Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 37 A - VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 11 UJr^'U If Lög um notkun háls- klúta í kuldatíð Hver sá, sem er úti við, þegar hitastig í tveggja metra hæð frá jörðu er tvær gráður á Celcius eða lægra, skal bera trefil tvívafinn um hálsinn. Eigi er þó skylt að nota hálsklút, þegar farið er út í ruslatunnu, né heldur þegar skroppið er nauðsynlegra erinda út undir vegg á þeim stöðum, þar sem hreinlætisaðstöðu innan húss er ábótavant. Heilbrigðisráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun hálsklúta, ef sérstakar ástæður eru taldar gera slíka undanþágu brýna. Eigi er skylt að nota hálsklúta í fjárleitum á haustin, né við önnur störf, sem mikla útivist hafa i för með sér. Heilbrigðisráðherra get- ur sett reglur um notkun háls- klúta við aðrar sérstakar aðstæð- ur, svo sem í aftakaveðrum og í jöklaferðum. Vanræksla á notkun hálsklúta leiðir ekki til lækkunar eða niður- fellingar kaupgreiðslna í veikind- um, og eigi skal refsa fyrir brot gegn lögunum, fyrr en sett hefur verið sú heildarlöggjöf um klæða- burð íslendinga, sem í vændum er. Lög um notkun bilbelta: Aðeins áfanga- sigur „Spói“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Mikill er sá léttir að þurfa ekki lengur að berjast við þá erfiðu ákvörðun í hvert skipti sem stigið er upp í bílinn, hvort nú skuli spenna beltið. Þökk sé Alþingi fyrir að hafa leyst þennan vanda í eitt skipti fyrir öll, — og fyrir okkur öll. Þökk sé líka þeim bless- uðu mönnum, sem í þessu sem öðru vita bezt, hvað okkur hverj- um og einum er hollt og gott. Þetta er mikill sigur fyrir þá, og vonandi þreytast þeir ekki í um- byggju sinni fyrir okkur fáráðum og fyrirhyggjulausum. Samt er þetta aðeins áfangasigur, og nú er að fylgja honum eftir með hlið- stæðri lagasetningu um fjölda annarra atriða, sem valda al- menningi erfiðum heilabrotum í daglegu lífi. Mér hefur komið í hug, að næsta skrefið gæti verið lagasetning um notkun hálsklúta í kuldatíð. Víst er, að fjöldi manna á erfitt með að ákveða, hvenær grípa skuli til trefilsins, þegar út er farið, og þó að ekki séu til öruggar tölur um það frá útlöndum, þykir mega telja víst, að ljós og ákveðin laga- fyrirmæli um notkun hálsklúta mundi draga mjög úr kvefsækni íslendinga og verða alþjóð til hinnar mestu blessunar. Drög að frumvarpi í þessa átt fylgja hér með, og eru sem sjá má mjög sniðin eftir lagafyrirmælun- um um notkun öryggisbelta í bif- reiðum. Með beztu kveðjum." Þessir hringdu . . Hvernig er fyrri- parturinn? Í.Á. hringdi og sagði: — Gaman væri ef einhver gæti hjálpað mér við að rifja upp fyrripart á vísu sem ég kunni einu sinni. Vísan fjallar um gamla og geðstirða konu og er ort í orðastað hennar. Efnislega segir þar að ef hún tali mikið, þá finni fólk að því, og ef hún þegi, þá sé fólk heldur ekki ánægt. Seinni parturinn er svona: Ef ég þegi eina stund, allir sveia minni lund. Og skyldi einhver muna, hver höfundurinn er? Hvaða tilgangi , þjón- ar svona lagað? Filippía Kristjánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það getur verið miklum vandkvæðum bundið að velja gott efni í sjónvarpið; og við sem bara horfum.hlustum og njótum, vitum ekki, hvað öll fyrirhöfnin kostar. En hvað sem því líður, eru það svik við landslýð að sýna annan eins ófögnuð og kom fram í sjón- varpinu á þriðjudagskvöldið. Það var síðasti þáttur „övæntra enda- loka“ og bar nafnið „Sjáumst á jólunum". Ég bara spyr: Hvaða til- gangi þjónar svona lagað? Mér finnst þetta nærri því vítavert og svo mun fleirum finnast. Berst ekki nóg af hroðalegum fréttum utan úr heimi, í fjölmiðlum, þótt ekki sé verið að misþyrma mannssálum með hræðilegum glæpamyndum, þegar maður býst við góðri og hressilegri tilbreyt- ingu á heimili sinu eftir önn dags- ins. Kær kveðja og þakklæti J.M. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja. — Ég er Áslaugu Sigurðardóttur innilega sammála, að það skipti ekki máli, hve bisk- upsfrúin sé glæsileg, heldur að hún sé fær um að standa við hlið manns síns í starfi. Það sem ég vildi koma áf framfæri er kær kveðja til fráfarandi biskupsfrúar, þakklæti fyrir vel unnið starf, og bestu óskir til þeirrar sem nú tek- ur við. Vona að hún veki til umhugsunar H.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hringi vegna ummæla Sigríðar Helgadóttur í þessum dálkum um miðdegissög- una, sem Guðrún Ægisdóttir hef- ur þýtt og les í útvarpið þessa dag- ana. Sagan er sannarlega ekki upplífgandi, eins og frúin segir, en ég vona að hún veki marga til um- hugsunar um þá sem eru minni máttar, þurfa að stríða við kerfið og ganga svo með þúsund sár á sálinni, eins og segir í sögunni, vegna hugsunarleysis samborgara sinna. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti mínu til Guðrúnar Ægisdóttur fyrir söguna. Kristinn Ilallsson Fannst ég skynja hjartsláttinn „Hlustandi“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hlusta oft á „Orð kvöldsins". Einn flytj- enda þess er mér sérstaklega minnisstæður, það er Kristinn Hallsson. Ég hef sjaldan heyrt betur farið með „Orðið", það var flutt af svo miklum innileik, að mér fannst ég skynja hjartslátt- inn á bak við flutninginn. Ég sendi Kristni innilegt þakklæti mitt fyrfr. : *' i'n'" • HANDMENNTASKOLI ✓ ISLANDS POSTHOLF 10340 ÍIOREYKJAVÍK Handmenntaskólinn mun nú taka upp námskeiö í teiknun og föndri i bréfaskólaformi fyrir börn á aldrinum um 7—12 ára vegna fjölda fyrirspurna. Námskeiöunum er skipt niöur í fimmtán sendingar, sem skólinn sendir meö reglulegu millibili. Allar lausnir barnanna veröa yfirfarnar, athugasemdir geröar og gefið fyrir þær. Fyrir góöan árangur veitir skólinn verölaun. Teikniverkefni fylgja hverri sendingu auk sérstakra föndurverk- efna. Innritunargjaldiö er 960,00 kr. fyrir eitt barn, 1440,00 fyrir tvö og 1920,00 kr. fyrir þrjú sem fá sendingar saman. Innifaliö i þessum gjöldum eru litir, teikniblokk, blýantur, bókin Barna- leikur, mappa, föndurpappi, lím og fl. Fyrstu námsgögn veröa send gegn póstkröfu og þegar hún er leyst út hefur innritun fariö fram. Hringiö í síma 91/28033 milli kl. 14—17 virka daga eöa sendiö pantanir í pósthólf 10340 — 110 Reykjavík. Skólastjóri. Eg óska eftir aö innrita eftirtalin b3rn f Barnanamskeið HMf Nafn a I d u r Nofn a I d u r Naf n a I d u r Forróöandi H e i m i I i s f . s Tm i K I i p p i 8 u t og sendið skolanum. 5. leikvika — leikir 26. sept. 1981 Vinningsröö: X X 1-1 1 2-1 1 1 — X11 1. vinningur: 12 réttir — kr. 20.660,00 4317 15279 27981(4/11) 44405(6/11) 44911(6/11K 2. vinningur: 11 réttir — kr. 283,00 86 9355 27887 32730 40735 42867 44713+ 351 10146 27934+ 33104 41075 42871 44737+ 406 10232+ 28500+ 33178 41171+ 42952 44741+ 1455 10482 28537 33365 41282 42955 44864+ 2374 10516 28724 33595 41305 43031+ 44894+ 2735 12951 28919+ 34226 41405 43132 44903+ 3159 14367 28939+ 35017 41580 43175 44912+ 3767 14386 29383+ 35025 41596 43234 44913+ 3856 16500+ 29540 35140 41632 43437+ 44915+ 4135 17504+ 29773 35963+ 41657 43544+ 44919+ 5650 17879 30077 36259+ 41707 43728 44977+ 5754 25014 30112 36853+ 41771 44231 59347 6073 25016 30506+ 40051+ 41871+ 44406 25531* 6926 25075 30878+ 40242 41879+ 44408 27686* 7977+ 25471 31030 40278+ 41887+ 44409 35887*+ 8266 26126 31063 40291 41895+ 44410 43652* 8530 26371 31091 40348 42169 44419 8644 26677 31227 40611 42384 44429 * (2/11) 9007 27411 31720 40731 42473 44581 9133 27727 32154 40734 42571 44633 Kærufrestur er til 19. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á aöal- skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.