Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
— Á hverju ári kemur upp
sama vandamálið er fjalla skal
um árlega haustsýningu Félags
íslenzkra myndlistarmanna, sem
er, að sýningin virðist ekki hafa
fastan grunn né saekja í sama
mæli í erfavenju og hefðir eins og
hliðstæðar sýningar erlendis.
Sumir vilja álíta hið lausa form
styrk sýningarinnar og vísa þá
gjarnan til frjálslyndis, en það er
ekki alskostar rétt þar sem slíkar
sýningar eiga hvorki að bera vott
um frjálslyndi né íhaldssemi og
einfaldlega kynna þverskurð á
vinnu starfandi félagsmanna. Vil
ég að nokkru kryfja þessi mál í
þessari umfjöllun.
— Verk sem tekin eru til sýn-
ingar mega ekki vera eldri en
fimm ára og þeirri reglu hefur
nokkurn veginn tekist að fram-
fylgja í gegnum árin. Yfirbragð
hverrar sýningar markast svo af
innsendum verkum og skoðunum
meirihluta kjörinnar sýningar-
nefndar- hverju sinni. Sýningar-
nefndin er þannig ósjálfrátt undir
smásjá er dæmt er um sýningarn-
ar í heild því að hún hefur valið
úrtak úr innsendnum verkum.
Þessi sýning er langtífrá sérís-
lenzkt fyrirbæri enda sniðin eftir
eriendu mynstri haustsýninga
víða um heim og ber að miða
störfin við það og gera ekki minni
kröfur. Sýningarnefnd er mikill
vandi á höndum enda hefur það
t.d. þráfaldlega skeð erlendis, að
þeir sem hafnað er, hafa ekki sætt
sig við þann úrskurð og áfrýað
honum undir dóm almennings og
gagnrýnenda með sérstökum
opnum sýningum. Ekki er ég að
hvetja til þessa hér enda mun
óhægt um vik hérlendis vegna lít-
ils fyrirvara og engrar samstöðu
fórnardýranna. En minna má á
það, að að því gæti komið hvenær
sem er ef upp úr sýður.
— Vegna þess, að núverandi
fyrirkomulag um þóknun fyrir
innsendar myndir hefur vakið
furðu og umtal manna á meðal, vil
ég gjarnan upplýsa, að því var
upprunalega komið á fyrir frum-
kvæði mitt þegar ég var í sýn-
ingarnefnd. Einnig voru þá samin
lög fyrir haustsýninguna í sam-
ræmi við hliðstæðar sýningar er-
Sýningarnefndin ásamt tveim gesta haustsýningarinnar, þeim Hildi Hákonardóttur (lengst til vinstri) og Björgu Þorsteins-
dóttur (önnur frá hægri).
Mynúllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Andlitsmynd Ragnars Kjart-
anssonar af heiðursmannin-
um og listvininum Hallsteini
Sveinssyni.
en þess nýtur ekki lengi á þessum
árstíma. Þetta tímabil í list Ragn-
ars er mjög athyglisvert en á
skömmum tíma gerði hann margt
ágætra portrettmynda og þó voru
þær um margt mýkri og sterkari í
leirnum áður en þær fóru í
brennslu. — Björg Þorsteinsdótt-
ir hefur fengið heilan endavegg
undir myndaröð sína „Bréf til
Ástralíu", og mætti því ætla hana
aðalgest sýningarinnar. Frúin
kynnir í fyrsta skipti ný vinnu-
brögð í blandaðri tækni, grafík og
akryl. Það er sterkur heildarsvip-
ur yfir verkinu og minnir það um
sumt á vinnubrögð Andy Warhol
og myndaraðir hans, en formið er
annað og óhlutlægara. Myndaröð-
in ber dugnaði listakonunnar fag-
urlega vitni en það er mikil spurn-
ing hvort verkið hefði ekki orðið
Braga bórs Gíslasonar. Framlag
sumra þessara listamanna nær
kafnar í þrengslum og nýtur sín
alls ekki á meðan aðrir fá feyki-
nóg rými. Mynd Braga Þórs
„Konumynd", litblýantur, er mjög
athyglisverð og nútímaleg í teikn-
ingu og minnir á „súperrealisma"
í fyrsta gæðaflokki.
En menn uppgötva þetta ekki
fyrr en við nákvæma skoðun
vegna þess hve einangraðar
myndir hans eru í upphengingu.
Þá njóta myndir Einars Bald-
vinssonar sín mjög illa í gangin-
um og eru að auki hörmulega
hengdar upp og svo er einnig með
myndir Sveins Björnssonar en
margur hefði tekið þær í burtu í
hans sporum. Hins vegar nýtur
mynd Guðbergs Auðunssonar sín
vel þar sem hún er staðsett í
HUGLEIÐINGAR Á HAUSTSÝNINGU
lendis. Starfsreglur getur hver og
ein sýningarnefnd mótað sér eftir
geðþótta og kynnt þeim er áhuga
hafa á þátttöku, en lögum getur
einungis aðalfundur breytt. Papp-
íra með upplýsingum um lög, regl-
ur og stefnumörk á hver og einn
að geta fengið í hendurnar löngu
fyrir skilafrest á verkum. Menn
hafa þá rúman tíma til ákvörðun-
artöku, hver og einn veit að
hverju hann gengur og verður því
síður fyrir óafturkræfum fjárút-
látum. Eins og er renna margir
blint í sjóinn og því verður eðli-
lega margur illur er verkum er
hafnað. Þetta er einmitt gert er-
lendis og svo var það í upphafi
einnig hér og án þessa tel ég eng-
an grundvöll fyrir því að krefja
menn um gjald fyrir innsendar
myndir. Allar stórsýningar þurfa
að hafa sitt markvissa form, ann-
ars gengur dæmið ekki upp.
Gjarnan má minna á að í lögum
sýningarnefndar segir m.a., að
einungis sýningarnefnd megi
koma nálægt upphengingu verka,
en því miður virðist þetta ekki
alltaf vera haldið auk þess sem
óskráð lög hafa verið brotin og
það er tvímælalaust ein af orsök-
um þess að ekki þykir jafn eftir-
sóknarvert að senda inn myndir
og áður. Þessi lög voru einmitt
samin þegar markmiðið var að
gera Haustsýningu FÍM að mesta
viðburði ársins á myndlistarvett-
vangi hérlendis og þá yrði það
sjálfkrafa jafnan mikill heiður og
listasigur fyrir utanfélagsmenn
að fá inn myndir. Álíta má að
þeim stefnumörkum hafi verið
náð því að þáverandi sýningar-
nefnd skilaði af sér fyrirtækinu í
miklum blóma og uppgangi og
hún ber enga ábyrgð á síðari
þróun. í þann tíma var enginn
hörgull á myndum félaga í FÍM,
svo að ekki þurftum við að fylla
upp í eyðurnar með boðsgestum
og þó voru sýningarnar helmingi
stærri. Hins vegar er hugmyndin
um gesti á haustsýningarnar
ágæt t.d. í því formi er Louise
Matthíasdóttir var gesturinn
fyrir nokkrum árum. En nú eru
gestirnir orðnir fullmargir í einu
og framlag þeirra ríkjandi þáttur
sýningarinnar og ef svo heldur
fram verður lítill veigur í því að
vera þátttakandi í framtíðinni
nema sem gestur! — Máski hafa
menn ekki athugað þennan mögu-
leika í upphafi né að fyrirkomu-
lagið gæti fælt frá viðkvæma fé-
lagsmenn er vilja ekki vera ann-
ars flokks á félagssýningu. Þetta,
að stefna að ákveðnu sýningar-
mynstri í upphafi og láta hug-
myndina svo ráða ferðinni frekar
en innsend verk, — búa frekar til
fallega sýningu en forvitnilega,
tel ég ranga stefnu. Ætla mætti
að hlutverk sýningarnefndarinn-
ar væri m.a. að leitast við að laða
að sem flesta gesti með áhrifa-
mikilli kynningu á verkum félags-
manna. Einnig með veglegustu
sýningarskránni, boðskortinu,
veggspjaldinu og best hannaða
útiskiltinu. En allt þetta er með
búralegasta svipmótinu í ár og
sýningarskrá að auki án formála
með greinargerð og stefnumörkun
sýningarnefndar.
Það er vissulega mikil hugsjón í
því að búa til fallega sýningu og
þá einkum ef menn hafa efni á
því, en slíkt skal helst ekki gert á
kostnað annarra. Rétt er t.d. að
Haustsýningin í Osló er fyrir neð-
an allar hellur hvað upphengingu
áhrærir frá ári til árs, en hún nýt-
ur gífurlegrar aðsóknar og met-
sölu ár hvert. Mætti ætla að
margur skildingurinn renni þá í
vasa félagsmanna og þeir vilja
frekar þetta form áfram en fal-
lega sýningu er fólk myndi síður
sækja.
Það er til umhugsunar, af
hverju hinir ýmsu myndlistar-
geirar innan félagsins halda yfir-
leitt miklu vandaðri sýningar en
móðurfélagið virðist treysta sér
til. Þá má sýningarnefnd ekki láta
það stíga sér til höfuðs þó ein-
hverjir séu ánægðir með sýning-
una vegna þess að hún er í þeim
bás, sem þeir vilja hafa FÍM. Um
leið og FIM sýnir stórhug og
djörfung munu félagsmenn verða
með á nótunum um þátttöku á
haustsýningunum en fyrr getur
félagið ekki ætlast til þess að sýn-
ingarnar veki óskoraða athygli,
umtal og fá þá ríkulegu umfjöllun
í fjölmiðlum sem eðlileg má telj-
ast.
- O -
— Haustsýningin í ár er í heild
svipuð að gæðum og í fyrra og
þarmeð langtum betri en árin þar
áður en þá var hún við botninn.
Engin verkanna á sýningunni
koma áhorfandanum á óvart né í
opna skjöldu. í sýningarsalnum
ríkir frekar friður og ró þrátt
fyrir torskilin verk inn á milli.
Mikið rými fer í gestina og verk
þeirra njóta sín yfirleitt vel, þó er
afleit lýsing á brjóstmyndum
Ragnars Kjartanssonar þannig
að einungis myndirnar af Jóni
Engilberts og Leikkonunni njóta
sín til nokkurrar hlítar á aðalsýn-
ingarsvæðinu. En myndirnar
njóta sín þó ágætlega við dagsljós
sterkara við grisjun um helming
og þá meira myndverk um leið. —
Hrólfur Sigurðsson er sá gest-
anna er vekur mesta og almenn-
asta athygli fyrir glæsilega mál-
aðar myndir, í senn formsterkar
og litríkar. Hrólfur er mjög ná-
lægt því að vera óhlutbundinn í
túlkun sinni á landslagi en ein-
hvers staðar glittir þó jafnan í
þekkjanlegar útlínur landslags.
Hildur Hákonardóttir virðist
vera á krossgötum í myndhugsun
sinni og hélt ég í fyrstu að þrír
listamenn væru að sýna í básnum
þar sem verkum hennar hefur
verið valinn staður. Frúin hefur
oft verið með öflugari verk á sam-
sýningum og ég vel þann kostinn
að bíða átekta um framvinduna.
Svo undarlega sem það nú
hljómar halda margir að Jóhann-
es Geir sé einn gestanna því að
svo sterkt kemur hann út í hinum
sex stóru og litríku landslags-
myndum sínum auk þess sem þær
eru allar í einkaeign. Jóhannes
kafar ekki djúpt í yfirborð lands-
lagsins frekar en félagi hans
Hrólfur Sigurðsson og lætur sér
nægja þekkjanlegar útlínur. En
hann gerir það kröftuglega og
þetta eru hrifmiklar myndir. Þeir
félagar Árni Páll og Magnús
Kjartansson eru samir við sig og
virðast vilja endurvekja popp-
tilraunir sjötta áratugarins og
gera það með „bravúr". — Vatns-
litamyndir Eyjólfs Einarssonar
og akrylmyndir Einars Þorláks-
sonar eru íétt og leikandi verk og
komast vel til skila í upphenging-
unni. Hinar minni myndir eiga
annars örðugt uppdráttar á sýn-
ingunni t.d. myndir þeirra Ás-
geirs Lárussonar, Arnars Her-
bertssonar, Sigurðar Örlygsson-
ar, Kristínar Jónsdóttur og
ganginum og fram kemur að þessi
listamaður er í mikilli lit- og
formrænni framför. Skúlptúrverk
Ilelga Gíslasonar og Sigrúnar
Guðmundsdóttur eru ágætlega
staðsett og ber hönfundunum vel
vitni. Hrifmikil en frekar hrá og
ópersónuleg akryl-málverk Kjart-
ans Ólafssonar vekja athygli.
Lcifur Breiðfjörð kynnir óaðfinn-
anlega fágun í verkum sínum en
Örlygur Sigurðsson sér um húm-
orinn á sýningunni, — af tveimur
myndum hans af heiðurshjónun-
um Arngrími og Bergþóru þykir
mér önnur mikið best (141).
Teikningar Arnars Þorsteinsson-
ar eru nostursamlega útfærðar og
hið sama má segja um myndir
Sigrúnar Eldjárn og akrílmyndir
Rúnu Gisladóttur. Sigurþ<)r Jak-
obsson og Sigurður Þórir Sig-
urðsson staðfesta hæfileika sína í
grafíkinni. María Kjarval á hér
fagurlega ofið naivistískt teppi, —
myndir Sigurlaugar Jóhannes-
dóttur úr hrossahári „Totem I og
11“ njóta sín ekki sem skyldi
vegna lýsingarinnar og Temma
Bcll hefur sýnt á sér sterkari
hliðar í olíumálverkinu. Þeir ný-
Iiðar Haukur og Hörður sýndu
þrjú verk á gólfi, sem ég hefði
viljað skoða betur en eins og búist
var við þá gekk það ekki að sýna
þau án þess að hafa gervigler-
kassa yfir þeim og voru þau því
fljótlega fjarlægð. Kostnaðurinn
við að koma verkunum í öruggar
umbúðir reyndist hinum ungu
mönnum ofviða. Nýliðar eins og
Guðmundur Pálsson, Gunnar
Kristinsson, Pjetur Stefánsson
og Stefán Geir Karlsson eru
óskrifað blað og erfitt að dæma
verk þeirra, til þess eru þau of fá
og hér kemur ekkert nýtt og úr-
skerandi fram er hrífur ...