Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 39 „Gátum illa samþykkt kjör sem þýskt ruddamenni ákvað okkur“ Greinargerð frá knattspyrnudeild Fram varðandi félagaskipti Péturs Ormslevs til vestur-þýzka félagsins Fortuna Dússeldorf. Nú um nokkra hríð hafa dagblöð flutt frásagnir af félaga- skiptum Péturs Ormslevs frá Fram til fortuna Dusseldorf í V-Þýzkalandi. Frásagnir þessar hafa sumar hnigið í þá átt, að Fram stæði í vegi fyrir því að Pétur geti gerzt atvinnumaður hjá hinu þýzka félagi. Hafa birzt viðtöl við umboðsmanninn Willy Keinke og leikmanninn Atla Eðvaldsson, sem leikur með Fortuna Diisseldorf auk viðtala við Pétur sjálfan. Hefur Reinke þessi m.a. látið látið hafa eftir sér, að hann hafi aldrei á sínum 30 ára ferli sem umboðsmaður kynnst öðru eins og framkomu knattspyrnudeildar Fram við Pétur Ormslev, né þurft að semja við jafn erfiða viðsemjendur sem Fram. Atli hefur einnig verið óspar á yfirlýsingar sínar um Fram. Hefur hann m.a. talið að Fram væri að „eyðileggja Pétur sem leikmann". Af þessum tilefnum telur stjórn knattspyrnu- - deildar Fram nú nauðsynlegt að skýra blaðalesendum nokk- uð frá gangi þessa máls frá upphafi. Semja þarf við íslenzka félagið Þegar leikmaður íslenzks félags gerist atvinnuknattspyrnumaður erlendis þarf aðallega að ganga frá tvennu. I fyrsta lagi er þar að sjálfsögðu um að raeða samning leikmannsins sjálfs við atvinnu- mannafélagið og í öðru lagi þurfa félögin tvö að koma sér saman um félagaskiptin. íslenzka félagið þarf að gefa vottorð um félaga- skiptin (í reynd gengur KSÍ frá slíku vottorði og sendir hinu er- lenda knattspyrnusambandi) svo að leikmaðurinn megi taka að leika með hinu nýja félagi. Er tíðkanlegt að atvinnumannafélag- ið greiði nokkra peningafjárhæð til hins íslenzka félags til að losa um leikmanninn, auk þess sem menn kunna að vilja semja um önnur atriði málsins. Má þar nefna rétt leikmannsins til að koma aftur endurgjaldslaust til ís- lenzka félagsins að samningstíma liðnum ef hann þá kýs, hugsanleg samskipti félaganna um knatt- spyrnuleiki o.m.fl. Fram hefur tilkynnt öllum leik- mönnum í meistaraflokki félags- ins að við félagaskipti til útlanda sé nauðsynlegt að hafa félagið með í ráðum frá upphafi. Hefur þessu verið beint til þeirra í því skyni að félagið geti gætt rétt- mætra hagsmuna sinna sjálft, og einnig hefur verið lögð á það áherzla að félagið vildi styðja leik- mennina sjálfa við gerð þeirra eig- in ráðningarsamninga. Þarf varla að hafa mörg orð um að þar eru margir pyttir til að falla í. Ekkert talað við Fram Aðdragandi að máli Péturs Ormslevs var sá, að Willy Reinke umboðsmaður bauð honum í áliðn- um september sl. að koma til For- tuna Díisseldorf til könnunar á að- stæðum hjá félaginu og æfinga. Ekki var haft minnsta samband við Fram um þetta, þó að keppn- istímabili væri ólokið (því lauk 1. okt.) og Fram ætti enn eftir að leika í Evrópukeppni bikarmeist- ara. Pétur fór utan til Þýzkalands en kom svo til írlands 30. sept. og tók þátt í leik Fram við irsku bik- armeistarana Dundalk. Tveir af forráðamönnum Fortuna Dussel- dorf komu einnig til að fylgjast með Pétri í leiknum. Þeir rétt köstuðu kveðju á forráðamenn Fram, sem voru með liðinu á Ir- landi en vildu ekkert ræða hugs- anlega samninga Péturs Ormslevs. Einhliða samningsgerð! Næst gerist það líklega mánu- daginn 5. okt., að Atli Eðvaldsson hringir frá Þýzkalandi í einn stjórnarmanna knattspyrnudeild- ar fram og tilkynnir að allir samningar séu tilbúnir. Óskar hann eftir að Fram sendi fyrir- varalaust skeyti til Fortuna Dússeldorf um samþykki við fé- lagaskiptum, og skrifaði þar með uppá hina tilbúnu samninga. Greindi Atli frá því í stórum dráttum, hvað samningar hljóð- uðu um. Honum voru tjáð þau augljósu sannindi, að svona gengju samningar ekki fyrir sig. Ef semja ætti við Fram um þetta mál væri það lágmarkskrafa, að fulltrúar þýzka félagsins kæmu hingað til samningaviðræðna. Daginn eftir eða þriðjudaginn 6. okt. barst svo tilkynning um að umboðsmaðurinn Willy Reinke og Pétur sjálfur væru væntanlegir til landsins síðdegis miðvikudaginn 7. okt. til viðræðnanna. Myndi Reynke halda brott strax um morguninn eftir og þyrfti því að ljúka málinu á miðvikudagskvöld- inu. Okkur stjórnarmönnum í Fram þótti strax nokkuð undar- legt að ekki skyldi koma hingað fulltrúi félagsins sjálfs til við- ræðna við okkur, en létum þó kyrrt liggja, þar sem hugsanlegt var að Reinke hefði samnings- umboð. „Þýzka aðferðin“ Á fundinum 7. okt. kom hins vegar í Ijós, að grunur okkar reyndist réttur. Reinke þessi var aðeins kominn til að taka við sam- þykki okkar á því, sem hann var fyrir okkar hönd buinn að ganga frá við hið þýzka félag, án þess þó að okkur væri ljóst' hvaðan honum kom umboð til slíks. Hér yrði engu um þokað. Búið væri að ákveða á hvaða kjörum gengið yrði frá þessu máli og væri hlutverk Fram ekki annað en að láta formlegt samþykki í té. Taka má fram, að samningsuppköst lágu engin frammi á fundinum. Eftir að þetta lá fyrir, var manninum tilkynnt að ástæðulaust væri að ræða mál- ið frekar á þessum grundvelli. Áð- ur en menn skildu tókst þó Reinke að koma á framfæri hinum marg- víslegustu hótunum, ef ekki yrði gengið að kostum hans. Tilkynnti hann, að afgreiða þyrfti málið þegar daginn eftir, þar sem sá for- ráðamanna Fortuna Dússeldorf, sem annaðist samningagerð, væri að fara í frí! Möguleikar Péturs á að komast í atvinnumennsku væru úr sögunni ef ekki yrði gengið að kostunum strax um kvöldið. Þá reyndi hann að halda því fram, að kröfur okkar fyrir Pétur væru svipaðar eins og ef Paul Breitner og Karl Heinz Rumenigge ættu í hlut. Öðru hvoru seildist hann svo í veski sitt svona til að minna á, að unnt væri að snara fénu fram á borðið. Þeir forráðamenn Fram, sem fund þennan sátu hafa aldrei á samanlögðum 120 ára ferli sín- um kynnst öðru eins háttarlagi hjá fullorðnum manni. Hins vegar er ekki unnt að halda því fram að maðurinn væri leiðinlegur slíkir voru leikrænir tilburðir hans. Fundinum lauk með því, að Reinke þreif farseðilinn til Þýzkalands af Pétri Ormslev og tilkynnti honum að hann væri ekki lengur undir agavaldi sínu!! Willy fer — Pétur verður eftir Willy Reinke hélt nú til Þýzka- lands svo sem hann hafði ætlað. Varð Pétur Ormslev eftir hér á landi. Af viðræðum okkar við Pét- ur og athugunum að öðru leyti, varð ljóst, að ráðlegt væri að endurskoða a.m.k. nokkur atriði i samningi hans við félagið. Var honum bent á það. Málið var nú í biðstöðu nokkra daga og gerðist ekki annað en, að Pétur lýsti þvi nokkrum sinnum í blöðum, að hann vildi samþykkja það, sem honum hefði verið boðið og Fram myndi áreiðanlega líka samþykkja pakkann. Er auðvitað ljóst, að hér naut aðferð Willys Reinkes sín til fullnustu. Hann þurfti bara að bíða stuttan tíma til að æra Pétur óstöðugan í málinu. Þegar óþreyja hans næði vissu marki myndi and- staða Fram bresta. Reinke veit það sem sagt vel, að forráðamenn íslenzku félaganna vilja ekki standa í • vegi fyrir áformum leikmanns, sem á þess kost að komast í atvinnuknattspyrnu og æskir þess sjálfur. Hver lesandi fyrir sig getur hins vegar metið, hversu geðslegar þessar aðferðir eru. Reynt að tala beint við „viðsemjendurna" Það kom á daginn að Reinke vissi hvað hann söng. Engin þörf var á að ræða neina samninga við Fram. Pétur hélt utan mánudag- inn 19. okt., án þess að láta nokk- urn af forráðamönnum Fram vita. Við gerðum tilraun til að ná fram beinum samningaviðræðum við forstjóra Fortuna Dússeldorf í símtali 20. okt. Þeir herramenn töldu sig hins vegar ekki hafa neitt við Fram að ræða í málinu. Við náðum að vísu sambandi við meintan framkvæmdastjóra fé- lagsins en hann tilkynnti eftir ör- stutt samtal, að Willy Reinke myndi hringja í okkur eftir stutta stund. og Reinke hringdi. Fengum við nú enn að heyra, að annað hvort myndum við ganga umyrða- laust að öllum kostum hans óbreyttum eða hann færi með það í þýzk blöð og íslenzk, að við vær- um ruddar og svaðilmenni, sem vildum ekki að Pétur kæmist í at- vinnumennsku. Hótaði hann einn- ig að skilja Pétur eftir vegalausan (án farmiða heim) í Þýzkalandi og yrðum við að kosta heimför hans. Þar sem að við töldum ekki nú fremur en fyrr unnt að ræða málið á grundvelli hótana frá umboðs- manninum slitum við samtalinu. Taka varð ákvörðun Og þar kom miðvikudaginn 21. okt. að við stóðum frammi fyrir því að taka ákvörðun um að sam- þykkja upphaflega afarkosti Will- ys Reinke eða ekkert. Auðvitað voru allir stjórnarmenn deildar- innar sammála um, að heiðurs okkar vegna gætum við illa sam- þykkt kjör um félagaskipti, sem þýzkt ruddamenni hefði ákveðið okkur, án þess að við hefðum nokkurn tíma komið að einu orði í málinu. Á hinn bóginn var svo Pétur Ormslev og óskir hans um að verða atvinnuknattspyrnumað- ur. Við höfðum aldrei ætlað okkur að komast í þessa aðstöðu, að þurfa að velja á milli þess annars vegar að láta koma fram við okkur með öðrum eins dónaskap og raun ber vitni og hins vegar að standa í vegi Péturs. Meiri hluti stjórnar- innar kaus að éta stoltið ofan í sig, og láta hag Péturs sitja í fyrir- rúmi. Má vera að þar hafi rangt skref verið stigið, því að það er eins víst að nú telji Willy Reinke eða aðrir pótintátar sig í framtíð- inni geta komið fram eins og þeirra sé mátturinn um afstöðu ís- lenzkra knattspyrnufélaga til fé- lagaskipta leikmanna til útlanda. Þó er hugsanlegt að endir verði nú bráðlega á starfsemi hans á þessu sviði, sem áreiðanlega fer í bága við 10. gr. 1. tl. í reglum FIFA, en þar er kveðið á um, að notkun um- boðsmanna eða milliliða við fé- lagaskipti leikmanna sé strang- lega bönnuð. Verður varla annað séð en Fortuna Dússeldorf hafi freklega brotið gegn þessu ákvæði með því að nota Willy Reinke í þessu máli á þann hátt, sem raun ber vitni. Stjórn KnatLspyrnudeildar Fram. • l’mboðsmaðurinn umdeildi VVilly Reinke. Akranes — H.P.-húsgögn Reykjavík Stórglæsilegar húsgagnasýningar á morgun sunnudag í íþróttahúsinu Akranesi og H.P.-húsgögnum, Ármúla 44 OPIÐFRÁ 1-6 Einstaklega athyglisverð og eiguleg húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.