Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 Fundurinn á Eskifirði: Frá Kirloili Olafssyni. blaAamanni MortcunblaAsins á ÉskifirAi. FUNDUR sjómanna ok útgeró- armanna á Eskiíirði i Kær hófst með framsöKura'ðum fulltrúa stéttarfélaifa sjómanna og Lands- samhands íslenskra útvejfs- manna. InKÓlfur S. Inuólfsson, fulltrúi sjómanna í yfirnefnd Verðlajfsráðs sjávarútvegsins, skýrði forsendur verðákvórðun- arinnar sem ákveðin var af oddamanni ok fulltrúum kaup- enda. Kvað Ingólfur að sjómenn ojt útjferðarmenn hefðu verið var- aðir við því að síldarverð yrði lájft, leifið hefði i loftinu að síld- arkaupendur ojf starfsfólk sölt- unarstiiðvanna fentfi sitt. áður en röðin kæmi að sjómönnum og út- jferðarmönnum. I máli Ingólfs kom fram að í þeim tölum sem lagðar hefðu verið til grundvallar á verðlagsráðs- fundum, hefði verið gert ráð fyrir að 878 krónur fengjust fyrir tunn- una af fyrsta flokks síld, 739 fyrir Fundurinn á Eskifirði var geysif jölmennur eins og sjá má og urðu margir að standa. Simamyndir: Kristján Einarsxon. * i Steingrímur getur breytt þessu eins og öllu öðru, hann gerir hvort eð er ekkert annað en að breyta Rætt um að setjast að á Alþingi og loka höfniimi sækja allt okkar til Verðlagsráðs. Þetta er mál sem við þurfum að hugsa um. Og við verðum að fara út úr þessu kerfi ef við eigum að lifa. Einnig eru málin þannig að ef rætt er við ráðherra landsins út af kjörum sjómanna er svarið ein- faldlega: Fiskið þið bara meira. Þá standa málin líka svo með síldina að erlendir síldarkaupmenn segj- ast borga 14% meira fyrir ís- lenska síld í ár en í fyrra, og eiga þá við eigin mynt, en þegar allt er komið yfir í dollara og umreiknað á íslandi er verðið 6% lægra en í fyrra,“ sagði Óskar. annan flokk og 594 fyrir þriðja flokk. Til viðbótar þessu hefðu komið 12 krónur á tunnu. Lagt hefði verið fram að kostnaður hefði hækkað um 50—60% frá síð- ustu vertíð hjá söltunarstöðvun- um. Tunna og salt kostaði 223 krónur í öllum tilvikum, vinnslu- kostnaður hefði hækkað um 60% og þar væri launaliðurinn stærst- ur, en samtals væri vinnslukostn- aður 323 krónur á tunnu af 1. flokks síld, 329 á 2. flokk og 299 krónur 3. flokk. Þá kemur hráefn- iskostnaður, sem er 412 krónur fyrir tunnuna af 1. flokks síld, 280 krónur fyrir 2. flokk og 142 krónur fyrir 3. flokk (rúmsöltuð síld). Samtals væri eftir þessu að dæma vinnslukostnaður við tunnu af fyrsta flokks síld 958 krónur, eða 68 krónum meiri en fást ætti fyrir tunnuna. Tapið hjá söltunarstöðv- unum væri því samkvæmt út- reikningum sem lagðir yrðu fram, um 8% að meðaltali, eftir því hvernig litið væri á málin. Ásetninjíur ríkisstjórnar- innar að breyta ekki neinu „Ríkisstjórninni var fyllilega kunnugt um þann vanda sem yfir- nefndin átti við að etja, en það er hennar ásetningur að breyta ekki neinu og úr því sem komið er verð- ur verðinu ekki breytt nema með lögum. Ég velti fyrir mér hve langan tíma það tekur að fá þetta leiðrétt, en að vísu er verðið upp- segjanlegt frá og með næstu mán- aðamótum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu að verð á síld myndi hækka til jafns við hækkanir á öðrum fiski á þessu ári, en al- mennt fiskverð hefur hækkað um 46% frá síðustu verðákvörðun síldar," sagði Ingólfur. Skiptaverð heíði þurft að hækka um 45—50% „Þær rekstrartölur sem við lögðum fram fyrir reknetabáta, sýndu að skiptaverð hefði þurft að hækka um 45—50% frá síðustu vertíð," sagði Ágúst Einarsson frá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. „Hins vegar gerðum við okkur ljóst að verð á síldaraf- urðum hefur lækkað, m.a. hafa Svíar dottið út úr myndinni, en þeir borguðu hæsta verðið í fyrra. Á hinn bóginn er það svo, að áður en verðákvörðun var tekin, var lít- ið rætt við okkur. Að sjálfsögðu hafði ég samband við mína menn og lét þá fylgjast með málum eins og hægt var. Málin standa þannig að bátur sem veiðir 270 tonn á vertíðinni þarf að fá 3 krónur fyrir kílóið til að fá sömu útkomu og í fyrra, en nú eru aðeins greidd- ar rúmar 2 krónur fyrir kílóið. Dæmið fyrir útgerðina er því slæmt, það vantar stóra tekju- pósta til að mæta auknum útgjöld- um.“ Verðum að losna úr fjötr- um hlutaskiptakerfisins Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, gagn- rýndi stjórnvöld fyrir aðgerðar- og úrræðaleysi. Á sama tíma og Islendingar fengju toppverð fyrir afurðir á mörkuðunum, þyrftu sjómenn að horfa upp á minni hlut en áður. „Við erum undir gömlu ákvæði sem eru hlutaskiptalögin og erum eina launþegastéttin í landinu sem erum undir öðrum ákvæðum en aðrir landsmenn. Fyrir aðra landsmenn gildir fram- færsluvísitala, en við þurfum að Minnst 30% hækkun „Ef síldarverðið hefði hækkað um 30% frá í fyrra þá hefði verið hægt að athuga málið, en það verð sem ákveðið var er allt of lágt,“ sagði Ingólfur Falsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Hann tók fram að ef síldarsjómenn ætluðu út í harð- ar aðgerðir mætti samstaðan ekki rofna. Ef það kæmi fyrir væri allt unnið fyrir gýg. Hann kvaðst full- vissa sjómenn um að öll sérsam- böndin myndu styðja við bakið á þeim eftir fremsta megni. Eftir framsöguræður þeirra Ingólfanna, Óskars og Ágústar hófust almenn- ar umræður og tóku um 40 manns þátt í þeim. Matið rýrir kjörin einnig Örn Þorsteinsson skipstjóri benti á það, að auk þess sem síldin hefði ekki hækkað nema um 18- A. Fyrstu bátarnir halda heim á leið úr Eskifjarðarhöfn. Sildveiðiflotinn i Eskifjarðarhöfn. Þetta er aðeins hluti þeirra fjölmörgu báta sem héldu til hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.