Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 48

Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 48
Valur Aston Villa Eftir 4 daga SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 J _ • «s t 1 , * l4 - llorra SÍKurhjörn Kinarsson Biskup settur í embætti SERA Pétur SÍKurKcirsson verður i daií srttur í emha-tti hiskups fs- lands. viA hátídleKa athiifn i Dóm- kirkjunni í Revkjavík. FormleKa mun hinn nýi hiskup svo taka við emha-tti á fimmtudaKÍnn. hinn 1. októher. ok þá lætur herra Si)?ur- hjiirn Einarsson. hiskup, af emh- ætti. Viðstaddir athiifnina í Dóm- kirkjunni verða kirkjumálaráð- herra. fulltrúar erlendra ríkja. ýmsir opinherir Kostir aðrir. hisk- upar frá systurkirkjunum á hinum Norðurlöndunum ok prestar og aðr- ir starfsmenn íslensku þjókirkj- unnar. Athöfnin hefst með því að prestar og guðfræðikennarar ganga skrýddir úr Alþingishúsinu til Dómkirkjunn- ar, þar sem guðsþjónusta hefst klukkan 11 árdegis. Fráfarandi bisk- up, herra Sigurbjörn Einarsson, stjórnar guðsþjónustunni framan af, en síðan prédikar verðandi biskup og lýkur athöfninni. Stefán Snævarr, prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis og séra Ólafur Skúlason, dómpróf- astur, munu lesa pistil og guðspjall, en biskuparnir Bertil Wiberg frá Hróarskeldu í Danmörku, Kristen Kyrre Bremer frá Niðarósi í Noregi, Tore Turberg frá Visby og Mikko Ju- va frá Turku í Finnlandi munu lesa úr Heilagri ritningu. Marteinn Friðriksson stjórnar tónlistarflutningi, þar sem meðal annars verður frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Halldór Vilhelmsson syngur einsöng. I kvöld heldur Friðjón Þórðarson, kirkju- málaráðherra, veislu á Hótel Sögu til heiðurs biskupshjónunum. Ljúsmynd Mbl. Ragnar Axelsson. 65 ára gamall rostungur Strákarnir halda þarna á uppstoppuðum rostungshaus með vigalegar tennur. all slitnar, en samkvæmt upplýsingum frá Konunglega danska náttúrugripasafninu, er hér um að ræða elzta rostung sem vitað er til að veiðst hafi, 64 eða 65 ára gamall. Hausinn er í einkaeign á íslandi. Sjá bls. 2. Árið 1980: Tekjur af erlend- unt ferðamönnum 23 milljarðar gkr. Á ÁRINU 1980 voru bcinar og óbeinar gjaldeyristrkjur vegna er- lendra ferðamanna samkvæmt upplýsingum Seðlahanka fslands um 23 milljarðar gkróna, en árið áður námu trkjurnar liðlega 21,6 milljörðum króna. Hækkunin milli ára er því 6,6%. Til samanburðar til að sýna hvað ferðamannaþjónustan er gjaldeyris- skapandi þáttur í þjóðabúskapnum, þá er vert að geta þess, að heildar- verðmæti útflutnings landsmanna í landbúnaði er ríflega 7,7 milljarðar gkróna, tæplega 42,5 miljarðar gkróna í iðnaði, liðlega 54 milljarðar gkróna í ál og álmelmi. Sjávarafurð- ir eru sem áður langstærsti liðurinn í útflutningi landsmanna. Verðmæti útflutnings var á árinu 1980 tæplega 334 milljarðar gkróna, eða um 75%, en verðmæti útflutnings á síðasta ári var tæplega 446 milljarðar gkróna. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum voru eins og áður sagði um 23 milljarðar gkróna, sem samsvarar um 5,15% af tekjum af útflutningi. Sambærilegt hlutfall fyrir árið 1979 er 5,7%. Auk þess sem að fram- an greinir má geta beinna tekna rík- issjóðs af ferðamannaþjónustunni, sem þekktar eru að frátöldum sölu- skatti og öllum öðrum opinberum gjöldum. Úrfelli á Austfjörðum: Skriða olli tjóni á tveimur hús- um á Eskifirði TÖLUVERT tjón varð á Eskifirði 1 fyrrinótt þegar aurskriða féll 1 svoncfnda Lambeyrará og harst niður í kaupstaðinn. Vatn og leir komust inn í cinhýlishús og nýja grunnskólahúsið sem enn er 1 hygg- ingu. Þá skcmmdust vegir á Eski- firði nokkuð. en þegar Morgunblað- ið fór í prentun í gær var cnn verið að kanna skemmdir. Miklar rigningar hafa vcrið á Austfjörðum í septembermánuði og það svo að fólk hefur átt i mestu vandræðum með að ná upp úr kart- öflugörðum. í fyrrinótt var algjört Hvaða nýyrði getur leyst „video“ af hólmi: Myndband, sjónband, víðsjá, myndvarp? „JÚ. ÞETTA orð er okkur þyrnir í augum og ég tcl. að ekki verði undan því vikist að finna orð í staðinn. en hingað til hefur hara staðið á því að mönnum dytti jafn snjallt orð í hug og til dæmis út- varp og sími í stað orðanna radio og telefon.“ sagði Gísli Jónsson. menntaskólakennari á Akureyri. í samtali við Morgunhlaðið i gær. Gísli var spurður hvort orðið „vi- deo“ væri íslenskumönnum ekki þyrnir i augum. og hvort ekki væru uppi ráðagerðir um að finna islenskt orð í þess stað. Gísli sagði orðið „video" vera ómengaða latínu, sem þýddi ein- faldlega ég sé. og með það í huga fyndist sér eðlilegast að búa til orð út frá að sjá eða sjón. Myndsegul- band væri margsamansett og ekki nægilega gott, en Gísli sagði sér hafa dottið í hug að notast mætti við sjónband, þar til annað betra fyndist. „Ég hef hugleitt þetta um hríð, án þess þó að hafa lagt mig í lima,“ sagði Gísli, „og ég hef rætt þetta við ýmsa menn. Enn stendur á því að nægilega gott orð finnist, en þegar það verður, mun video- orðið vafalaust hverfa, það er enn ekki of seint. Góð orð hafa rutt sér til rúms í íslensku, líkt og útvarp, sem ég nefndi fyrr, en það er lík- lega eina nýyrðið sem samþykkt var með lögum frá Alþingi, er menn greiddu atkvæði um hvort radio skyldi kallast útvarp eða víð- varp á íslensku. En mér þykir vænt um að fólk er að hugsa um þessi mál, og nú er bara að vona að gott orð finnist," sagði Gísli að lokum. Halldór Halldórsson prófessor sagði í gær, að hann hefði mikið hugsað þessi mál, og sér virtist orðið myndhand best þeirra er hann hefði heyrt. Orðið myndseg- ulhand hefði verið notað, en myndband væri styttra, og þó al- veg ljóst. Ekki væru nein bönd önnur, sem mynd væri á. Sagðist Halldór hafa rætt þetta við Guð- mund Magnússon háskólarektor nýlega, og hefði þeim báðum virst sem þetta væri besta orðið. Hall- dór tók þó fram, að hugmyndin væri ekki sín, heldur hefði hann rekist á orðið á prenti einhvers staðar. Ekki taldi hann myndband jafngott orð og sími og útvarp, en slík orð sagði hann tæpast komast inn í málið nema með lagasetningu eða valdboði. Útvarp hefði verið samþykkt á Alþingi í atkvæðagr- eiðslu og Hannes Hafstein hefði tekið orðið sími upp í lög um sím- ann á sínum tíma. Guðni Kolbeinsson magister sagði í gær, að víst þætti sér video afleitt orð, en því miður hefði sér ekki dottið neitt nógu snjallt í hug í staðinn, og sennilega væri það svo hér eins og oftar, að auðveldara væri að gagnrýna en koma fram með nýtt orð. Guðni sagðist hafa leitað eftir orði, er hann var með daglegt mál í útvarpinu, en ekki hefðu komið fram nógu góðar hugmyndir þrátt fyrir góðan vilja margra hlustenda. Jakob Benediktsson dr. phil. sagðist geta tekið undir að video væri afleitt orð í íslensku, og hið sama sagði Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókarritstjóri. Hvorugur hafði þó á takteinum nýyrði í staðinn. Baldur Jónsson, formaður mál- nefndar, sagði Þórhall Vilmund- arson prófessor hafa gaukað að sér orðinu víðsjá í samtali, og gæti það eflaust komið til greina. Baldur sagði orðin myndband og mynd- segulband ágæt, þó samsett væru, en einnig yrði að finna orð sem næði til þess þegar myndir væru sýndar í lokuðum stöðum milli húsa, videostöðvar. Yfir það sagi Baldur vanta orð, en auðveldara væri að komast af með mynd- bandstæki og myndsegulbandstæki yfir tækið sjálft eða myndspólurn- ar. I stað videostöðvar sagði Bald- ur sér detta í hug að nota mætti orðið myndvarp. sem upphaflega hefði verið rætt um í stað sjón- varps. Þá gæti fólk talað um að hafa séð eitt eða annað efni í myndvarpinu, og skildu þá allir hvað við væri átt. Baldur sagði ekki ósennilegt að málið yrði tekið til umræðu á fundi málnefndar hinn 20. næsta mánaðar. úrfelli á Austfjörðum og munu vcg- ir víða hafa spili.st og lækir og ár renna yfir bakka. Áskell Jónsson, bæjarstjóri á Eskifirði sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að skriðan sem féli í Lambeyrará hefði komið efst úr fjallinu og borið með sér mikinn aur, sérstaklega þó leir. Við Lambeyr- arbraut komst vatn og leir inn í ein- býlishús og er Ijóst að innbú í húsinu er töluvert skemmt. Þá komst mikið vatn og leir inn í nýja grunnskóla- húsið, en að sögn Áskels er ekki ljóst hvort verulegar skemmdir hafi orðið á húsinu, en það er enn á bygg- ingarstigi. Það var seint í fyrrakvöld sem skriðan kom í Lambeyrará og kvað Áskell að strax hefðu verið kallaðir úr vinnuflokkar og til þess að hreinsa ánna og koma henni í réttan farveg á nýjan leik, hefðu verið not- aðar fjórar stórar vinnuvélar. Um hádegisbil í gær höfðu vinnuvélarn- ar hreinsað árfarveginn það vel við Lambeyrarbraut að áin rann ekki lengur yfir veginn. Víðast hvar á Austfjörðum rigndi enn mikið síðari hluta dags í gær, en þó ekki eins mikið og í fyrrinótt. Sextán ára stúlka beið bana Akurevri 26. septemht'r. SEXTÁN ára stúlka, ólöf Rún Hjálmarasdóttir. Glerárgiítu 16, beið bana i umferðarslysi norðar- lega í Skaröshlíð í gærkvöldi. Hún var fótgangandi á leið norður göt- una og gekk á vestari helmingi hennar á móti umferðinni, þar scm engin gangstétt var á þessum kafia. Stúlkan var þá fyrir jeppa sem kom úr gagnstæðri átt og mun hafa lát- ist samstundis. Stúlkan var dökkklædd og kann að hafa brugðið úlpuhettu sinni fram yfir höfuðið vegna úrhellisrigningar. Haustmyrkur grúfði yfir og skyggni var afar lélegt, en götulýsing er að- eins við austurbrún götunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.