Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 JMfógmtlrlfttolfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Sjávarútvegur í sjálfheldu Rekstraröryggi atvinnuveganna er forsenda atvinnuöryggis almennings. Það eru því alvarleg tíðindi þegar undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur, stendur frammi fyrir verulegum taprekstri, bæði í veiðum og vinnslu, þrátt fyrir ytra góðæri: mun meiri afla en verið hefur um árabil, hærra söluverð á sjávarafurðum en þekkzt hefur áður, nokkra lækkun olíuverðs og hagstæða gengisþróun, sem byggir á hækkun dollarans, er sölusamningar okkar miða yfirleitt við. Frystiiðnaðurinn er rekinn með 6,7% halla, samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnunar. Og nefnd, sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að kanna rekstrarstöðu 19 nýjustu skuttogara okkar, komst að þeirri niðurstöðu, að heildartap þeirra hafi numið 52,5 milljónum króna á sl. ári, eða 4,6 milljónum á hvern togara. í hlutfalli af tekjum nemur tapið um 31% til jafnaðar. Vanskil þessara togara við Fiskveiðasjóð, Byggðasjóð og Ríkis- ábyrgðarsjóð nema nú 52 milljónum króna, og eru þá ekki talin vanskil við viðskiptaaðila, þ. á m. olíufélög. „Málin standa nú þannig,“ segir formaður LÍÚ, „að engin einka- né samvinnuútgerð getur tekið þátt í endurnýjun fisk- veiðiflotans, þar sem verðbólgan og hinir háu vextir beina mönnum beinustu leið til gjaldþrots. Það eru eingöngu bæjarfé- lög og þeir, sem geta lagt skatt á þriðja aðila, sem hafa bolmagn til að kaupa ný fiskiskip ..." — Þannig stendur undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, veiðar og vinnsla, nú þrátt fyrir óvenju góð ytri skilyrði, þegar sígur á seinni hluta annars starfsárs núverandi ríkisstjórnar, sem fól formanni Framsóknarflokksins forsjá sjávarútvegsráðuneytisins! Rekstraröryggið, sem er for- senda atvinnuöryggis þúsunda fiskverkunarfólks og sjómanna vítt um land, er minna en ekki neitt. Þannig er og haldið á opinberri stýringu í þjóðarbúskapnum, að höggvið er á lífþræði einkaframtaks í sjávarútvegi — sem og í öðrum atvinnugrein- um. Útgerðarplássin, sem myndað hafa keðju verðmætasköpunar á gjörvallri strandlengju landsins, sjá sína sæng upp reidda, ef rekstrargrundvöllur sjávarútvegs brestur. Atvinnuöryggi þús- unda manna og afkomuöryggi fjölda byggðarlaga er í hættu. Það er því ekki að ástæðulausu sem almenningur í þessu landi horfir með ugg í brjósti til aðgerðarleysis og sjálfsánægju sof- enda í stjórnarráði landsins. Kísiliðjan í alvarlegum vanda Það er enginn rekstrargrundvöllur eins og er og málin eru í athugun hjá stjórn fyrirtækisins ...“, sagði framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar í blaðaviðtali um rekstrarstöðu fyrirtækis- ins. Kísiliðjan er starfsvettvangur 80 einstaklinga og undirstaða þess byggðakjarna, sem myndazt hefur á undanförnum árum í Mývatnssveit. Ástæður hinnar slæmu rekstrarstöðu eru margþættar: sam- dráttur á sölumörkuðum, sem einkum eru í Evrópu, hækkun á innlendum tilkostnaði, sem ekki er hægt að færa út í verðlag til erlendra kaupenda, fjárfestingarkostnaður vegna mengunar- varna og náttúruhamfara ásamt tilheyrandi lánsfjárkostnaði, auk almennrar þróunar á sviði efnahagsmála. Framkvæmda- stjórinn sagði fyrirtækið illa undir það búið að mæta þeim erfiðleikum, sem nú steðjuðu að, og hann sagði stafa af þeirri þróun efnahagsmála, sem orðið hefði á þessu ári. Rekstrarhalli Kísiliðjunnar á sl. ári mun hafa verið um 10% og þær áætlanir, sem fyrir liggja um afkomu fyrirtækisins í ár, benda til allt að tvöföldunar rekstrarhallans, í krónum talið. Ef fram heldur sem horfir er því svart í álinn hjá þessu iðnaðarfyr- irtæki, sem myndað hefur um sig byggðakjarna í Mývatnssveit, en Kísiliðjan var merkileg tilraun til að fjölhæfa og styrkja atvinnulífið í strjálbýli landsins. Vonandi rætist úr þeim vanda, sem við blasir, en hann á, því miður, alltof margar hliðstæður í þjóðarbúskapnum í dag. Það er næstum því sama, hvar borið er niður hjá íslenzkum atvinnuvegum, sem eru undirstaða verðmætasköpunar og lífs- kjara í landinu, hvarvetna blasir við sama myndin: fyrirtæki á horrim, sem skortir rekstraröryggi. En ríkisstjórnin heldur að sér höndum — og segir ástandið harla gott! Það má þó öllum ljóst vera, að þegar rekstraröryggi atvinnuveganna þrýtur þá er atvinnuöryggi almennings í glatkistunni. Þessvegna er mál að linni sjálfsblekkingu og sjálfumgleði stjórnvalda í landinu. Það er alltof mikið í hættu fyrir þjóðina, bæði sem heild og einstakl- inga, til að láta reka á reiðanum áfram — og fljóta sofandi að feigðarósi. Prófkjör fy siálfstæðisfi Grein þessi er skrifuð til að minna á komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins, reglur þess og vandamál. Höfundur mælir með því að prófkjörinu verði lok- að á þann hátt að einungis flokksbundnir sjálfstæðismenn hafi kosningarrétt. Það er nauö- synlcgt að ákvörðun um hvort prófkjör sé opið eða lokað sé nú tekin með fullri vitneskju um þau rök sem eru með og á móti. En opið prófkjör er ekki haldið bara til að hafa það eins <>k siðast. Prófkjörsreglur Prófkjör verður að halda sam- kvæmt einhverjum föstum reglum sem ekki er hringlað með. Fastar grundvallarregiur verður að hafa í heiðri, en samt má ekki negla alla framkvæmd prófkjöra rígfasta svo engu verði breytt þegar ný reynsla er fengin. Það getur verið nauðsynlegt að hnika til próf- kjörsreglum og það er hægt án þess að hringla með þær, hin póli- tíska staða er margbreytileg og fólk getur leitað svara við nýjum spurningum sem ekki hefur verið spurt áður í prófkjöri. Til dæmis er nú komin upp sú staða, að margir ætla prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir næstu Borgar- stjórnarkosningar að svara þeirri spurningu hvern flokkurinn á að bjóða fram sem borgarstjóra. All- ir vita að krossaprófkjör svarar ekki þeirri spurningu svo nokkurt vit sé í. Sú niðurstaða sem þar kann að fást er í besta falli óskýr, en að öllum líkindum verður hún algerlega út í hött og slík niður- staða vekur einungis hatrammar deilur í stað þess að sætta menn eins og prófkjöri er ætlað. En því má ekki bæta við reit á kjörseðil- inn þar sem kjósendur geta skrif- að nafn þess frambjóðanda sem þeir óska eftir að verði borgar- stjóraefni? Svo mætti láta þá reglu gilda, að ef einhver fram- bjóðandi fær fylgi einfalds meiri- hluta gildra atkvæða þá sé hann kjörinn borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Áð öðrum kosti velji borgarstjórnarflokkurinn borgarstjóraefnið sjálfur eins og verið hefur. Borgarstjóri er kosinn á fundi borgarstjórnar, svo það er ekki hægt að binda hendur borg- arfulltrúa í þessu máli nema að mjög takmörkuðu leyti. Þess vegna ætti fyrrgreind regla að vera nokkuö sanngjörn. Einnig ætti að sjá til þess að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins taki ekki þátt í prófkjörinu. Liggja til þess ástæður sem nú verða raktar. Próf kj örsbarátta I prófkjörsbaráttu berjast frambjóðendur innbyrðis um hylli kjósenda. Stóri vinningurinn er „öruggt" sæti á framboðslistán- um. I komandi prófkjöri þarf um 3000—4000 atkvæði til að hreppa þetta hnoss. Slíkan fjölda atkvæða fá þeir einir sem heppnast að taka sig útúr hópnum, vekja athygli á sér umfram aðra frambjóðendur og skapa bil milli sín og hinna, vera eitthvað sérstakt sem menn kjósa fremur en aðra frambjóð- endur. í slíkri baráttu er fyrst og fremst beitt vinum, kunningjum og fjölskyldu. Síðan vinnufélögum, stéttarfélögum og áhugamanna- félögum, til dæmis eru íþrótta- menn frægir fyrir dugnað í próf- kjörum. Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur er einungis áhorfandi að eftir Jónas Elíasson „Langbezta próf- kjörsfyrirkomulagið virðist vera að halda það milli flokksbund- inna eingöngu. Þetta á ekki síður við um aðra flokka en Sjálf- stæðisflokkinn. Þátt- taka utanflokksm- anna og andstæðinga í prófkjöri verður ei- líft óánægjuefni með- al flokksbundinna, því réttur þeirra til að ráða framboði flokksins er algerlega skýlaus.“ sjálfri baráttunni. Hann fær hinsvegar að leggja til það lið sem raðar borðum og stólum, krossar í bækur og reiðir fram kaffi svo prófkjörið fari nú sæmilega fram. Auk þess hefur flokkurinn það hlutverk að vera til og taka við skömmum frá baráttuliði þegar úrslitin eru mönnum ekki að skapi. Það er hinsvegar eftirtekt- arvert, að enginn frambjóðandi notar flokkinn sem sinn vettvang. Það að vera góður flokksmaður og einlægur stuðningsmaður stefnu- mála flokksins þykir greinilega ekki vænlegt til árangurs í próf- kjörsbaráttu og ekki notað af neinum frambjóðanda. Líklegasta orsökin fyrir þessu er sú að prófkjörin eru öllum opin. Fram- bjóðendur vilja ekki fæla þá frá, sem hugsanlega vilja styðja þá, án þess að styðja flokkinn. Hætt er við að barátta sem þessi bindi menn á klafa ýmissa þrýstihópa utan flokksins, dragi menn burt frá flokknum og hver öðrum og geri mönnum erfitt að vinna sam- an innan flokksins. Það er í prófkjörsbaráttunni sem framtíð stjórnmálamanna fyrst og fremst ræðst. Það er fyrir öllu að halda prófkjörsliðinu saman og gera því ekki á móti skapi. Vettvangur manna verður því í vaxandi rnæli- utan við flokkinn. Upplausnar af þessu tagi s má nú í vaxandi mæli merkja í prófkjörsflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki. Hverjir kjósa í prófkjöri Auðvitað flokksbundnir fyrst og fremst. Hægt er að slá því föstu, að skipulögð þátttaka andstæð- inga í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins er engin. Þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið til að skipu- leggja slík skemmdarverk hafa engan árangur borið. Eigi að síður er þátttaka andstæðinga í próf- kjörinu 1000—2000 manns, en þetta eru ekki skemmdarverka- menn heldur vinir, kunningjar og fjölskylda þeirra um það bil 40 frambjóðenda sem keppa innbyrð- is í prófkjörinu. Þessir aðilar koma hálf vandræðalegir í próf- kjörið, setja kross við hið eina nafn sem þeir ætla nú að styðja og eru síðan í standandi vandræðum með hina sjö krossana sem þarf að setja á seðilinn til þess að hann verði gildur. Greinilegt er að flokknum sem slíkum er ekkert gagn í svona þátttöku og mjög vafasamt er hvort nokkrum sé greiði gerður með því að leyfa frambjóðendum að draga þetta fólk í prófkjörið. Heiðarlegt fólk er á móti því að skipta sér af prófkjörum annarra flokka en þess eina sem það sjálft styður, en gera það fyrir þrábeiðni vina sinna sem eru að freista gæfunnar í Sjálfstæðisflokknum, að koma og kjósa, prófkjörið er jú öllum opið. Fæstir þessara manna gera sér grein fyrir að nöfn þeirra eru skráð á tölvuskrá, innan um hina flokksbundnu stuðningsmenn, og fá síðan senda miða í happdrætti Sjálfstæðisflokksins eins og þeir. Þegar þessi staðreynd er íhuguð, verður lítið úr hinni upprunalegu ástæðu sem gefin var fyrir því að prófkjörið ætti að vera opið, en hún er sú að margir styddu flokk- inn af heilum hug en vildu samt ekki vera skráðir í hann. Þessu fólki vildu menn gefa tækifæri til að kjósa í prófkjörinu án þess að neyða það til að skrá sig í flokkinn um leið. En allir sem taka þátt í prófkjörinu, fara inná happdrætt- isskrána og fá sína miða senda. En hinu virðast færri hafa gert sér grein fyrir, að með þessu eru allir komnir á skrá hlið við hlið, eini munurinn á þeim flokksbundnu og þeim óflokksbundnu er sá að þeir flokksbundnu eru rukkaðir um eitthvert óverulegt árgjald. Hvað er lýðræðislegt? Margir hafa talið það lýðræðis- legra fyrirkomulag að hafa próf- kjör Sjálfstæðisflokksins öllum opið. Þetta er misskilningur sem margir virðast trúa. Lýðræði á ekkert skylt við opið prófkjör. Lýðræði er einungis það, að tryKRÍa öllum þegnum þjóðfélags- ins ákveðin og afmörkuð lýðrétt- indi, sem nánar eru ákveðin í stjórnarskrá. Eitt af þessum lýð- réttindum er félagafrelsið, það er frelsið til að stofna félög, hverra skýlausi og lýðræðislegi réttur er, að ráða sínum málum sjálf, án af- skipta utanfélagsmanna. Það eyk- ur ekki lýðræði á nokkurn einasta máta, að gefa utanflokkamönnum og andstæðingum tækifæri tilað kjósa í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Lýðræði er, að Sjálf- stæðismenn ákveði sjálfir hverja flokkurinn býður fram í almenn- um kosningum, og enginn utan- flokkamaður hefur nokkurn lýð- ræðislegan rétt til að skipta sér af því vali. Hitt er svo annað mál, að óflokksbundir stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.