Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
11
Ný sparnaðar- og lána-
kerfi sparisjóðanna
MorKunblaðinu hefur borizt
cftirfarandi fréttatilkynning frá
Sambandi islenzkra sparisjóða,
þar sem greint er frá ýmsum nýj-
ungum í starfi sparisjóðanna.
Um mánaðamótin auka spari-
sjóðirnir í landinu þjónustu við
viðskiptamenn sína. Þrenns konar
nýjungar verða teknar upp í starfi
þeirra. Þær eru: Heimilislán
sparisjóðanna, Launalán spari-
sjóðanna og viðskiptaflutningur
milli sparisjóða við búferlaflutn-
ing.
Heimilislánakerfið er sparnað-
arkerfi er byggir á reglubundnum
sparnaði er veitir rétt til láns að
sparnaðartímabilinu loknu. Hægt
er að spara hvort heldur er á al-
mennum reikningum eða verð-
tryggðum reikningum. Lán spari-
sjóðanna er 100% ofan á sparnað-
arupphæð eftir 3—5 mánuði;
125% eftir 6—8 mánuði og 150%
eftir 9 mánuði eða lengri tíma.
Mánaðargreiðslur sparnaðar eru
frá kr. 300 — kr. 2.500. Lán eftir
verðtryggðan sparnað nema 100%
ofan á sparnað og verðbætur og
Stjórnmála-
samband við
Kólombíu
RÍKISSTJÓRNIR íslands og Kól-
ombíu hafa tekið upp stjórnmála-
samband. Ekki hefur verið ákveð-
ið hvenær skipst verður á sendi-
herrum.
(FróttatilkynninK)
vexti af honum.
Til að auðvelda viðskiptavinum
þennan sparnað og spara þeim
sporin bjóða sparisjóðirnir þeim
millifærslu á sparnaði og endur-
greiðslum lána úr viðskiptareikn-
ingum viðkomandi í sparisjóðun-
Launalán sparisjóðanna er önn-
ur nýbreytni. Lánafyrirgreiðsla
sparisjóðsins gagnvart viðskipta-
manni er gerð eins fyrirhafnarlítil
og kostur er. Þeir sem fengið hafa
eða koma til með að fá laun sín
inn á launareikninga í spari-
sjóðunum eiga rétt á láni eftir
ákveðið tímabil, þó minnst 3 mán-
uði. Lánin nema eftir 3ja mánaða
viðskipti kr. 5.000, eftir 10 mánaða
viðskipti kr. 10.000, eftir 12 mán-
aða viðskipti kr. 20.000, og eftir 24
mánaða viðskipti kr. 30.000. Láns-
umsóknareyðublöð liggja frammi í
afgreiðslu sparisjóðanna. Sú
takmörkun er á þessum lánveit-
ingum að lánsfjárhæð má ekki
fara fram úr fjórföldum mánað-
arlaunum og lántaki verður að
vera skuldlaus við sparisjóðinn.
Fastir viðskiptamenn sparisjóð-
anna sem hyggja á meiriháttar
fjárfestingu ræða hins vegar
áfram við sparisjóðsstjóra eins og
verið hefur.
Þriðja nýjungin í starfi spari-
sjóðanna er viðskiptaflutningur.
Sparisjóðirnir sem eru 42 víðsveg-
ar um landið eru fyrstir íslenskra
lánastofnana til að bjóða við-
skiptaflutning milli óskyldra
stofnana. Hyggist viðskiptavinur
sparisjóðs flytja búferlum milli
starfssvæða sparisjóða getur hann
komið við í sparisjóðnum og feng-
ið staðfestingu um viðskiptaflutn-
ing. Staðfestingin er þá send
sparisjóði á því svæði er viðskipta-
vinurinn flytur til og hann flytur
með sér alla þá kosti er það hafði í
för með sér að vera fastur viðsk-
iptavinur sparisjóðsins.
5. október 1981.
PLATTERS
í fyrsta sinn í kvöld í Háskólabíói kl. 23.00,
Herb Reed og Platters eru nú komin til lands-
ins til aö gleðja hjörtu landsmanna á sinn
alkunna hátt. Tónleikar sem enginn má missa
af.
Næstu tónleikar:
Annað kvöld í Háskólabíó kl. 21.00.
Laugardagskvöld 10.10 í Háskólabíói kl. 21.00.
Miðasala í bíóinu frá kl. 16.00 daglega.
STORKOSTL EGT
I Kjörgarði
bjóðum við yð-
ur nýjar vörur
frá Hollandi og
Þýzkalandi á
ÚTSÖLUVERÐI
Ótrúlegt en satt
Hjá okkur fást föt á alla meölimi fjölskyldunnar, t.d.:
Bolir frá
Peysur frá
Buxur frá
Skyrtur frá
Blússur frá
kr. 15,00.
kr. 40,00.
kr. 75,00.
kr. 100,00.
kr. 85,00.
Pils frá kr. 40,00. Vinnugallasett frá kr. 250,00.
Kjólarfrá kr. 110,00. Svuntur á kr. 45,00.
Kápur frá kr. 390,00. Baöföt á kr. 85,00.
Jakkar frá kr. 130,00. og m. fl.
Kvöldsloppar frá kr. 300,00. Ath. erum einnig meö yfir-
stæröir.
Opið til kl. 10 í kvöld, kl. 7 föstudag, kl. 4 laugardag
Gengið inn frá Hverfisgötu eftir kl. 6 á föstud. og 12 á laugardögum.
Komiö og gerið
ótrúlega góð kaup.
ISULL
Kjörgarði