Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 Hæstiréttur: Kröfu um greiðslu vaxtavaxta hrundið í H/ESTARÉTTI var í síðustu viku hrundið kröfu um greiðslu vaxtavaxta af dómskuld. Um þetta hefur verið nvissa í áratugi, en Seðlabankinn hefur engar rcelur sett um greiðslu vaxta- vaxta yfirleitt, þó hann hafi lagalega heimild til þess. Krafan um vaxtavexti af dómskuld er hin fvrsta, sem kemur (il úrskurðar dómstóla við núverandi lagaaósla'óur. Dómur llæstaréttar um, að ekki mej>i krefja vaxtavexta af dóm- skuld kann að hafa víðtæk áhrif á töku vaxtavaxta af öðrum skuldum en dóm skuldum. Atvik málsins eru þau, að frávikn- intí horftarstarfsmanns árið 1975 var, með dómi BorKardóms í marz 1979, dæmd óréttmæt og honum, dæmdar 3,5 milljónir (jkróna ásamt vöxtum frá uppsöiírvtil ftreiðsludatís, auk málskostnaðar. Bornarsjóður lireiddi dæmdar bætur, málskostnað, ot; einfalda vexti ok annan kostnað hinn 25. maí 1979. Starfsmaðurinn krafðist þá vaxta af vöxtunum en Borparsjóður synjaði. Úrskurður gekk starfsmanninum í vil í fógetarétti. Borparsjóður áfrýj- aði til Hæstaréttar ok féll dómur í síðustu viku; það er, að kröfu starfsmannsins var synjað. Þá var starfsmanninum gert að (jreiða Borgarsjóði 5.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Þrír Hæstaréttardómarar, þeir Björn Sveinbjörnsson, Benedikt S'itíurjónsson og Mat;nús Þ. Torfa- son, hrundu kröfu um tíreiðslu vaxtavaxta, en þeir Þór Vilhjálms- son ok Sit;uri;eir Jónsson skiluðu sératkvæði. Löt;maður starfsmannsins var Tómas Gunnarsson, hrl., en löt;mað- ur Bort;arsjóðs Reykjavíkur var Magnús Óskarsson, hrl. „Undrast stórkostlega samþykkt þessa,“ — Ljósm. Mbl. í tilefni áttræðisafmælis Kristmanns Guðmundssonar gefur Almenna bókafélagið út nýja Ijóðabók eftir hann. Nefnist hún llaustljóð og er gefin út í 300 eintökum, sem öll eru tölusett. Haustljóð eru alls 42 að tölu um margs konar efni og í margs konar formi — allt frá lausavísum til prósaljóða. Bókin er 112 blaðsíður og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Meðfylgjandi mynd af Kristmanni Guðmundssyni var tekin í gær. Á myndinni eru dætur hans. Frá vinstri: Hrefna, Vildís, Kaðlín, Ingilín, Ninja og Randi. „Fráleitt að salta áfram án fyrirframsamninga“ - segir Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar - segir Andrés Björnsson útvarpsstjóri „ÉG undrast stórkostlega samþykkt þessa, sem bersýnilega styður við lagabrot." Þetta sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri er Mbl. innti hann eftir viðbrögðum útvarpsins við samþykkt borgarráðs á þriðjudag- inn þar sem Videoson hf. var heimilað að leggja kapla í jörð, en með því þarf fyrirtækið að grafa í götur borgarinnar. Eru kaplarnir ætlaðir til dreifingar efnis af myndböndum. Heimildin var sam- þykkt með fjórum atkvæðum gegn „Ég skil bara ekki í borgarráði að samþykkja þetta. Mér þykir þetta ósæmilegt af eins virðulegu ráði og borgarráði, sem ég hélt að myndi virða lög og reglur," sagði Andrés Björnsson. Óveðursskemmdir á Djúpavogi l)jupavi>i»i. 23. okióhcr ÍHKI. SÍDASTLIDINN mánudag gekk hér í norðan storm. Þann dag komu tveir bátar hér inn með síld, og var saltað fram eftir kvöldi. Aðfaranótt Loðnan: Nærri 1000 lesta meðalafli IHIKKALEG loðnuveiði var á miðun- um norður af landinu í fyrrinótt en um miðjan dag í gær höfðu 5 skip tilkynnt um afla, samtals 4780 lestir, og er því meðalafli á skip 956 lestir. Skipin, sem tilkynntu um afla eru þessi: Sigurður RFl 1400 lestir, Gígja RE 730, Sighvatur Bjarnason 700, Gullberg VE 550 og Beitir NK 1400 lestir. Þegar sagt var frá aflahæstu loðnuskipunum sl. sunnudagskvöld í Morgunblaðinu í gær, hafði eitt skip fallið niður í skýrslu loðnunefndar, en það er Svanur RE sem kominn var meö 7753 lestir á sunnudag. þriðjudags herti veðrið og var kom- ið fárviðri upp úr miðnætti, og geis- aði það fram yfir hádegi á þriðju- dag, en úr því fór að lægja. Talsverðar skemmdir urðu hér í kauptúninu, þakplötur fuku af nýbyggðu sundlaugarhúsi og fleiri húsum, rúður brotnuðu í nokkrum byggingum og að minnsta kosti tveir bílar skemmdust er þeir urðu fyrir fjúkandi járni. Símasambands- laust var hér fram eftir vikunni, og er reyndar megnasta ólag á símanum ennþá. Síld hefur verið söltuð dag hvern í þessari viku. í gærkvöldi var búið að salta í um 1300 tunn- ur, og tveir bátar eru hér í dag með um 1000 tunnur. Hefur lifn- að heldur yfir fólki hér, eftir langvarandi atvinnuleysi. Trillubátar hafa fengið góðan afla hér úti í firðinum, en nokkur hætta er á að ekki verði hægt að taka fisk af þeim vegna þess að allir skreiðarhjallar fóru niður í rokinu. — Ingimar. NÚ ER búið að salta í yfir 90 þúsund tunnur síldar af þeim 170 þúsund tunnum sem samið var um fyrir- fram, áður en yfirstandandi síldar- vertíð hófst. Ef síldveiði heldur áfram að vera jafngóð og hún hefur verið síðustu dægrin er líklegt að síldarsöltun Ijúki á næstu tveimur vikum, en Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri síldarútvegsnefndar telur fráleitt að halda áfram söltun án fyrirframsamninga vegna ástandsins á mörkuðunum. „Það hafa engar frekari fyrir- framsölur tekist á saltaðri síld síðustu vikurnar og engar horfur á viðbótarsamningum, þar sem við þurfum að krefjast 30—40% hærra verðs en keppninautarnir, fslenzka óperan: AÐALFUNDUR íslenzku óperunn- ar, sem haldinn verður í dag, tekur afstöðu til samkomulags, sem fyrir liggur um kaup óperunnar á Gamla ef nokkurt vit á að vera í því að halda söltun áfram,“ sagði Gunn- ar Flóvenz framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar þegar Morg- unblaðið ræddi við hann. „Það hefur verið mjög mikið saltað síðustu sólarhringa og heildarsöltunin er nú um 90 þús- und tunnur. Ef veiðin verður áfram svipuð og undanfarna daga er sennilegt að búið verði að salta innan tveggja vikna þær 170 þús- und tunnur sem samtals hafa ver- ið seldar með fyrirframsamning- um,“ sagði hann ennfremur. Gunnar sagði ennfremur, að til þess að uppfylla alla fyrirfram- samninga saltaðrar síldar væri áætlað að þurfi 24 þúsund tonn af bíói og mun kaupverðið vera 8,5 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu tek- ur íslenzka óperan við Gamla bíói hráefni. Heildarkvótinn á vertíð- inni væri 42.500 tonn og væri gert ráð fyrir að mismunurinn 18—19 þúsund tonn færu til frystingar. „Svo til allur sá afli, sem fengist hefur til þessa hefur farið til sölt- unar, en sáralítið til frystingar. Ég tel mjög óheppilegt að fryst- ingin hafi verið látin sitja á hak- anum, því þegar söltun lýkur geta frystihúsin ekki annað móttöku alls síldaraflans þá daga sem vel kann að aflast. Eins og ástandið er á saltsíld- armörkuðunum í dag, tel ég frá- leitt að salta án fyrirframsamn- inga,“ sagði Gunnar Flóvenz að lokum. 5. nóvember nk., en þremur dögum áður, 2. nóv er Gamla Bíó 75 ára. Hilmar Garðars, framkvæmda- stjóri Gamla bíós, sagðist í sam- tali við Mbl. í gær ekki vilja segja neitt um samningamálin við Is- lenzku óperuna að svo stöddu. Hins vegar sagði hann Gamla bíó halda upp á 75 ára afmælið með sýningum á ýmsum eldri stór- myndum, m.a. myndinni Morgunn lífsins, sem gerð er eftir sögu Kristmanns Guðmundssonar og á afmælisdaginn verður sýnd kvikmyndin Fjalla-Eyvindur eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Þá sagði Hilmar að aukamyndir á þessum afmælissýningum yrðu myndir, sem stofnandi Gamla bíós, Bíó-Petersen, tók. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri íslenzku óperunnar, sagði í samtali við Mbl. í gær, að félagar óperunnar væru nú um 1200 tals- ins; þeir 900, sem sóttu minn- ingartónleikana um Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánsson í fyrra og um 300 manns sem hafa gengið í félagið síðan. Loðnuverdsákvörðunin: „Formaður Sjómannasambandsins við- urkenni mistök sín, eða segi af sér,“ MORGUNBLADINU barst í gær ályktun frá skipshöfninni á Hrafni (iK 12, þar sem hún fer þess á leit að Oskar Vigfússon formaður Sjó- ntannasambands Islands viður- kenni opinberlega að honum hafi orðið á inistök er hann samþykkti nýákveðið loðnuverð ella segi hann af sér, sem formaður Sjó- mannasambands íslands. Áiyktun skipverja á Hrafni GK er svohljóðandi: „Við teljum að starf formanns - segja skipverjar á Hrafni GK 12 Sjómannasambands íslands sé að standa vörð um kaup og kjör ís- lenzkra sjómanna, en svo virðist aldeilis ekki vera, því með at- kvæði sínu í Verðlagsráði hefur Óskar Vigfússon staðið að verð- ákvörðun, sem þýðir um eða yfir 20% kjaraskerðingu á þessu ári fyrir loðnusjómenn. Við viljum benda Óskari á, að á meðan við þurfum að taka á móti þessari kjaraskerðingu þá fá aðrar stétt- ir í landinu fullar hækkanir á laun sín. Þær forsendur sem Óskar afsakaði sínar gerðir með, teljum við vera alrangar. Verðfall á loðnuafurðum eru ekki eins miklar og af er látið, heldur er gengi ísl. krónunnar rangt skráð. Við viljum benda Óskari Vigfús- syni á þá staðreynd að hann er kosinn sem formaður Sjómanna- sambands íslands til að berjast fyrir okkar kjörum og að ákvörð- un um fiskverð það er loðnuverð i þessu tilvki er okkar kjarabar- átta. Við áhöfnin á Hrafni GK 12, skorum því á Óskar Vigfússon að hann viðurkenni að honum hafi orið á stór mistök í síðustu kjara- baráttu okkar sjómanna, sem var ákvörðun loðnuverðs, eða að segja af sér sem formaður Sjó- mannasambands Islands." Kaupverð Gamla bíós 8,5 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.