Morgunblaðið - 10.10.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 10.10.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 Sýning um prent- listina á Akranesi ÞESSA dagana stendur yfir sýn- ing i Bókhlöðunni á Akranesi, sem ber heitið „Prentlistin breyt- ir heiminum“. Sýningin er opin öllum almenninKÍ klukkan 15—20 daglega fram á laugar- dagskvöld. Sýningin er farandsýning og fram að þessu hefur hún verið sett upp í Reykjavík og á Sauðárkróki. Þarna er sýndur þróunarferill prentlistarinnar, allt frá því ritun hefst, aðdraganda prentlistarinn- ar, frá fyrstu prentunartilraunum og aðferðum, einnig þróun prent- listar fram á okkar öld. Sýningunni var fylgt úr hlaði með því að Bragi Þórðarson, prentsmiðjustjóri, flutti erindi í Fjölbrautaskólanum um sögu prentlistarinnar. Áður hafa verið haldnar slíkar yfirlitssýningar í Bókhlöðunni. Ber þar hæst sýninguna: „Prent- verk í Borgarfirði". Kirkjukaffi, basar og söngur í Bústaðakirkju A SUNNUDAGINN gefst kirkju- gestum kostur á að ganga i safn- aðarsal Bústaðakirkju eftir mess- una kl. 2 og setjast að borðum og njóta góðra veitinga, sem Kvenfé- lag Bústaðasóknar reiðir fram gegn vægu gjaldi. Og einnig er hægt að hafa með sér heim vistir, þar sem konurnar verða með margs konar kökur og slikt góð- gæti á basarborðum. Þá munu tvær söngkonur gleðja kirkju- og kaffigesti með flutningi sínum á ýmsum þekktum tónverk- um. Eru þær báðar að góðu kunn- ar, ekki aðeins í Bústaðakirkju, heldur hvarvetna þar sem fólk kann að meta góðan söng. Eru þetta söngkonurnar frú Ingibjörg Marteinsdóttir og frú Ingveldur Hjaltested, óperusöngkona. Við vonum að sem flestir leggi leið sína í Bústaðakirkju á sunnu- daginn, fyrst í messuna og síðan í kirkjukaffið. Og um leið viljum við benda á það, að barnastarfið er nú hafið með guðsþjónustum kl. 11 árdegis. Bikarkeppni BSÍ - Úrslit Úrslitaleikurinn í Bikarkeppni BSÍ verður haldinn á Hótel Loft- leiðum laugardaginn 10. október. Til úrslita keppa sveitir Egils Guðjohnsen og Arnar Arnþórs- sonar. Úrslitaleikurinn er alls 64 spil, en aðstaða fyrir áhorfendur verður ekki sett upp fyrr en að loknum 16 spilum eða klukkan 13.00. Þá verða spilin sem eftir eru sýnd á sýningartjaldi. Að- gangseyrir verður 25 krónur. Sveit Egils Guðjohnsen skipa auk hans: Stefán Guðjohnsen, Guðmundur Pétursson, Sig- tryggur Sigurðsson, Óli Már Guðmundsson og Þórarinn Sig- þórsson. Sveit Arnar Arnþórssonar skipa auk hans: Guðlaugur R. Jóhannsson, Hörður Arnþórs- son, Jón Hjaltason, Jón Ás- björnsson og Símon Símonarson. Keppnisstjóri er Guðmundur Sv. Hermannson. Önnur umferð í haust- tvímenningi Bridgefélags Bridge Arnór Ragnarsson Reykjavíkur var spiluð síðastlið- inn miðvikudag. Þessi pör fengu hæsta skor: Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 207 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 204 Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 204 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 193 Sigurður Sverrisson — Þorgeir Eyjólfsson 190 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 185 Röð efstu para eftir tvær um- ferðir er þessi: Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 396 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 375 Jón Baidursson — Valur Sigurðsson 375 35 Jónas P. Erlingsson — Þórir Sigursteinsson 365 Guðlaugur Jóhannsson — Örn Árnþórsson 359 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 354 Gísli Hafliðason — Gylfi Baldursson 353 Sigurður Sverrisson — Þorgeir P. Eyjólfsson 348 Ágúst Helgason — Hannes Jónsson 346 Guðmundur Pétursson — Hörður Blöndal 344 Bjarni Sveinsson — Sigmundur Stefánsson 343 Þriðja umferð verður spiluð í Domus Medica nk. miðvikudag kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag V-Hún. Hvammstanga Vetrarstarf félagsins hófst 29.9. með eins kvölds tvímenn- ingi. 8 pör mættu til leiks og urðu úrslit þessi: Eggert Karlsson og Sverrir Hjaltason 102 Eyjólfur Magnússon og Rúnar Ragnarsson 102 Flemming Jessen og Hrafnkell Óskarsson 87 Karl Sigurðsson og Kristján Björnsson 87 Meðalskor 84. Hið árlega Guðmundarmót fé- lagsins verður haldið laugardag- inn 17.10. og hefst kl. 13.00. Spilaður verður Barómetertví- menningur, 23 umferðir, keppn- isstjóri Guðmundur Sigurðsson. Boðið er til mótsins úr eftir- töldum bridgefélögum: Borgar- nesi, Borgarfirði, Hólmavík, Blönduósi, Skagaströnd, Sauð- árkróki, Fljótum og Siglufirði. Spilað verður um silfurstig. Einnig verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin, gefin af Kaupfé- lagi V-Húnvetninga. Fyrsta skipti á íslandi Símatækjasýning að Lækjargötu 46, Hafnarfirði. Sími 51201 í DAG, laugardag frá 13.00—18.00 Við sýnum nokkuð af því sem koma skal, m.a. fullkomin símatæki: umvinsL ★ Símatæki meö hnappavali ★ Símatæki meö minnum ★ Símatæki meö klukku, vekjara, og minnum ★ Símatæki sem man síöasta valda númer ★ Símatæki sem mælir lengd símtala ★ Tölvustýrö innanhúss símakerfi fyrir smærri fyrirtæki og heimili ★ Síma-sjálfveljara meö minnum frá 16—120 meö klukku, Ijósaborði og hátalara Auk þess bjóðum við: Mjög fullkomin Electr- onisk þjófavarnarkerfi fyrir heimili og bíla. Sími 17811, Hafnarstræti 18,101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.