Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 11 Á kristniboðsári SPURT ER: Oft er talað um að þeir sem treysti Guði njóti varðveislu hans. En mér finnst að margir vantrúarmenn séu alveg eins farsælir og séu jafn mikið „varðveittir" frá ýmisskonar böli og trúaðir menn. Sumir trúmenn verða fyrir miklum áföllum, deyja jafnvel í slysum. Er þá nokkur varð- veisla fólgin í því að trúa á Guð? Þad er fullt eins mikil mannfrædi í Biblíunni 09 gudfræði, ef ekki meiri. A síðum hennar dunar þungur niður lífsins og þar rúmast öll tilbrigöi þess, gleði og harmur, þakkargjörö og andóf, lofgjörð og örvænt- ing. Engin spurning er svo erfið, að hún sé ekki borin upp þar og enginn texti, sem lífið réttir oss svo þungur, aö hann eigi ekki samhljóm í heilagri Ritningu. Þess vegna er spurningin hér að ofan í hæsta méta biblíuleg. Hún hefur fylgt manninum með einu eöa öðru móti um aldur og er samofin eöli hans — og það er einmitt út frá þeim sannleika, sem Biblían gengur. Að takast á við Guð Þegar guðsmaðurinn Job verður fyrir ólýsanlegum hörmum, tapar öllu, hvort sem það eru eignir eða ást- vinir, þá tekst hann á við Guð. Hann spyr ekki, hvers vegna vantrúarmenn séu al- veg eins farsælir og jafnmik- ið varðveittir og hann. Hann gengur miklu lengra og segir: Hvers vegna leyfir þú, að ég sem hef alltaf þjónað þér af trúfesti er látinn þola allt þetta? Hann skilur ekki Guð lengur og þaö er það versta. Trú hans brestur og um leið steypist yfir hann vonleysi og tómleiki. Hvers vegna ég? Þessu er eins varið í dag. Allt það þungbærasta i lífinu getum vér umborið, ef vér sjáum einhverja merkingu og tilgang í því. En um leið og vér rísum gegn því líkt og Job og örvæntum, þá verður spurning sem þessi óbærileg: Hvers vegna þurfti ég endi- lega að verða fyrir þessu á meðan allt gengur í haginn hjá öðrum, sem er ekki vit- und „skárri" en ég eða jafnvel miklu „verri"? Á slíkum stundum í lífi voru gerum vér upp við Guð. Það gerði Job, sættist og fann frið: „Ég veit, að þú megnar allt og að engu ráði þínu verður varnað fram að ganga." (Job 42:2). Spurningin snýst þess vegna fyrst og fremst um það, hvaða merkingu vér leggjum í það, sem mætir oss. Sé allt tilviljunum háð og engin varðveisla fólgin í því að trúa á Guð, þá eigum vér ekkert fast til að byggja á og fáum ekki staðist í mótlæti. En ef vén grillum í Guð á botni bikars þjáningarinnar, þá getum vér vissulega öðlast þá hugfró, sem er fólgin í því að vera sáttur við hlutskipti sitt. Var það vilji Guðs? Maður hefur oft sagt sem svo, þegar eitthvað hörmu- legt hendir, að það hafi verið vilji Guðs. Mér er tamara að sjá Jesúm Krist hinn kross- festa í öllu því óbærilega, sem á menn er lagt og ég skil ekki. Hann hefur sjálfur sagt við þá, sem treysta honum:“ Ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar. „En hann hefur líka bent á, að sú fylgd sé ekki þjáningalaus. Þvert á móti brýnir hann fyrir lærisveinum sínum, að þeir verði að búa sig undir að vera krossberar. Hann talar um kostnað eftirfylgdarinnar og þess vegna getum vér aldrei mælt varðveisluna eins og hvern annan gróða, sem fylgir því að treysta honum, heldur ber það oss uppi, að hann er með oss í öllu, sem mætir. Lausn gátunnar Það eiga margir erfitt með að sjá Guð í þessum hrjáða Nazarea. Og þó er hann lausnin á öllum gátum. Þessi Jesús hefur nefnilega elskað oss í svo ríkum mæli, að hann hefur gengið inní hlutskipti vort allt. „Engin neyð og eng- in gipta" getur gert oss við- skila kærleika hans. Og svo algerlega varð hann einn af oss, að hann steig með oss alla leiðina niður á botn ein- semdar, örvæntingar og þjáningar: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Vegna þess megum vér vita, að Guð elskar oss og er með oss og umlykur oss á bak Sr. Sigfinnur Þorleifsson er prestur Gnúpverja og Skeiða- manna Árnesprófastsdæmis. og brjóst, er vér verðum fyrir áföllum og jafnvel deyjum í slysum. Vér skulum fara varlega í að dæma trú annarra. Raun- ar höfum vér ekkert umboð til þess. Guð einn gerir það. En annað megum vér vita og það er, að sú trú, sem Nýja testamentið vitnar um er jafnan veik og óburðug. Ég trúi hjálpa þú vantrú minni hljómar þar og lítil er trú lærisveinanna, sem lenda í sjávarháska og Jesús bjargar þeim. Á neyðarstundu Nú nýverið urðu stórkost- legir skipsskaðar þar sem giftusamlega tókst til með mannbjörgun. Lífið hlýtur að breyta um svip, a.m.k. fyrsta kastið, í augum þeirra, sem svo tæpt hafa staðið og ekki er ósennilegt, að nafn Guðs hafi þá verið nefnt bæði á neyðarstundu og eins í þakk- arskyni að lyktum, þó ekki væri þess getið beinlínis. Þannig er það raunar svo oft hjá oss. Vér höfum ekki hátt um trú vora, en hún vakir með oss engu að síður og varðveitir — um það efast ég ekki. Og jafnvel þeir, sem telja sig trúlausa, eru oft á tíðum umvafðir bænum ann- arra, sem láta sér annt um þá. Og Jesús biður fyrir oss. Traustið Úr því ég minnist hér á sjávarháska er ekki úr vegi a - rifja upp frásögn, sem ég las fyrir fáeinum árum og mér finnst varpa nokkru ljósi á þá spurningu, sem hér er fjallað um. Átta skipreika menn velktust um matar- og vatns- litlir í gúmmíbjörgunarbáti í þrjár óendanlega langar vik- ur. Um daga var sólarhitinn brennandi og nístandi kuld- inn um nætur og einsemdin var ólýsanleg. Við slíkar kringumstæður stendur mað- urinn nakinn að innstu rót- um og lítið annað eftir en lík- amleg og andleg kvöl þess, sem finnur sig einan og yfir- gefinn. Þegar öllu virðist lok- ið, byrjar einn þeirra átta að fara með faðirvorið. Hinir taka undir og hvert orð verð- ur lifandi og brennur á vör- um þeirra. Og það sem mest er, þeir öðlast frið. Hungrið og þorstinn hafði rekið þá út á ystu nöf örvæntingar og þar fundu þeir Guð og voru nærri hjarta hans og treystu því, að hann hafi sitt svar og sína vegi til að leiða þá um heim til föðurlandsins, hvort sem það verður á jörðu eða himni. Þetta er varðveislan, sem felst i þvi að trúa á Guð. Það var faðirvorið, sem umbreytti öllu og gaf þeim endurnýjað þrek til að stand- ast, jafnvel þótt allar ytri að- stæður stæðu óbreyttar. Þannig er því varið með orð Guðs sem birtist best í Jesú Kristi. Það slær skjaldborg um manninn og flytur honum friðinn frá Guði, sem heimur- inn má hvorki veita né frá honum taka. Og rétt eins og frelsarinn kemur til vor í lægingunni er orðið oftlega hulið og lýkst ekki upp fyrr en andspænis mikilli reynslu. Merking lífsins Að trúa á Guð gefur öllu lífinu merkingu hvort sem vér dveljum á grænum grundum eða förum um dimman dal. Vissulega þýðir það ekki, að vér höfum svör á reiðum höndum við öilum erfiðustu spurningunum. Trúin er að treysta Honum, sem þekkir svörin og finna hlýtt föðurhjartað slá að baki hverri reynslu og raun. Slík er varðveisla hennar. Er rúm fyrir fatlaða í kirkjum landsins á Fötlun ætti ekki að hamla neinum að eiga kristið samfélag. Jomo Kenjatta ráöstefnu- höllin í Nairobi, Kenýa er með glæsilegustu og best útbúnu fundastöðum. Fyrir 6 árum hélt Alkirkjuráðið heimsþing sitt þar. Á fjórða þúsund manna úr öllum heimshornum kom þar til funda. Einn eftírminnílegasti þátttakandinn var ung stúlka kanadísk, doktor í matvælafræðum, sem kvaddi sér hljóös á fyrsta degi. Henni var gefiö orðið, en þegar hún ætlaði í ræöu- stól, kom í Ijós aö þar var ekki auðveldur aögangur fólki eins og henni, sem var í hjólastól. Þingheimur var í hæsta máta miður sín, þar sem hann fylgdist með þeim tilfæringum sem þurfti til þess aö hún gæti flutt mál sitt. Næsta dag höfðu verið gerðar ráðstafanir til þess að auðvelda fötluðu fólki fulla þátttöku í störfum þingsins, enda fjallaði einn aðalmála- flokkurinn um mannréttindi. Það hlýtur að teljast til al- mennra mannréttinda að geta tekið þátt í almennum mannamótum, þótt menn búi við fötlun af einhverju tagi. Þessi atburður — og reynd- ar nærvera stúlkunnar yfir- leitt á þinginu, hafði mikil áhrif, bein og óbein. Þetta var fyrir sex árum og ár fatl- aðra ekki runnið upp. Fólk hafði ekki verið vakið til þeirrar meðvitundar um að- stæður fatlaðra sem nú hefur orðið. Alþjóðlegir kirkjufundir bjóða nú yfirleitt upp á ágæta möguleika fyrir fatlað fólk að njóta sín. Kirkjur um allan heim hafa ákveðinn sunnudag, sem sérstaklega er helgaður mannréttindabar- áttu fatlaðs fólks. í ár er það sunnudagurinn á morgun, 11. október. Njóta fatlaðir sín í íslenskri kirkju? Undirbúningsnefnd þessa dags hefur unnið að því að safna gögnum um hver að- staða er fyrir fatlað fólk til þátttöku í safnaðarlífinu. Ennfremur hefur nefndin sent frá sér efni til nota í guðsþjónustum morgundags- ins í því augnamiði að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál, bæði fatlaða og ófatlaða. Margar stofnanir fatlaðra njóta nú reglubundinnar kirkjulegrar þjónustu, og hefur það starf farið mjög vaxandi hin síðari ár. Sér- morgun? stakur starfsmaður kirkj- unnar vinnur t.d. meðal heyrnarskertra sem þurfa eðlilega allsérhæfða þjón- ustu. Æ algengara er að börn úr Öskjuhlíðarskóla eða Heyrn- leysingjaskóla fái fermingar- undirbúning meðal jafnaldra sinna í söfnuði og hafa ferm- ingarfeður haft á orði að það hafi orðið til gagns og skiln- ingsauka. Því að þar er helzti þröskuldur fatlaðra, að vera ekki tekinn gildur í samfélag- inu, verða öðruvísi og eiga að fá sérstaka meðferð, sem ein- angrar einstaklinginn. F'yrir Guði eru við einfald- lega manneskjur, mismun- andi fötluð, því að enginn er fullkominn. Hann elskar okkur sem slík og vill að hver og einn fái að njóta sín sem bezt. Kirkjan hans hlýtur að stuðla að því sem bezt. Guðsþjónustur morgun- dagsins ættu sem flestir, fatl- aðir sem ófatlaðir, að sækja. N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.