Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 37 * Þakkir til Ferðamið- stöðvarinnar Hilda Björk Jónsdóttir, Kötlufelli 9, Reykjavík, skrifar: „Mig langar til að koma á fram- færi þökkum til Ferðamiðstöðvar- innar fyrir þá þjónustu sem hún lætur í té. Eg fór til Benidorm 4. ágúst sl. og dvaldi þar í þrjár vik- ur á hinu frábæra hóteli Don Pancho sem er við ströndina. Öll þjónusta var frábær, staðurinn er yndislegur og leiðsögumennirnir, Jórunn Tómasdóttir og Gérard Chinotti, spöruðu enga fyrirhöfn til að gera okkur íslendingunum dvölina ánægjulega og þægilega. Það er ekki einsdæmi að skammir um þjónustufyrirtæki eins og ferðaskrifstofur birtist í lesendadálkum blaðanna, þannig að mér finnst ekki úr vegi að geta þess sem vel er gert. Ekki sízt er ástæða til að þakka íslaugu Aðal- steinsdóttur, framkvæmdastjóra Ferðamiðstöðvarinnar, fyrir hennar ágætu skipulagningu, sem kemur farþegum til góða.“ D/TNIB Eins og þjófur úr heiðskíru lofti J.Á.G. skrifar vegna „Poka- hornsins" í Mbl. 18/10 (bls. 36-37): „Af einskærri rælni fór ég að lesa síður þessar. Greinarnar tvær eru á lipru máli og léttu. Sjálfsagt eru greinar þessar les- efni skólakrakka, enda þeim ætl- aðar. Er því mikils um vert að vel takist um meðferð mála, gæti orðið hinum ungu lesendum hvati að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega, hvort sem væri í ræðu eða riti. Höfundur notar þó nokkuð lík- ingar, en þar skriplar hann á skötunni. Köngurlóarvefir vefja ekki upp á sig. Það gera hnykill og snælda. Hlutir fara ekki að ske, hjól fara að snúast. Það yrði til prýðis að skreyta mál Pokahorns ögn með máls- háttum og orðtökum en vanda- samt. Mesta hætta er að rugla tveimur saman, svo úr verður endileysa. Alkunna er: þjófur úr heiðskíru lofti, milii heims og sleggju, sitja með súrt enni o.fl. í þeim dúr. Noti menn málshætti eða orð- tök má ekki orðinu halla. Því ber mönnum að slá þeim upp leiki minnsti vafi á um orðanna hljóð- an. Við Islendingar erum svo lánsamir að eiga tvö öndvegisrit um þessi efni: Islensk orðtök, efur prófessor Halldór Hall- dórsson, og Islenska málshætti. Þessar bækur ætti höfundur að hafa á borði sínu, slá upp í þeim og lesa sér til við hentugleika." Tímabært að vera vel á verði Einar Freyr, Gautaborg, skrifar 17. okt.: „Kæri Velvakandi! Á fremstu síðu Morgunblaðsins 14.10. var AP-frétt um það, að Sov- étmenn hafi grafið um 20 þúsund manns lifandi í Afganistan. I frétt- inni segir orðrétt: „Strax og þeir voru búnir að ná undirtökunum byrjuðu þeir að drepa prófessora, kennara, lækna og trúarleiðtoga,“ sagði Pakitiawal. „Þeir skutu ekki fólkið. Þeir bundu hendur þess (bundu hendur 20 þúsund manns. Athugasemd mín.) og grófu því gröf með traktor og síðan ruddist trakt- orinn yfir allt saman þannig að fólk- ið grófst lifandi." Pakitiawal sagði, að sovéskir hermenn hefðu ruðst inn Bráðsmellnar auglýsingar P. Gunnarsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að bera fram fyrirspurn um það hver hann er Þessi J.G.J. sem gerir auglýs- ingarnar fyrir nýja diskótekið Manhattan. Mér finnst þessar auglýsingar bráðsmellnar og bera af öðrum auglýsingum. Ég er viss um að þær bera meiri árangur en allar innantómu skrumauglýs- ingarnar." vandamálum. Væri okkur ekki a.m.k. hollt að doka ögn við og hug- leiða orð skáldsins Páls J. Árdal í kvæði hans „Vakna barn“? Líttu upp (il hárra hlída horfóu út á sæinn víða sjáðu engið, fjallið fríða, fossa, vötn og gróin tún. Finn.st þér ekki flest allt prýða fósturjörðu þína? Sumargull í sólarljósi skína. Gaman er að vaka og vinna verkin þörf af hendi inna vel að lýð og landi hlynna leiða prýði yfir sveit margan kalinn rækta reit. Keyndu gæfu gull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðni finnur yndisstundir nógar. Með þökk fyrir birtinguna." á heimili að næturþeli, tekið heilu fjölskyldurnar til fanga og útrýmt þeim með ofangreindum hætti.“ Nú er ekki hægt fyrir mig að ganga úr skugga um það, hvort þessi frétt er sönn eða ekki. En það er ekki fréttin í sjálfu sér sem ég vil vekja á athygli, — heldur framsetning frétt- arinnar. Einmitt slíkur framsetningarmáti frétta var notaður sem áróður til að hleypa af stað tveim heimsstyrjöld- um, 1914 og 1939. Og þegar Kenýa barðist fyrir sjálfstæði sínu 1952 komu Bretar þeirri sögu af stað í heimsfréttunum, að Mau-Mau- hreyfingin og foringi hennar, Jomo Kenyatta, væru mannætur og morð- ingjar. Þannig fengu Bretar „sið- ferðilegan" kraft til að stunda fjöldamorð á íbúum Kenýa. Bæði í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni breiddu Þjóðverjar út þann áróður að bandamenn ætu niðursoðið mannakjöt. Áður en Sovétmenn réðust inn í Tékkóslóvakíu sögðu þeir að stjórn Dubceks væri að innleiða kapítal- isma í Tékkóslóvakíu. Ég er þeirrar skoðunar, að ef ekki væri til í kringum 10% af mjög góð- um og heiðarlegum blaðamönnum og fréttariturum í heiminum, að þá væru stríðsæsingamennirnir í austri og vestri fyrir löngu búnir að hleypa af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Það eru ekki valdhafarnir í Moskvu eða Washington sem bera aðallega ábyrgðina á heimsfriðnum — heldur ekkert síður fréttaritar- arnir og blaðamennirnir. Ritstjórar dagblaðanna gætu komið í veg fyrir nýja stórstyrjöld. Nú er tímabært að vera sérstak- lega vel á verði fyrir áróðursmeist- urum KGB og CIA. Með beztu kveðjum." Afganistan: Grófu Sovétmerai 20 þús. lifandi? Sfartaabwa. S-IUrMtea. II «U—r.. ... . ITLÆGUR h(jórnarerlndrrkl frá AI(ul«Un telur ið wvéib Inn- ránarlMiA h.fi CrmfM llfmndt uu 20 þúnundlr m.nn. akOuuu eftlr innránina 1 Afganlatan fjrrlr trpum tveinur árum. Utlaainn, aem heltlr Akktar Mukammed Paktlawal. var til akaama tlma fulltrúl Ugana hjá UNESCO llann hélt fram I káakólafyrírleatH I •* ■IBJón Afgana kaíðl látM ItflA ag krjár milljunir flulA land (rá þvt aA innrásin bófst. .Straa og þeir voru bónir aó grófu því gröf með traktor og aA nndirtókunum bvriuAu hair fjólakyldurnar til fanga og út- rýmt þaim með ofangreindum hatti. Paktiawfi aneri ekki aftur til i Afganiatan að loknum I UNÐCXVhínjli l Belgrad fyrir I ráttu árí. Með hjálp júgóala- I vneakra ambmttiamanna tókat | honum að komaat til V-Þýaka- landa og þaðan til Bandaríkj- ÞESSI GULLFALLEGI KOPARSANSERAOI Auói 100 5S ARG. 1979 — SKRÁÐUR 1980 EKINN ADEINS 27000 KM ERTIL SÖLU UPPLYSINGAR í SÍMA 51880 JUDOBUNINGM IJÚDÓBÚNINGAR VERD 255—387 KARATEBÚNINGAR VERÐ 226—325 ALAUGARDÖGUM Folaldakjöt 1/2 skrokkar aðeins 28 kr. kg. Tilbúið í frystinn. Folaldahakk 33 kr. kg Folaldasnitzel 95 kr. kg Folaldafillet 98 kr. kg Folaldagullasch 89 kr. kg Folaldabuffsteik 91 kr. kg Reykt folaldakjöt 28 kr. kg Saltaö folaldakjöt 25 kr. kg OPIÐ TIL KL. 4 I DAG KJÖTMIÐSTÖÐIN kaugalaek 2.s. 865II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.