Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
39
Minning:
Hallgrímur Vilhjálms-
son tryggingafulltrúi
Fa'ddur 11. dcsembcr 1915.
Dáinn 14. scptcmbcr 1981.
Einn helsti og besti baráttu-
maður jafnaðarstefnunnar og Al-
þýðuflokksins á Akureyri er lát-
inn, og verður jarðsunginn í dag.
Hallgrímur Vilhjálmsson var að-
eins 65 ára gamall, þegar óvæginn
gestur knúði dyra og kvað upp
dóm, sem birtur er öllum
mönnum.
Kynni okkar Hallgríms voru
ekki löng, en þau voru bæði hlý og
góð. Hann hafði meiri áhrif á
lífshlaup mitt enn margur annar,
hvatti mig til framboðs í Norður-
landskjördæmi eystra 1978, ásamt
fleiri forystumönnum flokksins;
og studdi mig með ráðum og dáð. I
þeirri baráttu kynntist ég hinum
dýrmætu eðlisþáttum Hallgríms,
sem líklega hafa ekki blasað við
öllum, er honum kynntust, enda
barði hann hvorki bumbur né
hrópaði á torgum.
Hallgrímur var um langt árabil
tryggingafulltrúi hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins á Akureyri og
veitti skrifstofu hennar forstöðu.
Vart hefði verið finnanlegur hæf-
ari maður í það starf. Þar fram-
fylgdi hann í verki hugsjón sinni
um jöfnuð og réttlæti, stuðning
við þá þjóðfélagsþegna, sem falla
inn í þann ramma samábyrgðar,
er jafnaðarstefnan boðar.
Hallgrímur vann ávallt langan
vinnudag, og taldi ekki eftir sér að
starfa um helgar og á kvöldin, ef
nauðsyn bar til. Vafalaust hefur
hann unnið meira en heilsa hans
leyfði, og þannig hraðað för þess
gests, er áður var nefndur. Hann
lét sér heldur ekki nægja að vinna
hin venjulegu daglegu störf. Hann
var óþreytandi í baráttunni fyrir
bættri tryggingalöggjöf og vakti
athygli ráðamanna á göllum
hennar og benti á ráð til úrbóta.
Þau eru líka ófá bréfin, sem hann
skrifaði mér og öðrum til að reyna
að rétta hlut þeirra karla og
kvenna, sem „kerfið" tók ekki tillit
til. I síðasta bréfinu, sem hann
skrifaði mér skömmu fyrir andlát
sitt, bar hann mjög fyrir brjósti
hag aldraðrar konu, sem vegna
fyrri starfa sinna, naut ekki
þeirra réttinda, er öðrum hafa
verið tryggð.
Vart hafa margir vitað um
þennan þátt í starfi hans, sem
lýstir vel þeirri alúð og umhyggju,
sem hann bar fyrir hverjum
manni, er átti um sárt að binda. í
öllu starfi kom fram, að hann
hafði mótast af hugsjóninni um
frelsi, jafnrétti og bræðralag. í
starfi hjá tryggingastofnun og
innan Alþýðuflokksins heyrði ég
hann aldrei orða kröfur fyrir
sjálfan sig um laun eða umbun af
öðru tagi. En hann var harður
baráttumaður, þegar hann vildi
tryggja framgang þeirra mála,
sem hann taldi að horfðu til
framfara, bóta og réttlætis. Hann
var stefnufastur maður og honum
var mikill ami að hverskonar
svartagallsrausi og ráðaleysi.
Hann gekk að hverju verki í þeirri
bjargföstu trú að flestan vanda
mætti leysa.
Þessi sundurlausu "kveðjuorð
koma ekki til skila því þakklæti,
sem ég hefði vilja koma á fram-
færi. Mér eru ljós þau sannindi, að
enginn maður er ómissandi, en
sæti margra eru vandfyllt. Það
gildir um sæti Hallgríms Vil-
hjálmssonar, bæði í Alþýðu-
flokknum og Tryggingarstofnun.
Af braut er horfinn ötull baráttu-
maður, er hafði þá hugsjón helsta,
að arði vinnunnar væri deilt
réttlátlega og að samfélagið bæri
ábyrgð á öllum sínum þegnum, og
að þeim bæri að tryggja mann-
sæmandi lífskjör hvernig sem
háttað væri getu þeirra til þátt-
töku í hinu svonefnda velferðar-
þjóðfélagi.
Árangurinn af baráttu Hall-
gríms var mikill, þótt oft hefði
hann viljað að hann væri meiri.
Honum tókst að létta mörgum
erfiða baráttu. Starfskröftunum
eyddi hann í orðsins fyllstu
merkingu til að bæta hag og kjör
annarra, og sameinaði þar póli-
tíska hugsjón og starf í ríkisins
þágu. Fyrir þetta flyt ég þakkir.
Fjölskyldu hans færi ég samúðar-
óskir og bið Guð að blessa minn-
ingu um góðan og gegnan mann,
sem taldi það umfram allt skyldu
sína að verða öðru að liði.
Árni Gunnarsson
Lygn streymir Don og lygnt
rann ævifljót Hallgríms Vil-
hjálmssonar tryggingafulltrúa,
Akureyri að ósinum eilífa, en
enginn sem til þekkti efaðist um
að það fljótt væri bæði þungt og
vatnsmikið.
Við héldum hjónin, síðast þegar
leiðir okkar lágu saman að enn
ætti þar eftir að renna mikið vatn
til sjávar, og urðum ekki síður en
aðrir undrandi á hverfulleik lífs-
ins.
Því þessar línur — með kveðju
frá okkur hjónum og Birni litla.
Fundum okkar bar fyrst saman
í október 1975 er Hallgrímur, líkt
og svo oft síðar með einurð,
drenglund og hollráðum greiddi
götu okkar á Akureyri.
Hallgrímur hafði sérstakt lag á
að birtast þegar ráða var þörf og
þegar hann fór var líkt og aldrei
hefði verið þar vandamál.
Urðu nú tíðir fundir okkar
hjóna með Hallgrími og hans
ágætu konu, Ásgerði Guðmunds-
dóttur og löngum setið fram eftir
við rabb og spil. Var aldrei að
finna að aldursmunur væri þar á,
þótt yfirburða þeirra gætti strax í
umræðu og vallarsýn. Vorum við
tekin allt í senn, sem félagar, vinir
og börn þessara ágætu hjóna sem
svo vel sameinuðu bestu eiginleika
þingeysks stórhöfðingja og hún-
vetnskrar sómakonu.
Er við 1978 héldu frá Akureyri á
ný fylgdu okkur góðar kveðjur og
óskir um góða endurfundi.
Þótt heimsóknir strjáluðust
héldust tengslin með bréfaskrift-
um og ekki hvað síst er við héldum
til Svíþjóðar — og hallaði þá
heldur á okkur ef eitthvað var.
Alltaf var unun af bréfum
Hallgíms, sem voru allt í senn,
fræðandi, uppörvandi og drjúg af
hollum ráðum.
Oft furðuðum við okkur á hve
tími hans varð drjúgur — því
áhugamál átti hann fjölmörg þó
útivera, félags- og stjórnmál ættu
hug hans mestan. Hallgrímur tók
virka afstöðu til flestra mála og
ættíð drengilega og aldrei heyrð-
um við hann halla máli. Hanti
vann og langan vinnudag sem
tryggingafulltrúi og forstöðumað-
ur Tryggingastofnunar ríkisins á
Akureyri og taldi þar mikilvægust
mál kjör aldraðra og einn lífeyr-
issjóð fyrir alla landsmenn, því
jafnaðarmaður var hann ekki að-
eins í orði heldur á borði.
Óhætt er að fullyrða að fáir hafi
verið svo gjörkunnugir trygg-
ingamálum og löggjöfum al-
mannatrygginga sem Hallgrímur.
Við áttum aðeins skamma stund
með Hallgrími og því margir aðrir
sem betur kunna að segja sögu
hans — en af þeim þunga sem á
okkur lagðist við þá váfrétt að
Hallgrímur væri allur, skiljum við
að mikill er harmur þeirra sem
áttu hann allan og betur þekktu.
Við sjálf rifjum upp stutt kynni
og seinustu fundi i ágúst síðast-
liðnum er við Elinborg kynntum
Björn litla Hallgrími og konu
hans Ásgerði að Víðivöllum á
Akureyri og var það honum vel að
skapi.
Við þökkum af alhug góð en því
miður stutt kynni.
Við sendum Ásgerði, börnum,
tengda- og barnabörnum samúð-
arkveðjur og óskum Hallgrími
vini okkar góðrar heimkomu og
guðshlessunar.
Arnar. Elinhorg og Björn.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Sumir vinir mínir fræða mig á þvi. að Guð hafi gcrt
mikla hluti fyrir þá vcgna ba-nar þcirra og trúar. Nú hcf
cg trúað á Guð af öllu hjarta. cn cg vcrð að játa. að cg á
ckki cins dásamicga rcynslu og þcir scgja frá. Er eitthvað
athugavcrt við mig? Eg finn mikla glcði og hlessun í því
að kcnna í sunnudagaskóla. hcimsækja sjúka og vinna
fólk til trúar á Krist. En cg hcf ckki reynt sams konar
undur og stórmcrki og vinir mínir scgja frá.
Eg er hræddur um, að þeir séu of margir, sem
hugsa meira um, hvað Guð geti gert fyrir þá en hvað
þeir geti gert fyrir Guð. Satt er það, að Guð heyrir
bænir. Þó verðum við að gæta okkar að biðja ekki af
eigingjörnum huga og reyna að fá óskum okkar
fullnægt í stað þess að leita vilja Guðs.
Jesús sagði, að sá, sem mestur vildi *vera meðal
manna, skyldi vera þjónn allra. Eg lít svó‘ á, að þér
háfið reynt meira kraftaverk en vinir yðar. Gttó hefur
gefið yður löngun til að sigrast á sjálfselsku og hjálpa
öðrum, löngun til að gefa fremur en þiggja, löngun til
að hjálpa en njóta hjálpar. Þetta er hið eiginlega
kraftaverk, sem í því er fólgið að vera kristinn: Það
hjálpar okkur til að lifa öðrum og ekki okkur sjálfum.
Einhver hefur komizt svo að orði: „Hver sá maður,
sem stendur upp betri maður, hefur öðlazt bæn-
heyrslu.“ Biblían segir: „Sækizt eftir náðargáfunum,
þeim hinum meiri,“ og beztu gjafirnar eru kærleiksrík
þjónusta við Guð og menn.
Mörgum kann að finnast örðugt
að afla sér fullra upplýsinga um
réttindi sín og skyldur og einstök
ákvæði almannatrygginga.
Hér er um viðamikla löggjöf að
ræða, sem þróast hefur.-í nær
hálfa öld, og henni fylgja ótalinn
fjöldi reglugerða og síðast en ekki
síst fjöldi samþykkta trygginga-
ráðs, sem yfirstjórnanda fram-
kvæmdahliðarinnar.
Velflest þessara mála eru við-
kvæm persónuvandamál, önnur
geta haft úrslitaáhrif á fjárhags-
lega afkomu einstaklinga, við hin-
ar erfiðustu aðstæður.
Þegar, við þessi margþættu lög
og reglugerðir bætast svo nánast
árvissar breytingar á þeim, þá fer
sú staðreynd vart fram bjá nein-
um, sem af nokkurri sanngirni vill
skoða þau mál, að fáir munu þeir
málaflokkar í opinberri sýslan,
sem jafn vel liggja við höggi, ef
hvöt er til þess að gagnrýna.
Þrotlaust og jákvætt starf, til
að upplýsa almenning um rétt
sinn, er því hvorki létt né vanda-
laust. Þegar menn, sem af alúð og
samvisku um áratugi, hafa gengt
starfi á þessum vettvangi, falla
frá á góðum starfsaldri, verður
ekki aðeins brestur í starfskeðju
viðkomandi stofnunar, það verður
vandfyllt starf þess sem lagði sig
allan fram um að kynnast högum
hinna tryggðu. Þessari hugsun sló
niður í huga okkar starfsfólksins á
Tryggingastofnun ríkisins, er
okkur barst fregnin um andlát
vinar okkar og félaga, Hallgríms
Vilhjálmssonar, tryggingafulltrúa
á Akureyri.
Allt til hinstu stundar vann
Hallgrímur ótrauður að bættum
hag hinna tryggðu, sem til hans
leituðu af umboðssvæði hans, en
mál þeirra bar hann ekki fram,
fyrr en hann hafði að eigin raun
byrgt sig svo upp af rökum, að
jákvæð úrslit málsins voru nánast
ráðin frá byrjun.
Þessi nánu kynni á öllum mála-
vöxtum kostuðu Hallgrím oft
mikla vinnu langt umfram lög-
skráðan vinnutíma, en í það var
ekki horft. Langt út fyrir Trygg-
ingaumboð Akureyrar og Eyja-
fjarðarsýslu mætti Hallgrímur á
fundum og ráðstefnum, til þess að
skýra hin oft flóknu mál almanna-
tryggingalaga, jafnvel austur á
firði og vestur í Húnavatnssýslur.
Slíkar ferðir verða vart taldar
til skyldustarfa hans, en því er
þessa minnst hér, að á hlutaðeig-
andi stöðvum var eftir honum
sótt, sakir skýrleika og mannkosta
og segir það eitt sína sögu.
Starfsfólk Tryggingastofnunar
ríkisins færir Hallgrími Vil-
hjálmssyni innilegustu þakkir
fyrir samstarfið, sem aldrei bar
skugga á og seint mun gleymast,
um leið og þær óskir eru fram
bornar skjólstæðingum hans til
handa, hinum tryggðu, við Eyja-
fjörð, að þeim auðnist að fá til
aðstoðar við sig mann, sem líkist
sem mest Hallgrími að drengskap
öllum.
Ennfremur sendum við ekkju
Hallgríms, frú Ásgerði, börnum
þeirra og tengdafólki okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. Tryggingastofnunar
ríkisins
Eggert G. Þorsteinsson
forstjóri.
Minning:
Gyða Guðjóns-
dáttir Bolungarvík
Fa*dd 12. maí 1893.
Dáin 19. ágúst 1981.
Okkar elskulegu ömmu kvödd-
um við þann 24. ágúst sl. frá
Hólskirkju í Bolungarvík.
Hún var fædd í Þernuvík í
Ögurhreppi 12. maí 1893. Foreldr-
ar hennar voru Hansína Hannes-
dóttir og Guðjón Guðmundsson,
og eignuðust þau 8 börn. Eru nú
fjögur þeirra látin.
Amma giftist afa okkar, Krist-
jáni Ásgeirssyni, 22. maí 1915, en
sambúð þeirra stóð stutt, því hann
drukknaði 7. marz 1926. Stóð hún
þá uppi ein með tvær ungar dætur,
Guðjónú, sem þá var á 10. árinu og
móður okkar, Ásgerði, á 6. árinu.
Lífsbaráttan var henni oft erfið,
og vann hún oft hin erfiðustu
störf. Fólk sem þekkti hana á
þeim árum minnast hennar sem
kjarkmikillar konu, með fallegt
bros og létta lund, og ótrúlega
mikla þolinmæði. Þannig munum
við hana einnig.
12 árum eftir dauða afa okkar
fluttist hún að Fremra-Ósi í Bol-
ungarvík til Valdimars Samúels-
sonar, sem þar bjó með börnum
sínum og fjölskyldum þeirra.
Seinna taka þau í fóstur Ester,
sem þá var tveggja ára, og gengu
henni í foreldrastað.
Eftir að Valdimar var orðinn
blindur og farinn að heilsu flutt-
ust þau að Grundum í hús Marin-
ar, dóttur Valdimars sem bjó þar
cinnig með sinni fjölskyldu.
Litum við á Valdimar sem afa,
og rgvndist hann okkur sem slíkur
á méiðan hann lifði.
Síðúáttí áevfár sín var hánn
rúmfastur og hugsaði amma þá
um hann með sinni miklu hlýju og
hjartagæzku sem ávallt einkenndi
hana.
Geymum við góðar minningar
um heimili afa og ömmu, þar sem
alltaf var tekið á móti okkur
opnum örmum.
Árið 1967 flyst hún á heimili
Önnu Jónu og Valdimars Lúðvíks,
sonarsonar Valdimars, og eiga þau
þakkir skildar fyrir alla þá ómet-
anlegu hlýju og umhyggju sem
þau veittu henni fram á síðasta
dag. Á það einnig við um alla
fjölskyldu Valdimars, en hefur þó
Hulda, sonardóttir Valdimars,
staðið henni næst.
Síðustu æviár sín dvaldi hún á
sjúkraskýlinu í Bolungarvík, við
mikla og góða umönnun starfs-
fólksins þar.
Var hún þá orðin svo til blind,
og var það henni mikill missir, þar
sem hún haföi alltaf haft mikið
yndi af hannyrðum, og ósjaldan
minnumst við hennar þar sem hún
sat og heklaði fallegu dúkana sína,
alveg þar til hún sá ekki lengur til
við hannyrðir.
Amma var mjög trúuð kona, og
lagðist hún aldrei svo til svefns, að
hún tæki ekki upp bænabókina
sína.
Nú kveðjum við elsku ömmu
með söknuði í hinzta sinn, og þó
við eigum ekki til nógu mörg orð
til að lýsa öllu því góða sem við
kynntumst ,hjá henni, en „okkur
langar tíl að rita hér, þá munum
við ávallt geyma í hjörtum okkar
alla þá elsku sem streymdi frá
henni til okkar, og barna okkar,
sem nutu þeirrar blessunar að fá
að kynnast henni.
Kk Ml aö fótum þinum.
faóma lífsins tró.
MoA innri aiu;um minum
**K mikil undur só.
I»ú stýrir vursins voldi
»K vorndar hvorja rós.
frá þinum ástaroldi
fá allir hoimar Ijós.
(Davió Stofánsson)
Far þú i friói.
írióur kuós þi« hlessi
haíóu þokk fyrir allt ok allt.
Barnahorn