Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
226. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hosni Mubarak. varaforseti Egyptalands, og Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, fallast i faðma i
Kairó i gær. Begin er kominn til Egyptaiands til að vera við útför Sadats forseta. simamynd ap
Útför Sadats í dag:
„Biðjum Guð að
styrkja Egypta44
halda áfram þeirri samvinnu. Haig
sagði, að Sadat yrði mest og bezt
minnst með því að þjóðir heims
störfuðu í þágu friðar á hverjum
þeim vettvangi sem þær mættu.
Forsetarnir hittu skömmu eftir
komuna Jihan Sadat og vottuðu
henni samúð.
AUmikils kvíða gætir um að
gríðarlegt öngþveiti verði við útför-
ina á morgun, en aðstoðarutan-
ríksráðherrann, Ossama E1 Baz,
sagði í dag, að Egyptar myndu
tryggja öryggi erlendra gesta við
útförina og veita þeim alla vernd.
Þó að hörmulegt slys hefði orðið
væri ekki þar með sagt að ótryggt
væri í landinu.
Auk þeirra erlendu gesta, sem
þegar hafa verið taldir og fylgja
Sadat til grafar má nefna, að frá
Bretlandi koma þeir Karl krón-
prins og Carrington lávarður, utan-
ríkisráðherra, Siad Barre, forseti
Sómalíu, Mitterand, forseti Frakk-
lands, Giscard d’Estaing, fyrrver-
andi forseti og Cheysson, utanrík-
isráðherra.
Margt fleira stórmenni verður
við útförina, svo sem Henrik Dana-
prins, Harald krónpins Norðmanna
og Gro Harlem Brundtland, fráfar-
andi forsætisráðherra, Numeiri,
forseti Súdan, Pertini, forseti ít-
alíu, Simone Veil, forseti Evrópu-
þingsins, og margir fleiri. Einnig
verður við útförina Reza Pahlavi,
elzti sonur íranskeisara.
Atök urðu í dag milli egypskra
stjórnarmanna og ofsatrúarmanna
fyrir sunnan Kairó og herma
fregnir að nokkuð mannfall hafi
orðið.
Sjá nánar fréttir á bls. 19 og
grein um Sadat á bls. 16.
- segir Begin forsætisráðherra ísraels
Sadat myrtur af trúarástæðum
- segiregypzka
stjórnin
Kairó. 9. októbcr. AP.
AÐEINS fjórir menn tóku beinan
þátt i morðinu á Sadat Egypta-
landsforseta sl. þriðjudag, að þvi
er segir i opinberri yfirlýsingu
varnarmálaráðuneytisins i Kairó i
dag.
Þar segir, að Khaled Ahmed
Shawky El-Istambouly ofursti hafi
skipulagt tilræðið og fengið þrjá
óbreytta borgara til liðs við sig,
sem allir hafi verið trúarlegir
ofstækismenn eins og El-Istam-
bouly. Bróðir ofurstans var hand-
tekinn í síðasta mánuði, þegar
fjöldi islamskra ofstækismanna
var tekinn fastur.
í yfirlýsingunni segir, að menn-
irnir fjórir hafi framið ódæðið af
trúarlegum ástæðum án stuðnings
erlendis frá.
Yfirlýsing varnarmálaráðuneyt-
isins er fyrsta opinbera frásögnin
af atburðunum sl. þriðjudag. Þar
segir, að El-Istambouly hafi verið
fyrir átta manna hópi, sem verið
hafi í herflutningabíl á hersýning-
unni, sem Sadat fylgdist með, þeg-
ar árásin var gerð.
Fyrir sýninguna hafi ofurstinn
gefið þremur undirmanna sinna frí
og fengið samsærismennina þrjá í
þeirra stað í vagninn. Þeim hafi
tekizt að smygla handsprengjum
og skotfærum í bílinn, en strangt
eftirlit hafi verið með því að engir
hermenn kæmu með skotfæri í
vopn sín á sýninguna. Þegar bíllinn
hafi verið fyrir framan pallinn,
sem Sadat og aðrir frammámenn
stóðu á, hafi El-Istambouly neytt
ökumanninn til að nema staðar og
stokkið út ásamt félögum sínum
þremur og hafið skothríð á forset-
ann af stuttu færi og jafnframt
kastað handsprengjum og reyk-
sprengjum. Aðrir í bílnum áttu
ekki aðild að samsærinu og höfðust
ekki að.
Vestrænir stjórnarerindrekar,
sem urðu vitni að morðinu, segja
frásögn varnarmálaráðuneytisins
koma heim og saman við það, sem
þeir sáu. Erlendir fréttamenn, sem
skoðað hafa sjónvarpsmyndir af
tilræðinu höfðu áður haldið því
fram að allir mennirnir átta í her-
bílnum hafi tekið þátt í tilræðinu.
Einn samsærismannanna lézt í
árásinni, þegar lífverðir Sadats
hófu skothríð, en El-Istambouly og
hinir tveir særðust og eru nú til
meðferðar á herspítala í Kairó.
Erlendir fréttamenn hafa mjög
undrast hve lífverðir Sadats voru
svifaseinir, þegar árásin var gerð,
en nokkrir þeirra munu hafa
hlaupið í felur, þegar þeim var
ljóst, hvað var að gerast.
og ræddu þeir saman í klukku-
stund. Til þess var tekið að
óvenjulega öflugur öryggisvörður
var i föruneyti Begins og þriggja
samráðherra hans.
Þrír fyrrverandi Bandaríkjafor-
setar, Richard Nixon, Gerald Ford
og Jimmy Carter, komu einnig til
Kairó í dag. Með þeim í för voru
m.a. Haig, utanríkisráðherra, og
Kissinger, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra. Haig sagði, að forsetarn-
ir allir þrír hefðu unnið náið með
Sadat að því að byggja upp vináttu
og samvinnu milli þjóðanna
tveggja og Reagan forseti myndi
Kairó. 10. október. AP.
„Á ÞESSARI sorgarstundu hugs-
um við í djúpri samúð til frú Sad-
ats, barna hennar, forsetaefnis
landsins og þjóðarinnar allrar.
Við dauðlegir menn eigum engin
orð til að hughreysta ykkur, en
biðjum almáttugan Guð að styrkja
ykkur,“ sagði Menachem Begin,
forsætisráðherra ísraels, er hann
kom til Kairó i dag. Ilann sagði
einnig að þjóð sin hefði fagnað þvi
að egypska stjórnin hefði lýst þvi
yfir að staðið yrði við alla samn-
inga sem Sadat hefði gert. Begin
hélt siðan til fundar við Mubarak
Þrír fyrrverandi Bandarikjaforsetar eru komnir til Kairó vegna út-
farar Sadats forseta. Á myndinni má sjá Jimmy Carter, Gerald Ford
og Richard Nixon stíga út úr flugvél þeirra í Kairó. Á myndinni eru
einnig Rosalynn Carter, Henry Kissinger og öryggisvörður.
Frakkland:
Stáliðnaður þjóðnýttur
París. 9. októher. AP.
FRANSKA þingið samþykkti í
dag þjóðnýtingu stáliðnaðarins.
Korchnoi
tapaði
Morano. ttaliu. 9. októbor. AP.
ANATOLI Karpov sigraði Vikt-
or Korchnoi i fjórðu einvígis-
skákinni í heimsmeistaraeinvig-
inu, og kom það ekki á óvart.
Eins og fram kom i frétt i Mbl. i
gær, föstudag. þt'itti Korchnoi
vera með tapaða stöðu þegar
skákin fór í bið.
Korchnoi gaf skákina í 53. leik,
en hún hafði farið í bið eftir 42
leiki.
Skákskýrendur telja að það sé
nú nánast öruggt að Karpov muni
takast að halda heimsmeistara-
titlinum og margir hafa orðið til
að furða sig á taflmennsku
Korchnois sem sé ómarkviss og
óörugg.
Sjá skákskýringu á bls. 5.
Miklar deilur hafa verið um þjóð-
nýtingu i Frakklandi undan-
farna mánuði en hún var eitt af
baráttumáium Jafnaðarmanna-
flokks Francois Mitterands i
kosningunum í vor.
Alls 333 þingmenn samþykktu
tillögu stjórnarinnar en 148
greiddu atkvæði á móti hennar.
Jafnaðarmenn og kommúnistar
studdu hana en gaullistar og mið-
flokkamenn voru á móti.
Pierre Mauroy, forsætisráð-
herra, og Marcel Dassault, stofn-
andi Dassault-Breguet-flugvéla-
fyrirtækisins, skrifuðu á sama
tíma undir samkomulag sem mun
leiða til yfirráða ríkisins í fyrir-
tækinu. Dassault gaf ríkinu 26% í
fyrirtækinu sem gerir hluta þess
46% en það mun síðar kaupa 5%
til viðbótar. Þess er vænst að ríkið
muni taka fyrirtækið alveg yfir á
næstu 5 árum.
Stjórn Mitterands stefnir að því
að þjóðnýta 11 iðngreinar, 36
banka og tvö stórfyrirtæki.