNDAHL
Svíþjóðarfréttir:
Þjóðarframleiðsla minnkaði
um 1% fyrstu sex mánuðina
Verðmæti útflutnings Svía á þessu ári er áætlað í
krin^um 142,3 milljarðar sænskra króna, eða sem næst
203 milljörðum íslenzkra
verðmætaaukning frá árinu
Sænsk iftnfyrirtæki gera á
þessu ári ráð fyrir liðlega 8%
aukningu miðað við árið á undan
og á fyrri helmingi næsta árs
gera þau ráð. fyrir um 7%
aukningu.
Verðmæti innflutnings Svía á
þessu ári er áætlað að verði í
kringum 142,4 milljarðar
sænskra króna, eða sem næst
203,2 milljörðum íslenzkra
króna. Vöruskiptajöfnuður Svía
verður þá, ef að líkum lætur,
óhagstæður um 100 milljónir
sænskra króna.
króna. Það er um 9%
á undan.
flutningi svartolíu og hreinsaðr-
ar olíu til Svíþjóðar fyrstu sex
mánuði ársins, eða um nærri
20% miðað við sama tímabil á
síðasta ári.
Þjóðarframleiðsla minnkar
Þjóðarframleiðsla Svía minnk-
aði um 1% á fyrstu sex mánuðum
ársins, en á sama tíma í fyrra
jókst hún um 1,5%.
Um 55,3% veltuaukning í
smásöluverzlun árið 1980
ATIIUGUN á veltutölum sam-
kvæmt söluskattsframtölum árið
1979 og 1980. og sem hefur vcrið
höfð til hliðsjónar við gerð áætl-
unar 1980. leiðir í Ijós. að velta
smásöluverzlunar hafi i hrild
aukizt um 55.3% á árinu 1980. Á
sama tíma jókst velta heildverzl-
unar án olíuverzlunar um 59%.
Þrssar upplýsingar koma fram í
atvinnuvegaskýrslu Þjóðhags-
stofnunar um verzlun sem nýlega
kom út.
— Veltubreytingar þessar
benda ekki til þess, að selt magn í
verzlunum í heild hafi aukizt á
árinu 1980, en þó nokkur munur er
á veltubreytingum eftir greinum.
Þannig virðist vera meiri veltu-
aukning í byggingavöruverzlun en
í annarri heildverzlun og í smá-
sölu er mest veltuaukning í sölu-
turnaverzlun, í fiskverzlun,
blómaverzlun, bóka- og ritfanga-
verzlun og í lyfjaverzlun.
Hins vegar hefur velta í fata-
verzlun og verzlunum er selja
búsáhöld og heimilistæki aukizt
minna að meðaltali en í smásöl-
unni.
Að öðru jöfnu gefa þessar veltu-
breytingar vísbendingar um þróun
afkomu í verzluninni þar sem
aukning veltu umfram verðhækk-
anir ætti að leiða til batnandi
afkomu, en samdráttur í' veltu á
sama hátt bendir til versnandi
afkomu. En þá er gert ráð fyrir
óbreyttri álagningu.
Ilækkandi neytendaverð
Atvinnuvegaskýrsla Þjóðhagsstofnunar um verzlun 1977—1978:
Hagur verzlunar lakari á árinu
tvö árin þar á undan
Samkvæmt upplýsingum
sænsku hagstofunnar hækkaði
neytendaverð í landinu á fyrstu
sex mánuðum þessa árs um
liðlega 6,3%. Til samanburðar
má geta þess að sambærileg tala
á síðasta ári var um 5,6%.
Hagstofan gerir ráð fyrir svip-
aðri hækkun neytendaverðs á
seinni helmingi þessa árs.
Minnkandi hílasala
Á fyrrihluta þessa árs voru
skráðar alls 95,235 bílar í Sví-
þjóð, en á sama tíma í fyrra voru
skráðir 98,622 bílar. Þetta er
liðlega 3% fækkun milli áranna.
Á fyrri helming ársins var
langmest selt af Volvo 240-lín-
unni eða liðlega 20 þúsund bílar.
Næstir í röðinni voru SAAB 900
bílar, en af þeim voru seldir
liðlega 9.300 bílar.
Minnkandi olíu-
innflutningur
Mikill samdráttur varð í inn-
1979, en
Ilagur verzlunar virðist hafa
verið íakari árið 1979, en árin tvö
á undan, sem skýrist að nokkru
leyti af lægri meðalálagningu og
einnig þvi að samkvæmt upplýs-
ingum um verzlunarveltu hefur
ekki orðið aukning á sölu um-
fram verðbreytingar, segir m.a. i
nýútkominni atvinnuvegaskýrslu
Þjóðhagsstofnunar um verzlun
1977-1978.
— Leyfilegri hámarksálagningu
var breytt í apríl 1979 í þá veru, að
einfalda og sameina álagningar-
flokka og bæta hag verzlunarinn-
ar, einkum smásöluverslunar, sem
hefur á undanförnum árum búið
við lakari afkomu, en aðrar grein-
ar verzlunar.
Skýrist m.a.
með lægri
meðalálagningu
Hreinn hagnaður sem hlutfall
af tekjum hefur lækkað árin 1979
og 1980 í öllum greinum heild-
verzlunar og einnig í smásölu
samanlagt.
Hagur einstakra greina smásölu
og heildsölu er þó nokkuð misjafn,
ýmist betri eða verri en meðalaf-
koman, enda greinarnar mismun-
andi vel í stakk búnar til að mæta
lægri meðalálagningu. Ýmsar
greinar verzlunar búa auk þess við
rúm verðlagsákvæði og má ætla
að þær séu betur staddar en aðrar.
Má þar nefna lyfjaheildverzlun,
véla-, varahluta-, og veiðafæra-
verzlun fyrir sjávarútveginn og
greinar, sem að mestu eru undan-
þegnar verðlagsákvæðum, svo sem
verzlun með gleraugu, úr, gull,
silfur, leikföng og filmur. Þó
þessar greinar séu ekki nema að
litlu leyti háðar verðlagsákvæð-
um, munu þær þó ekki geta breytt
álagningu sinni að vild vegna
verðstöðvunarlaganna, en þær
munu þó að öðru jöfnu búa við
hærri meðalálagningu, en aðrar
greinar.
Líklegt má telja, að þær greinar
sem eru undir verðlagsákvæðum,
t.d. matvöruverzlun, nýlenduvöru-
verzlun, búsáhaldaverzlun o.fl.,
hafi yfirleitt búið við lakari af-
komu en að meðaltali árið 1979, en
í áætlunum yfir hag verzlunar
árin 1979 og 1980 hefur ekki verið
athugað sérstaklega afkoma ein-
stakra undirgreina.
Áætlanir um hag verzlunar á
árinu 1980 benda ekki til þess, að
afkoma hafi batnað frá árinu á
undan. Meðalálagning bæði í smá-
sölu og heildsölu hefur þó farið
hækkandi og er árið 1980 svipuð
og hún var að meðaltali árið 1978.
Litlar breytingar á starfsemi Stjórnunarfélagsins í vetur:
Verðum hins vegar með
nýjungar eins og áður
segir Þórður
Sverrisson,
framkvæmdastjóri
_ST\RFSEMI félagsins verður
með nokkuð svipuðu sniði og hún
var á síðasta vetri.“ sagði Þórður
Svcrrisson. framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands. í sam-
tali við Mhl.. er hann var inntur
eftir vetrarstarfi félagsins. sem
nú er nýhafið.
— Það verður ekki um teljandi
fjölgun námskeiða að ræða í vetur
og er það einfaldlega vegna þess,
að húsnæðið gefur ekki möguleika
á því. Hins vegar verðum við með
ýmsar nýjungar nú eins og endra
nær. Við byrjuðum vetrarstarfið á
nýju námskeiði um núllgrunns-
áætlanir, en það var fengið frá
ameríska stjórnunarfélaginu.
Af nýjungum má nefna, að í
b.vrjun október verðum við með
námsstefnu og sýningu í sambandi
við skrifstofutækni framtíðarinn-
ar. Námsstefnan verður 1. októ-
ber, en sýningin mun síðan standa
yfir til 5. október.
Um miðjan október verðum við
með nýtt námskeið, sem fjalla
mun um stjórnun og starfsmanna-
mál. Það verður haldið dagana
14.—15. október. Það er fengið
erlendis frá.
Við ætlum í október, að halda
námskeið fyrir leiðbeinendur til
að samhæfa hlutina. Þá get ég
nefnt danskt námskeið, sem notið
hefur mikilla vinsælda erlendis,
en það nefnist Time Manager. Það
verður haldið í lok nóvembermán-
aðar.
Þá má nefna námskeið eins og
tölvur og noktún þeirra, skrif-
stofuhald og skrifstofuhagræðing,
afgreiðslu og þjónustustörf, mót-
un starfsferils og breytingar í
starfi, tilboðsgerð í málmiðnaði,
sem haldið er í samráði við
Samband málm- og skipasmiðja,
gæðastýringu í frystihúsum og
sölu á erlendum mörkuðum. Þá
má að síðustu nefna spástefnu um
þróun efnahagsmála 1982, en slík
spástefna var haidin í fyrsta sinn
á síðasta ári og þótti takast vel,“
sagði Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélags-
ins. — Þess má geta, að enn hefur
ekki verið gengið frá dagskránni
seinnihluta vetrar.
Viðræðum Arnarflugs
og íscargo haldið áfram
Fyrr í sumar fóru fram viðræður milli fulltrúa Arnarflugs og
Iscargo um hugsanlega samvinnu félaganna, eða samruna. Þær
viðræður báru ekki árangur, en hafa nú verið teknar upp að nýju.
í þeim viðræðum, sem hafnar eru, hefur verið rætt um báða
möguleikana, sem að framan greinir, þ.e. ákveðið samstarf, eða
hugsanlega yfirtöku Arnarflugs á Iscargo.
Samkvæmt upplýsingum Mbl., eru þessar viðræður þó á algeru
byrjunarstigi og ekki séð fyrir endann á þeim. Þá hefur því verið haldið
fram í fjölmiðlum, að þessar viðræður séu að undirlagi Steingríms
Hermannssonar, samgönguráðherra, en svo mun ekki vera.