Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 61 (Ljósm. Mbl. Emilla.) Philip Bassett „Bókasafn á tölvuformi“ - Rætt við Philip Bassett um stærsta upplýsinga- banka veraldar UNDANFARNA dKa hefur dvalið hér á landi Philip Bass- ett, frá breska fyrirtækinu Learned Information, sem er umboðsaðili fyrir bandariska tölvubankann Lockheed Dialog í Evrópu. Lockheed Dialog, sem er sjálfstætt fyrirtæki i tengsl- um við Lockheed-samsteypuna, rekur tölvumiðstöð i Kaliforniu þar sem geymdar eru upplýs- ingar um hvað eina. Viðskipta- aðilar fyrirtækisins geta aflað sér þessara upplýsinga beint, eftir símalínum. Upplýsingarn- ar sem þannig eru geymdar eru yfirleitt tilvisanir á greinar eða annan fróðleik á prenti. Þannig er í tölvumiðstöð þessari t.d. unnt að fá upplýsingar um og lista yfir allt sem ritað hefur verið um eldvirkni á tslandi, svo eitthvað sé nefnt. Blm. Mbl. hitti Philip Bassett að máli fyrir helgina og spurði hann um ástæðuna fyrir dvöl hans hér á landi. „Ég er hingað kominn til þess að halda námskeið um notkun svona upplýsingabanka, eða upp- lýsingaheildsölu. Þetta er eigin- lega eins konar bókasafn á tölvu- formi, en vitaskuld mun fljót- legra að spyrja tölvuna t.d. um hvað hafi verið skrifað um versl- un og viðskipti í Frakklandi á síðasta ári, heldur en að leita uppi allar blaða- og tímarits- greinar um þetta efni á bóka- safni. Ég held hér bæði byrjenda- námskeið og svo sérnámskeið fyrir vísindamenn í líffræði og læknisfræði. Vísindamenn not- færa sér þvílíka þjónustu í rík- um mæli, sem og bókasafnsfræð- ingar. En allir geta notfært sér þessa þjónustu eftir að hafa lært hvernig þeir komast í samband við tölvumiðstöðina. Síðan fá þeir reikning frá fyrirtækinu, sem miðaður er við tímalengd viðskiptanna, en hún er yfirleitt ekki nema fáeinar mínútur. Verðið er dálítið misjafnt eftir því um hvaða svið er óskað upp- lýsinga, 25—95 dollarar á klukkustund. Flestar eru þessar upplýsingar í formi tilvisana, en einnig er í tölvubankanum að finna ýmsar tölulegar upplýsingar og töflur. Upplýsingarnar eru einungis af því tagi sem öllum er opinn að- gangur að, í ýmsum skýrslum og bókum og oft fáum við þær frá öðrum fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í að safna slíku og búa síðan til atriða- eða nafna- skrá yfir þær. Upplýsingabankar eins og Lockheed Dialog tóku fyrst til starfa í Bandaríkjunum og þar munu starfræktir þrír slíkir og a.m.k. einn er í Evrópu. Lock- heed Dialog er hinn stærsti þess- ara upplýsingabanka í heimin- um.“ Þú munt geta fundið gias úr gleri sem þér finnst jafn fallegt og glas úr kristal, en það er bara ekki kristall. Á sama hátt getur þú fundið bíl sem þér finnst jafn fallegur í útliti og Toyota bíll, en sá bíll er bara ekki Toyota Toyota hefur áunniö sér eftirsóttustu viðurkenningar um allan heim sem traustir og vandaðir bílar með lágan rekstrarkostnað og gott endursöluverö. Vegna þess er Toyota góð fjárfesting í bíl. Toyota, annarstærsti bifreiðaframleiðandi í heimi býður bíla fyrir alla, til allra nota. TOYOTA STARLET: Kjörinn af sérfræðingum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum einn af bestu bílum áratugarins. Verökr. 90.241.- COROLLA: Mestseldi bíll í heimi í áraraðir. Verðkr. 93.044.- HI-LUX PICKUP: Bíll sem hefur sannað sérstaka hæfni sína við íslenskar aðstæður. Verð: Bensín ca. kr. 107.000.- Diesel frákr. 119.000.- wTOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090 Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.