Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
23
19% í verði frá því í fyrra, þá
rýrðu hinar nýju reglur um fersk-
fiskmat á síld kjör sjómanna enn
meir, eða sem næmi 45% og því
væri raunveruleg hækkun á síld-
inni frá í fyrra ekki nema 12-13%.
Haraldur Grétarsson skoraði á
menn að sigla skipunum til
Reykjavíkur, loka höfninni þar og
setjast að á Alþingi íslendinga.
Nokkrar umræður urðu um þessa
tillögu og fékk hún þó nokkurn
hljómgrunn en hins vegar var
ákveðið síðar á fundinum að senda
sérstaka nefnd til viðræðna við
ráðamenn.
Ingólfur Ingólfsson sagði að
hann væri hjartanlega sammála
sjómönnum um það til hversu
miklar óþurftar nýjar matsreglur
á ferskri síld væru. Sjávarút-
vegsráðherra hefði hins vegar
ekki viljað fella þessa reglugerð úr
gildi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.
„I reynd er búið að breyta smáat-
riðum í reglugerðinni en það segir
ekki neitt," sagði Ingólfur.
hljómgrunn. „Við eigum enga
samleið með loðnusjómönnum,"
sagði Arni Vikarsson skipstjóri á
Hvalsnesi. „Málið er að Stein-
grímur Hermannsson getur breytt
þessu eins og öllu öðru, hann gerir
hvort eð er ekkert annað en að
breyta."
Rætt var um að ef aðgerðir sjó-
manna vöruðu lengi, þá myndu
einhverjir útgerðarmenn láta af-
skrá sínar áhafnir. örn Þor-
björnsson skipstjóri og útgerðar-
maður tók þá til máls og sagði að
á sínu skipi yrði enginn afskráður
og skoraði hann á aðra útgerðar-
menn að fylgja sínu fordæmi. „í
þessu máli stöndum við saman,
sjómenn og útgerðarmenn," sagði
hann.
Vildu bíða
Eftir þetta tóku tveir skipstjór-
ar nótabáta til máls og vildu bíða
með aðgerðir. Bæði Halldór
Brynjólfsson og Jón Eiríksson
Myndabrengl
Myndabrengl urðu á blaðsiðu 2 í Mbl. í gær. 1 texta undir mynd var
talað um vatnadreka á leið austur i sveitir, en myndin, sem birtist, var
af 28 feta Flugfiskbáti úr Vogunum. Myndin hér er af vatnadrekan-
um.
Frá sviðinu. Ingólfur Ingólfsson i ræðustól.
1300 tunnur þarf til að
fiska fyrir kauptryggingu
Það kom fram hjá ræðu-
mönnum að á þessari vertíð þyrfti
að fiska á milli 1300 og 1400 tunn-
ur til að fiska upp í kauptrygg-
ingu. Fyrir þremur árum hefði að-
eins þurft að veiða 700 tunnur til
að fiska upp í kauptryggingu og í
raun væri þetta um 50-60% kjara-
rýrnun. „Ég hefði gaman af að sjá
fólk í landi sætta sig við slíka
rýrnun," sagði einn ræðumanna. Á
fundinum var rætt um að skyn-
samlegt væri að bíða til 16. októ-
ber nk. og hefja aðgerðir sama dag
og loðnuskipin, en það fékk ekki
sögðu að betra væri að bíða eitt-
hvað og hefja aðgerðir þá. Ágúst
Einarsson frá LIÚ sagði m.a. að
enn ættu 30-40 nótabátar eftir að
hefja veiðar, aðeins á milli 10 og
20 væru byrjaðir. Kvað hann að ef
ekki næðist alger samstaða meðal
manna nú myndi allt riðlast innan
skamms. Óskar Vigfússon skoraði
á sjómenn á nótaskipunum að
hlíta úrskurði fundarins og í lok
fundarins samþykktu menn að
enginn myndi skorast undan, og
ákveðið var að senda skeyti til
þeirra nótaskipa sem voru við Ing-
ólfshöfða síðastliðna nótt og skora
á áhafnir þeirra að halda til
heimahafna.
Rex-Rotary
Ijósritunarvélar
Dönsk gæöaframleiðsla,
verðlaunuð fyrir hönnun,
viðurkennd um víða veröld.
Allir Rex-Rotary Ijósritarnir
skila hnífskörpum, þurrum
Ijósritum strax, þ.e. án
upphitunartíma.
Eftir eðli og umfangi verk-'
efnanna velur þú þann rétta,
og Rex-Rotary skaffar þér
besta vélaverð, besta ef nisverð
og þar með ódýrustu Ijósritin.
jFOmx
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
Veturliði vígir
nýjan sýningarsal
BJÖRN nermannsson. sem rekið
hefur innrömmunarverkstæði að
Hverfisgötu 32 i Reykjavík, hefur
nú opnað þar sýningarsali og nefn-
ir fyrirtæki sitt Gallerí Hverfisgata
32. Fyrsta sýning, sem haldin er i
hinu nýja gallerii, er á oliukritar-
myndum Veturliða Gunnarssonar,
listmálara.
Veturliði sýnir í Galleríi Hverfis-
götu 32 47 olíukrítarmyndir, sem all-
ar eru til sölu. Veturliði sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að í raun væru
þessar myndir skissur að stærri
málverkum, en þar sem honum hefði
boðizt sýningaraðstaða í Galleríi
Hverfisgötu 32 hefði hann tekið boð-
inu. Sýningin er opin um óákveðinn
tíma daglega á tímabilinu frá 14 til
22. Aðgangur er ókeypis.
Talsverð aðsókn mun þegar vera
að Galleríi Hverfisgötu 32 og hafa 5
til 6 listamenn þegar sótt um að fá
að sýna þar.
Skólaskórnir í ár
ÚTILÍF
Glæsibæ, sími 82922.
FRAM
0G
KR
íslandsmót
í handknattleik
1. deild
Laugardalshöll
í dag.
M.fl. karla
kl. 14.00.
M.fl. kvenna
kl. 15.30.
ÁGÚST ÁRMANN hi
UMBOOS OG HEICVERZIUN #V\
SUNDABORG ?4 - REYKJAtÁK Æm
ÖÖPIONEER
PLASTPOKAR
PI«isí.os liF
OSRAM
AðÍMfhf
© ALDA
Hoffell sf.
Master handboltar.
Borgarinn
Bakaríið
Kringlan