Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar rltstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Þinghald í haustskuggum Þrátt fyrir ytra góðæri: fiskisæld, hátt útflutningsverð sjávarafurða og hagstæða gengisþróun, sem allt ætti að efla viðnám gegn verðbólgu og styrkja lífskjörin í landinu, hvíla haustskuggar yfir atvinnuvegum þjóðarbúsins. Hvar sem borið er niður blasa við fyrirtæki á horrim, hallarekst- ur og skuldasöfnun. Gildir einu, hvort um er að ræða einka- rekstur, samvinnurekstur eða opinberar þjónustustofnanir. Rekstraröryggi fyrirtækja og atvinnuöryggi fólks heyrir til liðnum tíma. Ovissa um framtíðina grúfir yfir þjóðlífinu. Það er að vísu ekki nýlunda að skin og skúrir skiptist á í íslenzkum þjóðarbúskap, en hitt er óvenjulegt, að saman fari ytra góðæri og „móðuharðindi af mannavöldum", svo notuð séu fleyg orð frá liðnum tíma. Alþingi, sem kemur saman í dag, hefur því við ærinn vanda að glíma, því treysta verður undirstöðu þjóðarbúskaparins, verðmætasköpunina í atvinnulífinu, sem ber uppi lífskjör þjóðar og þegna. Báðar megingreinar sjávarútvegs, veiðar og vinnsla, ekki sízt frystiiðnaðurinn, eru reknar með verulegum halla, sem hlýtur að leiða til samdráttar eða stöðvunar, ef fram heldur sem horfir. Iðnaðurinn, fyrst og fremst útflutnings- og sam- keppnisiðnaður, sætir sama hlutskipti, og eru aðvaranir for- sjármanna iðnaðardeilda SIS á Akureyri glöggt dæmi þar um. Ymis útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sem afkoma heilla byggðarlaga hvílir á, eru á vonarvöl, samanber nýlega uppákomu í atvinnumálum Raufarhafnar. Samhliða um- fjöllun ríkisfjármála og efnahagsmála, sem vissulega tengj- ast stöðu atvinnuveganna, hlýtur það að verða meginverk- efni Alþingis næstu vikurnar, að treysta stoðir rekstrar- og atvinnuöryggis í landinu. Þá kemst Alþingi ekki hjá því að taka ákvarðanir varð- andi stórvirkjanir og stóriðju, sem alltof lengi hafa dregizt, m.a. vegna ósamkomulags á stjórnarheimilinu, en í þessum mikilvæga málaflokki, sem varðar framtíðarhag þjóðarinn- ar meiru en flest annað, hefur Alþýðubandalagið reynzt þröskuldur þröngsýni og afturhalds. Dæmigert fyrir hringl- andaháttinn í stjórnarráðinu er hikið og hummið varðandi Blönduvirkjun, þar sem heimaaðilar segjast bíða yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar, en ríkisstjórnin samkomulags norður þar. Löngu er tímabært að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun og verkefnaröð og tímasetningu tveggja þeirra næstu. Jafnframt þarf að tryggja arðsemi þeirra og afsetn- ingarmöguleika með nýrri stóriðju. Ekkert er hættulegra íslenzkri framtíðarbyggð en það, ef við drögumst lífskjara- lega lengra aftur úr nágrannaþjóðum en orðið er. Landflótt- inn er þegar meir en nægur. Alþingi verður tafarlaust áð taka af skarið, bæði varðandi það að búa betur að hinum hefðbundnu atvinnuvegum, sem nú eiga í vök að verjast, og setja nýjar stoðir undir afkomuöryggi þjóðar og þegna með stóraukinni nýtingu innlendra orkugjafa, m.a. með tilkomu nýrrar stóriðju. Samdráttur hjá SH og Álveri Þannig hefur verið búið að frystiiðnaðinum, undirstöðu- þættinum í útflutningsframleiðslu og gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, að útflutningur SH hefur minnkað um 15—16% á þessu ári, þrátt fyrir fiskisæld. Vinnslan hefur leitað í aðrar greinar. Útflutningur SH nemur nú 44.000 tonnum en var á sama tíma í fyrra 52.700 tonn, að sögn forstjóra sölumiðstöðvarinnar. Framleiðsla frystihúsanna hefur dregizt saman um nærri 10%. Sömu sögu er að segja um álið, sem verið hefur um 15% af heildarútflutningi okkar. Sölur á þessu ári munu væntan- lega nema um 60.000 tonnum en námu liðlega 72.000 tonnum í fyrra. Birgðir álversins munu nú vera um 13.000 tonnum meiri en undir venjulegum kringumstæðum. Þrátt fyrir ýmis teikn ytra góðæris segir samdráttur til sín víðast í þjóðarbúskapnum. Þannig sýna verkin merkin. Það er meir en tímabært að Alþingi veiti værukærum ráð- herrum það aðhald, sem til þess þarf að þeir vakni til vitundar um þær staðreyndir og þá hættuboða, sem hvar- vetna blasa við íslenzkum atvinnuvegum. i Ásgerður útskýrir myndir sýnar fyrir blaðamönnum, en hún vefur að mestu úr islenskri ull, og litar hana stundum sjálf. Áð auki notar hún hrosshár, og i einni myndinni meira að segja skeljar. Listasafn alþýðu 10. okt. — 1. nóvember; Y f irJitssýning á verk- um Ásgerðar Búadóttur í DAG, laugardag, verður opnuð yfirlitssýning á verkum Ásgerðar Búadóttur i Listasafni alþýðu. Á sýningunni eru 38 verk, hið elsta er frá 1957, en yngstu verkin eru unnin á þessu ári. Þau eru ýmist i eigu listakonunnar sjálfrar eða einkaaðila og stofnana hér á landi. Þetta er fyrsta yfirlitssýning Ásgerðar, en hún hefur áður haldið þrjár einkasýningar hér á landi, fyrst í vinnustofu sinni að Karfavogi 22 árið 1962, síðan í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1964 og í Unuhúsi við Veghúsa- stíg 1967. Að auki hefur Ásgerð- ur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis og er skemmst að minnast haustsýn- ingar FÍM í fyrra en þar var hún ásamt öðrum valin í „kjarna" sýningarinnar á Kjarvals- stöðum. Hún nam við Handíða- og myndlistaskólann á árunum 1942—46 og síðan við Konung- lega akademíið í Kaupmanna- höfn 1946—49. í sýningarskrá segir Hörður Ágústsson m.a.: „... Ásgerður keypti sér vefstól í Kaupmannahöfn og tók hann með sér heim að námi loknu án þess eiginlega að vita hvað hún ætlaði að gera við hann, eins og hún sjálf hefur orðað það. Stóll- inn sá arna varð henni engu að síður örlagavaldur. Með hjálp góðra manna, sjálfsaga og list- rænni forvitni, lærðist henni smátt og smátt að ná tökum á þessu undratæki, þar til undan iðjusömum höndum hennar tóku að vaxa dúkar er í voru greypt myndverk er brátt tóku að vekja athygli. Hálfum tug ára eftir að hún hóf að slá vef sinn fékk hún verðlaun á alþjóðlegri listsýn- ingu í Þýskalandi. Síðan hefur frægð hennar farið vaxandi, ekki aðeins á heimaslóðum heldur ekki síður á erlendum vettvangi. Er skemmst að minnast þess, að hún var valin til að vinna veggmynd eina stóra til prýðis fundarsal Norræna menning- arsjóðsins í Kaupmannahöfn." í mars á næsta ári fer hluti þeirra verka sem nú eru á sýn- ingunni á farandsýningu um Bandaríkin sem nefnist „Scandi- navia today“. Verður farið með verk Ásgerðar til 5 borga á næstu tveim árum. Á sýningunni verða einnig sýndar litskyggnur um ævi og feril Ásgerðar og verka hennar, og seld póstkort í lit af fjórum verkanna. Sýningin verður opin til 1. nóvember nk. „Brauðvikan“ Undirtektir farið fram úr glæstustu vonum „„BRAUÐVIKAN* hefur gengið mjög vel fyrir sig og undirtektir hakara og viðskiptavina við þessari hugmynd farið fram úr glæstustu vonum — bak- arar hafa aukið brauðúr- val sitt mikið og verið mjög virkir í brauðkynn- ingunni,“ sagði Jóhannes Björnsson, formaður Landssamhands hakara- meistara, er hann var innt- ur eftir „Brauðvikunni“ sem hófst sl. laugardag en lýkur i dag. „Markmiðið með „Brauð- vikunni" er að kynna fyrir fólki hversu holl brauð- neysla er og auka þar með brauðneysluna. Brauðúrval í bakaríum er nú meira en nokkru sinni og hafa bak- arar á boðstólum frá 20 upp Jóhannes Björnsson, formaður Landssambands bakarameistara, að störfum. í 30 tegundir í bakaríum sínum núna. Það kemur svo í ljós að lokinni „Brauðvik- unni“ hvað best fellur að smekk fólksins. Það er greinilegt að fólk hugsar miklu meira um hvað er í brauðunum nú en áður. Það er t.d. mjög al- gengt að fólk spyrji hvort það sé sykur eða fita í til- teknu brauði, en þessi efni eru í fæstum brauðtegund- um núorðið. Um „Brauðvik- una“ er það annars að segja að hún virðist ætla að ná tilgangi sínum og eru allir bakarar sem ég hef talað við sammála um það. Að lokum vildi ég svo minna á slagorð okkar bakara „6 til 8 brauðsneiðar á dag — heilsunnar vegna“,“ sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.