Morgunblaðið - 27.09.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.09.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 fVtaqpmÞlitfefr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. egar ríkisstjórnin var mynduð, gaf hún stefnuyfirlýsingu og sagð- ist ætla að fylgja niður- talningarstefnu í baráttu við verðbólguna. I því efni var markið skýrt og leiðin valin að ósk Pramsóknar- flokksins. í stjórnarsátt- málanum segir: „Ríkis- stjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verð- bólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga." A skotspónum heyrist það úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, að verð- bólgumarkið á næsta ári sé í kringum 30%, þannig að ekki tekst að ná markmiði stjórnarsáttmálans á árinu 1982. Raunar sýnist ýmis- legt benda til þess, að sú hjöðnun verðbólgu, sem orðið hefur á þessu ári, muni ekki halda áfram á því næsta. Óvissan fram- undan er meiri en oft áður og svo virðist sem hræðslan sé að taka við af viljanum í stjórnarherbúðunum. Hræðsla framsóknar- manna á rætur að rekja til þess, að þeir hafa viljað láta líta á sig sem burðar- ásinn í stjórnarsamstarf- inu. Fyrir frumkvæði Framsóknarflokksins beindist öll athyglin að vinstra samstarfi eftir des- emberkosningarnar 1979. Framsóknarmenn töldu efnahagsstefnu sína verða ofan á í stjórnarmyndun- arviðræðunum. Framsókn- armenn lýstu því yfir við síðustu áramót, að loksins væri niðurtalningin hafin og að þeirra skapi. Fram- sóknarmenn eru enn þeirr- ar skoðunar, að niðurtaln- ingin leysi allan vanda og geri gengisfellingar eða aðrar hefðbundnar efna- hagsráðstafanir ónauðsyn- legar. Þrátt fyrir kok- hreystina má sjá það í mál- gagni Framsóknarflokks- ins, Tímanum, að hann er að kikna undan ábyrgðinni og skírskotar til stjórnar- andstöðunnar í von um stuðning eða að minnsta kosti samúð. Þrátt fyrir allt eru Tímamenn í meira jarðsambandi en fram- sóknarráðherrarnir og átta sig á því, að ekki er allt sem sýnist, á bak við glans- myndina hriktir í stoðum atvinnulífsins og það víðar en hjá SÍS. Hræðsla alþýðubanda- lagsmanna á rætur að rekja til þeirrar ólgu, sem nú verður vart meðal laun- þega. Síðan haustið 1978 hafa forvígismenn Alþýðu- bandalagsins réttlætt allar sínar gerðir með því, að þeir væru fyrst að auka kaupmáttinn og síðan verja hann, engu að síður liggur fyrir það mat hagdeildar Alþýðusambands Islands, að kaupmátturinn hefur rýrnað um 10% á þessum tíma. Kröfur samtaka launþega miðast nú við það að endurheimta kaupmátt samninganna frá 1977, en haustið 1978 sagðist Al- þýðubandalagið einmitt hafa komið þeim samning- um í gildi. Einhver mesta pólitíska svikamylla í ís- lenskri stjórnmálasögu hefur verið afhjúpuð. Og hvað segja forvígismenn Alþýðubandalagsins, þegar þeir eru staðnir að verki? Þegar Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði sagði sig úr flokki þeirra vegna svik- anna, lýsti Svavar Gestsson því yfir, að hann væri „ruglaður". Ætlar Alþýðu- bandalagið að taka þá af- stöðu til krafna BSRB, að þær séu rugl? Ber að líta svo á, að Kjartan Ólafsson varaformaður Alþýðu- bandalagsins hafi talað fyrir munn flokksforyst- unnar, þegar hann lýsti því yfir fyrir nokkrum vikum, að nú væri svigrúm til 2% kaupmáttaraukningar? Sameiginlega hræðast framsóknarmenn og al- þýðubandalagsmenn það, að þriðji aðili stjórnar- samstarfsins hafi ekki í samvinnu við þá vilja til að takast á við þann vanda, sem við blasir. Þess varð vart síðastliðið vor, að rík- isstjórnin varð sífellt svifa- seinni við töku ákvarðana. Framsóknarmenn gáfu þá oftar en einu sinni til kynna, að tregðan stafaði af því, að forsætisráðherra ætti í erfiðleikum með að sætta stuðningsmenn sína við að taka við því, sem að þeim var rétt og þeim var skipað að samþykkja. Vandinn, sem við var glímt á fyrrihluta ársins, var ekki eins mikill og sá, sem nú þarf að takast á við, enda voru afleiðingar hinn- ar vitlausu stjórnarstefnu ekki orðnar eins ljósar og nú. Besta leið stjórnmála- manna út úr vandræðum er að taka frumkvæðið, snúa undanhaldi í sókn, bægja frá sér hræðslunni með viljastyrk. Frumkvæðið missir marks, ef styrkleik- ann skortir. Stefna og störf ríkisstjórnarinnar hafa leitt hana í öngstræti, ým- islegt bendir til þess, að að- ilar stjórnarsamstarfsins líti svo á, að þá fyrst öðlist þeir nýjan styrk, ef þeir brjótast út úr stjórnar- samstarfinu. Á næstu vik- um mun það skýrast, hvort viljinn má sín meira en hræðslan í stjórnarherbúð- unum. Viljinn og hræðslan | Reykjavíkurbréf Laugardagur 26. september ♦♦♦♦♦»♦« Stjómleysi Þær fréttir, sem berast úr at- vinnulífinu nú nokkrum vikum, áður en Alþingi kemur saman, sýna, að búast má við lífleg im umræðum strax í upphafi þings um stöðu atvinnuveganna og úr- bætur þeim til bjargar. Raunar er hugsanlegt, að ríkisstjórnin reyni að láta til sín taka í þeim málum fyrir þingsetningu, ráðherrunum er jafn Ijóst og öðrum, að innviðir stjórnarsamstarfsins þola ekki mikil átök á Alþingi. Menn minn- ast þess, að þá fyrst tók ríkis- stjórnin af skarið á síðasta ári, þegar þingmenn höfðu farið heim í jólaleyfi. Bráðabirgðalög voru gefin út og stjórnarsinnum settir þeir úrslitakostir, að annað hvort sættu þeir sig við orðin hlut eða öxluðu þá ábyrgð að kalla stjórn- leysi yfir þjóðina. Eins og málum er nú komið kunna ýmsir að velta því fyrir sér, hvort stjórnleysið yrði annað og meira, þótt þessi ríkisstjórn, sem enn situr, færi frá og engin kæmi í hennar stað. Þrátt fyrir góð áform og vonir um að stjórnin væri í raun að takast á við vanda þjóðar- búsins, kemur æ betur í ljós, að hún hefur aðeins verið að fleyta rjómann ofan af óvenjulegri ár- gæsku, miklum afla og óbifandi vilja landsmanna til að vinna sig út úr erfiðleikunum. A bak við þá glansmynd, sem stjórnarherrarnir hafa reynt að draga upp, er auðn og ráðleysi. Launþegar eru orðnir sannfærð- ir um það, að þeir hafi verið blekktir. Kaupmáttur launa rýrn- ar jafnt og þétt, þótt orð ráðberra falli á þann veg, að til þess eins séu þeir í stólum sínum að auka kaupmáttinn og standa vörð um hann. Astandið er svo sannarlega orðið einkennilegt, þegar Ingólfur S. Ingólfsson formaður Vélstjóra- félags Islands, sem löngum hefur verið talinn til Alþýðubandalags- manna og þar með þeirra, er telja gengisfellingu versta óvin alþýð- unnar, segir i viðtali við Morgun- blaðið um versnandi kjör sjó- manna: „Eins og málin líta út í dag verða þessi mál ekki til lykta leidd nema að breyta genginu strax. Millifærsluleiðin er gengin sér til húðar, enda er ekkert til að færa á milli.“ Stjómleysi í sjávarútvegi Guðfinnur Einarsson frá Bol- ungarvík hefur af hreinskilni og einurð greint frá þeim vanda, sem vestfirskir fiskvinnsluaðilar standa frammi fyrir. Eins og fram kemur í ræðu hans, sem birtist hér í blaðinu á fimmtudag, er það með hálfum huga nú orðið, að menn taka sér fyrir hendur að greina opinberlega frá erfiðri stöðu sinni. Þeim finnst þeir tala fyrir daufum eyrum stjórnarherr- anna, sem svara aðeins með þjósti og segja eitthvað á þá leið, að þeir hafi svo sem „heyrt svona væl oft áður, það sé nú ekki alvarlegt". Eða svo vitnað sé orðrétt í sjávar- útvegsráðherra Steingrím Her- mannsson, sem sagði: „Ég held að aldrei hafi verið annað sagt, en allt væri að fara á hausinn síðan ég man eftir." Menn myndu virða það við stjórnarherrana, ef þeir bentu á leið út úr ógöngunum á sama tíma sem þeir skella í góm og reyna að gera lítið úr þeim, sem telja sig eiga við þá erindi. Staða sjávar- útvegsráðherra Steingríms Her- mannssonar í viðtölum hans við aðila í sjávarútvegi væri auðvitað allt önnur, ef hann gæti bent á fastmótaða stefnu, sem boðaði betri tíð eftir snörp átök. Engin slík stefna liggur fyrir, þvert á móti eykst upplausnin með hverri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, hvort sem hún er um stærð fiski- skipastólsins eða ráðstöfun á gengismun, svo að tveir þættir séu nefndir. I ræðu sinni minnti Guðfinnur Einarsson á það, að ríkisstjórnin hefði við síðustu gengisfellingu tekið gengismun af fiskvinnslunni með bráðabirgðalögum, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að slíku skyldi hætt. Taldi Guðfinn- ur, að þar með hefði ríkisstjórnin ekki aðeins látið hjá líða að standa við fyrri yfirlýsingar heldur stuðl- aði „gjörsamlega óverjandi fram- koma“ hennar að mismunun milli atvinnugreina, hvorki landbúnað- ur, járnblendi, ál né almennur iðn- aður þyrftu að sæta slíkum kjör- um. Síðan sagði Guðfinnur Éin- arsson: „Ég veit að því verður haldið fram, að gengismuninum sé ráð- stafað til okkar í gegnum verð- jöfnunarsjóð. — En þetta er al- rangt. Þó að gengismunur sé greiddur inn til verðjöfnunarsjóðs fyrir frystan fisk þá er það til greiðslu á ábyrgð þeirri sem fallið hefur á ríkissjóð og hann var skuldbundinn að útvega fjármagn til samkvæmt lögum um efna- hagsmál, sem ríkisstjórnin gaf út um síðustu áramót." Vandinn á Raufarhöfn Ríkisstjórnin skipaði þrjá ráð- herra í nefnd til að ræða um það, hvernig ætti að grípa á atvinnu- vandanum á Raufarhöfn eftir að starfsemi frystihússins Jökuls hf. stöðvaðist og fréttir bárust um það, að íbúar Raufarhafnar væru farnir að leita annað eftir atvinnu. Ráðherrarnir, sem fengu það verkefni að finna leiðir til úrbóta, voru þeir Ingvar Gíslason, Svavar Gestsson og Friðjón Þórðarson að sögn Tímans. En hver var niður- staða ráðherranna? Jú, þeir fólu Framkvæmdastofnun ríkisins og Landsbankanum að „leita leiða til að leysa úr vandamálum Jökuls hf.“ svo að vitnað sé til orða sjálfs viðskiptaráðherra Tómasar Árna- sonar yfirmanns bankanna, sem er í leyfi frá forstjórastöðu í Framkvæmdastofnun. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar í Raufarhafn- armálinu staðfesta enn það stjórnleysi, sem ríkir. Þrír ráð- herrar geta ekki orðið sammála um annað en fela tveimur ríkis- stofnunum að leita þeirra leiða, sem þeir gátu ekki eða höfðu kannski ekki tíma til að finna. Raufarharfnarbúar hljóta að velta því fyrir sér, til hvers þeir voru að snúa sér til ríkisstjórnarinnar. Á þessu máli er þó ef til vill önnur hlið eins og flestum vanda- málum. Það skyldi þó ekki vera, að viðskiptaráðherra skammist sín fyrir þá hugmynd, sem ráðherra- nefndin hafði um lausn vanda Raufarahafnarbúa, sefn sé þá, að rekstrartapi fiskvinnslunnar skyldi mætt með því að taka er- lent lán. Þegar Þorsteinn Hallsson formaður Verkalýðsfélags Rauf- arhafnar lýsti vandanum á staðn- um í viðtali við Morgunblaðið, sagði hann, að það væri brýnt að leysa vandamál Jökuls hf. eins fljótt og unnt væri í stað þess að halda áfram að velta vandanum á undan sér eins og gert hefði verið. Það væri eina lausnin á atvinnu- vanda Raufarhafnar. Allir skynsamir menn sjá það í hendi sér, að sú hugmynd ráð- herra að taka erlent lán til að greiða mönnum laun á Raufarhöfn eða hvar sem er annars staðar á landinu, er út í hött, enda þora ráðherrarnir ekki að kannast við þessa tillögu sína opinberlega og fela sig á bak við Framkvæmda- stofnun og Landsbankann. Fyrir því má færa rök, að lausaskuldum Jökuls hf. verði breytt í löng er- lend lán, enda rúmist slíkt innan þeirrar lánsfjáraætlunar, sem nú er starfað eftir, og stangist ekki á við bolmagn fyrirtækisins, til þess að komast að þeirri niðurstöðu þurfti á hinn bóginn ekki afskipti ráðherranefndar. Afskipti ríkis- stjórnarinnar af málefnum Jökuls hf. hafa staðfest þá skoðun, að landinu yrði stjórnað með sama hætti og nú er, þótt engin ríkis- stjórn sæti — líklega betur myndu þó margir segja. Skýr stefnumunur Umræðurnar, sem orðið hafa um húsnæðismál að undanförnu, draga fram þann skýra stefnu- mun, sem er á milli vinstrimanna annars vegar og sjálfstæðismanna hins vegar í þessum mikilvæga málaflokki. Eitt einkenni þessara umræðna er viðleitni alþýðu- bandalagsmanna til að flækja málið, færa húsnæðisvandann í þann búning, að hann verði tor- skildur öllum almenningi. I raun er augljóst, hvers vegna kommún- istar grípa til þessa ráðs, þeir vilja forðast þann kjarna málsins, að það er röng stefna þeirra, sem er undirrót vandans. Davíð Oddsson formaður borgarstjórnaflokks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.