Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 19 Khomeini eggjar Egypta til byltingar Beirút. 9. október. AP. KHOMEINI erkiklerkur i íran skoraði i dag á egypsku þjóðina að gripa nú tækifærið, gera bylt- ingu og setja á stofn islamskt iýðveldi í landinu, að þvi er Te- heran-útvarpið skýrði frá í kvöld. Klerkurinn setti nýjan forseta, Ali Khamenei í embætti í dag og notaði mestallan ræðutíma sinn vegna athafnarinnar til að fjalla um málefni Egypta. Hann hvatti þá til að bjóða byrginn neyðarástandi og herlög- Khomeini um sem „eftirmenn hins dauða faraós" hefðu sett, rísa gegn harðstjórn, streyma út á göturm ar og gera veg islams mikinn. „I dag er tækifæri egypsku þjóðar- innar,“ sagði klerkurinn og bætti við að stjórnin væri nú svo veik, að hún mundi ekki fá við neitt ráðið og ættu klerkarnir að hafa forystu um byltinguna. Khomeini fór háðuglegum orð- um um þá ákvörðun egypsku stjórnarinnar að lýsa yfir neyð- arástandi í heilt ár. Hann sagði að það hefði komið fyrir í íran að forseti dæi og yrði píslarvottur, en þjóðin léti það ekki á sig fá, heldur kysi sér umsvifalaust og án átaka nýjan. Um svipað leyti og Khomeini hafði lokið ræðu sinni flykktust ofsatrúarmenn um götur Teheran og kröfðust þess, að Mehdi Baz- argan, fyrrverandi forsætisráð- herra, yrði rekinn af þingi og helzt þó líflátinn. Bazargan hélt ræðu í þinginu í gær og gagn- rýndi aftökurnar í landinu og sagði að „verið væri að drekkja íran í blóði“. Kvikmynd um Sadat Hollywood. 9. októbor. AP. KVIKMYND um ævi Anwar Sadats Egyptalandsforseta, sem var myrt- ur á þriðjudag, er í undirbúningi i Hollywood. Sandi Frank. sjón- varpskvikmyndaframleiðandi. sagði að hafist yrði handa við gerð á löngu fyrirhugaðri mynd byggðri á sjálfsævisögu hans „In Search of Identity“ við fyrsta tækifæri. Frank fékk kvikmyndaréttinn á bókinni fyrir nokkrum árum. Hann neitaði þeirri ásökun að hann væri að reyna að græða á dauða Sadats. „Fólk hefur áhuga á myndinni — peningarnir eru aukaatriði,“ sagði Frank. Hann á einnig kvikmyndaréttinn á ævisögu Goldu Meir, fv. forsætis- ráðherra ísraels. Gerð tveggja af fjórum sjónvarpsþáttum um líf hennar er þegar lokið. Jose Ferrer leikur Sadat í þeirri mynd, en Ingrid Bergman fer með hlutverk Meir. HOSNI MUBARAK: „Er hlynntur miklum aga“ WajihinKton. Tcl Aviv. 9. októbcr. AP. IIOSNI Mubarak. hinn nýi leiðtogi Egyptalands, lof- aði í viðtölum i dag að halda Camp-David friðar- sáttmálann við ísrael og fylgja í öllu stefnu Anwar Sadats. „Ég vil róa ísra- ela,“ sagði hann i viðtali við israelska dagblaðið Mariv, „og heiti þeim að það er engin ástæða til óróieika. Friðarumleitun- um verður haldið áfram.“ Mubarak sagði að um- ræður um sjálfsstjórn Pal- estínumanna á herteknu svæðunum myndu halda áfram samkvæmt áætlun. Hann sagðist ekki ætla að reyna að bæta sambandið við þær arabaþjóðir sem slitu sambandi við Egypta- iand eftir að friðarviðræð- ur hófust við ísraela. „Þær slitu sambandinu við okkur og það var ekki okkar sök,“ sagði hann. „Við munum bíða og sjá.“ Mubarak sagði í samtali við Walter Cronkite, fréttamann CBS-sjón- varpsstöðvarinnar banda- rísku að Egyptar myndu ekki láta hótanir annarra þjóða hafa áhrif á sig. „Ég ætla ekki að fara að tala illa um Khadafy (leiðtoga Líbýu) þó ég hafi heyrt margt slæmt um hann sagt ... við munum bíða og sjá hvað setur.“ Mubarak sagði að hann kynni að gera nokkrar breytingar á egypsku stjórninni. Hann ætlar ekki að gegna embætti for- sætisráðherra jafnhliða embætti forseta eins og Sadat gerði og mun því til- nefna nýjan forsætisráð- herra. Cronkite sagði að hann hefði þótt strangur herforingi. Mubarak kvað það rétt vera og sagði: „Ég er hlynntur miklum aga.“ Mubarak sagðist ekki kvíða því að feta í fótspor Sadats í viðtali við banda- ríska fráttamanninn Bar- böru Walters. Hann sagð- ist ætla að taka hart á öfgafullum múhameðstrú- armönnum sem stofna ör- yggi egypsku þjóðarinnar í hættu. Hann sagði að neyð- arástandinu sem var lýst yfir eftir morðið á Sadat yrði aflétt eftir tvo til þrjá mánuði. Menachem Begin, for- sætisráðherra Israels, mun hitta Mubarak eftir jarð- arför Sadats á laugardag ásamt nokkrum vestræn- um leiðtogum. Þrír helstu ráðgjafar Begins fara með honum til Egyptalands og sagði Jerusalem Post í dag að þeir færu til að sjá sjálf- ir hvert ástandið í landinu væri í raun og veru væri, hverjar vinsældir Mubar- aks eru og hversu líklegt er að friðarumleitunum verði haldið áfram. SAADEDIN SHAZLI: „Frekari átök bíöa Egypta" Paris. 9. októbcr. AP. SAADEDIN Shazli, hershöfðingi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar i Egyptalandi, varaði við því í Tripoli í dag að Egyptalandi væri „óör- uggt“ og ekki ráðlegt fyrir erlenda þjóðar- leiðtoga að sækja jarð- arför Anwar Sadats á laugardag. Hann sagði í símaviðtali að komið hefði til átaka milli „fólksins“ og öryggis- varða á tveimur stöðum i Kairó á fimmtudag. Ilann sagði að frekari átök hiðu Egypta. Shazli var yfirmaður egypska hersins í tíð Sadats en snerist gegn honum þegar friðarum- leitanir við ísraela hóf- ust. Hann lýsti yfir and- stöðu við Mubarak eftir- mann Sadats í viðtalinu. „Við höfum beðið fólkið að sýna andúð sina á eftirmanni Sadats," sagði hann. Hann sagði að það væri misskiln- ingur vestrænna frétta- manna að öfgasinnaðir trúarmenn ættu einir í illdeilum við stjórnina. Hann sagði að fólk með mismunandi stjórn- málaskoðanir hefði ver- ið handtekið á síðustu mánuðum og það væri ekki rétt að trúarof- stækismenn hefðu myrt Sadat. „Stj órnarandstaðan öll ber ábyrgð á morð- inu. Maðurinn sem mið- aði á Sadat og tók í gikkinn skaut í nafni allrar stjórnarandstöð- unnar,“ sagði Shazli. Hann sagði að hreyfing- in myndi halda áfram að berjast fyrir lýðræði í Egyptalandi. Hann sagði að stuðningsmenn sínir vildu koma á flokkakerfi og frjálsum kosningum „en hvernig er það hægt þegar allir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar eru í fang- elsi?“ í frönsku blaði var haft eftir Shazli að hann væri tilbúinn að gefa Mubarak tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En hann sagði AP- fréttastofunni í dag að Mubarak hefði þegar sýnt það með því að taka að sér að bjóða sig einn fram til forseta og lýsa yfir neyðarástandi í landinu. GOODlfYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ FULLKOMIN HJÓLBARÐASALA- OG ÞJÓNUSTA Felgum, affelgum og neglum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING H JO LBARÐAÞJON UST AN Laugavegi 172 • Símar 28080, 21240 [h]hekiahf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.