Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 30 Menntaskólinn á Eiíilsstöóum var vígður 1979. Fyrsta árið voru um 100 nem. í skólanum. í fyrra 156 nem. og nú 205. 86% nemenda eru af Austurlandi og skiptast eftir árgöngum þannig: 1. ár: 68 nem., 2. ár: 49 nem., 3. ár.: 50 nem. og 4. ár: 38 nem., á náttúrufræðabraut eru 27 nem., á verslunarbraut 22, á málabraut 19, félagsfræðabraut 9 og eðlisfræðabraut 5. ótaldir eru þá þeir, sem ekki hafa valið brautir, 1. og sumir 2. árs nemendur. Skortur á heimavistarrými hefur staðið skólanum fyrir þrifum en vonir standa til að úr rætist næsta haust þar sem verið er að steypa upp álmu sem bætast mun við húsið til vinstri á myndinni, en sú álma mun rúma eina kennaraibúð og heimavist fyrir 60 nemendur. Samræmdur framhaldsskóli í framhaldi af sjónvarpsþætti Þriðjudaginn 8. þ.m. var um- ræðuþáttur í sjónvarpinu sam- nefndur þessari grein. P'ram komu auk stjórnanda þrír skólamenn, alþingismaður og ráðuneytismað- ur. Það sem einkenndi þátt þenn- an og gerði hann jafnframt frá- brugðinn slíkum þáttum flestum var hve sammála menn voru: Al- þingi beri að lögfesta hið fyrsta frumvarp til laga um framhalds- skóla, en slíkt frumvarp hefur nú um skeið legið fyrir en ekki hlotið afgreiðslu. Samt er farið að starfa eftir eða í anda frumvarpsins og samræma nám í einingar og áfanga, einkanlega þó á lands- byggðinni. En eins og oft vill verða, er slíkum þáttum þröngur stakkur skorinn og aðeins hægt að tæpa á ýmsu, sem frekarf skýr- ingar eða dýpkunar þyrfti við. I greinarkorni þessu mun ég leitast við að skýra nánar ýmislegt það, sem fram kom í þættinum um eðli og tilgang samræmingarstarfsins með því að greina frá skipan mála á Austurlandi og þróun skólanna þar síðustu ár og þó einkum eftir tilkomu Menntaskólans á Egils- stöðum fyrir tveim árum. Aðdrasandi samræminjíar Fyrsti skólinn á Austurlandi, sem tók upp kennslu samkvæmt eininga- og áfangakerfi, var gagn- fræðaskólinn í Neskaupstað. Ari seinna (1978) fylgdi Eiðaskóli í kjölfarið og tók upp sama kerfið, þ.e. kennslu samkvæmt námsvísi fjölbrautaskóianna í Flensborg, Keflavík og á Akranesi. Þannig var kominn vísir að samræmingu þegar fyrir dyrum stóð stofnun menntaskólans. Ein fyrsta ákvörðunin, sem taka þurfti við- komandi innra starfi skólans var hvort hann ætti að starfa sam- kvæmt hefðbundnu bekkjakerfi eða áfangakerfi. Hið síðara var valið og notaður sami námsvísir, sem að framan greindi. Ekki var örgrannt um, að sumir yrðu fyrir vonbrigðum og teldu að „raun- verulegur menntaskóli" yrði að hafa bekkjakerfi, enda tengsl fjórðungsins mikil við Mennta- skólann á Akureyri, en hann hefur þar til í vetur starfað þannig. Gagnrýni á áfangakerfið sem slíkt hefur alveg horfið og öllum þeim, sem hafa kynnt sér aðstæður orðið Ijóst, að í flestum greinum hentar það betur miðað við aðstæður e.vstra. Augljóst er að þeir nem- endur, sem höfðu hafið nám í fyrr- nefndum deildum, fengu beint áframhald með þessu móti en fleira kemur til eins og nú skal greina. eftir Vilhjálm Einars- son, skólameistara á Egilsstöðum 4. grein Fámennar framhalds- deildir styrkjast Það hefur ávallt staðið fram- haldsnámi út um land fyrir þrif- um, að áframhald náms þegar ekki hefur verið hægt að ljúka til fulls tilteknum áfanga (t.d. stúd- entsprófi) hefur verið ótryggt. Nemendur hafa strandað í „kerf- inu“. Framhaldsskólar hafa verið tregir til að viðurkenna nám úr öðrum skólum og vegna mismun- andi skipanar kennslu og greina í skólunum hefur flutningur milli skóla verið torveldur. Nú var þeim nemendum, sem ljúka mundu námi í heimaskóla tryggt áfram- hald á Egilsstöðum og með sam- eiginlegu kerfi áfangastjóra og deildarstjóra tryggt að um sam- bærilegar kröfur og námsefni væri að ræða. En til að koma þessu til leiðar þurfti samband og samvinnu skólanna. Þess vegna var stofnuð „stjórnarnefnd um framhaldsnám á Austurlandi", sem fékk fullgildingu mennta- málaráðuneytisins í júlí 1979. Stjórnunarnefndin I nefnd þessari eiga sæti skóla- stjórar allra þeirra skóla sem framhaldsnám reka í fjórðungn- um auk fræðslustjóra. Hún kemur saman nokkrum sinnum á ári og fjallar um námsframboð og braut- ir á öllu svæðinu. Leitast er við að ekki skapist óeðlileg samkeppni skólanna um nemendur, ákveðin verkaskipting milli þeirra þannig að þegar á heildina sé litið verði námsframboðið sem mest. Þannig eru sérgreinar iðnnáms eingöngu kenndar á Neskaupstað, verslunar á Eiðum, svo dæmi sé nefnt. Nefndin annast jafnframt ráðn- ingu deildarstjóra í hinum ýmsu fögum, sem starfa við alla skól- ana, en áfangastjóri M.E. er jafn- framt áfangastjóri svæðisins í heild. Allir kennarar í fram- haldsnámi fjórðungsins hittast einu sinni á önn, samræma kennsluáætlanir undir stjórn við- komandi deildarstjóra, semja í sumum greinum sameiginleg próf en í öðrum fögum er tryggt að prófin verði hliðstæð og jafngild. A fundum þessum kynnast kenn- arar og miðla hver öðrum af reynslu sinni, skiptast á kennslu- gögnum o.fl. Kostir áíangakerfis- ins í strjálbýli Það sem stendur framhalds- námi út um land fyrir þrifum er einkum tvennt: nemendur eru ekki nógu margir í hverjum árgangi og skortur er hæfra kennara. Einnig ver við, að trú foreldra á mögu- leikana heimafyrir að veita jafn- gilt nám/kennslu veldur því, að reynt er að koma unglingunum í stærri skóla þótt Iangt þurfi að sækja. Þar sem þessir örðugleikar eru yfirunnir á hinum fámennari stöðum er því ekki að neita að námsframboð hlýtur að vera takmarkað. Val milli greina fyrir einstaka nemendur er svo til ekk- ert. En sé kennslan að öðru leyti í lagi skiptir þetta minnstu: öllum nemendum er fyrir mestu að treysta þann bóklega kjarna, sem krafist er á öllum námsbrautum framhaldsskólastigsins: islensku, stærðfræði, ensku og dönsku ásamt félagsfræði eða sögu. Jafn- „ÞAÐ sem stendur fram- haldsnámi út um land fyrir þrifum er einkum tvennt: nemendur eru ekki nógu margir í hverjum árgangi og skortur er hæfra kennara. Einnig ber við, að trú foreldra á möguleikana heima fyrir að veita jafngilt nám/- kennslu veldur því, að reynt er að koma ungling- unum í stærri skóla þótt langt þurfi að sækja.“ vel í hinum stærstu fjölbrauta- skólum færist stýring nemenda, einkum á fyrsta ári, í vöxt, svo valfrelsið er nafnið tómt. I litlum skólum getur hin minnsta breyting á kennaraliði valdið því, að eitt árið er hægt að bjóða upp á þýskunám en ekki t.d. efnafræði. Þetta gæti svo snúist við næsta ár. Ef verið væri að búa nemendur undir 2. bekk í bekkja- kerfisskóla væri nauðsynlegt að veita kennslu í nákvæmlega fyrir- framákveðnum fögum. Þegar unn- ið er samkvæmt áfangakerfinu er hver áfangi sjálfstæður þannig að hann er gerður upp með prófi í annarlok. Nemendinn flyst milli skóla og fær alla áfanga metna, sem hann hefur staðist próf í, og heldur áfram í næsta áfanga í fag- inu þegar svo ber undir eða hann tekur byrjunaráfanga (endurtekt- aráfanga) ef hann hefur ekki átt kost á faginu fyrr eða fallið í til- tekinni grein. Þannig er ýmsum árgöngum kennt saman í einstök- um námshópum. Eðlilegur náms- hraði er að fá 15 einingar á önn eða 30 yfir veturinn. Samræming — ekki einhæfing Hér að framan hefur því verið haldið fram, að samræmt fram- haldsnám með eininga- og áfanga- kerfi hafi reynst henta vel við að- stæður á Austurlandi og tilraun gerð til að skýra nokkuð frá slíku skólastarfi í framkvæmd eystra. Ýmislegt fleira mætti segja máli þessu til stuðnings en mál að linni að sinni. Á móti samræmingu hafa heyrst raddir er telja að hún leiði til einhæfingar í kennslu og miðstýringu með minnkandi hlut- deild hvers kennara að móta starf sitt. Vissulega þarf að vera hér á verði og vandratað er meðalhófið í þessu sem öðru. Kennsla þarf ávallt að lúta ákveðinni umgjörð, hafa tiltekin markmið. Námsskrár eiga að vera að mestu viðmiðunar- tæki er leitist við að sýna hverjar séu eðlilegar kröfur til þekking- ar/hæfni að loknu tilteknu námi eða námskeiði. Reynslan af deild- arstjórn á Austurlandi er sú, að mínu mati, að hún er fyrst og fremst stuðningur við kennara og þá einkanlega þá.sem eru að hefja kennslu. Margir stjórnendur áfangakerfisskólanna hafa aukinn áhuga á því, að fjölga svonefndum jafngildis-áföngum og losa um kröfur um innihald einstakra áfanga. Samræmdur framhalds- skóli þarf alls ekki að, og má ekki verða eins og ein allsherjar hakka- vél sem knúin er af orkugjafa í menntamálaráðuneytinu og spýtir svo út úr sér sams konar kjöt- hakki hvort heldur er fyrir norðan vestan eða austan. Hin mikla aðsókn í Menntaskólann á Egilsstöðum Nú eru 205 nemendur við nám í M.E., þar af 175 af Austurlandi, eða 86%. Það heyrir til algjörra undantekninga ef nemandi hættir námi, eða flytur í aðra skóla, nema hann hafi lokið því sem hann ætlaði sér og skólinn hefur upp á að bjóða á þeirri námsbraut, sem hann hefur valið. Þetta virð- ist mér sýna tvennt: Fyrirkomulag framhaldsnáms í fjórðungnurn er heppilegt og kemur vel til móts við námsþarfir unga fólksins og það unir sér vel í skólanum. Eftir er að vita hversu vel nemendum M.E. dugar það veganesti, sem skólinn veitir þeim, því skólinn útskrifaði stúdenta í fyrsta sinn 1981. í grein þessari hefur mér orðið tíðrætt um „kerfi": samræmdan fram- haldsskóla á Austurlandi. Þeir, sem „kerfi" smíða mega aldrei gleyma því, að þau eiga að þjóna einstaklingum og hafa ekkert gildi í sjálfu sér. Henti „kerfin" hins vegar vel þeim einstaklingum, sem við þau þurfa að búa og starfa, eru þau góð. Svo virðist sem vel hafi tekist til á Austurlandi um skipan framhaldsnáms. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Fundur Aðalfundur Sjálfstæöisfélag Ólafsvíkur og nágrennis heldur aöalfund sinn fimmtudaginn 8. október kl. 21.00 i setustofu Sjóbúöa. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundastörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. St/órnin. Þór félag ungra sjálfstæöismanna í Breiöholti heldur aöalfund slnn laugaraginn 10. okt. kl. 14, í húsi Kjöt og Fisk, Seljabraut 54, 2. hæö. Venjuleg aöalfundarstörf. St/órnln. Mýrasýsla Aöalfundur Egils. Félags ungra sjálfstæöismanna í Mýrasýslu. veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu, Borgarnesi, fimmtudaginn 8. okt. næst- komandi og hefst kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. Keflavík — Keflavík Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna í Keflavík heldur fund í sjálfstæöls- húsinu viö Hafnargötu 46, Keflavík, fimmtudaglnn 8. okt. kl. 21.00. Fundarefni: 1. Kosning fulltrua á 24. landsfund Sjálfstæöisflokkslns. 2. Væntanlegar bæjarstjórnarkosningar. 3. Önnur mál. St/órnin. Kópavogur Fulltrúaráð Sjálfstæöis- flokksins í Kópavogi heldur fund fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3ju hæö. Fundaretnl: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins. 2. Rætt um undirbúning bæjarstjórnarkosninga. Skoöanakönnun um prófkjör og fyrirkomulag þess. 3. Önnur mál. St/órnin. Sauöárkrókur Sjálfstæöisfélag Sauöárkróks heldur félagsfund í Sæborg nk. fimmtu- dag 8. október kl. 21.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 24. landsfund Sjáltstæöisflokksins. 2. Önnur mál. St/órntn. St/órnln.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.