Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
9
Samvinnuferðir — Landsýn:
Búast við stóraukn-
um fjölda erlendra
ferðamanna næsta ár
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag
héldu Samvinnuferðir fund með
blaðamönnum i tilefni möKuleika
á aukningu erlendra ferðamanna
hingað tii lands. Töldu for-
svarsmenn unnt að selja hintrað
ódýrar ferðir, ok hafa í því sam-
handi látið framleiða nýja land-
kynnintcarmynd til sýninga er-
lendis og gefið út ferðamanna-
bækling með upplýsingum um
skipulagðar ferðir innanlands
fyrir árið 1982.
Á fundinum var nýja land-
kynningarmyndin sýnd, en í ávarpi
Eysteins Hetgasonar framkvæmda-
stjóra, kom í ljós að mikil vöntun
hefur verið á nýrri mynd af þessu
tagi síðastliðin ár. í júlí á liðnu
sumri kom hingað Dani að nafni Er-
ic Lohmann, í samvinnu við ferða-
skrifstofuna Dansk folkeferie og
dvaldi hann hér á landi í tvær vikur,
ferðaðist um landið og tók myndir.
Textann við myndina samdi Loh-
mann einnig en hann er spilaður
með myndinni af snældu og hægt að
skipta um og nota hin ýmsu tungu-
mál. Myndirnar eru litskyggnur sem
sýndar eru samtímis í þrem sýn-
ingarvélum og er kerfið tölvustýrt,
þannig að samstillt myndröð kemur
á tjaldið. Tónlist samdi Áskell
Másson og Manuela Wiesler leikur á
flautu.
Innanlandsdeild Samvinnuferða
hefur starfað í þrjú ár. Sagði Helgi
Jóhannsson, forstöðumaður deildar-
innar, í samtaii við Mogunblaðið, að
með tilkomu ódýrra ferða hingað til
lands hefði aukist nauðsyn skipu-
lagðra ferða hér innanlands. í kynn-
ingarbæklingi, sem gefinn hefur
HAUSTSÝNING FÍM
KJARVALSSTAÐIR 26.9. - 11.10.81
Haustsýningu
FÍM að ljúka
IIAUSTSÝNINGU félags ís-
lenzkra myndlistarmanna að
Kjarvalsstöðum lýkur á sunnu-
dagskvöld klukkan 22.
Á sýningunni eru verk 35 lista-
manna, þar af eru fjórir gestir fé-
lagsins á sýningunni: Björg Þor-
steinsdóttir, Hildur Hákonardótt-
ir, Hrólfur Sigurðsson og Ragnar
Kjartansson.
verið út, er boðið upp á margskonar
ferðir um landið, gönguferðir og
ýmsar aðrar skoðunarferðir. Sagði
Helgi erlenda ferðamenn mjög
ánægða með þá fyrirgreiðslu sem
þeir fá hér á landi, og til marks um
það sagði hann algengt að menn
rækjust á greinar í blöðum og tíma-
ritum um Islandsferðir þeirra, hefði
einn ferðalangurinn meira að segja
skilað inn 12 síðna handriti um
ferðareynslu sína.
Þessar ódýru ferðir Samvinnu-
ferða eru þannig til komnar að selt
er leiguflug til einhvers staðar og
síðan reynt að fylla vélina til baka
með fargjöldum sem eru langt undir
venjulegu verði. Nægir að minna á
ferð sem íslendingum bauðst til
Luleá sl. páska, en þá kom hingað
hópur íþróttafólks frá Svíþjóð og Is-
lendingar áttu kost á ferð þangað í
staðinn fyrir 1.000 krónur ísl., báðar
leiðir. Sagði Helgi að lokum að fleiri
siikar ferðir væru fyrirhugaðar á
næsta ári sem kæmu bæði íslensk-
um og erlendum ferðamönnum til
góða.
Eldri Eyfirð-
ingum boðið
í kaffi á Sögu
ÞAÐ ER orðin árleg hefð, að Eyfirð-
ingafélagið í Reykjavík hefji vetr-
arstarfið á hverju hausti með kaffi-
deginum á Hótel Sögu, þar sem sér-
staklega er boðið eldri Eyfirðingum
á höfuðborgarsvæðinu og hverjum
þeim, sem kann að vera staddur í
heimsókn syðra. Kaffidagurinn
verður að þessu sinni nk. sunnudag,
11. október, í Súlnasal Hótel Sögu og
verður húsið opnað kl. 14.00.
Mezzoforte í
NEFS í kvöld
IIIJÓMSVEITIN Mezzoforte mun
flytja hlandað efni á tónleikum i
Félagsstofnun stúdenta, laugar-
daginn 10. október kl. 21—23.
Hljómsveitin er nú nýkomin frá
London, þar sem hún vann við upp-
tökur á þriðju plötu sinni. Eins og
kunnugt er náði fyrri plata þeirra „I
hakanum", umtalsverðum vinsæld-
um þar ytra og komst meðal annars
í 5. sæti á sölulista yfir diskótónlist.
Segja má að næsta plata þeirra sé í
rökréttu framhaldi af „I hakanum",
en þeir eru trúir þeirri tónlistar-
stefnu sem þeir hafa getið sér gott
orð fyrir, þ.e. jazzrokk-bræðingnum,
og kunnugir segja að nú sé bjartari
tíð í vændum fyrir slíka tónlist.
Undanfarna daga hafa strákarnir
verið við æfingar á tónleikadagskrá
sem þeir flytja í fyrsta sinn á laug-
ardaginn í NEFS-klúbbnum, en síð-
an hyggjast þeir leggja land undir
fót og heimsækja m.a. framhalds-
skólana víðs vegar um landið.
(FréttatilkynninK)
Birgir Schiöth með
gamla og nýja „prófíla“
BIRGIR Schiöth teiknikennari
heldur sýningu á málverkum og
teikningum i húsgagnaversluninni
Tréborg að Reykjavikurvegi 68 í
Iiafnarfirði.
Á sýningunni eru rúmlega eitt
hundrað myndir og má segja að
sýningin sé þríþætt. Þar eru olíu-
málverk, teikningar, einkum af
gömlum húsum og götum i llafnar
firði. Þá eru þar gamlir og nýir
_prófílar".
Sýningin stendur til 11. okt. og
er opin alla daga frá kl. 9 — 22.
Á myndinni eru, frá vinstri, Ilelgi Jóhannsson, Ilildur Jónsdóttir og Lára Pétursdóttir, en þau
starfa öll i innanlandsdeild Samvinnuferða, og Eysteinn Ilelgason. Á milli þeirra má sjá hina
þreföldu tölvustýrðu litskyggnumyndasýningarvél.
Prúttmarkaður
aö Laugavegi 66, 2. hæö.
Opiö í dag kl. 9—12
étö'
'e'Á^ur t)°rö'nVi'
á30^'e^8Ö>
ó'\ö
£>>
nv";
■er#h.
'nn'9 é'tý/4')?*r'öf ^
f<t*n/d- "O
°,r>
'/<5 -
Lítið sýnishorn af úrvali okkar:
Ullarkápur.
Stakir dömujakkar.
Ullarfrakkar, (litil númer).
Herrabuxur, lítil númer
Buxur: ull, flannel, sléttflauel,
kakhi, riflaö flauel (5 sniö).
Hnébuxur.
Alullarpeysur.
Skyrtur.
Blússur.
Bolir.
Sportblússur. ’
Jakkaföt, (lítil númer).
Pils.
Sumarkjólar.
Otrúlegt úrval af alls konar
efnum metrinn frá 10 kr.
Ekkert dýrara en 50 kr. metrinn
SíöastJ
prúttið
pru^prútt\ö
HLJÓMPLÖTUMARKAÐUR
Við þurfum ekki aö prútta um plötuveröiö, pví þaö er
svo þrælslega lágt. Þú getur fengiö nýjar og gamlar
plötur, á klassaprísum og þaö er bezt að hafa hraöann
á, til aö missa ekki af neinu.
Gillan
Future Shock
Blondie
Auto American
, Só*
sro-
uyn*, „
vnwW,on
t«npo'e]“gob
Eddie. 0'° **