Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
47
Fundur vestfirskra frystihúsmanna með Steingrími Hermannssyni sjávarútvegsráðherra:
„Verðum við að horfa upp
á fyrirtæki okkar verða
gjaldþrota hvert af öðru?“
spurði Guðfínnur
Einarsson
í Bolungarvík
Frá hlm. Mhl.. Friðu Proppé.
á Ísaíirði 21. septemh<‘r.
_ER NÚ svo kotniA. að >;rund-
völlur frystinKar er brostinn.“
sajíði Konráð Jakobsson for-
maður félaj?s fiskvinnslustöðva
á Vestfjörðum meðal annars. er
hann setti fund félajjsins með
þeim Steinjírími Ilermanns-
syni. sjávarútvegsráðherra.
Olafi Davíðssyni hajjsýslu-
stjóra oj? Eyjólfi Ísíeld Eyj-
ólfssyni forstjóra Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna. hér á
ísafirði í daj?.
Frystihúsaeigendur voru
mjög þungorðir og svartsýnir
vegna mjög erfiðrar stöðu fryst-
ingar og spurði framsögumaður
þeirra á fundinum, Guðfinnur
Einarsson, Bolungarvík, m.a.:
_Er málum virkilega þannig
komið að við verðum að horfa
upp á fyrirtæki okkar verða
gjaldþrota hvert á fætur öðru?“
Einnig æskti hann svara ráð-
herra um, hvort ætlunin væri að
taka fyrirtækin eitt og eitt úr
þeirra höndum og sagði: „Það
hefur löngum þótt ljóður á
þjóðfélagi okkar, hvernig farið
var með það fólk, sem kallað var
þurfalingar hér á árum áður. Á
þeim var haldið uppboð og sjúkt
fólk og lasburða afhent lægst
bjóðanda ... Nú er mönnum í
fiskvinnslu og útgerð ráðstafað
á milli banka sem þurfalingum
áður fyrr. Nú þykir það slík kvöl
og nauð fyrir banka að hafa
þessi fyrirtæki í viðskiptum, að
stjórnvöld telja sig verða að
veita þeim umbun í þakkar-
skyni... Er svo komið undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinnar
að okkur er ráðstafað milli
banka og stofnana sem aumustu
þurfalingum þessa lands
Hann lét einnig þung orð falla
í garð sjávarútvegsráðherra
vegna ummæla hans um stöðu
fiskiðnaðarins, og gjörða hans.
Að lokinni framsöguræðu
Guðfinns, rakti Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson forstjóri SH stöðu
frystiiðnaðarins almennt og þá
sérstaklega á Vestfjörðum. Áð
lokinni ræðu Eyjólfs fóru fram
almennar umræður, en sjávar-
útvegsráðherra æskti þess að
fréttamenn sætu ekki þann
hlut.a fundarins, og vék því
Eyjólfur ísfeld. forstjóri SH. ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar og Steingrímur Hermannsson. sjávarútvegsráðherra á
fundinum i gær.
annar stærsti liðurinn, en að
öðru jöfnu væru það vinnulaun
sem skipuðu þann sess. Þá sagði
hann rafmagnskostnað vega
þungt á Vestfjörðum og minnti
á að í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar væri gefið fyrir-
heit um jöfnun raforkuverðs á
landinu. Hann sagði kostnað
Vestfjarða vegna þessa þáttar
áttatíu og fimm prósent meiri
en gerðist hjá fyrirtækjum í
Reykjavík og spurði: „Hafið þið
Vestfirðingar orðið varir við að
fulltrúar okkar í ríkisstjórn hafi
látið í ljós óánægju með þennan
mun?“ Guðfinnur sagði í lokin
að mest væri nú rætt um
stóriðju sem framtíðariðngrein
landsmanna, en slík uppbygging
kæmi Vestfirðingum að litlum
notum: „Okkar stóriðja er og
verður fiskiðjan.“ Hann hvatti
menn síðan til samstöðu gegn
því að fyrirtækin yrðu lögð í
fm V ' ■ “ w — -w* ""'wr
Séð yfir fundarsalinn. Guðfinnur Einarsson flytur ræðu sína.
Ljósm. Mbl. Fríóa Proppé.
blaðamaður Mbl., sem var einn
fréttamanna á fundinum, af
fundi.
Guðfinnur rakti í upphafi
framsögu sinnar, þann stóra
þátt sem Vestfirðingar eiga í
framleiðslu frystiafurða og eins
hvað varðar útflutningsverð-
mæti. Hann sagði fyrirtækin nú
mörg hver komin í alvarlegt
greiðsluþrot. Þá átaldi hann
yfirlýsingar Steingríms Her-
mannssonar sjávarútvegsráð-
herra vegna ummæla aðila
frystiiðnaðarins hvað varðar
bága stöðu þeirra. Sagði hann
ráðherra hafa sagt að þetta væri
nákvæmlega sama platan og
hann hefði heyrt á þriggja
mánaða fresti. Einnig sagði
hann framkomu ráðherrans
varðandi setningu bráðabirgða-
laga um gengismunasjóð „ger-
samlega óverjandi." Gengis-
munur væri til dæmis hvorki
tekinn af landbúnaðarvörum né
járnblendiiðnaðinum.
Guðfinnur rakti síðan helstu
kostnaðarliði iðnaðarins og
sagði vaxtakostnað og gengistap
vera þriðja hæsta liðinn. Einnig
væru til þau hús á Vestfjörðum,
þar sem sá þáttur væri orðinn
rúst, eins og hann orðaði það.
Eyjólfur ísfeld Eyjólsson, for-
stjóri SH, sagði í upphafi máls
síns að sér væri það ný reynsla,
að heyra Vestfirðinga kvarta, en
ástæða væri þar til og reyndar
víðar þröngt í búi en á Vest-
fjörðum, hvað varðaði fiskiðnað-
inn. Sveiflur í iðngreininni
hefðu verið mun meiri í ár, en á
síðustu árum.
Eyjólfur nefndi til þrjá þætti
sem þar skiptu hvað mestu, þ.e.
t.d. svo sem hlut saltfisks og
skreiðar fram yfir frystingu, þá
verðhækkun á flökum gagnvart
verðlækkun á blokkum, einnig
hækkun á Bandaríkjadollar, en
lækkun á Evrópugjaldmiðli.
Þá sagði hann óhagstæðar
sveiflur hafa orðið á Vestfjörð-
um, hvað varðar markaðsmál og
nefndi sem dæmi, að á sama
tíma og samdráttur hefði orðið
tíu prósent hjá SH í sölu á
blokk, þá hefði samsvarandi tala
verið þrjátíu og fjögur prósent á
Vestfjörðum. Hér átti hann við
tímabilið frá fvrsta janúar til
fyrsta september sl. Aukning á
sölu flaka á sama tíma til
Evrópu, hefði hjá SH numið tíu
prósentum, en sextíu prósentum
á Vestfjörðum. Samdráttur SH
á sölu flaka til Bandaríkjanna
hefði aftur á móti numið þrjátíu
og fimm prósentum, en hlutur
Vestfjarða þar verið þrjátíu og
þrjú prósent. Hann sagði þessar
verðsveiflur hafa verið hvað
mestar á fyrrihluta þessa tíma-
bils, þ.e. fyrri hluta ársins 1981.
Eyjólfur taldi ástæður þess-
ara breytinga á sölu flaka til
Evrópu í stað, Bandaríkjanna
stafa að mestu le.vti af fólksfæð
frystihúsa á Vestfjörðum. Þá
sagði hann aðstöðu til vinnslu í
skreið og salt erfiða á Vestfjörð-
um sem víðar og að málið væri
ekki svo einfalt að hægt væri að
segja af hálfu ráðamanna: „Þið
eigið að græða á saltfiski og
skreið."
Eyjólfur fjallaði einnig
nokkrum orðum um fiskverðs-
ákvörðun og sagði að um áramót
hefði verið gengið út frá hækk-
un á flökum til Bandaríkjanna.
Einnig að við fiskverðsákvörðun
hefði beinlínis verið gert ráð
f.vrir taprekstri. Þá sagði Eyj-.
ólfur frá könnun, sem Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna hef-
ur látið framkvæma á stöðu sex
frystihúsa víðs vegar um landið,
hvað varðar framlegð þeirra, en
framlegð er talin þurfa að vera
a.m.k. tuttugu prósent. Hann
sagði að Þjóðhagsstofnun notaði
við sína útreikninga eldri stað-
reyndir og breytingar hefðu
orðið slíkar á þessu ári og því
síðasta, að samkvæmt athugun
SH myndi framlegð þessa árs
aðeins nema fjórtán prósentum
að meðaltali og þá vantaði upp á
þrjú komma fjögur prósent
gengissig, þannig að í heild
vantaði níu komma fjögur pró-
sent til að endar næðu saman
fram yfir framreikning Þjóð-
hagsstofnunar.
Þá var Eyjólfur í lok ræðu
sinnar þungorður í garð stjórn-
valda og sagði frystihúsin ekki
hafa fengið eina krónu úr verð-
jöfnunarsjóði þrátt fyrir að
gengið hefði verið frá allri sölu
frá fyrsta janúar til þrítugasta
og f.vrsta maí sl. Einnig sagði
hann ákvarðanir sjávarútvegs-
ráðherra varðandi gengishagn-
að minna sig á hinar frægu
sögur Munchausens, — hér væri
verið að taka með annarri hend-
inni, en gefa með hinni.
Eins og áður segir fóru fram
almennar umræður að loknum
framsöguræðum, en blaðamanni
Morgunblaðsins var ekki heimil-
að að sitja þann hluta fundar-
ins.
Hópurinn á Reykjavikurflugvelli áður en lagt var upp áleiðis til Hafnar. Kristinn
Guðmundsson, fararstjóri, er lengst til hægri. (Ljósm. Mbl. Kristján.)
Vel heppnuð ferð fatlaðra
Höfn í Hornafirði. 21. sept. 1981.
HÓPUR fatlaðra unglinga og aðstandendur þeirra komu til Hafnar í
Hornafirði á sunnudag. og tóku félagar úr Lionsklúbhnum Hæni og
Lionsklúbbi Hornafjarðar á móti gestunum. Skipulögðu klúbbarnir móttökurn-
ar og veittu ferðastyrk.
Að sögn séra Gylfa Jónssonar í
Bjarnarnesi, var það klúbbfélögum
mikil ánægja að taka á móti hópnum
og greiða götu hans. Fyrst var snæddur
hádegisverður að Hótel Höfn í boði
hótelsins og Hafnarhrepps. Þá var ekið
að Hoffellsjökli og svo skemmtilega
vildi til að hópurinn lenti í smala-
mennsku á leiðinni, og höfðu allir
gaman af.
Að lokinni ferðinni að Hoffellsjökli,
bauð Kvenfélagið Vaka í Nesjahreppi
ferðalöngunum í kaffi og meðlæti.
Hópurinn fékk nokkuð gott veður, þrátt
fyrir mikla rigningartíð undanfarið. í
ökuferðina var notaður fjallabíll, svo
að hægt væri að komast sem næst
jöklinum og bauð Austurleið hópnum í
ökuferðina. Fararstjóri hópsins var
Kristinn Guðmundsson, en hann hefur
séð um slíkar hópferðir undanfarin ár,
og meðal annars farið með hópa
fatlaðra til Akureyrar og Vestmanna-