Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
Golfmót í
Grafarholti
KYLFINGAR úr Golfklúbbi
Reykjavíkur unnu sér rétt til
þátttöku á KAS-keppninni í Kolfi.
sem væntanleKa fer fram á Spáni
næsta vor. Þeir GR-menn ætla sér
að vera meö í mótinu og til að
fjármagna hluta af kostnaði efna
þeir til opinnar keppni i Grafar-
holti á morKiin, lauKardatc. Byrj-
að verður að ræsa út klukkan 10
f.h. Um kvöldið verður siðan
skcmmtikvöld í golfskálanum ok
m.a. sýndar Kolfmyndir af
myndseKulbandi.
Kínverji kennir
unglingum bad
minton hjá KR
UNGLINGASTARFIÐ hefst hjá
badmintondeild KR i daK. en i
vetur verða sérstakir unKÍinKa-
tímar á lauKardöKum milli
klukkan 13 ok 15. Kennsluna
annast kinverskur badminton-
kappi, sem KenKur undir þvi
áKH'ta nafni Jón hér á landi.
Fram mætir KR
EINN leikur fer fram i 1. deild-
inni í handknattleik i daK, Fram
ok KR eÍKast við i I.auKardals-
höllinni ok hefst leikurinn klukk-
an 1.15. Ovíst er hvernÍK leik bú-
ast má við, því Framarar eru
mikið til óskrifað blað. I>eir hafa
misst marKa fastamenn ok tekj-
urnar á móti hafa verið litlar.
l>að mun því mæða mikið á unK-
um ok lítt reyndum leikmönnum
hjá liðinu. Telja verður KR sÍKur-
stranKÍCKri aðilann.
Úrslit
ráðast
senn
ÞRÍR leikir fóru fram í Reykja-
vikurmótinu í blaki í fyrrakvöld,
en úrslit þar ráðast á miðviku-
daKÍnn. í mcistaraflokki karla
sÍKraði fyrsta lið Þróttar lið Vík-
inK-s 3-1. 15-13, 9-15, 15-5
ok 15—2. ÍS sÍKraði annað lið
Þróttar 3—0. 15—11, 16—14 ok
15—12. í mcistaraflokki kvenna
sÍKraði ÍS lið UBK 3—1.
Karfa um
helgina
NOKKRIR leikir eru á dagskrá í
körfuknattleik um helKÍna, að
vísu enKÍnn í úrvalsdeildinni, en
þeim mun fleiri i öðrum deildum.
Leikirnir fara allir fram i daK- í
IlaKaskólanum leika KR ok
UMFN i 1. deild kvenna ok hefst
leikurinn klukkan 14.00. Stór-
leikur körfunnar er þó án tiltak-
anleKs vafa viðureÍKn ÍBK ok
Hauka suður i Keflavik, en sá
leikur er liður i 1. deildar keppni
karla. Hefst leikurinn klukkan
14.00. En annar leikur er einnÍK
á daKskrá i 1. deildinni i daK.
SkallaKrímur ok Grindavik mæt-
ast í íþróttahúsinu i BorKarnesi
ok hefst leikurinn klukkan 14.00.
• Ein af Cosmos-stjörnun-
um, Jeff Durgen, sýnir
strákunum skallatæknina.
Ekki þarf þessi kennari að
kvarta undan því að hafa
ekki óskipta athygli nem-
enda sinna. Það vakti at-
hygli, að Hennes Weisweil-
er stjórnaði sjálfur einum
námsflokknum.
<--------------------------
al kennara var sjálfur refurinn
Hennes Weisweiler, hinn heims-
frægi þjálfari, markvörðurinn Hu-
bert Birkemeier og Brasilíumað-
urinn frábæri Carlos Alberto.
Létu menn kuldann ekkert á sig fá
og höfðu greinilega gaman af. Á
meðan drógu aðrir leikmenn
Cosmos sig afsíðis og glömruðu í
þeim tennurnar af kulda. Með-
fylgjandi myndir tók RAX á
Valsvellinum við Hlíðarenda í
gær. Var þar margt um manninn,
Góð mæting í Cosmos-skólanum
Norðanáttin og kuldinn drógu á
engan hátt úr áhuganum hjá um
100 strákum, sem voru svo lán-
samir að geta verið með 1 Knatt-
spyrnuskóla Cosmos á Valsvellin-
um í gærdag. Skólinn átti að hef j-
ast klukkan 15.00, en löngu áður
en klukkan sló voru pollarnir
komnir um allan völl sparkandi
ok hlaupandi, ekki sist þó til að
halda á sér hita. Voru þátttak-
endur aðkomnir frá flestum ef
ekki öllum landshlutum og marg-
ir efnilegir drengir voru þarna á
stjái.
Eitthvað seinkaði stjörnunum,
en þó fór allt prýðilega fram. Með-
fulltrúar Vals og Flugleiða sem
standa fyrir heimsókn bandaríska
stórliðsins, áhorfendur, ungir
knattspyrnumenn o.fl. o.fí.
Leikur Vals og Cosmos hefst í
dag klukkan 14.00. Hann fer fram
á Laugardalsvellinum. Margt hef-
ur þegar verið ritað um liðið og
verður ekki endurtekið hér. En lið-
ið skipa margir mjög snjallir
knattspyrnumenn.
Það má því vafalaust búast
við hörkuleik og vonandi verður
ívið hlýrra í dag.
Knaltspyma ]
Áhugi leikmanna fyrir landsliðinu dvínandi
ÍSLENZKA landsliðið í
knattspyrnu hefur náð fram-
bærilegum árangri í landsleikj-
um sumarsins og ber þar hæst
jafntefli gegn Olympiumeistur-
um Tékka og sigur gegn Tyrkj-
um. Báðir leikirnir voru í und-
ankeppni heimsmeistarakeppn-
innar. ísland hefur hlotið fimm
stig í riðlinum en með okkur i
riðli eru Sovétmenn, Tékkar,
Tyrkir og Waleshúar. Við höf-
um tvívegis Iagt Tyrki að velli
en hins vegar fengið skelli gegn
Tékkum og Sovétmönnum er-
lendis og gegn Wales hér
heima. Þrátt fyrir það er jirang-
ur landsliðsins frambæriíegur i
IIM.
En þrátt fyrir frambærilegan
árangur, þá er kurr meðal ým-
issa landsliðsmanna og telja
leikmenn sem leika hér á landi,
sig hafa verið setta til hliðar í
vali landsliðsnefndar. Það er
engin tilviljun, að aldrei hafa
jafn margir „heimamenn" afboð-
að þátttöku í landsleikjum og í
haust. Þessir leikmenn gera
þetta ekki vegna þess að þeir
hafi ekki áhuga, heldur af því að
þeir telja sig hafa verið setta til
hliðar, — setta út í kuldann.
Það er ekki verið að deiia á
það í sjálfu sér, að leikmenn á
borð við Ásgeir Sigurvinsson,
Arnór Guðjohnsen, Janus Guð-
laugsson, Atla Eðvaldsson og
Pétur Pétursson eigi ekki erindi
í landsleiki. Ýmsir þessara
leikmanna hafa boðið forföll
oftar en einu sinni, meðal annars
í sumar en jafnan verið kallaðir
heim í næsta leik. Ellert
Schram, formaður KSÍ, gagn-
rýndi í sumar í viðtali leikmenn
fyrir að leggja ekki nógu mikla
áherzlu á að leika með íslenzka
landsliðinu og átti hann þá við
atvinnumennina.
Þegar hins vegar ber svo und-
ir, að leikmenn hér heima gátu
ekkl gefið kost á sér gegn Tékk-
um, þá skyndilega kveður við
annan tón hjá Guðna Kjartans-
syni landsliðsþjálfara og lands-
liðsnefnd KSÍ. I Vísi á þriðjudag
var haft eftir Guðna: „... þeir
Ieikmenn úr Vestmannaeyjum,
Víkingi og Akranesi, sem fórn-
uðu landsíiðssætum sínum fyrir
utanlandsferðir komu ekki til
greina í landsliðshópinn" (og átti
hann þá við gegn Wales) og síð-
ar: „„Þessir leikmenn vissu, að
með því að gefa ekki kost á sér í
HM-leikinn gegn Tékkum, væru
þeir búnir að gefa landsliðssæti
sín laus að sinni,“ sagði Guðni.“
(Tilvitnun líkur).
Lárus Guðmundsson, miðherji
Víkings, fór með félagi sínu í æf-
inga- og keppnisferð til Sovét-
ríkjanna. Þrátt fyrir að hann
hefði staðið sig mjög vel með
landsliðinu, leikið 4 landsleiki og
skorað 3 mörk og auk þess að
hafa skorað gegn enska atvinnu-
mannaliðinu Manchester City,
var hann ekki valinn í 22 manna
hópinn gegn Wales, hvað þá 16.
Það var verið að refsa honum
fyrir að hafa farið með félagi
sínu. Lárus gagnrýndi í Mbl. á
miðvikudag, að Guðni léti ekki
sama yfir alla ganga. Þegar at-
vinnumenn annars vegar boðuðu
forföll, þá væri það gott og gilt
og þeir kallaðir í næsta leik eins
og ekkert hefði í skorist en hins
vegar þegar leikmenn hér heima
boðuðu forföll þá rigndi eldi og
brennisteini og mönnum væri
refsað.
Leikmenn hérlendis
afhuga landsliðinu
Nú er í sjálfu sér ekki verið að
gagnrýna það, að landsliðsnefnd
velji ekki „heimamenn" í ís-
lenzka landsliðið. Þeir sem til
greina koma fóru annað hvort í
sumarfrí, eða keppnis- og æf-
ingaferð með félagi sínu og á því
er mikill munur. Að minnsta
kosti hefur svo verið í augum
landsliðsnefndar. Leikmenn
okkar erlendis hafa kosið að fara
í æfinga- og keppnisferðir með
félögum sínum og afboðað þátt-
töku í landsleikjum en engu að
síður verið kallaðir í næsta leik.
Hví bregður nú svo við að leik-
mönnum er refsað?
Raunar verður að skoða þetta
mál í víðara samhengi, — það
hefur komið berlega í ljós, að
„heimamenn", sem og atvinnu-
menn okkar erlendis, hafa í
auknum mæli orðið afhuga
landsliðinu.
Og hver er ástæðan?
Sjálfsagt liggja margar orsak-
ir að baki. Stjórn Knattspyrnu-
sambands íslands hefur ekki
starfað af sama krafti í sumar
og oft áður. Einnig stefna lands-
liðsnefndar og þá einkum Guðna
Kjartanssonar, landsliðsþjálf-
ara. Leikmenn hér heima hafa
nánast undantekningarlaust
orðið að víkja fyrir atvinn-
umönnum og það þrátt fyrir
góða frammistöðu. Jafnvel svo,
að varamenn erlendis frá eru
kallaðir heim. Menn greinir í
sjálfu sér ekki á, að leikmenn á
borð við Ásgeir Sigurvinsson,
Janus Guðlaugsson, Atla Eð-
valdsson, Arnór Guðjohnsen og
Pétur Pétursson, eigi erindi í
landsliðið, þó einhverjir þeirra
mættu gjarnan vera áhugasam-
ari. Einnig hefur stjórn KSÍ ver-
iö allt of lin gagnvart félögum
þessara leikmanna.
Öllum í Danmörku ber í sjálfu
sér saman um, að Ivan Nielsen,
danski leikmaðurinn hjá Feye-
l noord, eigi fullt erindi í danska
landsliðið. Sepp Piontek, lands-
liðsþjálfari Danmerkur, hefur
hins vegar ekki valið hann,
vegna þess að hann telur Nielsen
ekki nógu áhugasamán. Nielsen
tók einhverju sinni Feyenoord
fram yfir landsliðið. Þá er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að
danska knattspyrnusambandið
hefur átt í deilum við féiög í
Evrópu, sem hafa verið treg að
láta leikmenn af hendi. Þar er
komið fram af festu og vel haldið
á málum.
Það hlýtur að teljast vafasöm
stefna, að kalla leikmenn erlend-
is frá í leiki, sem ekki eru í leik-
æfingu. Nú er í sjálfu sér ekki
verið að segja að Magnús Bergs
og Örn Óskarsson eigi ekki ej-
indi í landslið en það hlýtur að
teljast röng stefna með tilliti til
leikmanna hérlendis, að vara-
menn og varavaramenn séu
valdir í landslið meira og minna
úr æfingu en leikmenn hérlendis
séu settir til hliðar. Þá getur það
ekki talist rétt, að senda mann,
sem aðeins hefur mætt á eina
æfingu í heilan mánuð og leikið
hálfan leik, til Wales. Þorsteinn
Bjarnason hefur átt við meiðsli
T að stríða síðastliöinn mánuð og
leikiö hálfan leik, þá haltur. Enn
á Þorsteinn við meiðsli að stríða
en er engu að síður valinn í hóp-
inn. Færi svo, að Guðmundur
Baldursson meiddist, þá yröi
Þorsteinn að fara í markið, —
honum yrði enginn greiði gerður
með því, eins og hann er, bæði
ekki búinn að ná sér fyllilega og
eins úr allrí leikæfingu. Fyrir
utan, hvers á Guðmundur Ás-
geirsson að gjalda? Þó Þorsteinn
sé góður markvörður, þá hlýtur
svona framkoma að teljast van-
virðing við Guðmund Ásgeirs-
son.
Lengi mætti áfram telja og
gagnrýna en það hlýtur að vera
tími til kominn að KSÍ marki
stefnu í sambandi við lands-
liðsmál sín. Svo sem, að ieik-
mönnum hérlendis sé sýndur sá
sómi, sem þeim ber og einnig að
leikmenn sem ekki eru í leikæf-
ingu séu ekki sóttir út fyrir
landsteinana. Það er staðreynd,
að margir leikmenn hér heima
eru óánægðir með störf og
stefnu landsliðsnefndar KSÍ og
að áhugi fyrir að leika með ís-
lenzka landsliðinu hefur farið
dvínandi.
Þessari þróun verður að snúa
við og efla verður starf KSÍ til
muna. Þá mætti ná enn betri
árangri. H. Halls.
A