Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 45 Erum við orðin svo hégómleg? Áslaug Siguröardóttir hringdi og haföi eftirfarandi að segja: — Það fór hrollur um mig, þegar ég las grein í Velvakandadálkunum 30. september, þar sem einhver persóna finnur að því, að ekki hafi verið mynd af biskupsfrúnni í blöðunum, þegar eiginmaður hennar var settur inn í embætti, eins glæsileg og hún hafi y“7:,ó í þjóðbúningi okk»v. Én skiptir þetta m»li íyrir okkur sem kristna pjóð? Eða erum við orðin svona hégómleg? Það er ekki Guð þókn- anlegt. Við eigum að vera lítillát. Mikil vonbrigði Sigríður Ilelgadóttir hringdi og sagði: — Sagan hap.s þorvarðar Helg’soöar byrjaði skemmtilega og vonbrigði mín voru mikil þegar hann las framhaldið í gær. Nóg heyrir maður í fjöimiðlunum um hryðjuverk, sem sannarlega hafa átt sér stað, þó að svona hugar- fóstri sé ekki dembt yfir mann. Saga sem Guðrún Ægisdóttir les er heldur ekki upplífgandi. Nær væri að þýða og lesa 50 eða 60 ára gamlar sögur úr Familie Journal. Þær voru léttar og skemmtilegar, en ekki mannskemmandi. Eigum ekki að láta ganga framhjá okkur „Kona“ hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Þegar Gunnar Thoroddsen hættir nú fyrir aldurs sakir sem varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, eigum við konur að vinna ötullega að því að fá Ragnhildi Helgadóttur sem vara- formann okkar ágæta flokks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf Úr kvikmyndinni þriðjudagskvöld. sýnt konum meira traust en aðrir flokkar, átt fleiri konur á Alþingi, átt fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og nú á Sjálfstæðisflokkurinn að gera konu að fyrsta varaformanni stjórnmálaflokks á íslandi. Við eigum glæsilegan fulltrúa þar sem Ragnhildur Helgadóttir er og við eigum ekki að láta ganga fram hjá okkur. Þulirnir eiga að gera viðvart Hanna amma hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það gerist alltof oft, að sjónvarpið hellir yfir okkur myndum sem eru beinlínis hættulegar sálarheill barna, án þess að hafa haft nokkra tilburði til að vara fólk við. Þetta gerðist síðast í gærkvöldi (þriðjudags- kvöld), er sýndur var síðasti þátt- ur myndaflokksins „Óvæp.t endá- lok“. Hann bar þá saklausu yfir- skrift: „Hittumst á jólunum", en var þrátt fyrir það sá alljótasti í þessum flokki og er þá mikið sagt. Ég hélt að þarna væri á ferðinni hin huggulegasta mynd, svona í lokin, en það var nú eitthvað ann- að. Kona var brytjuð í smátt og gengið frá henni í neytendapakkn- ingar. Er hægt að sýna svona ófögnuð án þess að vara fólk við. Sjálfsagðar viðvaranir styrkja líka viðleitni foreldranna til að halda börnum sínum frá ofbeldis- og óhugnaðarmyndum. Börn virða það, þegar þulur tilkynnir að myndin sem fara á að sýna sé ekki við hæfi barna. Ég þekki litla stúlku sem horfði á fyrrnefndan þátt, „Hittumst á jólunum", og hún var svo frá sér af hræðslu á eftir, að hún varð að sofa á milli foreldra sinna. Þjóðin á að þakka honum Kristín Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að leggja orð í belg vegna Kjarvalsverksins sem Reykjavíkurborg stendur til boða að kaupa. Ein hlið á því máli hefur hvergi birst svo að ég viti til, allt hefur farið í umræðu um peninga- hliðina. Ekkert hefur verið minnst á þakklæti til þessa manns fyrir að bjarga listaverkinu á sínum tíma. Hann hefur lagt fram mikla vinnu og fyrirhöfn til þess að þetta mætti takast, auk þess sem hann hefur þurft að kosta til í peningum. Mér finnst að þjóðin eigi að þakka honum. 5$$?® Sælustund í skammdeginu Fótaaögeröir — Handsnyrting — And- litsböö — Húöhreinsanir — Litanir — Makeup — Vaxmeðferö. Ljósaböð — Nuddsturta — Sápa, sham- poo, body cream, svitakrem innifaliö. Úrval af snyrtivörum: Lancome — Margareth Astor — Dior - Biotherm — Helarcyl. Ath.: kvöldtímar. Fótaaögerða-, snyrti- og Ijósastofan ^ _ Dúfnahólum 4. Sími 72226. Er „íúttiðu að fá útrás r r 01*QC, ai uo fyrir arhneigð - og lumbra á minni máttar? „Reið amma“ 8665—0363 skrif- ar 3. október: „Velvakandi! „Verður að vera „fútt“ í þessu" er yfirskrift á bréfi 0724 —9225 í Velvakandaþætt- inum í dag. Ég leyfi mér að motniæiá pVI acíu pár or sagt, þar sem fram hefir komið í öðru dagblaði, að komið hafi fyrir að nemendur hafi afleiðingum b”;avígslu (Tím. ,n.?., lostud. 2. okt., bls. 23). Ég spyr: Er „fúttið" að fá út- rás fyrir árásarhneigð — og að lumbra á minni máttar? Ég vona bara að menntamálaráð-. herra skipti sér af busaví£sjum og þær fari franv;'egjg fram undir eftirliti." STERK OG HLY VETRARSTÍGVÉL r FRÁ IMOKIA Filtfóöruð gúmmístígvél. Til- valin í reiömennsku og hvers konar útiveru. Verö 635.- ■r Póstsendum. — UTjUF %. i ■ Glæsibæ, sími 82922. S2P SIG6A V/öGA í iiLVtmi mtl 'öVOUA V/<? Í&* 'W' vipf m MUéVfVM OM 9, mm Mi rr/ , /& vmAWVlTfö £KKTV m a wa/uv smw frfc 6/CTl yvosftt %WTA0 WJA WctiOK MIM WjÓKANN m VIIMVtiW- s \wmAm m mMtvW m.. /?kw vffV £6 ViTl rz:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.