Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 Minning: Siguröur Jóhannes son Olafsfirði Sifíurður var fæddur að Hegra- nesi í Skagafirði 4. maí 1892. For- eldrar hans, Jóhannes Sigurðsson og kona hans Filippia Pálsdóttir, urðu að hrekjast bæja á milli með börn sín 5 vegna óhappa og fá- tæktar og síðan úr Skagafirði og inn í Svarfaðardal þegar Sigurður var 2ja ára. Var hann þá tekinn í fóstur af hjónunum í Hofsárkoti. Eftir að hann fer að vinna, er hann víða í vinnumennsku, meðal annars nokkur ár hjá Sigurði Þórðarsyni á Egg í Skagafirði, sem var þekktur maður og bóndi þar á þeim árum og sagði Sigurður hann þann bezta húsbónda sem hann hefði kynnzt um dagana, cnda bar hann hlýjan hug til hans alla tíð síðan. Snemma fór Sigurður að hugsa sér að verða að liðtækum manni í lífinu, en efnin voru lítil svo og uppgripin þó mikið væri unnið, og enga átti hann að, sem gætu styrkt hann eða stutt til náms þó löngun væri til þess. Hann var laghentur og laginn við verk, hugmyndaríkur og hugsaði mikið strax sem barn. Mest langaði hann til að læra trésmíði, og bað Jóhönnu systur sína, sem búsett var á Akureyri, að koma sér í trésmíðanám á Akureyri. Svo fer hann til Akureyrar, en einhverra hluta vegna verður ekkert úr trésmíðanáminu, en í þess stað lærir hann skósmíði, og verður það upp frá því hans aðalævistarf, þó fleira hafi hann fengizt við um dagana. Akureyrarárin urðu honum mikill og erfiður reynsluskóli. Þar kynntist hann hinum margbreyti- legu hliðum lífsins og mönnum í mörgum misjðfnum myndum. Á Akureyri vann hann mest við skósmíðar, fyrst á skósmíðavinnu- stofum annarra, og síðan kom hann sér upp eigin vinnustofu, fyrst í félagi við annan mann, og byrjuðu þeir með gúmmíviðgerðir, sem þá voru að ryðja sér til rúms og voru þeir fyrstir með þá nýjung á Akureyri og höfðu því næg verk- efni. En eftir stuttan tíma veiktist félagi hans af berklum og dó eftir skamma legu. Eftir það var hann einn með vinnustofuna. Sigurður lenti síðar í allskonar erfiðleikum þau ár sem hann átti eftir að vera á Akureyri, og er það mikil reynslusaga, sem ekki verð- ur skráð hér, en hann sagði stund- um svo frá: Þá svaf ég ekki alltaf mikið, en hugsaði þeim mun meira. Árið 1933 flutti Sigurður með fjölskyldu sína til Ólafsfjarðar, að ráði kunningja sem hann átti hér og hafði kynnzt á Akureyri. Hann setti strax upp skóvinnustofu og hefur rekið hana og unnið þar fram á þetta ár, þó lítið hafi verið að gera nú hin síðustu árin. En fyrst þegar hann byrjaði hér var mikið að gera, og vann hann oft frá kl. 5 á morgnana til kl. 11 og 12 á kvöldin. Þætti það langur vinnudagur nú. Sigurður kom til Ólafsfjarðar í upphafi kreppuár- anna og á erfiðleikatímum. Þá var ástandið þannig að menn fengu engar peningagreiðslur fyrr en að lokinni vertíð á haustin, og var það óþægilegt fyrir Sigurð að þurfa að lána alla sína vinnu til viðbótar því efni sem hann þurfti að kaupa, en hann þá algerlega peningalaus og rúinn öllu láns- trausti í bönkum og öðrum stofn- unum sem hann þurfti að skipta við. Til að bjarga því versta gengu tveir góðir menn í ábyrgð fyrir hann við þá verzlun sem hann skipti aðallega við með efniskaup. Þetta gekk svona erfiðlega fyrstu árin, en smágreiddist úr er tímar liðu, fólk reyndi að standa í skilum og greiða þegar það fékk peninga. Erfiðleikarnir voru yfirstignir að fáum árum liðnum og Sigurður fann sig mann á ný. Hér hefur hann svo látið til sín taka á mörgum sviðum og orðið vel þekktur og virtur borgari í sín- um bæ, Ólafsfirði. Eg kynntist Sigurði stuttu eftir að hann kom til Ölafsfjarðar, þau kynni urðu mikil og góð með árun- um. Árið 1943 fórum við að ræða um að koma upp einhverjum smá- iðnaði sem við gætum dundað við í frístundum okkar, með okkar fólki og aðfenginni vinnu í litlum stíl. Nærtækust var þá fiskverkun til að byrja með. Við höfðum auðvit- að enga aðstöðu og ekkert fjár- magn, svo það varð að fara hægt af stað. Fengum leigðan gamlan skúr og hófum saltfiskverkun. Þá var fyrir alllöngu aflögð þurrkun á saltfiski, en við sólþurrkuðum saltfiskinn eins og gert var í eina tíð, seldum hann svo til matar hér í bænum og eitthvað seldum við líka annarsstaðar. Það sem við ekki sólþurrkuðum seldum við eins og aðrir blautsaltað á erlend- an markað. Árið 1945 byggðum við svo lítið hús með það fyrir augum að nota það sem reykhús, reykja þar bæði kjöt og allskonar fisk, og héldum einnig áfram fiskverkun. Eftir nokkur ár hættum við með reykhúsið, en stækkuðum það hús fyrir fiskverkunina, sem við héld- um áfram enn um sinn. Þetta var allt í afar smáum stíl og gekk stórslysalaust. Eg fann að þetta veitti Sigurði nokkra ánægju og uppfyllti að einhverju leyti at- hafnaþrá hans og gaf hugmynda- ríki hans viðfangsefni. En svo urð- um við því miður að hætta þessari starfsemi okkar 1956. Þá hafði verið tap á rekstrinum 2 síðustu árin. Seldum við þá eignirnar, sem dugðu rétt fyrir skuldum. Eg minnist þess að á þessum ár- um starfaði Sigurður mikið fyrir Slysavarnadeildina hér. Hann vann að þeim málum með miklum áhuga og dugnaði, en eitthvað átti félagsskapurinn þá erfitt upp- dráttar, vantaði forystumenn, svo þetta lenti allt á Sigurði. Ég ákvað þá að hlaupa undir bagga með honum í starfinu og reyna að létta af honum þeim miklu áhyggjum sem hann var farinn að hafa af gangi mála í félagsdeildinni. Skóverkstæðið var lengi vinsæll staður fyrir menn og voru þar oft fjörugar samræður manna á milli, sérstaklega var það á síðari árum þegar vinnan fór að minnka á verkstæðinu að eldri menn vöndu þangað komur sínar, menn sem voru hættir að stunda vinnu ýmist fyrir aldurs sakir eða vegna veik- inda. Fór þetta mjög í vana og varð föst regla, þarna mættu sömu mennirnir flesta daga og ræddu mál sér til gamans og dægrastytt- ingar. Allir höfðu þeir af þessu ánægju og var þeim andleg hress- ing og endurnæring. Þetta voru allt kunningjar og vinir og þó þeir væru ekki alltaf sammála og hækkuðu stundum róminn, sakaði það ekki því allir voru ánægðir að enduðum góðum degi. Sigurður hafði gaman af þessu, tók góðan þátt í umræðum og saknaði þess ef menn mættu ekki. Þetta var nú kallað Elliheimili, en elliheimili er í smíðum og bíða margir eftir að komast þangað og eflaust ein- hverjir af þeim sem þarna hafa komið saman. Á námsárum Sigurðar á Akur- eyri kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guðbjarts- dóttur, sem fylgdi honum langa ævi gegnum lífið í öllum þeim margbreytiieik sem þau upplifðu og erfiðieikum sem þau urðu að ganga í gegnum. Hún reyndist Sigurði traustur og góður félagi og var sambúð þeirra góð. Elín er nú við allgóða heilsu og óskert minni, að verða 90 ára gömul. Þeim varð ekki barna auðið, en í þess stað tóku þau að sér systurdóttur Elín- ar, Sigurlínu, þegar hún var 1 árs og gerðu að kjördóttur sinni. Var hún hjá þeim þar til hún giftist Kristmundi Stefánssyni og eru þau búsett hér í Ólafsfirði. Þá tóku þau síðar í fóstur Þor- stein M. Einarsson og var hann einnig hjá þeim til fullorðinsára, hann er giftur Önnu Gunnlaugs- dóttur og búa þau einnig í Ólafs- firði. Enn áttu þau hjón eftir að gera betur, þau tóku elsta son Sig- urlínu, Sigurð Jón, til fósturs þeg- ar hann var 5 ára, hann er giftur og búsettur á Dalvík. Þessi börn hugsuðu þau um, sem væru þau öll þeirra eigin börn, þannig öðlaðist heimilið meira líf og börnin veittu þeim hjónum gleði og ánægju. Sigurður var hreinskiptinn maður og ákveðinn í skoðunum og hélt þeim fram með einurð við hvern sem var, oft ómyrkur í máli, en trygglyndur og drengur góður. Hann tók andstreymi lífsins með karlmennsku og lét ekki bugast, en efldist við hverja raun. í Ólafsfirði átti hann sína beztu daga og hér leið honum oftast vel, hér voru næg verkefni fyrir at- hafnasaman og dugandi mann, svo sem var draumur hins unga manns, erfiðleikarnir og óhöppin sem að steðjuðu um tíma voru öli að baki og hér naut hann sín full- komlega, enda hafði hann stund- um orð á því að héðan færi hann ekki lifandi. Nú hefur hinsvegar sá kallað, sem enginn kann í móti að mæla og minn gamli trygglyndi og góði vinur vissi það svo mæta vel, hann var burt kallaður frá þessu lífi í hárri elli á Sjúkrahús- inu á Akureyri 30. september sl. Sigurður var viðbúinn þessu kalli og það kom heldur engum á óvart. Á síðari árum var Sigurður orðinn mjög trúaður maður. Hafði alla tíð hugsað og talað mikið um trúmál, framan af var hann efa- semdarmaður en leitandi að ör- yggi og vissu í þeim efnum. Hin síðari ár var engan efa hjá honum að finna í trúarlegum efnum, þar var full vissa um almætti Guðs, um óendanlegan kærleika hans, miskunn og náð, og nú er hann kominn til þeirra himnesku bú- staða, sem hann var sannfærður um að myndu bíða hans fyrir náð Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Friður Guðs sé með hon- um, en minninguna eigum við eftir um okkar ágæta Sigga skó. Þorvaldur Þorsteinsson ATIIYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að herast blaðinu með gMum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði, að herast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðsta tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- Þirmi. Þess skal einnig getið. af marggcfnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með gfiðu línuhili. t Systir mín og mágkona, INGUNN GÍSLADÓTTIR, hjúkrunarkona, Háaleitisbraut 49, lést á Landspítalanum 8. október. Jaröarförin auglýst síöar. Guörún V. Gísladóttír, Jón K. Björnsson. t Móöir okkar, GUORÚN JÓNSDÓTTIR, Stigahlíö 24, andaöist í Landspítalanum 9. október. Börn hinnar látnu. t Moðir okkar, ÁGÚSTA ÁRNADÓTTIR frá Kárastööum, Akurgerði 22, andaöist í Borgarspítalanum 9. október. Fanney Oddsdóttir, Árni Halldórsson. t Eiginmaður minn, faöir okkar og sonur, ÞORSTEINN BIRGIR EGILSSON, Búlandi 16, lést aö heimili sínu 9. október. Hanna María ísaks, Elínborg Jónsdóttir, Egill Þorsteinsson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Sólrún Margrét Þorsteinsdóttir, Egíll Þorsteinsson. t Systir mín, fósturmóóir okkar og tengdamóöir, GUNNÞÓRA VIGFÚFDÓTTIR, Skaftahlíó 27, lést aö Vifilsstöðum þann 9. október. Anna Vigfúsdóttir, Sigþór K. Jóhannsson, Steinunn Siguröardóttir, Gunnþóra Freyja Jóhannsdóttir, Úlfar Guömundsson, Kristján Hermannsson, Lena Lísa Árnadóttir. Faöfr okkar, LÁRUS RUNÓLFSSON, fyrrverandi hafnsögumaöur, Öldustíg 16, Sauöárkróki, veröur jarösunginn frá Sauöárkróksklrkju, laugardaginn 10. október kl. 2.00. Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn og sonur, ÓLI BJÖRN KÆRNESTED, veröur jarösunginn fró Bústaöakirkju, mánudaginn 12. október kl. 3 siödegis. F.h. vandamanna, Sigríöur G. Kœrnested, Hildur B. Kærnested. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, HAFSTEINS BERGÞÓRSSONAR, framkvæmdastjóra. Magnea Ingibjörg Jónsdóftir, Helga Hafsteinsdóttir, Jón Bergþór Hafsteinsson, Gunnar Ingi Hafsteinsson, Hafsteinn Hafsteinsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, EIRÍKS MAGNÚSSONAR, bókbindara, Laugavegi 43B. Kristín Eiríksdóttir, Leifur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.