Morgunblaðið - 22.09.1981, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
Norðurlandameistaramótið í rallycross:
Æ’
Islenzku keppendurn-
ir komust ekki í úrslit
— sífelldar bilanir og óheppni komu í veg
fyrir að þeir næðu að sýna sitt bezta
Frá (fUnnlauKÍ RoKnvaldssyni i HelsinKjaborK-
ÓHEPPNIN elti íslenzku þátttakendurna á Norðurlandameistaramót-
inu í rallycross hér í HelsinítjaborK í Svíþjóð. Sifelldar bilanir og
óheppni komu í veg fyrir að þeir næðu að komast i úrslit, en þrátt
fyrir það stóðu þeir si>? vel og Evrópumeistarinn i rallycross,
Valfridson. lét þau orð falla að Jón S. Halldórsson væri mjög góður
ökumaður o« íf®ti náð langt á betri bíl. SijíurveKari varð Fulke
Andreson á Escort.
Upphaflega áttu bílar þeirra
Jóns og Þórðar Valdimarssonar að
koma hingað til Helsingjaborgar
frá Gautaborg, en það brást og
urðu þeir því að sækja þá sjálfir.
Þeir náðu rétt í keppnina, svefn-
lausir og þreyttir eftir 10 stunda
akstur. Þrátt fyrir þetta stóð Jón
sig vel í keppninni, á fyrstu braut
í árekstri, klemmdist milli tveggja
bíla og snerist við, auk þess sem
kúplingin bilaði enn og þar með
var draumurinn úti.
Óheppnin var líka förunautur
hins íslenzka keppandans, Þórðar
Valdimarssonar, sem ók Volks-
wagen. Á fyrstu 2 brautunum
losnaði hjá honum kertahetta,
Jón S. Halldórsson naut vinsælda meðal sænsku ljósmyndaranna
vegna „fagmannlegra stökka“ á BMW-bíl sínum.
Óheppnin eiti Jón S. Halldórsson i fyrstu keppni hans erlendis. Eftir
goða byrjun hrotnaði hjá honum framrúða og varð hann að fara sér
hægt eftir það. Simamynd GunnlauKUr Rótrnvaidsson.
hélt hann vel í Evrópumeistarann,
Valfridson, en steinkast frá bíl
hans braut síðan framrúðuna í
BMW-bíl Jóns, þannig að hann
dróst aftur úr. Þá bilaði kúplingin
hjá honum og varð hann því
síðastur á bæði 1. og 2. braut. Á
þriðju braut náði hann góðu starti
og var í öðru sæti þegar hann lenti
þannig að bíllinn gekk aðeins á
þremur og vann því ekki eins og
skyldi. Á þriðju brautinni átti
hann litla möguleika, þar sem
hann lenti á móti sterkum bílum.
Þá lenti hann líka í árekstri og
olíukerfið sprakk hjá honum og
það með voru hans möguleikar
allir.
BALDWIN
píanó og
orgelskólinn
Innritun alla daga
Hljóðfæraverslun
Wi P/ILMÞiRS mb Hf
GRENSASVEGI 12 - SÍMI 32845
Frá opnun hins nýja bókasafns í Kópavogi sl. laugardag. Fremst á myndinni eru heiðursborgarar
Kópavogs, frú Hulda Jakobsdóttir og Finnbogi Rútur Valdimarsson. Ljósm. Mbl. Kristján.
Bókasafn Kópavogs flytur í nýtt húsnæði
Verður eitt af fullkomn-
ustu bókasöfnum á landinu
BÓKASAFN Kópavogs flutti
nú á laugardaginn í nýtt og
stærra húsnæði að Fannborg
3 til 5. Við vígslu hins nýja
húsnæðis héldu ræður forseti
bæjarstjórnar Snorri Kon-
ráðsson og Magnús Bjarn-
freðsson formaður hóka-
safnsnefndar. Viðstödd vígsl-
una voru heiðursborgarar
Kópavogs. hjónin Ilulda Jak-
ohsdóttir. fyrrverandi bæjar-
stjóri í Kópavogi, og Finn-
bogi Iiútur Valdimarsson.
fyrrum oddviti og bæjar-
stjóri í Kópavogi. Fékk
Ilulda Jakohsdóttir fyrstu
hókina. sem lánuð var út af
hinu nýja safni.
Að sögn Hrafns Harðarsonar
forstöðumanns bókasafnsins var
safnið formlega opnað almenn-
ingi kl. 2 í gær. Það er 580
fermetrar að stærð, en hið fyrra
var 100 fermetrar, og er fjöldi
bóka í því um 50 þúsund. Um
37.000 bindi eru í bókasafninu
sjálfu, en bærinn keypti bóka-
safn Ólafs heitins Ólafssonar
læknis fyrir þremur árum og
telur það um 12 til 15.000 bækur.
Á síðasta ári voru lánþegar um
3600 og lánaðar voru alls um 122
þúsund bækur í fyrra. Að sögn
Hrafns fer sú tala jafnt og þétt
vaxandi.
Sæti eru nú fyrir 10 manns í
lestrarsal bókasafnsins, en ráð-
gert er að innrétta lestrarsal í
kjallara hússins. Meðal merkra
bóka á safninu er fyrsta útgáfa
Njálssögu á íslensku og fyrsta
útgáfa af Ijóðum Jónasar Hall-
grímssonar, ásamt öðrum
merkisgripum.
Bókasafn Kópavogs var fyrst
stofnað árið 1953 og var þá í
barnaskólanum, en flutti 1964 í
félagsheimili kaupstaðarins og
síðan í þetta nýja húsnæði.
Magnús Bjarnfreðsson formað-
ur bókasafnsnefndar í ræðu-
stól.
Bókasafnið er að sögn Hrafns
mun aðgengilegra fyrir lamaða
og fatlaða. Var alls ekki hægt
fyrir fatlaða að komast inn á
eigin spýtur á gamla staðnum,
því það var á annari hæð. Á nýja
staðnum er mjög góð aðstaða
fyrir fatlað fólk og gamalt og
komast hjólastólar auðveldlega
inn í húsið.
Að sögn Kristínar Björgvins-
dóttur bókasafnsfræðings verð-
ur bókasafn Kópavogs í framtíð-
inni með fullkomnustu bóka-
söfnum á landinu. Er í bígerð að
koma upp þráðlausu hljómflutn-
ingskerfi í safninu og geta þá
gestir safnsins hlustað á plötur
hvort sem er hljómlist, leikrit,
sögur eða ljóðalestur. Situr þá
fólk með hlustunartæki í sætum
sínum og að sögn Kristínar mun
heyrnarskert fólk einnig geta
notið þessarar þjónustu. Verður
það í nánustu framtíð sem þessu
verður hrint í framkvæmd og er
verið að leggja grunninn að
hljóðsafni líka.
Meðal annara nýmæla verða
sögustundir fyrir börn einu sinni
í viku ' og rithöfundar munu
koma til með að kynna verk stn í
bókasafninu.
Hulda Jakobsdóttir opnaði safnið með þvi að fá fyrstu bókina að
láni. og tekur hér við henni af Hrafni Harðarsyni forstöðumanni
bókasafnsins.
T&ogsT'
L)ósm. Mbl. Kristján Árnason.
Arekstur þriggja bila varð á Miklubraut, við Kringlumýrarbraut, laust fyrir klukkan 13 í gær. Voru
bilarnir á leið í austur, og voru aí gerðunum Pontiac, Mazda og Daihatsu. ók Pontiac-billinn aftan á
Mazda bílinn sem síðan skall á Daihatsuinum, en kona úr þeim bil var flutt á slysadeild með eymsli í hálsi.
Ol