Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 85 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Óþolandi aðstöðumunur Lúthor St. Kristjánsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst mikið vanta á, að nóg- samlega hafi verið vakin athygii á því, hversu óþolandi sá aðstöðu- munur er, sem keppendurnir i yfir- standandi heimsmeistaraeinvígi i skák búa við, meðan á þessari þol- raun stendur. Þar verður áskor- andinn að sæta því, að eiginkonu hans sé haldió nauðugri í landi mótherjans, auk þess sem sonur þeirra býr við slæman aðbúnaö í fangabúðum. Það læðist jafnvel að manni sá illi grunur, að Rússar ætli að nota þessi tök sín á fjöl- skyldu áskorandans til að knýja hann til uppgjafar í einvíginu, ef halla fer á heimsmeistara þeirra. Allavega ætti það að vera ljóst, að ástandið þarna er óþolandi. Enskukennslu í sjónvarpið 3315-7053 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Sjónvarpið ætti nú að taka sig á og hefja að nýju enskukennslu af fullum krafti. Fólk var ákaflega ánægt með þessa kennslu þegar sjónvarp- ið tók hana upp fyrir nokkrum ár- um. Margir eiga kennslubækurnar frá þeim tíma, svo að það er ekkert annað en að setjast við skjáinn og hefja námið. Eg kysi að þessi kennsla færi fram eftir fréttir fyrri part viku, en ekki á laugardögum, þegar fólk fer gjarna í heimsóknir til kunningjanna eða út úr bænum. Fyrir skömmu komum við saman tíu vinkonur og þar bar þetta á góma. Vorum við allar sammála um að enskukennsla sjónvarpsins hefði verið gagnleg og æskilegt væri, að það tæki hana upp aftur. Tekur við framlögum Allmargir hafa komið að máli við blaðið og spurst fyrir um, hvert þeir, sem rétta vildu hjálparhönd konunni og syni hennar, sem greint var frá í grein í blaðinu sl. fimmtu- dag, gætu snúið sér. — Höfundur greinarinnar, Guðmundur Jónsson, biður þess getið að hann taki við framlögum að heimili sínu, Hverf- isgötu 35, á kvöldin og um helgar, en á verslunartíma sé þeim veitt móttaka í Hattaversluninni Höddu, sem er í sama húsi. Óréttlátur dómur Eiginkona alkóhólista skrifar: „Er ég heyrði um dóminn í Kötiu- fellsmálinu svonefnda, greip mig strax löngun til að andmæla, helst opinberlega. Mér fannst þessi dóm- ur, þar sem kona ofdrykkjumanns, er dæmd til 16 ára fangelsisvistar, fyrir að bana manni sínum með því að bera eld að honum, svo óréttlátur og tilgangslaus, að ekki næði nokk- urri átt. Svo var það í gær, þriðju- daginn 29. sept., að ég rakst á grein í þættinum Raddir lesenda í Dag- blaðinu. Eg er þeirri konu sem þar skrifar innilega sammála, og tek undir öll hennar orð nema þau að auðvitað geti ofdrykkjumaðurinn, eða ástandið, aldrei lagast. Ástandið getur lagast, og ofdrykkjumaðurinn getur fengið bata. Eg hef séð það gerast. Bitnar ekki síst á hlcKsuöum börnunum Tilfellið er nú, að þessi kvikindi, þessar skepnur, sem allt og alla ætla að drepa með hegðun sinni og hátta- lagi, geta orðið ágætismenn. Ég er sjálf gift alkóhólista og kannast vel við, þegar konan, sem skrifar í Dagblaðið, talar um lygarnar og svikin hjá drykkjumanninum, það er erfitt að búa við slíkt. Og að standa frammi fyrir börnum sínum þegar heimilisfaðirinn hefur jafnvel ekki sést heima hjá sér í nokkra sól- arhringa vegna drykkju og ræfils- háttar. Það bitnar nefnilega ekki síst á blessuðum börnunum þegar óregla er á heimilinu, því að drykkjumaðurinn lemur andlega, þó hann geri sér ekki glögga grein fyrir því, af því að hann er sjúkur á sál og líkama. Hann heldur því gagnstæða fram, statt og stöðugt, og það gerir málið allt erfiðara viðfangs. Orðin einK Kjúk uK maðurinn Samúð mín er öll hjá vesalings konunni sem í örvæntingu sinni framdi þennan voðaverknað og börnunum hennar. Voðaverk, já, því víst er og rétt að enginn á að taka annars líf. En hver tók hvers líf og hver er að taka hvers líf með þess- um 16 ára fangelsisdómi? Það væri nær að rifta honum og veita síðan þessari ólánssömu konu þá hjúkrun sem hún þarfnast, svo hún geti orðið nýtur og heiibrigður þjóðfélags- þegn, því að konan er jafnvel orðin eins sjúk og maðurinn var, bara á annan hátt, það er venjulega þann- •K- Ék skil hana vel Ég hef sjálf staðið í þeim sporum í örvæntingu minni yfir drykkju- ástandinu að sjá enga aðra lausn en þá, að drykkjumaðurinn hreinlega dræpist, og jafnvel óskað þess að hann færist af slysförum. Til þess að rífa sig upp úr þessu volaða ástandi þarf mikinn kjark og áræði, því ef konan gerir tilraun í þá átt, gerir virkur drykkjumaður allt sem hann getur til að koma í veg fyrir það, og nýtir þar snilli sína í að lemja andlega, til hins ítrasta, svo heyrir undir algeran skepnuskap og kvikindishátt. En hann er sjúkur, heldur þá jafnvel að hann sé að gera rétt, sem sagt, þekkir ekki mun á réttu og röngu lengur. Það, sem mér flaug í hug, þegar ég heyrði um verknaðinn eða slysið, sem þessi ör- vinglaða kona varð valdur að, var: ég skil hana vel. Og viti menn, ég heyrði aðra eiginkonu ofdrykkju- manns segja það sama. Svo vona ég, að þessi löngun mín til að verja þessa konu, og þessi skrif mín séu af hinu góða, mér finnst það núna. Ég bið fyrir þér, kona góð, og vona að þú megir finna leið til betra lífs, hvernig sem allt fer. Og þú megir finna kraft Guðs í lífi þínu þrátt fyrir allt. Með kærri kveðju og von um birt- ingu.“ B3? SlGGA V//GGA í ‘í/lveRAU Ódýrar helgarferðir föstudag til mánudags Kaupmannahöfn — Stokkhólmur — Osló Brottför alla föstudaga. Hægt er að velja um 3 hótel í hverri borg. Kaupmannahöfn: Hótel Absalon Hótel Imperial Hótel SAS Royal Verö frá kr. 3.374.- Stokkhólmur: Hótel Flyghotellet Hótel Charlton Hótel Diplomat Verö frá kr. 2.733.- Oslo: Hall Hótel — Pension Hótel Scandinavia Grand Hotel Verö frá kr. 2.133.- Luxembourg: Brottför alla laugardaga frá 1. nóvember, 3 nætur. Hótel Aerogolf — Sheraton Verö frá kr. 2.631,- Ath.: í öllu ofanskráðu verði er innifalið: Flug, gisting og morgunveröur. Allar nánari upplýsingar í síma 26611. 1 Feröaskrifstofan OTSÝN Austurstræti 17 ftXmtA ez vfú/v tzöm ttw'' (viov 'fcsst fffflOM/RfíA U\i vf/WA/ '&GGAi/'tím tfeimm'toMús- yMi&úiíLfítö viq r , 'MAM/vMA/A M É/N6ÖM6U 4 vV40? w nó uw r VfttRl vr«öi$ w WiM.WMtííví [M£A/iV/ (jrfm 06 SV<&U6ó/0 ORQM) 3MSWIDI VmAU'bí 9-rr &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.