Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 1
48 SIÐUR
224. tbl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Banamenn Sadats
voru einir að verki
Skotárásin
Einn hanamanna Anwar Sadats
skýtur úr Kalashnikov-vélhyssu
að áhorfcndastúku forsetans.
Ilann stcndur við sjónvarps-
myndatökuvcl cn talið er að
stjórnandi hcnnar hafi fallið
fyrir kúlum árásarmannsins,
scm cr kla-ddur cjíypskum hcr-
huninjíi. Að baki mannsins cr
sovcsk hcrflutninnahifrcið, scm
árásarmennirnir komu i.
- segir egypska stjórnin
Kairó. 7. októbcr. AP.
EGYPSKA stjórnin sagði í yfirlýsingu á miðvikudaK að hanamcnn
Anwar Sadats forseta hcfðu verið einir að verki og ekki i tengslum við
nokkurn stjórnmálaflokk eða erlent riki. Stjórnin sagði að einn til-
ræðismannanna hefði verið ofstækisfullur múhameðstrúarmaður.
Sjónarvottur sagði að augljóst hefði verið að árásin var þaulskipulögð
og gerð af mikilli nákvæmni. Þjóðarsorg rikti i Egyptalandi í dag og
þjóðin var sem lömuð og harmi slegin.
Egypska þingið kom saman til
skyndifundar í dag og samþykkti
að tilnefna Hosni Mubarak for-
setaframbjóðanda í kosningunum
sem haldnar verða á þriðjudag.
Hann verður einn í framboði. Alls
greiddu 330 Mubarak atkvæði í
þinginu en 55 sátu hjá. „Ég tek
þetta að mér með ánægju," sagði
Mubarak við sendinefnd þingsins,
„svo hjólin geti haldið áfram að
snúast." Sadat gerði Mubarak að
varaforseta 1975. Mubarak er mik-
ill andstæðingur Sovétríkjanna,
en stuðningsmaður Bandaríkj-
anna.
Anwar Sadat verður borinn til
grafar á laugardag. Honum verður
reistur minnisvarði skammt frá
þeim stað sem hann var skotinn til
bana við hersýningu í úthverfi
Kairó á þriðjudag. Þjóðarleiðtogar
hvaðanæva að munu mæta við
jarðarförina. Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, mun ekki fara
af öryggisástæðum, en þrír fyrr-
verandi forsetar landsins, þeir
Richard Nixon, Gerald Ford og
Jimmy Carter, munu fara í hans
stað. Alexander Haig, utanríkis-
ráðherra, og nokkrir þingmenn
munu einnig mæta fyrir hönd
Bandaríkjanna.
Menachem Begin, forsætisráð-
herra Israels, mun verða við jarð-
arför Sadats. Hann sendi Mubar-
ak og Jihan Sadat, ekkju Sadats,
samúðarskeyti í dag fyrir hönd
ísraelsku þjóðarinnar. Sadat og
Begin hlutu saman friðarverðlaun
Nóbels 1978. Begin minnti ríkis-
stjórnina á i ræðu í dag að Sadat
hefði lofað að aldrei framar skyldi
koma til styrjaldar milli ísraels og
Egyptalands.
Abu Ghazalla, varnarmálaráð-
herra Egyptalands, greindi frétta-
mönnum frá árásarmönnunum í
dag. Hann lagði áherslu á að ekki
hefði verið um byltingu að ræða.
Hann sagði að árásarmennirnir
hefðu verið fjórir en tiltók ekki
hversu margir hefðu fallið eða
verið handteknir. Heimildarmenn
AP-fréttastofunnar innan hersins
og lögreglunnar sögðu að 22
heittrúarmenn hefðu verið hand-
teknir eftir árásina og að 15 kúl-
um hefði verið skotið á Sadat.
Starfsmaður úr breska sendi-
ráðinu, sem fylgdist með hersýn-
ingunni, sagði að sjö eða átta
menn hefðu verið í árásarliðinu.
Þeir hefðu stokkið út úr sovéskum
herflutningabíl sem var í sýning-
unni. Augljóst hefði verið af svip
yfirmanns herliðsins sem fylgdist
með sýningunni að hann hefði
ekki átt von á þessu. „Herinn hef-
ur ávallt tryggt öryggi þessa
lands," sagði Abu Ghazala skjálf-
andi röddu í dag, „og gerir það
enn. Ég sver að hver einasti eg-
ypskur hermaður hefði verið
reiðubúinn að fórna sér fyrir
Anwar Sadat."
Símamynd AP.
Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandarikjanna:
Friðarumleitunum
verður haldið áfram
Washington, 7. október. AP.
ALEXANDER Ilaig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. hét egypsku stjórninni
stuðningi Bandaríkjanna í dag og sagði að friðarumleitunum í Miðausturlöndum yrði
haldið áfram í anda Anwar Sadats forseta. „Við myndum líta það alvarlegum augum
ef erlend ríki reyndu á nokkurn hátt að nota sér sorgaratburðina sem hafa átt sér
stað á síðustu 24 tímum,“ sagði Ilaig á blaðamannafundi í Washington.
Haig sagði að ekkert benti til
að Líbýa eða annað erlent ríki
hefði verið viðriðið banatilræð-
ið. Hann mun sækja útför Sad-
ats á laugardag. Hann sagði að
til greina kæmi að hann heim-
sækti önnur lönd fyrir botni
Miðjarðarhafs í sömu ferð.
Haig sagði að banatilræðið
myndi ekki hafa áhrif á fyrir-
ætlanir Bandaríkjastjórnar um
að selja 5 ratsjárvélar til
Saudi-Arabíu. Hann benti á að
Sadnt hefði verið hlynntur söl-
unni. Það myndi gera lítið úr
baráttumálum Sadats, sagði
Haig, ef hætt yrði við söluna
vegna fráfalls hans.
Utanríkismálanefnd fulltrúa-
deildar bandaríska þingsins
felldi tillögu stjórnarinnar um
söluna með 28 atkvæðum gegn 8
í dag. Fulltrúadeildin mun lík-
lega fella tillöguna í atkvæða-
greiðslu á miðvikudag, en demó-
kratar eru í meirihluta í deild-
inni. Reagan bauð 43 öldunga-
deildarþingmönnum repúblik-
ana til sín í dag og lagði hart að
þeim að styðja söluna. Alls hafa
sjö þingmenn skipt um skoðun á
síðustu tveimur dögum. Alan
Cranston, leiðtogi andstæðinga
sölunnar í öldungadeildinni,
sagði að meirihluti deildarinnar
væri þó enn á móti henni.
Barist
í Iran
Beirút, 7. októbor. AP.
FORSETI iranska þinKsins. AIi
Akhar Rafsanjani. saKÓi að
handaríska stjórnin hcfði sctt
loftárás á Kuwait á svið í síð-
ustu viku til að vinna sölu
AWACS-vcla til Saudi-Arahíu
stuðninK í þinKÍnu. íranska
stjórnin hcfur áður saKt að fr-
akar hafi sctt árásina á svið ok
skcllt skuldinni á trani til að
Kcfa Bandaríkjamönnum frck-
ari ásta’ðu til að cfla hcrlið sitt
við Pcrsaflóa.
Vinstrisinnaðir skæruliðar ok
Kúrdar börðust við herlið stjórn-
arinnar á nokkrum stöðum í íran
í dag. Utvarpið í Teheran sagði
að „margir" andstæðingar
stjórnarinnar hefðu fallið eða
særst í átökunum. Utvarpið sagði
að „málaliðar Bandaríkjanna“
hefðu ráðist inn í höfuðstöðvar
byltingarvarða í bænum Bukan í
Kúrdistan en þeir hefðu verið
hraktir burt og lagt á flótta.