Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 mmmn • 1961 Univrtol Pm» Syndicof 3-U ,y,S eigum \/on cx 60 gesfcum e/gum bara þrja bita a-P köku! áster... ... ud neita af) frurrka varalitinn hennar af vöngum sínum. TM Reg U S Pa« Off all riflhts raserved * 1979 Los Angetes Ttmes Syndtcate HÖGNI HREKKVÍSI Bókun útvarpsráðs: „Meint trúnaðarbrot fréttamanna“ Kæri Velvakandi, í vikunni sem leið var almenn- ingi gerð kunn athyglisverð bók- un úr fundargerð útvarpsráðs er fjórir fulltrúar í ráðinu stóðu að. Þar segir meðal annars: „Ekki er því að neita, að þess hefur orðið vart, að trúnaðarbrot frétta- manna og formleg tengsl sumra þeirra við ákveðna stjórnmála- flokka vekja tortryggni og kalla á pólitískar deilur eins og dæmin sanna." Meint trúnaðarbrot frétta- manna og önnur tildrög þessarar bókunar brestur mig löngun og kunnugleik til að ræða, enda liggur sannleikurinn þar ekki á lausu, ef marka má frásagnir dagblaða. Hitt vil ég ekki láta hjá líða að þakka fulltrúunum fjórum fyrir að minna okkur á það, sem aldrei má gleymast, að samkvæmt eðli stjórnmála- baráttunnar ber jafnan að líta með tortryggni á formleg tengsl opinberra starfsmanna, þar á meðal fulltrúa í nefndum og ráðum, við ákveðna stjórnmála- flokka. Varanlegasta vígi lýð- ræðisins — en sem betur fer ekki eina vígið — er heilbrigð tor- tryggni borgaranna í garð leið- toga sinna og annarra, sem þeir treysta til að fara með umboð sitt í baráttunni um völdin í þjóðfélaginu. Jóhann S. Ilannesson. Þakkir til Péturs - áminning til útvarpsins: „Dýrmætar perlur í ljóðum og lögum“ Heiðraði Velvakandi. Ég og fleiri ónefndir viljum láta í ljós ánægju og þakklæti til Péturs Péturssonar þular hjá út- varpinu. Þakkir fyrir lögin sem hann velur til útsendingar, þegar þulur má ráða hvaða óma hann sendir frá sér á öldum Ijósvakans. Sannarlega eigum við dýrmætar perlur í ljóðum og lögum sem öll þjóðin getur verið stolt af. Því er þakkarvert að enn eru til menn sem vilja halda þeim til haga til flutnings í fjölmiðlum. Ég óttast mjög, ef svo fer fram sem horfir, að dómgreind alls almennings sljóvgist fyrir tónlist og textum sem henni eru tengdir. Vel mætti gera þá kröfu til þeirra sem annast útsendingu útvarps- efni í tali og tónum, að ekki væri allt bull og þvættingur sent til hlustenda með tilheyrandi öskri og hávaða, sem ekkert á skylt við söng eða Ijóðagerð. Því vil ég endurtaka þakkir mínar til þeirra sem koma á framfæri þeim und- urfallegu lögum og ljóðum sem meistarar okkar lífs og liðnir hafa eftir látið þessari þjóð, og sem fyrr segir — við megum öll vera stolt af. Pétur þulur, haltu áfram að syngja meðan sólin skín. Guðfinna Hannesdóttir, Hveragerði. Þessir hringdu . . . G. Árnadóttir hringdi og bað Velvakanda að leita höfundar að kvæði sem hún kann hrafl úr — og eins að ef einhver kynni kvæðið allt þá léti sá Velvakanda vita, því gaman væri að rifja upp hvernig það væri í heild. Sagðist hún hafa lært kvæðið í æsku en mundi ekki hvort það var í blaði eða bók, eða hvort það gekk bara manna á milli eins og var algengt að vel ort ljóð gerðu hér áður fyrr Tíu milljarðar gkróna — er það ekki nóg? Sigurður Gíslason hringdi. „í bréfi sem Velvakandi birti hinn 18. þ.m. er athyglisvert bréf sem ber yfirskriftina: „Hve fjöl- menn skyldi „hirðin" verða í hinni nýju „Hliðskjálf“?“ sagði hann. „Skötuhjú" — „hjónakorn" — „pakk" V. Jónsdóttir hringdi og fann að því hvernig farið er að nota orðið „skötuhjú". Sagðist hún hafa rekið sig á það hér í Morgunblaðinu að orð þetta væri haft um ágætisfólk, og væri rétt eins og blaðamenn gerðu sér ekki allir grein fyrir að þetta orð hefur niðrandi merkingu. „Það hefur eiginlega sömu merkingu og orðið „pakk“ — þess vegna cr ákaflega leiðinlegt að sjá það notað um gott fólk,“ sagði V. Jónsdóttir. „Ég er síður en svo á móti því að þetta orð sé notað — en orð verður að nota rétt, það er grundvallaratriði.“ Þá ræddi V. Jónsdóttir einnig um orðið hjónakorn. Sagði hún að svipaða sögu væri um það að segja — það hefði neikvæða merkingu en nú væri farið að nota það um bezta fólk. Taldi V. Jónsdóttir slíka notkun orðsins „hjónakorn" til lýta, ef ekki alranga. Það sem G. Árnadóttir man úr kvæðinu er eitthvað á þessa leið: P'ögur þótti llrefna á heiði heillrar sýslu meyja val, sýnd en ckki gefin veiði hafnaði mörgum myndarhal. Engin vissi hennar huga hláturskast var skrítin fluga er vitnaði hvcr sem valdi í dal(?). (Hér vantar mikið í en í næsta erindi kemur faðir Hrefnu og segir henni að sjálfur sýslumaður- inn sé kominn til að biðja hennar.) Sýslumaðurinn sjálfur góði sést hann hér með ásýnd rjóða og vill nú hreint hún verði sín. (Síðasta erindið er eitthvað á þessa leið og yrkir höfundurinn þar í orðastað Hrefnu.) Ég er gefin sekum svcini sjálfir geymið þér hann í stcini leyndan þar mcð lýsi ég. Þegar þér hann lausan látið leggjum vér .á hrattans fjall. hljótt skal beðið. heitt skal grátið því seint mun kvölda í kærleiks höll. „Þar komu fram nokkrar upplýs- ingar um mannafla Ríkisútvarps- ins. Mjög fróðlegt er að skoða hvernig mannafla og fjárhag stofnunarinnar er háttað en um það má fá nákvæmar upplýsingar í Hagtíðindum og fjárlögum við- komandi árs. Samkvæmt Hagtíðindum eru slysatryggðar vinnuvikur hjá Ríkisútvarpinu alls 16.124 fyrir vinnuárið 1979. Nú eru vinnuvikur 52 á ári og ef maður deilir með þrirri tölu upp í 16.124 þá fær maður 310 — eða 310 heils árs störf við Ríkisútvarpið. Þegar litið er á þetta finnst kannski mörgum nóg um hversu mikið starfslið þarf til að reka þessi fyrirtæki, sjónvarp og hljóðvarp. Vilji maður glöggva sig á hversu mikið fjármagn þessar stofnanir draga til sín frá fólkinu í landinu er hægt að finna það með því að athuga fjárlögin. Samkvæmt fjár- lögum 1981 er sjónvarpinu einu áætlaðar 60.543 millj. kr. (rúml. 6 milljarðar gamalla króna). Hljóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.