Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 238. tbl. 68. árg. LAUGARDAGIJR 24. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja MorKunblaðsins. Konald Reagan, Bandaríkjaforseti, situr hér kvöldverðarboð, sem Jose Lopez Portillo, Mexíkóforseti, efndi til fyrir leiðtoga 22 iðn- og þróunarríkja, sem nú bera saman bækurnar í Cancun í Mexíkó. Lengst til vinstri er Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, þá Reagan, Abdus Sattar, forseti Bangla-Desh, Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands, og Portillo, Mexíkóforseti. AP-símamynd. Stjórnarvöld hóta að beita hemum í Póllandi - til að binda enda á „efnahagslega hnignun“ og uppþot \ arsjá, 23. okt. Al\ POLSKA stjórnin lýsti því yfir í dag, að sérstakar hersveitir yrðu sendar um allt Pólland til að binda enda á „cfnahagslega hnignun" og uppþot. Koma þcssar fréttir í kjölfar þeirrar samþykktar Samstöðu í dag að efna í næstu viku til klukkustundar mótmælaverkfalls um allt Pólland vegna „kreppuástands á öllum sviðum þjóðlífsins“, matar skorts, harðýðgi lögreglunnar og rangrar stjórnarstefnu. Víða í Póllandi standa nú yfir verkföll í trássi við áskoranir Samstöðu og óttast margir að í uppsiglingu sé mesta verkfallsalda í rúmt ár. „Spennan fer vaxandi," sagði talsmaður stjórnarinnar, Jerzy Urban, í pólska sjónvarpinu í dag. „Ríki, sem komið er að hruni, verður að grípa til allra ráða sér til bjargar." Litið er á þessa ákvörðun stjórnarinnar sem svar við vaxandi ókyrrð í Póllandi. Til allsherjarverkfallsins er boðað nk. miðvikudag og það verður það fyrsta síðan í mars í vor þegar milljónir manna lögðu niður vinnu í fjórar klukkustundir. Eftir heim- ildum innan Samstöðu var haft í dag, að Lech Walesa, formaður samtakanna, ætlaði að eiga fund með nýkjörnum leiðtoga kommún- istaflokksins, Wojciech Jaruzelski yfirhershöfðingja, og að líklega gæti orðið af honum á morgun, laugardag. Hermt er að Walesa hafi sagt landsnefndinni, að hann hefði þennan boðskap að flytja Jaruzelski: „Hershöfðingi, við get- um enn einu sinni bjargað þessari þjóð og þess vegna skulum við tala saman af fullri alvöru. Látum okkur ekki dreyma um að efna til átaka." Í 36 fylkjum Póllands af 49 hef- ur ýmist verið boðað til verkfalla eða þegar efnt til þeirra þótt Sam- staða hafi hvatt verkalýðsfélög til aö hætta þeim að sinni. í Zielona Gora eru 150.000 verkamenn í verkfalli annan daginn í röð og verkfall 12.000 verkakvenna í spunaiðnaði í Zyrardow hefur nú staðið í 11 daga. Verkamenn í stál- iðnaði, námum og verksmiðjum í Tarnobrzeg hafa lagt niður vinnu og einnig í Sandomierz í Mið- Póllandi. A þingi Samstöðu í Gdansk var samþykkt að krefjast þess, að stofnað yrði sérstakt „efnahags- ráð“ verkalýðsfélaganna og stjórnvalda en við þeirri kröfu hefur stjórnin ekki orðið. Haft er eftir heimildum innan Samstöðu, að ef ætlunin sé að hunsa kröfuna alveg, muni verða gripið til að- gerða, sem fælust í því, að verka- menn í námum og matvælaiðnaði legðu ekki niður vinnu heldur sæju um að dreifa vörunni og af- henda hana upp á eigin spýtur. w Anægja með gang Cancun- fundarins ('ancun, 23. okl. AIV I DAG var haldið áfram fundi leiðtoga 22 iðn* og þróunarríkja í ('ancun í Mex- íkó, svokölluðum Norður- suður-fundi. og var það flestra mál, að viðræðurnar hefðu gengið vel og að nokk- urs mætti af þeim vænta. Reagan Handaríkjaforseti sagði, að „mikill árangur“ hefði orðið af fundinum en boðskapar Bandaríkjamanna hafði verið beðið með mestri eftirvæntingu. Þegar sest var á rökstóla í dag, á öðrum og síðasta degi fundarins, ríkti almenn ánægja með gang viðræðnanna milli ríku þjóðanna í norðri og fátæku þjóðanna í suðri þó að enn væri eftir að semja end- anlega um „heimsviðræður" um efnahagsvandamálin, sem eru þróunarþjóðunum einkum þung í skauti. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti flutti ræðu á ráðstefnunni í gær og var orða hans beðið með mikilli eftirvæntingu vegna þeirra efnahagslegu áhrifa, sem Banda- ríkjamenn hafa um heim allan. Þar lagði hann áherslu á, að taka yrði tillit til gagnkvæmra hags- muna þjóðanna og að fjalla yrði um vandamál hvers ríkis fyrir sig. Einnig varaði hann við því að hróflað yrði við þeim alþjóða- stofnunúm, sem þegar væru fyrir hendi, og stofnað til nýs skrif- finnskukerfis. A fundinum í dag voru orkumál- in efst á baugi en fulltrúar fátæku ríkjanna hafa lagt til, að stofnað- ur verði 30 milljarða dollara sjóð- ur til aðstoðar þróunarríkjunum í þeim efnum. Af öðrum málum, sem rædd hafa verið, má nefna matvælaframleiðslu, verslun og fjárhagsmál. Jafntefli í áttundu skákinni Mcrano, 23. okl. Al’. ÁTTUNDU skákinni í heimsmeist- araeinvíginu milli þeirra Anatoly Karpovs, heimsineistara, og áskor- andans, Viktors Korchnois, lauk í dag með jafntefli eftir 80 leiki. Attunda skákin fór í bið í gær eftir 41. leik og var staðan í henni þá þannig, að flestir hölluðust að jafntefli en töldu þó að Karpov hefði heldur rýmra tafl. Að sögn skákskýrenda tefldi Korchnoi framhaldið vel og gaf hvergi færi á sér í þessari lengstu skák í einvíg- inu til þessa. Staða keppenda er nú óbreytt, 3—1 Karpov í vil en jafn- tefli eru marklaus. Sjá skákskýringu á bls. 18. Bretland: Kosningabandalagið nýja sigrar í aukakosningum l/ondon, 23. okl. Al\ Kosningabandalag nýja jafnað- armannaflokksins og frjálslyndra fékk í dag sinn fyrsta mann kjör inn á breska þingið þegar það bar sigur úr býtum í aukakosningum í Croydon í SuðurLondon. fhalds- flokkurinn, sem hefur haldið kjör dæminu í 26 ár, varð í öðru sæti en Verkamannaflokkurinn rak lest- ina. Leiðtogar kosningabandalags- ins fögnuðu úrslitunum ákaflega, kölluðu þau „stórkostlegan sigur" og strengdu þess heit að brjóta á bak aftur tveggja flokka kerfið í Bretlandi. „Með kosningabandalaginu stendur fólki til boða annars konar stjórn. Hinir flokkarnir tveir hafa fengið sitt tækifæri," sagði David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Shirley Williams, formaður nýja jafnað- armannaflokksins, sagði, að með sigrinum í Croydon hefði tveggja flokka kerfið verið skorað á hólm ásamt öllu því, sem þeir hefðu fram að færa. Frambjóðandi kosninga- bandalagsins var William Pitt, sem fjórum sinnum áður hefur boðið sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn. í síðustu kosningum, 1979, fékk hann 10,5% atkvæða en nú komu 40% í hans hlut eða 13.800 atkvæði. íhaldsflokkurinn fékk 10.546 og Verkamanna- flokkurinn 8.967 atkvæði. „Við höfum brotið upp gamla flokka- kerfið og nú mun ekkert stöðva okkur,“ sagði Pitt við fagnandi stuðningsmenn sína í morgun þegar úrslitin lágu fyrir. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherrayvoru færðar fréttirnar um kosningarnar þar sem hún er á Norður-suður-fundinum í Cancun i Mexikó og var haft eft- ir aðs :oðarmönnum hennar, að hún hefði orðið fyrir vonbrigð- um. Ron Hayward, aðalritari Verkamannaflokksins, sagði um úrslitin, að þau væru „mjög dap- urleg“. Búist er við, að kosninga- úrslitin valdi því, að sam- flokksmenn Thatchers margir muni leggja enn harðar að henni en fyrr að milda nokkuð þá hörðu stefnu, sem hún hefur fylgt í efnahagsmálum, enda óttast þeir stórkostlegan ósigur í næstu kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.