Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 21
20 MORGIJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 21 pítrgrn; Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. . Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Myntbreyting og brostnar vonir Það vakti alþjóðarathynli í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra, að m.vnthreytinf; sú, sem núverandi ríkisstjórn jjekkst fyrir, þ.e. framkvæmd hennar án nauðsynlej'ra hliðarráðstafana, hlaut haröa Kaj?n- rýni, ekki einunjíis úr hendi stjórnarandstæðinj;a, heldur ekki síður úr liði stjórnarsinna. „Vonirnar, sem bundnar vóru við myntbreytinj;una eru nú brostnar,“ saj;ði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins. „Auj;- Ijóst er að jyaldmiðilsbreytinj;in hefur haft umtalsverð áhrif til hækkunar verðlaj;s,“ saj;ði Guðrún Helj;adóttir, þinj;maður Alþýðubandalaj;s. Myntbreytinj;in er mesta svindl í efnahaj;smálum, sem nokkur ríkisstjórn hefur leikið, saj;ði Sij;hvatur Björj;vinsson, og bætti við, að nýkrónan hefði á 10 mánuðum hrapað um 30%. Það skiptir oft meira máli en töluð orð, hvað látið er ósagt. Enj;inn stjórnarsinni, ekki einu sinni forsætisráðherra, tíundaði það „ágæti“ mynthreytinj;arinnar, sem kunnjyört var af ráðherrum, er hún var boðuð. Sú þoj;n talaði sínu máli. Stjórnarsinnar veitast að forsætisráðherra Forsætisráðherra fór um það stórum orðum, að tekist hefði að tryggja verðmæti sparifjár í bankakerfinu. Um þetta efni saj;ði Guðrún Helj;adóttir, þinj;maður Alþýðubandalaj;s: „Hæstvirtur forsætisráðherra saj;ði hér áðan, að nú lej;ði almenninj;ur j;laður fé sitt í banka í öruj;gri vissu um ávöxtun, en þessi almenninj;ur hefur ekkert fé til að ávaxta ...“ Þetta var sannleikurinn að baki j;lansmyndar forsætisráðherra séður með auj;um hennar. Kjartan Jóhannsson dró upp nokkrar myndir af kjarastöðu láj;launa- fólks á yfirstandandi valdatíma Alþýðubandalaj;sins í skjóli forsætis- ráðherra. Undir þá gaj;nrýni á j;lansmynd forsætisráðherra tók Guðrún Helj;adóttir er hún sagði: „Upplestur Kjartans Jóhannssonar hér áðan úr Nýju landi er auðvitað sannleikanum samkvæmur." Ekki bætti Stefán Jónsson úr skák, er hann afsakaði starfsleysi Hjör- leifs Guttormssonar í iðnaðarráðuneytinu með því, að hann hefði haft við ærinn vanda að j;líma þar, vej;na slæms arfs frá forverum sínum, en forsætisráðherra gegndi störfum iðnaðarráðherra fjögur ár á undan Hjörleifi. Hvers á forsætisráðherra, forveri Hjörleifs í iðnaðarráðuneýti, að jyalda, að sæta slíkum aðdróttunum úr stuðningsliði? Framsóknartær og kærleiksdramað Ein af meginástæðum fyrir því, að Alþýðubandalagið tekur á sig þá ábyrgð að sitja í núverandi ríkisstjórn og öðrum áður,“ upplýsti Guðrún Helgadóttir í útvarpsumræðunum, „er einmitt það vald, sem sú þátttaka veitir okkur yfir alrangri stefnu í utanríkismálum ...“! Hvaða vald yfir utanríkismálum hefur Alþýðubandalagið í núverandi ríkisstjórn, sem Guðrún telur hvorki meira né minna en réttlæta stjórnaraðild þess? Felst það e.t.v. í margumtöluðu neitunarvaldi, sem virðist feimnismál á stjórnarheimilinu? Upphafsorð Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, í þessari umræðu, að Framsóknarflokkurinn treysti Ólafi Jóhannessyni öðrum betur til stjórnunar í utanríkisráðuneytinu, munu töluð af tilefni þessarar upp- Ijóstrunar Guðrúnar Helgadóttur. Hélt viðskiptaráðherra í alvöru áð ein- hver efaðist um það traust? Guörún Helgadóttir sagði ennfremur, „að við Alþýðubandalagsmenn höfum orðið að standa á tánum á forystumönnum Framsóknarflokksins til að hindra síauknar framkvæmdir og umsvif bandaríska hersins hér í landinu". Spurning er, hvern veg hinar pólitísku framsóknartær verða leiknar um það er bil er kærleiksdrama ríkisstjórnarinnar lýkur? Eru Ólafslög orsök vandans? Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og margfaldur ráð- herra, sagði orðrétt í útvarpsumræðunum um hinn skerta kaupmátt láglaunafólks: „Skerðingin, sem svokölluð Ólafslög höfðu í för með sér á kaupi, var samtals í kringum 15%. Það er þessi vandi, það eru þessi kjör sem launamenn á Islandi núna takast á við.“ Svo mörg vóru þau orð. Með nafngiftinni, Ólafslög, reynir Svavar að koma kaupmáttarskerðingu, sem vaxið hefur með hverjum ráðherramán- uði hans sjálfs, yfir á Ólaf Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, og Framsóknarflokkinn. Unr hitt þagði Svavar, að hann sjálfur, og allir þáverandi þingmenn Alþýðubandalagsins stóðu að og samþykktu Ólafslög. „Það eru ekki allir viðhlæjoendur verkafólks vinir þess,“ bætti hann við. Sjálfur er hann og forysta Alþýðubandalagsins öll, sterkasta sönnunin á sannleiksgildi þeirra orða. Myntbreytingin skálkaskjól áframhaldandi verðbólguvaxtar Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, flutti við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld: Herra forseti. Góðir áheyrendur. Víst væri það ánæjyulegt, ef taka mætti allt gilt, sem síðasti ræðumaður sagði. Allt í lagi, slétt og fellt, tæpast skýhnoðrar við sjóndeildarhringinn. Það er ekki amalegt að geta varpað þannig öll- um áhyggjum af sér. En því mið- ur. Stefnuræða forsætisráðherra einkennist af sjálfshóli, sjálfs- ánæjdu og sjálfsblekkingu. Hælst var um, að full atvinna væri tryggð. En atvinnuleysi, hvað sem öðrum löndum líður, hefur ekki þekkst hér á landi í hálfan annan áratug, jdaldeyristekjur okkar minnkuðu um nær helming, og stóð þó, stutt, þótt brottflutn- ingur úr landi teljist óneitanlega að hluta til dulbúið atvinnuleysi. F'rammistaða ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er því ekki afrek. Atvinnufyrirtækin standa á brauðfótum Síðasti ræðumaður minntist ekkert á það, að allur síldarflotinn var bundinn í höfn meira en viku nú á hávertíðinni — að tvívegis lá við stöðvun loðnuflotans, — að bolfiskverö, sem gilda á frá 1. október til áramóta, hefur ekki verið ákveðið enn. Og hvernig var síldar- og loðnuverð ákveðið? Og hvaða ráðagerðir eru um almenna fiskverðákvörðun? Þegar fiskverð á erlendum mörkuðum er í hámarki tæmist sjóður hverrar fiskvinnslugreinar á fætur annarri í verðjöfnunar- sjóði og til stórfelldra skulda er stofnað. Milljón nýrra króna í síldina, 46 milljón kr. lántaka í loðnudeild- ina, 24 milljónir vantar í frysti- deildina frá því fyrr á árinu. Frysting er rekin með 6,7% tapi nú fyrir fiskverðshækkun, sem verður um 9%, ef sjómenn eiga að fá sömu hækkun og launþegar í landi, eftir að hafa þolað skerð- ingu við loðnu- og síldarverðs- ákvörðun. Upplýst er, að samkeppnisiðn- aður er rekinn með 8—10% halla. Menn kunna að yppta öxlum og láta sér fátt um finnast, eins og ráðherrunum, þegar helstu út- flutningsgreinar okkar eru reknar með slíkum halla. En slíkar stað- reyndir bera ekki vitni um at- vinnuöryggi heldur hættu á at- vinnuleysi og fullkomið kæruleysi stjórnvalda. Þótt stjórnvöld virðist heyrn- arlaus og skilningssljó, þá leggja menn við hlustirnar, þegar fréttir berast um stöðvun togara og frystihúsa á Raufarhöfn, Keflavík og víðar, fyrirmyndarfrystihús á Suðureyri er selt, rekstri Skjaldar á Patreksfirði hætt. Verksmiðjum SÍS á Akureyri er lokað um miðj- an dag til að aðvara fólkið um yf- irvofandi uppsagnir og rekstur fjölmargra saumastofa víða um land hefur þegar stöðvast. 27 frystihús eru í sérstakri athugun vegna hættu á stöðvun og rekstur 19 togara, skrásettra 1977—80 sýnist vonlaus að óbreyttum skil- yrðum. Slíkar fréttir sýna, að atvinnu- fyrirtækin standa á brauðfótum og eru rekin með tapi vegna þess fyrst og fremst hvaða skilyrði þeim eru búin af hálfu stjórn- valda. Fólkið, sem býr við þetta örygg- isleysi, veit hvað klukkan slær, þótt stjórnvöld geri sér þess ekki grein. Verður gengið fellt eftir landsfund? Og forsætisráðherra var að hrósa sér af stöðugu gengi ís^ lensku krónunnar hér áðan. í stefnuræðu sinni í fyrra áfelldist hann forvera sína í ríkisstjórn með þessum orðum: „í lok síðasta árs (þ.e. 1979) var verðhækkunum innanlands og stöðnun fiskverðs á Bandaríkjamarkaði ekki mætt með nauðsynlegri aðlögun gengis," og hrósar sér síðan af að hafa m.a. með miklu gengissigi undanfarnar vikur kippt hlutunum í lag. Þetta var í fyrra. Nú hrósar ríkisstjórn- in sér af stöðugu gengi, en boðar um leið nýja gengisfellingu, ef miða á gengisskráningu við, „að rekstrargrundvöllur útflutnings- atvinnuveganna og þeirra at- vinnugreina, sem eiga í samkeppni við innflutning v.erði tryggður", eins og við heyrðum forsætisráð- herra segja hér áðan. Það er vissu- lega með eindæmum, að forsætis- ráðherra skuli með góðum fyrir- vara boða gengisfellingu og gefa kaupmennsku byr undir báða væagi. Það er raunar ekkert leyndarmál, að af hálfu ríkis- stjórnarinnar eru ákvörðunaraðil- ar að síldar- og loðnuverði fengnir til að sætta sig við verðákvörðun, sem felur í sér hallarekstur með því fyrirheiti, að gengið verði fellt áður en framleiðslan fer úr landi í nóvember og desember. Og það sama er reynt við almenna fisk- verðsákvörðun. Sem dæmi má nefna, að loðnu- mjölsframleiðendur telja hallann vera 14%> í rekstri til viðbótar 42 millj. lántöku, sem ríkissjóður skuldbindur sig til að greiða eftir 2 ár, ef mjölverð í dollurum hefur ekki hækkað þá um 30%. Jafnvel ráðherrar hafa í flimt- ingum að gengið verði fellt fljót- lega í nóvember eða desember eft- ir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Og önnur ástæða til þess að draga gengisfellinguna á langinn er, að áhrifa hennar gæti ekki við útreikning kaupgjaldavísitölu 1. des. nk. og um áramótin, til að velta verðhækkunum fram yfir þau. Verdbólgan og Reagan Og þá erum við komin að sýnd- armennsku ríkisstjórnarinnar í baráttu gegn verðbólgu. Eftir nákvæmlega engan árangur á fyrsta starfsári í fyrra hreykja menn sér af að koma verðbólgunni úr 60% í 40% frá byrjun til loka þessa árs. í þeim efnum getur ríkisstjórn- in fyrst og fremst þakkað Reagan Bandaríkjaforseta hækkun á gengi dollarsins, sem fróðir menn telja, að hafi dregið úr verðhækk- unum hér, er nemi 10—15%. Að öðru leyti getur ríkisstjórnin að- eins hrósað sér af 7% kaupskerð- ingu 1. marz sl., falsi á vísitölu með tilfærslum á niðurgreiðslum og verðhækkunum fyrir og eftir útreikningsdag vísitölu og frest- unum á óhjákvæmilegum verð- hækkunarþörfum opinberra fyrir- tækja og einkafyrirtækja. 17 ára gömul úrelt framfærslu- vísitala er ekki góður mælikvarði á verðbólguvöxtinn. í fyrra sagði forsætisráðherra að ný vísitala yrði tilbúin um síðustu áramót. Nú er ekki minnst á hana lengur, sú gamla vísitala þjónar víst betur í blekkingarleiknum. En við höfum annan mæli- kvarða á verðbólguvöxtinn. í grg. fjárlagafrv. segir, að útgjöld ríkis- ins hafi aukist yfir 60% fyrstu 9 mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Ætli heimilin í land- inu hefðu ekki þurft á svipaðri hækkun að halda og fjármála- ráðherra. Peningabudda fólksins er besti mælikvarðinn á verðbólguna. Eg hySK það samdóma álit manna, að eftir myntbreytinguna endist 100 nýkrónu seðill eða 10 þús. gkr. ekki lengur en 5000 kr. seðill áður. I stað þess að myntbreytingin gat verið öflugt tæki í baráttu gegn verðbólgu, ef stjórnvöld hefðu þekkt sinn vitjunartíma og gert viðeigandi ráðstafanir, þá hefur myntbreytingin því miður jafnvel reynst skálkaskjól áfram- haldandi verðbólguvexti. í stjórnarsáttmála er markmið- ið að koma verðbólgunni niður á sama stig og í viðskiptalöndum þegar á árinu 1982, í stefnuræðu nú „svo fljótt sem kostur er“. Vit- að er að ætlunin var að segja í stefnuræðu að koma verðbólgu niður í 25% en Alþýðubl. ráðherr- ar strikuðu það út, enda verður verðbólgan meira en tugfalt það, ef ekkert er að gert. Ríkisstjórnin er komin á undan- hald í verðbólgumálum og trúir ekki lengur á eigin markmið og árangur eigin aðgerða. Ríkis- stjórnin hrósar sér af jafnvægi í ríkisfjármálum og peningamálum, þegar slíku jafnvægi er ekki til að dreifa. Það er lítill vandi að hrósa sér af greiðsluafgangi hjá ríkis- sjóði, þegar skattálögur eru aukn- ar og útgjöldum er velt yfir í lánsfjáráætlun. Það er ekki nóg að hrósa sér af því, að skuld við Seðlabanka lækki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu, ef ríkissjóður eykur erlendar lántökur um hærri upphæð. Gísli Blöndal fyrrverandi hagsýslustjóri hefur bent á í grein í Fjármálau'ðindum, að rétt mynd af afkomu ríkisstjóðs og þenslu- áhrifum ríkisfjármála fáist ekki nema að taka slíkar lántökur með í reikninginn. Ef greiðsluaðstaða samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1982 er leiðrétt á þessum forsend- um sýnist við fljótlega athugun verða nær 300 milljón kr. greiðslu- halli á ríkissjóði á næsta ári í stað greiðsluafgangs. Það eru fyist og fremst erlendar lántökur ríkis- sjóðs, sem snúa dæminu við, en þær eiga að aukast um 90% á næsta ári. Erlendar lántökur Innlánsaukning í lánastofnun- um á einnig rætur sínar að rekja m.a. til innflutnings erlends fjár- magns. Það stoðar lítið að binda innlánsfé bankanna til að draga úr þenslu og verðbólgu innan- lands, ef jafnóðum er flutt inn er- lent fjármagn, ef opinberum fyrír- tækjum eins og Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækjum er bannað að hækka taxta sína, og bent á að taka millj- arða gkr. að láni erlendis, sem viðskiptamenn þeirra verða auð- vitað að greiða fyrr en seinna að viðbættum vöxtum um leið og þjónusta þessara fyrirtækja er stefna í voða. Með þessu er hægt að draga úr vexti verðbólgu í bili en með þeirri afleiðingu, að verð- Ræða Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins í út- varpsumræðum í fyrrakvöld hækkanir og verðbólguvöxtur verða því meiri síðar. Fyrir stuttu heimilaði ríkis- stjórnin Framkvæmdasjóði að taka erlent lán til að greiða úr fjárþörf og hallarekstri atvinnu- fyrirtækja víðs vegar um land. Ætli það auki ekki peningaþensl- una og virki þannig eins og olía á verðbólgubálið? Sjálfsblekkingin er svo alger, að fé er bundið hjá innlendum lána- stofnunum og viðskiptavinum vís- að á erlendar lánastofnanir. Það er að vissu marki verið að flytja bankastarfsemina út úr landinu eins og gerst hefur í heild- versluninni áður vegna óraun- hæfra verslunarhafta. Þó er inn- lend bankastarfsemi og innlend verslun forsenda sjálfstæðis okkar. Með þessari stjórnarstefnu er verið að flytja okkur öld aftur í tímann. Ríkisstjórnin lifir á aukn- ingu erlendra lána. Greiðslubyrði afborgana og vaxta á næsta ári hefur aldrei verið meiri og er áætluð 18%. F'orsætisráðherra sagði, að vextir hafi tvívegis verið lækkaðir á þessu ári, en sannleikurinn er sá, að víxilvextir eru prósentustigi hærri en þegar núverandi stjórn tók við og þar sem vextir af vaxta- aukalánum hafa lækkað hafa vextir af skuldabréfum hækkað. Alþýðubandalagið lofaði vaxta- lækkun en fjármagnskostnaður hefur aldrei hækkað meira en á valdatíma þess. Hver er stefna Alþýðubandalags í kaupgjaldsmálum ? Alþýðubandalagið lofaði að tr.Vggja kaupmátt launa. En frá því það komst til valda í sept. 1978 og til nóv. nk. rýrnar kaupmáttur kauptaxta um 9% þótt þjóðartekj- ur á mann séu þær sömu og 20—30% kauphækkun þurfti í raun til að efna loforðið „Sam- ningana í gildi“. Ef launþegasamtökin gerðu jafnvirði 100 þús. kr. mánaðar- launa að kröfu sinni í dag, eins og þau gerðu á ASÍ þingi 1976, þá þyrftu mánaðarlaun nú að vera 6632 kr. Það þýðir kröfu um 35% hækkun á grunnkaupi í dagvinnu. Samkvæmt þessu eru bæði minnihluti og meirihluti'Verka- mannasambandsins með hóflega kröfugerð miðað við það sem formaður þess og núverandi for- seti ASÍ kröfðust 1976. En hver er stefna Alþýðubanda- lagsins í kaupgjaldsmálum? Eg spyr fulltrúa þess í umræðunum hér í kvöld og raunar alla ráð- herra. Standa þeir með meirihluta eða minnihluta Verkamannasam- bandsins? Telja þeir kröfugerð ASÍ og BSRB sannjyarna? Skiptar skoðanir um kröfugerð innan Verkamannasambandsins sýna annars vegar hráskinnaleik kommúnista í kjaramálum og hins vegar að fínu Alþýðubandalags- ráðherrarnir eru nú í verulegri hættu að missa völd sín innan verkalýðshreyfingarinnar. Reynslan sýnir, að Alþýðubanda- lagsráðherrar eru tilbúnir að beita launþegum fyrir vagn sinn og fórna hagsmunum þeirra, ef því er að skipta, til að kaupa sér völd og ráðherrastóla, að því marki, að þeir geti haldið áfram að blekkja launþega, rýra kjör þeirra og mis- nota valdaaðstöðu sína í verka- lýðshreyfingunni. Launþegar sýna nú þess merki, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa ekki ráð þeirra í hendi sér. Og þá fara Alþýðubandalagsráð- herrar að ókyrrast jafnvel í ráð- herrastólum. Samstarfsmenn Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn hafa verið þeim ótrúlega leiðitamir og and- varalausir. Alþýðubandalagið er markvisst að gera einstaklinga, fjölskyldur, heimili, atvinnufyr- irtæki og sveitarfélög háða náð- arbrauði úr hendi valdhafanna. Einum er „reddað" í dag, öðrum á morgun, enn aðrir detta upp fyrir að vilja valdhafanna. Stungid upp í SÍS í bili er stungið upp í SÍS til að hafa Framsóknarmenn góða. Og þótt Sambands hraðfrystihúsið stöðvist í Keflavík er SÍS lánað 100%' í hraðfrystihús á Patreks- firði og gert kleift að kaupa annað á Suðureyri og steypustöð á ísa- firði, þar sem kaupfélagið hefur rambað á barmi gjaldþrots. Þótt SÍS verksmiðjum á Akureyri liggi við stöðvun, kaupir KEÁ hvert fyrirtækið á fætur öðru. En þetta er Framsóknar- mönnum skammgóður vermir, því að til lengdar lifa samvinnufélög- in ekki ef atvinnufyrirtækjum al- mennt eru búin þau skilyrði sem núverandi ríkisstjórn telur sér sæma. Samstarfsmenn kommúnista í ríkisstjórn voru þeim einnig svo leiðitamir og fíknir í valdastólana að þeir skrifuðu undir leynisamn- ing og veittu kommúnistum neit- unarvald í öllum meiriháttar mál- um. Alþýðubandalagið ber það nú fyrir sig til að þvælast fyrir og stöðva svo sjálfsagðar fram- kvæmdir, sem byggingu eldsneyt- isge.vma og flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Geta má nærri, að engin skil- yrði eru til þess meðan núyerandi ríkisstjórn situr, að við íslend- ingar tökum virkari þátt í ákvörð- unum er varða öryggi og varnir okkar sjálfra eins og nauðsyn ber til á viðsjárverðum tímum, enda er lítið fjallað um þessi mikilvægu mál, utanríkis- og öryggismál í stefnuræðu forsætisráðherra. Þau eru feimnismál í núverandi ríkis- stjórn. Ríkisstjórnin hefur notið góð- æris, viðskiptakjör farið heldur batnandi og fiskafli verið í há- marki. F'rá útfærslu efnahagslög- sögunnar í 200 sjómílur hefur þorskaflinn nálægt tvöfaldast, en þótt við höfum haft úr meiri verð- mætum að vinna er hagvöxtur nú að stöðvast. Ekki er búist við að fiskstofnar umhverfis landið þoli öllu meiri veiði og þótt upnt sé að auka framleiðni með bættum tækjabúnaði eins og tölvuvæðingu þá verðum við að sækja í vaxandi mæli einnig á önnur atvinnumið en fiskmiðin umhverfis landið. Auk gróður jarðar verðum við að nýta orkulindir okkar, virkja fossa og hitann í iðrum jarðar. Engin ákvörðun í orkumálum Ríkisstjórnin hefur enn enga ákvörðun tekið. í meira en 3 ár hefur iðnaðarráðherra verið að hugsa en ekkert gerst. Eina afrek iðnaðarráðherra var að tefja Hrauneyjafossvirkjun um eitt ár og blasti alvarleg rafmagns- skömmtun við í vetur, ef þau áform hefðu tekist. En þótt nauðsynlegt sé að nýta orkulindir okkar til að auka ha- gvöxt, þá verðum við að koma orkunni í verð, nýta hana. Það er ekki þörf á nýrri virkjun, jafnvel allan þennan áratug, ef einginn er kaupandi orkunnar, ef orkufrekur iðnaður kemst ekki í gagnið. Þótt sagt sé að iðnaðarráðherra hafi 43 starfshópa í kringum sig, þá er eins og þeir flækist hver fyrir öðrum og rugli ráðherra og ríkisstjórn í ríminu, svo að engin ákvörðun er tekin um orkufrekan iðnað. Síðustu 3 árin hafa farið til lít- ils í þessum efnum. Afleiðingin er sú, nú þegar Hrauneyjarfossvirkj- un er komin í gagnið, renna 8 millj. dollara í hafið eða 64 millj. kr. á hverju ári næstu árin, vegna þess að enginn kaupandi er að orkunni. Gerir ríkisstjórnin sér grein fyrir því, að sá alvarlegi dráttur, sem hefur orðið á ákvörðun í virkjunarmálum veldur því, að sérþekking sú, sem safnast hefur saman við virkjanaframkvæmdir í Þjórsá í einn og halfan áratug, er að tvístrast og dreifast og þar með getum við misst hana niður? Okkur íslendingum er brýn nauðsyn að marka stórhuga at- vinnumálastefnu, er byggist á orkuframkvæmdum og iðnaði, jafnframt stefnumótun í sjávar- útvegi og landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. Við leysum ekki vandamál stöðnunar og verðbólgu með úr- ræðum sósíalista, auknum ríkis- umsvifum, skattaálögum, höftum, boðum og bönnum. Iæið sósíalista er fullreynd í Póllandi og austan tjalds. Við íslendingar kjósum ekki slíka hörmung yfir okkur. Við verðum aftur á móti að draga úr ríkisumsvifum og skattheimtu, nýta frumkvæði, framtak og hug- vit einstaklinganna og búa at- vinnuvegunum almenn skilyrði til að bæta lífskjör í landinu og fé- lagslegt öryggi allra landsins barna. Við finnum okkur þá fyrst út úr vanda verðbólgu og skertra lífs- kjara, ef við höfum skilning á því að hvetja menn til aukinnar verð- mætasköpunar en letja ekki. Kjaramálaráðstefna VSÍ: Kaupkröfugerð ASÍ og verka- lýðsfélaganna er órökstudd Hér fer á eftir samþykkt kjara- málaráðstefnu Vinnuveitendasam- bands Islands, sem samþykkt var í gær samhljóða, svo og ályktun ráð- stefnunnar: 1. Almennur efnahags- grundvöllur samninga Vinnuveitendasamband íslands leggur áherslu á, að grundvöllur kjarabóta við endurnýjun kjara- samninga ræðst fyrst og fremst af aukningu þjóðartekna á mann og af- komu atvinnuvega. Á þessu ári er reiknað með innan við 2% aukningu þjóðartekna. Við ríkjandi aðstæður eru undirstöðuatvinnugreinar lands- manna reknar með verulegum halla. Viðræður um endurnýjun kjara- samninga eru tilgangslausar, ef þær fara ekki fram á grundvelli þessara efnahagslegu staðreynda. 2. Afstaöa til kröfugerðar ASI og verkalýðsfélaganna 2.1. Kaupmáttur hefur haldist óbreyttur frá því að síðustu kjara- samningar voru gerðir. Á samninga- tímanum hefur enginn bati átt sér stað í efnahagslífinu. Efnahagslegar forsendur gildandi samninga hafa fremur veikst en styrkst frá því að þeir voru gerðir. Kaupkröfugerð ASÍ og verkalýðsfélaganna er þó órökstudd og á sér enga efnahags- lega stoð. Hún getur af þeim sökum ekki orðið grundvöllur samninga- viðræðna. 2.2. VSÍ fagnar á hinn bóginn sam- stöðu um tvegjya ára samningstíma og að samningagerð allra félaga fylgist að, þannig að einstakir hópar geti ekki samið eftir á hagstæðara en almennt gerist. 2.3. VSÍ vísar algerlega á bug kröf- um um afturvirkni samninga. Vænt- anlegir samningar eiga að gilda frá undirskriftardegi svo sem venja er til um heildarkjarasamninga. Ljóst er að með kröfu um afturvirkni er einasta verið að gera tilraun til að velta ábyrgð verkalýðshreyfingar- innar af drætti á samningaumleit- unum yfir á vinnuveitendur. Samningaviðræður geta ekki haf- ist af alvöru fyrr en kröfugerð liggur fyrir í heild af hálfu ASÍ og allra sérsambanda þess. Allur dráttur á samningaumleitunum er því á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar. 2.4. VSÍ hafnar kröfum um breytt vísitölukerfi, sem ekki tekur tillit til viðskiptakjara þjóðarbúsins og hamlar í engu gegn víxlhækkunum kaupjyalds og verðlags. Verðbóta- kröfur ASÍ geta því ekki orðið um- ræðugrundvöllur í samningaviðræð- um. 3. Tillögur VSÍ ad umrædugrundvelli 3.1. Samið verði til tvegjya ára frá undirskrift. 3.2. Kaupbre.vtingar fari ekki fram yfir mörk aukningar þjóðartekna á mann. í því sambandi verði tekið til- lit til þeirra launahækkana, sem orð- ið hafa umfram samninga á samn- ingstímabilinu. 3.3 Kaupliðir samninga verði endur- skoðaðir 1. mars 1983 innan þeirra marka, sem breyting á þjóðartekjum á mann árið 1982 segir til um. 3.4. Kaupgjaldsvísitalan verði endurskoðuð i tengslum við nýjan grundvöll framfærsluvísitölu. Megin áhersla verði lögð á: 3.4.1. Að samið verði um nýjan grundvöl! í fullu samræmi við breytta neyslusamsetningu. 3.4.2. Að tekið verði tillit til við- skiptakjara þjóðarbúsins á samn- ingstímabilinu. 3.4.3. Að hamlað verði gegn vixl- hækkunum verðlags og launa með því að láta launaþátt verðbreytinga innlendrar vöru og þjónustu engin áhrif hafa á verðbætur svo sem gilt hefur um búvöruhækkanir. 3.5. Haldið verði áfram umræðum um endurskoðun ákvæða kjarasamn- i nj;a og laga varðandi veikinda- og slysaforföll. Markmið þeirrar endur- skoðunar verði að trygjya afkomu og hagsmuni launþega, er verða fyrir langvarandi forföllum vegna slysa eða veikinda með launagreiðslum í allt að 12 mánuði. Jafnframt því verði sett þak á greiðslu svonefndra staðgengilslauna og iðgjöld til sjúkrasjóða miðuð við greiðslubyrði sjóðanna að teknu tilliti til aukinna greiðslna vinnuveitenda. 3.6. Settar verði verklagsreglur um endurnýjun kjarasamninga, er trvggi að kröfur aðila um breytingar á samningum liggi fyrir með hæfi- legum fyrirvara, þannig að unnt verði að ljúka samningagerð um leið og eldri samningar falla úr gildi. Uppsagnar- og gildistímaákvæðum samninga verði breytt í samræmi við þetta markmið. 3.7. Samningar gildi undantekn- ingarlaust frá undirskriftardegi. 3.8. Samningar allra aðila, þ.m.t. sérsamningar, fylgist að eftir því sem föng eru á. 3.9. Tillögur um breytingar á sér- ákvæðum í einstökum samningum verði settar fram í viðræðum við ein- stök landssamtök verkalýðsfélag- anna. 4. Tillögur gagnvart ríkisstjórn 4.1. Lögin um verðlag og samkeppn- ishömlur taki gildi eins og þau voru samþykkt vorið 1978. 4.2. Skattar á atvinnufyrirtæki verði lækkaðir. I því sambandi er eðli- legast að afnema launaskatt, að- stöðujyald og ýmiss konar stimpil- jyöld. 4.3. Aðflutningsgjöld, þ.m.t. sölu- jyöld af hráefnum, vélum, tækjum, svo og efni til mannvirkjagerðar og varahlutum og tækjum, þ.m.t. raf- eindatækjum, til framleiðslu og þjónustustarfsemi verði felld niður eða lækkuð. Aðgerðir á þessu sviði miði markvisst að því að auka mögu- leika fyrirtækja á tæknivæðingu þannig að unnt verði að legjya grundvöll að aukinni framleiðni. 4.4. Engin lög verði sett né heldur reglugerðir eða reglur um starfsemi atvinnuf.vrirtækja, nema fyrir liggi fullnæjyandi kostnaðarútreikningar. Stjórnvöld beiti sér fyrir því, að á næstu tveimur árum komi ekki til framkvæmda kostnaðarlega íþynjy- andi reglur um starfsemi atvinnu- fyrirtækja. Alyklun kjaramálarád- stei'nu VSI 23. október 1981 A fundi samninganefndar ASÍ 20. október sl. var óskað eftir því að verkalyðsfélögin öfluðu verkfalls- heimilda fyrir 1. nóvember. Þessi verkfallshótun er send út áður en kröfur ligjya fyrir af hálfu verka- lýðsfélaganna og áður en fyrsti við- ræðufundur samningsaðila hefur farið fram. Hér er um fáheyrð vinnubrögð að ræða og af þessu gefna tilefni felur ráðstefnan fram- kvæmdastjórn VSÍ að hefja þegar undirbúning að nauðsynlegum varn- araðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.