Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 13 RANNSÓKNIR BRAUÐ Haraldur J. Matthíasson og kona hans Kristin Ólafsdóttir. Harald- ur er kennari i sðgu við Menntaskólann á Laugarvatni, en hann er að mennt cand. mag. i islensku, og hefur skrifað doktorsritgerð um setningarfræði og stilfræði. Rannsóknir hans á Landnámu og landinu eru nú að koma út i tveimur bindum, samtals milii 6 og 7 hundruð blaðsiður. Bækurnar verða prýddar fjölda mynda, korta og teikninga er snerta efni Landnámu. Útilokað að Landnáma sé eins manns verk - segir dr. Harald- ur J. Matthíasson, sem gert hefur rann- sóknir á Landnámu og landinu „Landið og Landnáma“ heitir ný bók, sem væntanlega mun koma út hjá Erni og Öriygi i haust, eftir dr. Harald J. Matthíasson kennara við Mennta- skólann á Laugarvatni. Tiðinda- maður Hlaðvarpans sló á þráðinn til Haraldar i vikunni og spurðist fyrir um verkið. „Já, það er rétt, að ég hef verið að vinna að þessu verki, og nú sér fyrir endann á því,“ sagði Harald- ur. „Þetta er eins konar úttekt á Landnámu, fjallar um staðfræði Landnámabókar, og er saman- burður á landi og Landnámu. Mér telst til að hér hafi sest að um það bil 415 landnámsmenn. Oftast er sagt frá landnámsmörkum og bústað þeirra, og það sem ég hef gert er að bera saman frásögnina í Landnámabók, og landið sjálft. Sumarið 1977 byrjuðum ég og kon- an mín, Kristin Ólafsdóttir, að ferðast um landið, og á fjórum sumrum höfum við skoðað nær alla þá staði, sem sagan segir að landnámsmenn hafi sest að á. Við ferðuðumst um með kort í annarri hendi og Landnámu í hinni, og bókin verður niðurstaða þessara ferða.“ Haraldur sagði erfitt að segja til um hvort um einhverja eina niðurstöðu væri að ræða í bókinni, en þó gæti hann sagt það, að greinilegt væri að staðháttaþekk- ing höfundar eða höfunda væri ótrúlega mikil. „Það er útilokað annað en að þarna hafi fleiri en einn maður unnið, þetta getur ekki verið eins manns verk. Heim- ildarmenn hafa verið höfundi eða höfundum til aðstoðar, en líkleg- ast er að einn eða tveir menn hafi síðan skráð söguna. Sennilega að- eins einn, en hafi þeir verið tveir hafa þeir samræmt verkið vand- lega. — Þetta eru að vísu ekki nýj- ar kenningar hjá mér, þær hafa áður komið fram, en ég tel mig renna sterkum stoðum undir þessa kenningu," sagði Haraldur að lokum. Bestu brauðin koma úr ganila steinoíninum Ljósmynd: Kmilia Bj. Björnsdóttir. Sigurður og annar meðeigandi hans, Jóhannes Jónsson, við ofninn góða. Bernhöftsbakarí er elsta bakarí landsins, stofnað 1834, og er því um leið elsta iðnfyrirtæki landsins. Litið við í Bern- höftsbakaríi, sem tók til starfa árið 1934 Hlaðvarpinn frétti að i Bern- höftsbakaríi við Bergstaðastræti í Reykjavík væri enn notaður gamall forláta steinofn, þar sem btikuð eru brauð daglega upp á gamla móðinn. t Bernhöftsbak- aríi hittum við fyrir Sigurð bak- ara Bergsson, sem þar hefur lengi ráðið húsum. og spyrjum hvort þetta sé rétt. „Já, það er nú líklega," segir Sig- urður, og sýnir blaðamanni og Em- ilíu ljósmyndara hinn forláta gamla ofn. „Það er kannski erfitt að útskýra það fyrir leikmönnum," heldur Sigurður áfram, „en við telj- um að úr þessum ofni fáist betri brauð en úr járnofnum. Þess vegna höfum við ekki viljað henda honum út, þó vissulega sé hann stór og fyrirferðarmikill, og hafi verið sumum þyrnir í augum. Meirihlut- inn vill þó hafa hann, einfaldlega vegna þess að okkur finnst brauðið úr honum betra. I honum bökum við allt brauð, og auk þess ýmsar kökur. — Meðal kosta ofnsins má einnig nefna, að hann er ekki frek- ur á orku, og hann heldur mjög vel hita. Færi rafmagnið til dæmis af nú síðdegis, eftir að við erum búnir að baka í allan morgun, þá myndi hann vera svo heitur á morgun, að við gætum bakað í honum þá! Þetta er aðeins einn af kostum ofnsins." Eigendur Bernhöftsbakarís eru nú, auk Sigurðar Bergssonar, Jó- hannes Jónsson og Reynir Þorleifs- son. Bakaríið er fyrsta bakarí á landinu, og jafnframt það elsta starfandi. Sigurður segir það byggt 1834, en líklega hafi Bernhöft keypt það 1845. Þá var það starfandi í Bakarabrekkunni, einmitt þar sem nú er verið að gera upp hið gamla hús þess. Bakarabrekkur eru þekktar víða erlendis, eins og nöfn á borð við Bakerstreet benda til. „En þegar bankinn kom þótti.þetta nú ekki nógu fínt,“ segir Sigurður, „og gatan varð að heita Banka- stræti." Sigurður byrjaði í Bernhöftsbak- aríi 1942, og síðar rak hann það í samstarfi við Daniel Bernhöft, af- komanda gamla Bernhöfts. Síðar rak Sigurður það svo í samstarfi við ekkju Bernhöfts, og Vilhelm sonur þeirra vann þar um skeið, en síðan hafa engir af ættinni unnið þar. Sigurður rak bakaríið svo einn til 1977, er félagar hans Jóhannes og Reynir komu inn í reksturinn. „Nei, ég óttast ekki erlenda sam- keppni," segir Sigurður að lokum, er talið berst að harðnandi sam- keppni. „Innflutningur gerir okkur að vísu erfitt fyrir, en þar koma aðrir hlutir til en gæði vörunnar. Við þurfum að greiða mun hærri gjöld en hinir erlendu samkeppnis- aðilar, og það finnst okkur órétt- læti, sem ekkert á skylt við frjálsa samkeppni." Bræðurnir á Sólvöllum á Flateyri við dúfnakofann: Björn Ingi, Jakob og Gunnar. Gunnar og Margrét með eina dúfuna. Milli þeirra er labra- dortíkin Tinna. Hún er þung á sér eins og sjá má, og ekki að furða, þvi nokkrum dögum siðar lagðist hún á sæng og átti fimm hvolpa! Jakob Hrafnsson við dúfnahús systkinanna á SólvöIIum. LjÓKm.: Anders Ilan.son. um, og mun þaðan vera komið nafnið á þeim. Gunnar Bjarki sagðist verða í vetur við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, og gæti hann því ekki- litið eftir dúfunum næstu mánuði. Það kæmi þó ekki að sök sagði hann, því yngri systkinin munu gæta þeirra á meðan stóri bróðir er í burtu. Gunnar á allar dúfurnar að und- anskildum tveimur er þeir Jakob og Björn Ingi eiga, en Margrét systir þeirra hafði selt sína dúfu. Að sögn Gunnars eru dúfurnar mjög misjafnar í hegðan, eftir tegundum, og eins eru þær mis- dýrar. Bréfdúfur kosta milli 150 og 200 krónur stykkið segir hann, og þaér eru rennilegri að sjá, með stórt nef, yfirleitt gráar á litinn, og greindar vel, og eiga því auðvelt með að rata og fara með bréf með rétti þjálfun. Hojarar eru með stórt stél, reigja sig gjarna, og eru alla vega litir, rembingslegir líkt og kalkúnar. Isarar eru alla vega litir, með loðnar lappir, og kosta 100 til 150 krónur hver fugl, en hojarar eru á sama verði og bréf- dúfurnar. Elbingar kosta einnig 100 til 150 krónur, þeir eru með hvítan haus, hvítt stél og hvítar flugfjaðrir, en alla vega á litinn að öðru leyti. Skræpur nefnast aftur á móti hinar venjulegu dúfur, og þær eru ekki sérlega hátt skrifað- ar hjá þeim er til þekkja. Verð á þeim er líka lágt, frá 5 til 50 krón- ur. Trommarar eru hins vegar eft- irsóknarverðastir, enda dýrir, 500 krónir stykkið, eða 1000 krónur parið. Gunnar sagðist ekki haft haft efni á að fá sér slíkar dúfur, þó hann langaði óneitanlega í þær. Þær eru með kraga um hálsinn, loðnar lappir og fjaðrir fram úr fótunum, ekki ólíkt trommukjuð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.