Morgunblaðið - 27.09.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 27.09.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 ■ - ■■ Sturla Sighvatsson Qengst til vinstri) við A pavatn. Siðari hluti kvikmyndarinnar um Snorra Sturluson verður sýnd- ur í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsáhorfendur munu þá um stund bregða sér í huganum ein sjö til átta hundruð ár aftur i tim- ann, og fylgjast um hríð með glæst um höfðingjum Sturlungaaldar, klækjum þeirra og vélabrögðum, skálmöld, vargöld og vigöld þeirri er þeir lifðu Snorri og samferða- menn hans, Sturlungar, Ásbirn- ingar og Haukdælir, auk f jölda annarra ættgöfgra manna og smælingja. Eins og nafnið sjálft, Sturlungaöld, stirt og óþjált, þá var þessi timi íslandssögunnar tími ófriðar og upplausnar, þar sem bræður börðust og frændur sátu á svikráðum hverjir við aðra, og almúgamenn jafnt sem höfð- ingjar bjuggu við öryggisleysi og óvissu um framtíð sína. Saga sú, er sögð er af Snorra í kvikmyndinni, er jafnframt ættarsaga Sturlunga, og ís- landssaga þessa tímabils. Helsta heimild er íslendinga- saga Sturlu sagnaritara Þórð- arsonar, bróðursonar Snorra, en hún er eitt helsta verkið í því safni sagna sem nefnt hefur verið Sturlunga, en þar er að finna eftirtaldar sögur: Geir- mundar þátt heljarskinns, Þorgils saga og Hafliða, Hauk- dæla þátt, Sturlu sögu, Prests- sögu Guðmundar góða, Guð- mundar sögu dýra, Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, íslendinga sögu, Þórðar sögu kakala, Svín- fellinga sögu, Þorgils sögu skarða, Sturlu þátt, Arons sögu og fleira. Gífurlegur fjöldi manna kem- ur við sögu í Sturlunga sögu og verður lesandanum því oft fóta- skortur, er hann reynir að átta sig á hinum flóknu samböndum manna og atburða. Mörg hundr- uð manns koma við söguna, margir að vísu aðeins nefndir einu sinni og þá jafnvel í upp- talningum. Sagan er því flókin og erfið yfirlestrar að flestra mati, en jafnframt munu menn sammála um það að því oftar sem Sturlunga er lesin, því meira ástfóstri tekur lesandinn við hana. Við hvern nýjan lestur opnast ný sýn, og menn taka að átta sig á hinum flóknu orsak- asamböndum, og atvik er áður gátu virst lítils virði, fá nýja og þyngri merkingu. En þegar horft er á kvikmynd eftir sög- unni verður erfiðara að átta sig í hinni breiðu elfi manna og at- burða, heldur en þegar lesið er, því kvikmyndinni verður ekki flett aftur að vild er eitthvað þarfnast frekari skýringar eða upprifjunar. í greinarkorni þessu verður því reynt að skýra nokkur atriði, er sjónvarpsá- horfendum í kvöld mættu að gagni verða. Ættfaðirinn, Hvamm-Sturla Ættfaðir Sturlunga er yfir- leitt talinn Sturla Þórðarson goðorðsmaður í Hvammi í Döl- um, Hvamm-Sturla, eins og hann er oftast nefndur í sög- unni. Hann var af ætt Snorr- unga, sem svo voru nefndir eftir forföðurnum Snorra goða á Helgafelli (d. 1031.) Hvamm- Sturla, sem lést 1183, var sonur Þórðar goðorðsmanns á Felli, sonar Gils Snorrasonar og Þórdísar, dóttur Guðlaugs Þor- finnssonar og Þorkötlu, en Þorkatla var dóttir Halldórs Snorrasonar, goða á Helgafelli. Hið forna Snorrungagoðorð var því erfðagoðorð Sturlunga, en síðar áttu þeir eftir að marg- falda ríki sitt og verða valda- mesta ætt íslands á 13. öld. Hvamm-Sturla átti þrjá syni, er einkum koma við sögu, þá Þórð, Sighvat og Snorra, en auk þeirra mörg börn, ýmist laun- getin eða af tveimur hjónabönd- um hans. Koma nokkur þessara barna hans við sögu, og afkom- endur þeirra, svo sem Svart- höfði og bræður hans, Dufgus- synir. En mest fer sem fyrr seg- ir fyrir sonunum þremur er áð- ur voru nefndir, en þeir voru allir synir annarrar konu Sturlu, Guðnýjar Böðvarsdóttur af ætt Egils Skalla-Grímssonar, en goðorð þeirra komst Snorri Sturluson síðar yfir. Þórður, Sighvatur og Snorri Sturlusynir Þórður var elstur bræðr- anna, sona Hvamm-Sturlu, og bjó hann á Stað á Snæfellsnesi. Nafnkenndastir sona hans voru þeir Böðvar á Stað og Sturla lögmaður og sagnaritari, en börn Þórðar voru mun fleiri, og skal hér aðeins nefndur ólafur hvítaskáld. — Tveir sona Böð- vars Þórðarsonar koma nokkuð við sögu, þeir Sighvatur, og þó einkum Þorgils skarði. Sighvatur bjó á Grund í Eyjafirði, og var kvæntur Ha- lldóru Tumadóttur, en hún var af ætt Ásbirninga í Skagafirði, systir Kolbeins og Arnónrs, og föðursystir Kolbeins unga. Sig- hvatur átti syni sjö með konu sinni, og eina dóttur. Hún var Steinvör, er giftist Hálfdani Sæmundarsyni, af ætt Odda- verja. Synir Sighvats * voru Tumi, sem lést ungur af völdum manna Guðmundar biskups, Sturla, sá er mest kemur við sögu í kvikmyndinni, Kolbeinn, Þórður kakali, Markús, Þórð- ur krókur og Tumi yngri. Sturla og Þórður kakali voru lang fyrirferðamestir þeirra bræðra, Sturla fyrst, en Þórður síðar er hann lifði einn bræðra sinna eftir Örlygsstaðabardaga 1238, auk Tuma yngri, sem Þórður kakali lifði einnig. Þeir bræður Sturla, Kolbeinn, Mark- ús og Þórður krókur féllu allir á Sturlungar A Örlygsstöðum, eða voru teknir af lífi eftir bardagann. Sighvat- ur bjó á Grund sem fyrr er sagt, en Sturla sonur hans bjó aftur á Sauðafelli í Dölum. Sonarsynir eða aðrir afkomendur Sighvats á Grund koma lítið við sögu, en þó má nefna Jón Sturluson og Þurðíði Sturludóttur, laun- getna, er giftist Eyjólfi ofsa Þorsteinssyni. Þá er ótalinn af sonum Hvamm-Sturlu, sjálfur Snorri. Margt hefur verið um Snorra ritað, og eru menn ekki á eitt sáttir er rætt er um hvernig maður hann hafi verið. Flestir hallast þó að því að fégráðugur hafi hann verið, og það jafnvel svo að hann sat á fé sínu fyrir börnum sínum. Snorri var lítill bardagamaður, en því meiri fræðimaður. Hann komst þó ekki hjá því að lenda í deilum Sturlungaaldar miðjum, og stundum lagði hann þar á ráðin um vélabrögð er ekkert gáfu eftir Sturlu, bróðursyni hans. Hjónaböndum beitti Snorri mjög fyrir sig í pólitískum og fjármálalegum tilgangi, bæði hvað snerti sjálfan hann og dætur hans. Synir Snorra voru Jón murti og órækja, sá fyrr- nefndi lést ungur ókvæntur og barnlaus eins og kom fram í fyrri hluta kvikmyndarinnar. Orækja var aftur kvæntur Arnbjörgu Arnórsdóttur, af ætt Ásbirninga, bróðurdóttur konu Sighvats á Grund. Dætur Snorra voru þær Hallbera, er fyrst átti Árna óreiðu af Ámundaætt, og síðar Kolbein unga af Ásbirningaætt, Ingi- björg er átti Gizur Þorvaldsson síðar jarl af Haukdælaætt, og loks Þórdís, er átti Þorvald Vatnsfirðing. — Þorvaldssyn- ir, þeir Þórður og Snorri, er Sturla Sighvatsson sat fyrir og drap árið 1232, eins og sást í fyrri myndinni, voru þó ekki dóttursynir Snorra, heldur báð- ir laungetnir. Það voru einnig tvær dætra Snorra Sturlusonar, þær Ingibjörg og Þórdís. Stur/a Þórðarson í Hvammi v 1. Ingibjörg Þorgeirsdóttir u 2. Guðný Böðvarsdóttir Sveinn (laung.) u Ursúla Snorra- dóttir Þuríðr (laung.)1 v 1. Ingjaldr Halls- son u 2. Þorleifr skeifa 1: Dætr Ingibjargar: Steinunn Þórdís u Jón u Bárðr Brandsson Snorrason 2: Börn Guðnýjar: Þórðr Sighvatr Snorri Helga u “ Sölmundr Austmaðr Vigdís u Gellir Þor- Þórdís I Guðmundr sorti Jónsson Sturla Svertingr Þorleifsson Jón krókr Þorleifs- son prestr (d. 1229) u Halldóra Þorgils- dóttir Dufgus Þor- leifsson u Halla Bjarn- ardóttir I Guðmundr Steinarr skáld(?) Svarthöfði Björn Björn Kol- u Herdís drumbr kæg- beinn stein&son 1 Hróð- Þórunn Þórdís bjartr(.J) n Eyvindr u Oísli i Þórarins- Markús- Þorgeirr son son stafsendi (d. 1244) Þorleifr Fagrdæll(?) Oddsdóttir ill (d. grön (d. 1244) 1254) Fgill í Reykjaholti (d. 1297) Björn Oli u Salgerðr jónsdóttir Gyða u Nikulás Oddsson }______________I____________________ Jón murti Þórðr o. fl. Valgarðr Sölmundr Helga u (d. 1320) lögm. Þorlákr Narfason Gizurr galli | í Víðidalstungu Steinunn (d. 1370) (d. 1361) | u Haukr lögm. Hákon (d. 1381) Erlendsson I 1 Oskilprlin höru Ilvannu Sliiilii mm ii i nn í'n nnii : Helga, Valgcrðr, Sigríðr, llalldóri ug Bjöm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.