Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 3 Davíð Oddsson, oddviti borgarstjórn arflokksins: Fylgjandi opnum próf- kjörum frá fyrstu tíö Ég hef frá fyrstu tíð verið fylgjandi opnum prófkjör- um, þó ég viður- kenni að þau séu langt frá því að vera gallalaus. Ég var andvígur því að takmarka prófkjörið nú og greiddi atkvæði gegn því. Mér þótti tillaga stjórnar full- trúaráðsins skynsamleg en breyt- ingin óþörf og óheppileg, en full- trúaráðið sjálft hefur æðsta vald í þessum málum og fyrir því verð ég að beygja mig, eins og aðrir flokksmenn. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaöur: Betra heföi verið að loka prófkjörunum alveg Ég flutti á fund- inum frávísunar- tillögu við tillögu Jónasar Elíasson- ar, þegar umræð- ur um fyrirkomu- lag prófkjörsins höfðu mjög dreg- ist á langinn og sumir andmæl- endur tiliögu hans voru að snúa fundinum til fylgis við hana. Mæl- endaskrá hafði þá verið lokað sem eðlilegt var, þar sem fleira lá fyrir fundinum. Ég rökstuddi tillögu mína því örlítið eitthvað á þann veg, að þar sem ætla mætti að þeir andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins sem ætluðu að spilla prófkjör- inu mundu ekki hika við að skrifa undir inntökubeiðni í eitthvert sjálfstæðisfélag og því hefði til- laga Jónasar takmarkaða þýðingu. Þess vegna væri lagt til að henni væri vísað frá. Þetta las fundar- stjóri upp, atkvæði voru greidd og frávísunartillagan felld. Ég varð sem sagt í minnihluta og sætti mig auðvitað við það að meirihlut- inn réði eins og lengst af hefur verið háttur í samtökum sjálf- stæðismanna. Þótt ég telji hér ekki um stór- mál að ræða, held ég að tiliaga Jónasar hafi verið hin óheppi- legasta. Betra hefði verið að loka prófkjörinu alveg, þannig að ein- ungis þeir sem flokksbundnir væru og samþykktir sem félagar í Sjálfstæðisflokknum fengju að kjósa. Ég óttast sem sagt, að þeir sem á annað borð eru þess siðferð- is að fara á kjörstað í prófkjöri andstöðuflokks og lýsa því yfir að þeir séu stuðningsmenn flokksins, muni alveg eins undirrita inntöku- beiðni, sem þeir svo afturkalla næsta dag, eða gleyma og hlæja að, vaskleika sins vegna. En hins vegar kann að vera að of margt sjálfstæðisfólk, sumt hið allra traustasta, sem ekki vill vera flokksbundið af einhverjum ástæðum, t.d. vegna þess að það hefur ekki aðstöðu til virks starfs, sitji heima. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en meirihluti fundarmanna rétt fyrir sér. Alla vega hafa þeir menn rangt fyrir sér í bráð og lengd, sem ekki virða meirihluta- ákvarðanir í lýðræðislegum sam- tökum sem þeir starfa í. Guðmundur H. Garð- arsson, formaður full- trúaráðsins: Okkar mat aö breytingin heföi þurft lengri aö- draganda Um var að ræða grundvallarbreyt- ingu á fram- kvæmd prófkjöra á vegum Sjálf- stæðisflokksins, sem til þessa hafa yfirleitt verið opin. Meirihluti stjórnar full- trúaráðsins vildi ekki leggja til á þessu stigi að fara út í lokað prófkjör. Okkar mat var að það hefði þurft að hafa lengri aðdrag- anda, t.d. hefðum við vel getað hugsað okkur að slíkt myndi koma til framkvæmda við næstu alþing- iskosningar. Þess vegna gerðum við tillögu um opið prófkjör. Yfir- gnæfandi meirihluti fundarmanna mat þetta öðru vísi og taldi rétt að færa ákvörðun um framboðslista nú þegar yfir í hendur flokksbund- ins sjálfstæðisfólks eða þeirra sem hugsa sér að gerast aðilar að flokknum. Rétt er að vekja athygli á því, þegar verið er að tala um flokks- bundið sjálfstæðisfólk í Reykja- vík, að innan flokksins í Reykjavík munu nú vera um tíu þúsund manns. Það má búast við því að töluverður fjöldi manns sem eru stuðningsmenn flokksins muni hugsa sér að ganga í flokkinn, þannig að sá hópur sem kemur til með að eiga rétt á að taka ákvörð- un um lista fyrir borgarstjórnar- kosningar er mjög fjölmennur, álíka fjölmennur og sá hópur sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokksins fram til þessa. Ég tel að flestir séu nú sammála um það innan flokksins — og aðrir sem hugsað hafa um þessi mál, — að það hafi verið þörf fyrir breyt- ihgar á framkvæmd prófkjöra yf- irleitt, en það sem málið snýst um núna er tímasetning. Ég vil taka það fram að stjórn fulltrúaráðsins mun að sjálfsögðu starfa í sam- ræmi við niðurstöður fundarins og vinna að sigri flokksins í samræmi við þetta og með það val frambjóð- enda sem kemur út úr prófkjörinu. Þá má einnig benda á að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur oft farið út í kosningar án undangengins prófkjörs og unnið mikla sigra. Það sem verið var að samþykkja er því, að reynt verði nýtt próf- kjörsfyrirkomulag, sem bundið á að vera við sjálfstæðisfólk sem er flokksbundið eða hyggst ganga í flokkinn. Prófkjör er náttúrlega ekkert sáluhjálparatriði hjá meg- inþorra fólks. Það sem skiptir mestu máli er stefna flokksins og frambjóðenda, verk þeirra og hæfni til að láta gott af sér leiða í þágu lands og þjóðar. Dr. Jónas Elíasson: Komist hjá því aö vísa nokkrum frá kjörstað Framkvæmd prófkjörsins verð- ur með þeim hætti, að þeir sem ekki eru flokks- bundnir fyrir, fá tækifæri til að sækja um aðild að flokknum og afla sér atkvæðisrétt- ar þannig. Með þessu fyrirkomu- lagi er komist hjá því að vísa nokkrum frá kjörstað, sem vill kjósa, öðrum en þeim sem þegar eru flokksbundnir í öðrum flokk- um og geta af þeirri ástæðu ekki gerst meðlimir í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta fyrirkomulag hefur sína galla, en það er nauðsynlegt með tilliti til þeirra mörgu sem hafa kosið í prófkjöri án þess að vera félagar. í flokknum. Þetta fyrir- komulag bindur hendur frambjóð- enda í prófkjöri til að afla sér fylgis meðal flokksmanna ein- göngu. Þetta kemur sér vafalaust illa fyrir ýmsa frambjóðendur því fjölskylda þeirra, kunningjar og vinir, sem eru flokksbundnir í öðr- um flokkum, fá ekki að styðja þá í prófkjöri með atkvæði sínu. Fram- bjóðendur og stuðningsmenn þeirra innan flokksins munu fljótlega vinna bug á þessum erf- iðleikum. Þegar til lengri tíma er litið mun flokkurinn og stjórnmála- starf hans njóta góðs af meiri samstarfsmöguleikum forustu- mannanna, sem leiðir af því, að þeir verða að höfða til skoðanalegs samstæðs hóps í prófkjörsbaráttu sinni og geta ekki leitað út fyrir þær raðir. Það eru um 9.000 flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Skoðanakönnun meðal þeirra um skipan framboðslista er nægileg könnun á almennum vilja fólks um skipan framboðsmála. Sigurður Hafstein: Ánægöur meö niöur- stööuna, kom- inn tími til endurskoðunar Ég er ánægður með þá niður- stöðu sem hinn fjölmenni full- trúaráðsfundur komst að. Enda þótt hin stóru opnu prófkjör hafi verið rétt ákvörðun þegar þau voru tekin upp 1970 þá hafa svo miklir og veigamiklir gallar komið í ljós á síðari árum, að fylli- lega var kominn tími til að endur- skoða afstöðu til þeirra. Hið neikvæða við prófkjörin eins og þau hafa farið fram er fyrst og fremst fólgið í því, að þau hafa orðið vettvangur fyrir inn- byrðis baráttu. Þau hafa leitt til gliðnunar í flokknum sem á rætur að rekja til þess að valdið til ákvörðunar framboða hefur að verulegu leyti verið fært út úr flokknum og það leitt til dofnandi áhuga flokksmanna á þátttöku í starfi hans. Þá hefur þátttaka andstæðinga flokksins í prófkjör- um farið vaxandi. Gætt hefur misskilnings um nafnið „opið prófkjör" þannig að ýmsir hafa haldið, að prófkjörin væru opin hverjum sem er og haf- ið þátttöku á þeim grundvelli, enda þótt reglurnar hafi alla tíð bannað þátttöku annarra en stuðningsmanna flokksins. Þessi misskilningur virðist svo út- breiddur að erfitt hefur reynst að leiðrétta hann. Astandið í flokknum í dag er einnig enn ein ástæða þess að nauðsyn var að breyta til. Ymsir hafa orðið varir við óvenjumikinn áhuga andstæðinga flokksins til þátttöku í væntanlegu prófkjöri, þ.e. andstæðinga sem mikið vilja á sig leggja til að viðhalda þeirri sundrungu, sem því miður er til staðar í flokknum, enda styrkir ekkert andstæðingana meira en sundraður Sjálfstæðisflokkur. Mér er auðvitað ljóst, að sú ákvörðun sem tekin var er ekki átakalaus ákvörðun. Þetta var miklu vandasamari ákvörðun en sú, að láta reka á reiðanum, þrátt fyrir að ágallar hins opna próf- kjörs væru augljósir. En ég trúi ekki öðru en að óflokksbundið sjálfstæðisfólk skilji að sjálfstæð- isfólk getur ekki og má ekki þola það að annarra flokka fólk hafi úrslitavald við ákvörðun framboða Sjálfstæðisflokksins. Slíkt áhrifa- vald á ekkert skylt við lýðræði, heldur er það skopleikur og af- skræming lýðræðis. Tillaga sú sem samþykkt var í gær var millileið, þ.e. óflokks- bundnu sjálfstæðisfólki er gefinn kostur á að óska þátttöku í flokkn- um og njóta með því kosningarétt- ar allt til lokunar kjörstaðar síð- ari prófkjörsdaginn. Eins og stað- an er í dag munu 8—9 þúsund manns eiga rétt til þátttöku í prófkjörinu og hópurinn getur stækkað svo þúsundum skiptir fram að prófkjörslokum. Þessi fjöldi er svo mikill að hann hlýtur að vera fyllilega marktækur þverskurður á vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík almennt. Að lokum vil ég segja það, að ég vona sannarlega að þessi breyting verði til þess að við losnum við þá tortryggni sem þátttaka annarra flokka kjósenda hefur skapað, enda hljóta allir sjálfstæðismenn að viðurkenna það að önnur niður- staða en sú, að sjálfstæðisfólk sjálft ráði framboðunum sem slík- um, sé slík skerðing á félagafrelsi að ekki verði við hana unað. Innlendur aðili hyggst kaupa Lífshlaupið INNLENDUR aðili er nú að kanna möguieika á að kaupa Lífshlaup Kjarvals, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er Reykjavíkurborg dottin út úr myndinni sem hugsanlegur kaupandi. Eins og fram hefur komið í Mbl. hefur Guðmundur í Klausturhól- um, sem er eigandi Lífshlaupsins, látið pakka því niður eftir sýning- una á Kjarvalsstöðum, en ekki náðist í Guðmund í gær til að afla frétta af stöðunni í Lífshlaupinu. Fram hefur komið að erlendir að- ilar vildu kaupa verkið sem þakti veggi vinnustofu meistarans, en eftir að samningaviðræður borg- aryfirvalda um hugsanleg kaup á Lífshlaupinu fóru út um þúfur hóf annar aðili í Reykjavík að kanna möguleika á kaupum. SÆLKERA HÖFOABAKKA SlMI85411 REYKJAVlK Þessi nýja lína er gerð fyrir fólk, sem hefur ánægju af mat og kryddi. I henni eru krúsir fyrir kaffi, te, og sykur, auk 20—30 tegunda krúsa fyrir krydd, sultur og marmelaði Þá eru í línunni ofnföst föt af mörgum stærðum og gerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.