Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
LÍNUMAÐUR hjá Landsvirkjun
slasaAist alvarlefta er hann féll
15 metra úr 23 metra mastri við
Haf'avatn við Lanxjökul í gær-
mortíun. Slasaðist hann alvar-
lef?a innvortis í kviðar- of{ brjóst-
holi, handlefíífsbrotnaði ok
skaddaðist á mjaðmatírind. 1
Ka’rkvöldi var hann ekki taiinn i
lífshættu.
Það var laust fyrir klukkan 10 í
gærmorgun, að haft var samband
við Slysavarnafélag íslands af
Landsvirkjun og var SVFÍ beðið
að annast um að sækja mjög mikið
slasaðan mann, sem fallið hefði úr
mastri skammt vestan Mosa-
skarðs sunnan Hagavatns við
Slasaðist alvarlega
við fall úr háu mastri
Langjökul. Þar er verið að vinna
við háspennulínu frá Hrauneyja-
fossvirkjun í Hvalfjörð. Var mað-
urinn, sem er tvítugur að aldri, að
vinna í 23 metra háu mastri og var
í 15 metra hæð er óhappið gerðist.
Slysavarnafélagið leitaði til
Landhelgisgæslunnar, en þar sem
TF-RÁN er í eftirliti gat Gæzlan
ekki sinnt þessari beiðni. Var því
leitað til Varnarliðsins og beðið
um að læknir yrði í för með þyrl-
unni, sem héldi af stað sem allra
fyrst. Klukkan 10.35 hélt þyrlan í
loftið og var læknir frá sjúkrahús-
inu á Keflavíkurflugvelli innan-
borðs. Klukkan 11.10 var komið á
slysstað og hlynnti læknirinn að
hinum slasaða áður en lagt var af
stað til Reykjavíkur á ný. Hvasst
var við Hagavatn og sandrok.
Þyrlan lenti síðan við Borgarspít-
alann klukkan 12.05 að lokinni vel
heppnaðri ferð, en flugstjóri þyrl-
unnar í þessari ferð var John Ire-
land, yfirmaður björgunarsveitar-
innar á Keflavíkurflugvelli.
Hvað segja þeir um
ákvörðun fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík um prófkjör?
Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisflokksfélaganna í Reykjavík
samþykkti í fyrrakvöld að prófkjör skuli fara fram í lok
nóvember nk. til vals framboðslista flokksins fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar. Samþykkt var, að atkvæðisrétt í
prófkjörinu eigi meðlimir sjálfstæðisflokksfélaga i Reykiavík,
sem búsettir eru i kjördæminu og hafa náð 16 ára aldri. I öðru
Iagi þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu
kosningarétt i Reykjavik og undirritað hafa inntökubeiðni i
sjálfstæðisfélag i Reykjavik.
Tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um svokallað opið prófkjör,
eins og viðhaft hefur verið fram að þessu, varð undir á fundin-
um, en tillöguna sem samþykkt var flutti Jónas Eliasson sem
viðbótartillögu. Var viðbótartillagan samþykkt eftir miklar
umræður og eftir að tvær frávísunartillögur höfðu verið felld-
ar. Tillaga Jónasar var samþykkt með 237 atkvæðum gegn 80.
Mbl. ræddi i þessu tilefni við nokkra þá sem mest komu við
sögu á fundinum, Davíð Oddsson, oddvita borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins. Einnig var árangurslaust reynt
að ná sambandi við Albert Guðmundsson, sem einnig á sæti í
borgarstjórnarflokknum.
Matthías Bjarnason um síldarverðsákvörðun:
„Alvarleg tilraun til að ráðast
á þá sem skapa grundvölliim44
„Núllstefna ríkisstjórnarinnar að sjá
dagsins ljós,44 segir Kjartan Jóhannsson
„SJÓMENN sætta sig ekki við annað en að fá sömu launabætur og
aðrir launþegar i landinu og það er ekki við þvi að búast, að útgerðin
geti tekið á sig jafn gifurlegar hækkanir og hún hefur orðið að gera á
þessu ári,“ sagði Matthías Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra í samtali við Mbl. i gærkvöldi um ákvörðun
síldarsjómanna og útvegsmanna að sigla skipum sinum til heima-
hafna og hætta sildveiðum þar til sildarverð verði leiðrétt.
„Þessi ákvörðun sjómanna og
viðbrögð útvegsmanna almennt
koma mér ekki á óvart. Það er
eðlilegt að þessir aðilar sætti sig
ekki við þetta verð, því að þeir
telja sig verða að fá hækkun eins
og aðrir,“ sagði Matthías. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar sett
bremsu á tekjur þessara aðila með
því að festa gengið. Ég fyrir mitt
leyti tel góðra gjalda vert að festa
gengið, ef allar verðhækkanir
hefðu um leið verið stöðvaðar og
dregið væri úr ríkisumsvifum, en
það hefur því miður ekki verið
gert. Ríkisstjórnin hefur haldið
áfram að auka ríkisumsvif, hækka
skatta og gjöld til ríkisvaldsins og
hún getur því ekki búist við því að
fólk taki þessu með jafnaðargeði.
Vitaskuld verður að skrá gengi
krónunnar á réttu verði og þetta
er eitt augljósasta dæmi þess að
það eru falsrök sem ríkisstjórnin
beitir í sambandi við að henni hafi
tekist að minnka verðbólguna á
þessu ári. Verðbólgan er geymd í
vandamálum atvinnulífsins og
með ákvörðun um síldarverð og
loðnuverð er gerð alvarleg tilraun
Matthías Bjarnason
til þess að ráðast á þá aðila sem
afla hráefnis í afla og skapa
grundvöll undir allt annað sem
hægt er að gera í landinu.
Hins vegar er ég alltaf þeirrar
skoðunar að leita beri allra leiða
til þess að ná samningum og því
hefði að mínum dómi verið eðli-
legra að sjómenn og útvegsmenn
hefðu gefið stjórnvöldum einhvern
frest til þess að þeir hefðu getað
skoðað þessa hluti í réttu ljósi í
von um, að þeir tækju skynsam-
legri ákvarðanir en gert hefur ver-
ið.“
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Kjartan Jóhannsson, en
ekki tókst að ná sambandi í gær
við Steingrím Hermannsson.
„Þessi ákvörðun sjómanna kem-
ur mér ekki á óvart, eins og haldið
hefur verið á þessum málum,“
sagði Kjartan Jóhannsson, for-
maður Álþýðuflokksins og fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra í
samtali við Mbl. um ákvörðun
síldarsjómanna í gær, „þegar
menn keyra gengismálin eins hart
og gert hefur verið að undanförnu
missa menn möguleikann á því að
taka tillit til fólks í landinu og
þ. á m. sjómanna á síldveiðiflotan-
um, þannig að þær ákvarðanir
sem þeir verða að taka, bitna
harkalega á fólkinu sem vinnur
við framleiðslustörfin. Ríkis-
stjórnin er að súpa seyðið af sinni
eigin stefnu og mátti eiga von á
því að til þessa atburðar drægi.
Spá mín er sú, að þetta verði
ekki einstakur atburður í íslenzku
atvinnulífi, heldur sé að koma
fram að stefna ríkisstjórnarinnar
hefur beðið skipbrot. í stað þess að
nota gengissveiflur sem orðið hafa
í kringum okkur með eðlilegum
hætti, hefur allt verið keyrt í botn
á grundvelli þeirrar núllstefnu
ríkisstjórnarinnar að taka aldrei
ákvörðun í neinu máli og afleið-
ingin er nú að sjá dagsins ljós.“
Fulltrúaráð Sjálístæðisfélaganna:
Kaus 22 fulltrúa á landsfund
Landsfundarfulltrúar úr Reykjavik um 400 talsins
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavik kaus á fundi
sínum í fyrrakvöld 22 fulltrúa á
landsfund Sjálfstæðisflokksins,
sem haldinn verður í lok þessa
mánaðar. Áður höfðu 80 full-
trúar verið kjörnir af hinum
ýmsu félögum sjálfstæðismanna i
horginni á almennum félagsfund-
um. og 192 höfðu verið tilnefndir
af stjórnum félaganna. Var til-
nefning félaganna samþykkt
samhljóða og án hreytinga á
fundi fulltrúaráðsins i fyrra-
kvöid. Auk þessara fulltrúa eru
allmargir sjálfkjörnir flokks-
ráðsmenn. Samtals eru lands-
fundarfulitrúar úr Reykjavik um
100 talsins.
Eftirtaldir voru kosnir á full-
trúaráðsfundinum á fimmtu-
dagskvöld, sem fram fór í Súlna-
sal Hótel Sögu: Ágúst Hafberg,
202 atkvæði, Björgvin Schram 195,
Björn Hallgrímsson 193, Jóhannes
Zoega 192, Ragnar Haildórsson
187, Þorbjörn Jóhannesson 187,
Guðmundur Guðmundsson í Víði
181, Már Gunnarsson 178, sr. Jón-
as Gíslason 176, Áslaug Friðriks-
dóttir 176, Gestur ólafsson. 171,
Gunnar Snorrason 162, Gunnar
Guðmundsson 159, Lýður Björns-
son 157, Þorsteinn Gíslason 153,
Haraldur Sumarliðason 151, Bragi
Hannesson 146, Gísli V. Einarsson
143, Arinbjörn Kolbeinsson 139,
Einar Ingvarsson 139, Jón Þórar-
insson 137 og Gunnar Hansson
136.
Næstir að atkvæðatölu urðu:
Skúli Sigurðsson 128 atkvæði,
Sveinn Guðmundsson verkfræð-
ingur 122, Helgi Steinar Karlsson
114, Sverrir Áxelsson 108, Páll
Stefánsson 97 og Páll S. Pálsson
Árni Sigfússon, for-
maöur Heimdallar:
Á öndverðri
skoðun, en
sætti mig við
það
Mér sýnist að
mikill meirihluti
flokksbundinna
sjálfstæðismanna
telji rangt að
halda áfram á
þeirri braut sem
prófkjör sjálf-
stæðismanna
voru kominn inn
á, Sjálfur er ég á öndverðri skoðun
og greiddi atkvæði gegn þeirri til-
lögu að takmarka prófkjörið við
flokksmenn og þá sem innrita sig í
sjálfstæðisfélag, er þeir taka þátt
í prófkjöri.
Ungir menn börðust fyrir
prófkjörum og fengu þau í gegn
árið 1970. Reynsla meirihlutans
virðist nú vera sú, að þeim beri
ekki að viðhalda í þeirri mynd sem
verið hefur. Við sættum okkur við
það, enda er kominn tími til þess
að menn virði ákvörðun meirihlut-
ans og taki því eins og menn þótt
skoðun þeirra verði í minnihluta.
Ég óttast hins vegar, að slík til-
raunastarfsemi sem nú hefur ver-
ið samþykkt, geti haft neikvæð
áhrif á niðurstöður borgarstjórn-
arkosninganna. Hér á ég við, að
margir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórnarkosn-
ingum styðja aðra flokka í alþing-
iskosningum. Þeir eru því varla
tilbúnir til þess að undirrita yfir-
lýsingu um inngöngu í Sjálfstæð-
isflokkinn og gætu þar með ekki
tekið þátt í prófkjörinu. Gild mót-
rök eru þau að sjálfstæðismenn
hafi haft ótvíræðan meirihluta í
borgarstjórn, löngu áður en
prófkjörin komu til sögunnar. Ég
tel þó, að áhrifa fjölmiðla gæti nú
mun meir og það virðist vera ýms-
um í hag að skæla allar samþykkt-
ir og gerðir Sjálfstæðisflokksins,
þannig að þær séu túlkaðar sem
gerræði og ofstjórn, allt í þeim til-
gangi að fæla kjósendur frá
Sjálfstæðisflokknum. Slík hegðun
gæti að þessu sinni breytt mynd-
inni, en væntanlega getur almenn-
ingur fylgst með þessu næstu
mánuði.
Á fulltrúaráðsfundinum komu
fram alvarlegar ásakanir um að
nú þegar væri farið að ræða
stuðning flokksbundinna manna í
öðrum flokkum um að koma
mönnum að í okkar prófkjöri og ég
tel víst að margir fulltrúaráðs-
meðlima hafi látið þetta vega
þyngst, er þeir tóku sínar ákvarð-
anir. Sjálfur kaus ég að halda í
vonina og trúna á, að enginn fé-
laga okkar gangi svo langt að leita
til annarra flokka um stuðning.
Steingrímur Davíðsson
fv. skólastjóri látinn
STEINGRÍMUR Árni Björn Dav-
íðsson, fyrrverandi skólastjóri,
iést á Sólvangi í Ilafnarfirði í
gærmorgun, 89 ára að aldri.
Steingrímur var fæddur á Neðri-
Mýrum í Engihliðarhreppi í
A-Húnavatnssýslu þann 17. nóv-
ember 1891. Foreldrar hans voru
Davíð Jónatansson og Sigriður
Jónsdóttir.
Steingrímur lauk prófi frá
Kennaraskólanum 1915. Hann var
skólastjóri barnaskólans á
Blönduósi frá 1920 til 1959. Hann
sat í hreppsnefnd Blönduóss frá
1928 og var oddviti 1937—38 og
1948—58. Hann var um árabil
formaður stjórnar sjúkrahússins
á Blönduósi og formaður undir-
búningsnefndar rafveitu A-Húna-
vatnssýslu og átti sæti í stjórn
hennar. Þá átti Steingrímur sæti í
stjórn fræðsluráðs Húnavatns-
sýslu og um fjögurra ára skeið sat
hann í stjórn Kaupfélags Hún-
vetninga. Éinnig sat hann um ára-
bil f stjórn héraðssambands
Húnvetninga. Auk þess sat hann í
stjórnum ýmissa félaga.
Steingrímur lét mikið að sér
kveða í þjóðmálaumræðu og ritaði
m.a. margar greinar í Morgun-
blaðið. Kona hans var Helga Dýr-
leif Jónsdóttir og áttu þau 14 börn.