Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAU.GARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
HLAÐVARPINN
Fyrsta,
annað og þriðja!
Fylgst með störfum Antons Holt
á Bókauppboði
Klausturhóla
Uppboðshaldarinn stendur
innst í salnum. mundar ham-
arinn. fyrsta. annað og —
það eru boðnar 600 krónur.
það er rétt fyrir handinu —
býður einhver betur? — 650?
— Uað eru boðnar, 650. 700
krónur eru boðnar, 700 krón-
ur? Fyrsta annað og ...
Fyrsta annað og þriðja! Lítill
uppboðshamarinn smellur á
borðinu, og virðulegum
manni aftarlcga í salnum hef-
ur verið slegin forláta bók, er
hann lengi hafði vantað í safn
sitt. Tíðindamaður Hlaðvarp-
ans brá sér á bókaupphoð hjá
Klausturhólum á laujíardaK-
inn, ok ræddi síðan við Anton
Ilolt, sagnfræðing og bóka-
mann, sem um alllangt skeið
hefur boðið upp bækur fyrir
Guðmund Axelsson kaup-
mann í Klausturhólum.
„Ég hef verið í þessu meira og
minna í ein þrjú ár,“ segir Anton,
um leið og hann þurrkar af sér
svitann eftir erfiðið — 200 númer
hafa verið boðin upp, og margir
hafa verið um hituna. „Já, þetta
er skemmtilegt starf, annars
vaeri ég ekki í þessu," heldur hann
áfram. „Ég hef iengi haft áhuga
fyrir bókum, og þess vegna hef ég
sjálfsagt verið beðinn um að taka
þetta að mér.
Anton Holt með bók í ann-
arri hendi og uppboðsham-
arinn í hinni: Fyrsta, ann-
að og þriðja! — Til vinstri
má sjá niðursokkna hóka-
safnara i fremstu röð,
margir þeirra eru íasta-
gestir á bókauppboðunum
fyrsta laugardag í mánuði
hverjum.
Hér ríkir ákveðin stemning,
kannski er þetta ekki ósvipað
veiðiskap, sem sumir fá bakteríu
af. Menn eru að prufa sig áfram,
hvað komast þeir af með að
borga, skyldu þeir detta í lukku-
pottinn, annað hvort með góðu
verði, eða með því að ná í lengi
þráðan dýrgrip? Stundum er eins
og menn bjóði í af hreinni rælni,
og kaupa oft bækur af rælni. Þeir
eiga bókina kannski fyrir, en geta
svo ekki stillt sig og bjóða, ef
verðið er lágt. Sjálfsagt er um
20% bókanna keypt af hreinni
rælni. Annars eru hér alls konar
menn, hreinir bókasafnarar,
áhugamenn um uppboð, sem þó
kannski bjóða aldrei, þeir sem
eru forvitnir um hvernig þetta
fer fram, og svo framvegis. Marg-
ir koma á hvert uppboð, sumir til
að kaupa, aðrir til að fylgjast
með, og sumir sjálfsagt bara til
að upplifa þá stemningu, sem
oftast fylgir uppboðunum."
„Valla vini okkar viðförla fannst dvölin svo heilnæm hér við Skegness, að hann ákvað að koma aftur
með fjölskylduna til búsetu.“
SUNDAY EXPRESS, 4. OKTÓBER
DÚFNARÆKT
Smyrillinn kemur í veg
fyrir frelsi dúfnanna
Séð inn i dúfnakofann á Sólvöllum, spekingslegar dúfur horfa á
myndavélina, og hojarinn reigir stél sitt sem mest hann má.
Litið við í dúfna-
kofa krakkanna á
Sólvöllum á Flateyri
Flestir strákar hafa einhvern
tíma fengist við dúfnarækt, og
þeir eru ófáir eldri mennirnir
sem eiga g(')ðar minningar úr
dúfnakofum er þeir áttu á ungl-
ingsárum sinum. Skemmtilegar
endurminningar rifjuðust að
minnsta kosti upp fyrir tiðinda-
manni Hlaðvarpans fyrir
skömmu. er hann var á ferð um
Flateyri. og rakst þar á myndar-
lcgt dúfnabú i útjaðri þorpsins,
nánar til tekið hjá börnum hjón-
anna á Sólvöllum, þeim Gunnari
Hjarka. Birni Inga, Jakob og
Margréti. En þau eru börn hjón-
anna Hrafns Björnssonar og
Bjarkar Gunnarsdóttur.
„Nei, þetta er nú ekki gamalt
hjá okkur" sagði Gunnar Bjarki,
elstur systkinanna og upphafs-
maðurinn í dúfnaræktinni. „Ég
fékk fyrstu dúfurnar hinn 5. mars
í vor, og síðan hefur þetta komið
smám saman. Allar dúfurnar hef
ég fengið úr Reykjavík, frá frænda
mínum, Hjálmari Gunnarssyni.
Fyrstu dúfurnar voru bréfdúfur
og tveir hojarar, og þeim komum
við fyrir hér í gömlum hjalli fyrir
ofan húsið. Þar var áður hengdur
upp fiskur, og ágætt loft er þar
Björn Ingi með eina dúfuna, en
þær cru spakar eins og sjá má.
Ekki er þó þorandi að sleppa
þeim lausum vcgna hættu á loft-
árásum smyrla, eða launmorðum
minks og refs.
yfir.
Síðan hinn 17. mars fékk ég sex
dúfur til viðbótar, seldi þrjár
þeirra til krakka niðri á Eyri. Þær
sem ég seldi voru tveir ísarar og
einn toppari, en ég hélt tveimur
elbingum og einum hojara. Síðan
hefur þetta komið hvað af öðru, og
nú eru talsvert margar dúfur hér í
þorpinu, sem ég hef útvegað öðr-
um, en áður voru aðeins til hálf
villtár dúfur við einn bæ í sveit-
inni hérna.“
Gunnar sagðist gefa dúfunum
hænsnafóður, maís og fleira sem
til félli. Á veturna gerist full kalt
fyrir dúfurnar, og úr því var í
fyrravor bætt með rafmagnsofni
þegar kaldast var. „Dúfurnar þola
í sjálfu sér meiri kulda," sagði
Gunnar, „en ef maður kyndir á
veturna verpa þær einnig á þeim
tíma, ef ekki er of kalt til að liggja
á.“ Dúfurnar sagði hann verða að
vera mest inni í kofanum, þar sem
mikið væri af smyrli' í grendinni,
sem auðveldlega gæti banað dúf-
um á flugi. „Við höfum séð smyril-
inn drepa skógarþresti," sagði
Gunnar, „svo hann gæti alveg eins
tekið dúfurnar. Þá vitum við einn-
ig af mink og ref hér t nágrenninu,
svo best er að taka enga áhættu."