Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Skýrsla bandaríska varnarmálaráðuneytisins:
Hemaðarmáitur
Sovétríkianna
Varnarmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur nýlega gefið út
myndskreyttan bækling, sem á
ensku nefnist Soviet Military
Power eða Hernaðarmáttur Sov-
étríkjanna. Hefur ekki fyrr á ein-
um stað í svo stuttu máli verið
gefið jafn ýtarlegt yfirlit yfir sov-
ésku hernaðarvélina nú á tímum
og í þessu riti.
í upphafi ritsins segir, að það hafi
að geyma meginatriöi úr skýrslum,
sem fluttar hafi verið á fundum
varnarmálaráðherra Atlantshafs-
bandalagsins. Er það að ósk þessara
ráðherra, sem Bandaríkjastjórn
ákvað að svipta hulunni af ýmsum
upplýsingum, sem starfsmenn henn-
ar hafa aflað um sovéska herinn,
skipulag hans, tækjakost og áform.
í bæklingnum, sem er 99 blaðsíður,
eru bæði ljósmyndir af sovéskum
vígvélum og teikningar. Hafa ýmsir
gagnrýnt, að ekki séu birtar ljós-
myndir til dæmis af SS-20 eldflaug
Sovétmanna. Af hálfu Bandaríkja-
manna hefur sú skýring verið gefin,
að með því að birta slíkar myndir
væru þeir að upplýsa Sovétmenn um
það, hve nákvæm tæki þeir hefðu til
upplýsingaöflunar. Vafalaust setur
þessi afstaða einnig svip sinn á ým-
islegt, sem fjallað er um í ritinu.
Caspar W. Weinberger varnar-
málaráðherra ritar formála að
bæklingnum og fylgdi honum úr
hlaði á blaðamannafundi, sem fór
fram í Washington og höfuðstöðv-
um Atlantshafsbandalagsins I
Hér sést aftan á skut 13 þúsund lesta liðsflutningaskipsins IVAN ROGOV,
sem kom til sögunnar 1978. Það er stærsta skip sinnar gerðar I sovéska
flotanum og hefur haldið sig mest á Kyrrahafi og Indlandshafi, en var í
sumar siglt inn á Eystrasalt, þar sem það tók þátt i umfangsmiklum
æfingum. Tveir þyrluvellir eru um borð í skipinu og skýii fyrir þyrlurnar,
unnt er að láta sjó flæða inn á geymsluþilfar landgönguprammanna, en
hlerinn á þilfarinu lokar skut skipsins. Á geymsluþilfarinu rúmast þrir
loftpúðaprammar. Talið er, að skipið geti flutt 550 landgönguliða, 30
brynvarða vagna, 10 skriðdreka. Fyrir tilstilli þessa skips geta Sovét-
menn beitt hermönnum sinum fjarri landamærum sinum og til annars en
varnar Sovétrikjunum sjálfum.
Brussel samtímis með aðstoð gervi-
hnattar. í formála sínum hefur
Weinberger meðal annars þetta að
segja um útþenslu sovéska flotans:
„Sovétmenn eiga nú í smíðum átta
gerðir af kafbátum og átta gerðir af
stórum ofansjávarherskipum,
þeirra á meðal eru kjarnorkuknúin
beitiskip og ný flugvélamóðurskip.
Þessum vaxandi herflota, sem
hleypt er af stokkunum í stórum,
nýtísku skipasmíðastöðvum, er ætl-
að að athafna sig á fjarlægum slóð-
um til að efla sovéskt vald um heim
allan."
í ritinu er komist svo að orði um
hlutverk sovéska flotans við Evrópu:
„Á evrópskum slóðum yrðu sovéska
flotanum falin ýmis lykilverkefni á
átakatímum. Meðal þeirra yrði að
tryggja yfirráð á lífsnauðsynlegum
hafsvæðum og hernaðarlega mikil-
vægum leiðum eins og á hafinu fyrir
norðan sundin milli Grænlands,
íslands og Skotlands (GIUK-hliðið)
og í hliðinu sjálfu, Eystrasalti,
Finnlandsflóa, siglingaleiðunum
útþensla
flotans
eykst jafnt
og þétt
beggja vegna við Danmörku, Hellu-
sundi (Bosporus) og Sæviðarsundi
(Dardanella) og Miðjarðarhafi. Þar
að auki myndi sovéski flotinn reyna
að koma í veg fyrir skipaferðir til og
frá Evrópu, og myndi ráðast gegn
flugmóðurskipadeildum NATO á út-
höfunum, öðrum ofansjávarskipum
og kafbátum."
Frá því er greint, að kjölur hafi
verið lagður að 12 nýjum ofansjáv-
19
arherskipum í sovéskum skipa-
smíðastöðvum og sé þar um að ræða
4 nýjar gerðir af stórum herskipum,
þeirra á meðal 23 þúsund lesta
kjarnorkuknúið beitiskip auk þess
sem haldið sé áfram að smíða
flugmóðurskip af KIEV-gerð, en tvö
slík eru nú í notkun, tundurspilla og
freigátur. í maí 1980 hófu Sovét-
menn reynslusiglingar á 23 þúsund
lesta beitiskipinu KIROV og er ann-
að skip af sömu gerð í smíðum, bæði
KIROV og KIEV eru í sovéska Norð-
urflotanum, sem hefur bækistöðvar
á Kolaskaga við landamæri Noregs.
í júlí 1980 hófu Sovétmenn reynslu-
siglingar á tundurspilli af svo-
nefndri SOVREMENNYY-gerð, sem
er 7 til 8 þúsund lestir. Og á árinu
1980 var fyrsta risakafbátnum af
TYPHOON-gerð hleypt af stokkun-
um í nýjum skála í Severodvinsk
skipasmíðastöðinni norður við
Hvítahaf. Kafbáturinn er 25 þúsund
lestir og smíðaður til að bera lang-
drægar kjarnorkueldflaugar. Fyrr á
síðasta ári hljóp af stokkunum í
sömu stöð fyrsti árásarkafbáturinn
af OSCAR-gerð, sem búinn er 24
langdrægum stýriflaugum til árása
á skip og getur hann skotið þeim úr
.kafi.
Útþenslu sovésku eldflaugakaf-
bátanna er lýst með þessum orðum:
„Á síðustu tíu árum hafa Sovét-
menn tekið fjórar gerðir kafbáta í
notkun, sem eru skotpallar fyrir
langdrægar kjarnorkueldflaugar.
Kjarnorkueldflaugar DELTA-
kafbátanna ná til Bandaríkjanna sé
þeim skotið á loft, á meðan kafbát-
arnir eru enn í sovéskum höfnum.
Nú eru Sovétmenn með meira en 30
DELTA-kafbáta í notkun. SS-N-18
kjarnorkueldflaugin, sem er í
DELTA III, dregur um 7500 km og í
henni eru sérstakur skotbúnaður
fyrir fjölodda kjarnahleðslurnar,
sem dreifast á fleiri en eitt skot-
mark. Nú er unnið að því að full-
smíða TYPHOON-kafbátinn, sem er
tvisvar sinnum stærri en DELTA,
og verður hann tekinn í notkun á
þessum áratug.”
Eskifírði:
Lítið af
síld, en mik-
ill snjór
Eskifirfti. 6. októhor.
LÍTIL síhlveiði hefur verið und-
anfarið og á stöðvunum þremur,
sem hér hafa verið i gangi, hafa
verið saltaðar 4 — 700 tunnur á
dag af mörgum skipum. Nóta-
skipunum fjöígar dag frá degi og
yfir daginn Iiggja ,hér inni
20 —25 skip, bæði neta- og nóta-
bátar. I>að sem hefur komið
hingað til söltunar hefur einkum
fengist í Reyðarfirði. Jón Kjart-
ansson og Helga Guðmundsdóttir
komu bæði með fuilfermi af
loðnu hingað um helgina.
Mikið vetrarríki er hér núna og
jafnfallinn um 30 cm snjór. Snjór-
inn féll fyrir helgina á græn trén,
sem lítið voru farin að fölna, enda
hafði haustið verið heldur hag-
stætt. Vegna þessa urðu kylfingar
að fresta síðasta golfmóti sumar-
sins, bændaglímunni, og ef áfram
heldur að snjóa styttist í að menn
taki fram skíðin.
— Ævar
Steinblóma-
plattarnir
fra Glit eru komnir aftur. Mikiö úrval
af gullfallegum veggplöttum.
LAUGAVEGI 40
REYKJAVIK SIMI 16468
Jl JUNCKEBS parket
er massivt náttúruef ni
Söluaöilar: Timburverzlunin Völundur
Klapparstíg 1
Húsasmiðjan h.f.
Súöavogi 3
Egill Árnason h.f.
Skeifunni 3g
ðv