Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 27 Hygg ég að ferðir þessar hafi gert mig að meiri Húnvetningi en ella hefði orðið. Einkar eru þær ljúfar í minningunni. Sama var á hvaða bæ um var áð: Bólstaðarhlíð, Hvammi í Svartárdal, Grund í Svínadal, Saurbæ í Vatnsdal, Leysingjastöðum eða Þingeyrum, alls staðar var afa tekið með mik- illi hlýju og vinsemd. Afi var mikill ræktunarmaður. Hann kvað: „(•öni'um með (iuði að siarfi, er gaf okkur landið fra‘ða. Stcfnum til stórra dáða. Strengjum þess heit að græða sár lands og sollnar undir svíðandi þjóð er mæða. Ljósvakinn lömun sigri, lífi sé stefnt til ha-ða. Vaxtarsprotana verndum, vágleg þá næðir kylja. Skruggur á tíðum skella, skin er þo milli bylja. Valdið í vorum höndum verður því glöggt að skilja. (iróska í legi og láði er lífið að drottins vilja. Óbifandi, trú og ódrepandi áhuga hafði afi fyrir skógrækt á íslandi. Taldi það eina brýnustu skyldu okkar að skila landinu aft- ur þeim trjágróðri, er við höfum rænt því á umliðnum öldum. Afa þóttu tré allra plantna, merki- legust og göfugust og táknræn mjög. „Laufkrónan sýnir hve ljós- ið. má/ lyfta moldinni jörðu frá,“ segir í einu ljóði hans. Afi sagði mér frá því, að er hann var lítill drengur hafði hann eitt sinn reynt að setja spelkur við hrísrunna, til að hann yxi upp en ekki með jörðu, en það hafi lítið gagnað. Stuttu eftir að amma og afi fluttu til Reykjavíkur gáfu þau skógrækt ríkisins jörðina, Gunnfríðarstaði á Asum, til skógræktar. Þar hefur verið unnið þarft verk og eru nú víða að koma upp myndarlegir trjálundir. Sér- staklega hefur lerkið þrifist þar vel. Þar í landinu er einn fimmtán ára lerkilundur, sem víðast hvar er orðinn um fjögurra metra hár. Birki dafnar þarna vel og brodd- fura, þar sem nægur raki er í jörðu. Eftir að landið var friðað hefur víðir á fjölmörgum stöðum vaxið upp í háa runna. Á síðustu árum afa, var það hans mesta kappsmál að koma norður og planta trjám. Til þess keypti hann plöntur fyrir eigin reikning. Fyrir ofan rústirnar á Gunnfríðarstöð- um plantaði hann fjölmörgum, eins og hálfs metra reyniviðar- trjám, sem nú eru orðin mjög fal- leg, auk fleiri trjátegunda. Það var von hans, að Gunnfríðarstaðar- skógur yrði fólki framtíðarinnar unaðsreitur og sönnun þess að hægt er að rækta skóg í Húna- vatnssýslu, „þó vágleg oft næði kylja“. Eg minnist þess eitt sinn að hausti til, að afi benti á reynivið- artré í garði sínu, að Hofteig 18, en tréð nefndi hann Hertogann. Tréð hafði fellt lauf sitt á undan öðrum trjám. Greinar þess teygð- ust uppí gráan hausthimininn eins og margar grannar hendur. „Nú er Hertoginn að biðjast fyrir, vegna okkar mannanna. Enga vini eigum við betri hér á jörð, en blessuð trén,“ sagði afi. Afi var pólitískur mjög og það sjálfstæður í skoðunum, að hann þurfti ekki að lesa forystugreinar í dagblöðum eða kynna sér viðhorf annarra, til að taka afstöðu til mála. Ekki trúi ég að hann hafi rekist vel í flokki. Þó var afi síðari helming ævi sinnar mikill sjálf- stæðisflokksmaður. Hann hafði af því miklar áhyggjur hve sósíal- isminn var í miklum uppgangi, en hann taldi sósíalismann af hinu illa. Þá þótti honum ungdómurinn alinn upp við alltof mikla linkind. Uppúr 1970 orti hann: „Yinstri villan sigrar senn, sundrast vígður strcn^ur. okkar völdu vökumenn, vörd ei halda k*ngur.“ Og gerðist eftilvill spámaður. Á námsárum mínum hér í Reykjavík, var ég fastagestur á heimili afa og ömmu, að Hofteig 18. Þar ríkti mikil friðsæld og var sérstaklega róandi að koma þang- að, taka sér bók í hönd, setjast inn í stofu og lesa. Margan veturinn kom ég þangað ætíð í sunnu- dagsmat. Var þá tíðum hlustað á messu, áður en gengið var að mat- borði. Eftirtektarvert var, hve mikla virðingu þau báru hvort fyrir öðru, amma og afi. Voru þau bæði jafn rétthá í hjónabandinu, þó verkaskipting væri á heimilinu. Amma er góður hagyrðingur og kváðust þau oft á, hún og afi. Þá voru þau bæði mjög andlega sinn- uð og dreymdi oft fyrir daglátum. Var gaman að ræða við þau saman um húnverskar vísur og annan skáldskap. Held ég að afi hefði ekki getað verið heppnari með sinn lífsförunaut. Afi hélt allgóðri heilsu þar til á 83. og 84. aldursári, en sjón hans hrakaði þá mjög. hann hafði þá stundum á orði, að hann hefði get- að gegnt störfum sínum fyrir norðan mun lengur, en varð. Fannst honum það eigi gott fyrir- komulag, að mönnum væri skipað út í horn til að drepast, þótt þeir yrðu sjötugir. En það væri nú eftir öðru í þessu sósíalíska þjóðfélagi. Er afa dapraðist sjónin var eins og honum færi líkamlega aftur um leið og yfir hann færðist nokkuð vonleysi. Reikaði hugur hans þá til horfinnar æsku, og hann kvað: „Aldinn verður aftur barn/ elskar bernsku haga./ Lyppar þá sitt ljóðagarn/ löngu farna daga.“ Áttatíu og fimm ára kveður hann: „Nú er vakan næsta dimm/ næðir silfurhárin./ Lokatugsins farin fimm/ frá mér blessuð árin.“ Ellin og sá, fylgifiskur hennar að verða ósjálfbjarga og öðrum háður, ollu afa miklum kvíða. En skömmu áð- ur en hann varð ósjálfbjarga og fluttur að Sólvangi i Hafnarfirði, orti hann: „Ellin færir meinin mörg/ má um lítið sýsla./ Skammdegis við skuggabjörg/ skelf ég eins og hrísla." Afi dvaldi að Sólvangi í tæplega þrjú ár, en þar andaðist hann áttatíu og níu ára að aldri, en hann hefði orðið níræður þann 17. nóvember næstkomandi. Allan þennan tíma heimsótti amma hann reglulega og hlúði að honum. Nefndi hann hana þá „góðu kon- una“. Ekki held ég, að hann hafi þekkt aðra þá, er í heimsókn komu. Ömmu þótti ætíð verra að geta ekki haft afa hjá sér, en hafði eigi lengur þá heilsu, að hún gæti veitt honum þá hjúkrun, er hann þarfnaðist. Vertu sæll afi minn. Steingrímur Þormóðsson Minn gamli góði vinur Stein- grímur Davíðsson skólastjóri frá Blönduósi er genginn á fund feðra sinna. Hann andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði þann 9. október. Steingrímur var Húnvetningur að ætt og uppruna og í Húna- vatnssýslu dvaldi hann sín bestu manndómsár. Héraði sínu unni hann mjög og helgaði því krafta sína við margvísleg störf. Skóla- stjóri var hann á Blönduósi um áratugaskeið við miklar vinsældir og virðingu nemenda sinna. Verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins var hann mjög lengi, einnig þar ávann hann sér traust, bæði hjá yfirboðurum sínum og einnig he;ma í héraði. Steingrímur var framfarasinn- aður hugsjónamaður með stórt skap og næmar tilfinningar. Hann hugsaði oft hærra og sá lengra fram í tímann en aðrir menn. Um uppbyggingu og verklegar framkvæmdir í sínu heimahéraði var hann mjög áhugasamur, enda oft tilkvaddur af samferða- mönnum að vera í fararbroddi þegar um slík framfaramál var að ræða og mun ég þar sérstaklega nefna til Laxárvirkjun fyrir Blönduóshrepp, sem var stór- framkvæmd á þeim tíma, enda var áhugi hans fyrir orkumálum mik- ill alla tíð. Of langt mál væri að telja upp öll nefndarstörf sem hann var kjörinn til. Steingrímur tók mik- inn þátt í landsmálum svo sem vænta mátti af slíkum áhuga- manni, var þá barist bæði á heimavelli og einnig á víðari vettvangi fyrir framgangi skoðana hans og var þá oft ærið harður í horn að taka. Margir undra sig á því hve miklu Steingrímur gat afkastað við hin fjölþættu störf, en þegar betur er að gáð var hann ekki einn í lífsbaráttunni, við hlið hans stóð eiginkona hans, Helga Jónsdóttir frá Gunnfríðarstöðum, vitur kona og væn, sem tók drjúgan þátt í opinberum störfum bónda síns og studdi hann með ráðum og dáð, þegar mest á reyndi. Verksvið Helgu var umfangs- mikið, heimilið var stórt og börnin mörg og gestkvæmt bæði vegna vinsælda þeirra hjóna og starfa Steingríms, en bæði voru þau sér- lega gestrisin og undu menn sér vel við góðar veitingar og glaðvær- ar umræöur. Margrét Runólfsdóttir, Furu- grund 26, Kópavogi, andaðist hinn 24. júlí sl. 85 ára gömul, en hún var fædd í Roðgúl á Stokkseyri 6. júní 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Jónasson og Sól- rún Guðmundsdóttir, sem fyrst bjuggu um aldarfjórðungsskeið á Stokkseyri, en fluttu svo til Vest- mannaeyja og áttu þar heima til æviloka. Margrét var uppkomin stúlka þegar fjölskyldan fór til Vest- mannaeyja, en unnið hafði hún á ýmsum stöðutn því á þeim árum þekkti þurrabúðarfólk í þorpum og kaupstöðum ekki annað sér til bjargræðis, en vinna hvert það verk, sem bauðst. Margréti kippti í kynið til foreldra sinna, að hafa ríka sjálfsbjargarhvöt og sparaði hvorki vilja sinn né orku, varð hún því eftirsótt hvort heldur var til kaupavinnu í sveit eða fiskvinnu, sem þá var fiskþvottur, oftast undir berum himni, hvernig sem veður var og fiskburður og breiðsla á stakkstæðum. Þá var og mjög algengt að stúlkur réðust til húsverka á heimilum, þar sem þær unnu við hverskonar inni- störf, svo sem matseld, þvotta, ræstingu og hvað annað sem fyrir kom. Að öllum slíkum verkum vann Margrét og kom sér vel vegna vandvirkni, dugnaðar og glaðlyndis. Rúmlega tvítug giftist Margrét, Eyjólfi Gíslasyni á Búastöðum í Vestmannaeyjum, kunnum önd- Steingrímur og Helga áttu mörg sameiginleg áhugamál, má þar nefna til skógrækt, sem þau undir- strikuðu með því að gefa A-Húna- vatnssýslu eignarjörð sína, Gunnfríðarstaði, til skógræktar. Þá voru þau bæði miklir dýra- vinir og kemur það meðal annars fram í Ijóðum og vísum sem þau sömdu um það efni. Skáldmælt voru þau og gerðu sér oft til gam- ans að ræða saman í bundnu máli. Þegar vinir og kunningjar hverfa af hinu jarðneska sjón- arsviði, er það jafnan svo, að þeir sem standa eftir um stund á bakk- anum hérna megin rifja upp í huga sér góð kynni við þann sem farinn er og það mun ég gera nú þegar Steingrímur er allur, þótt fátt komi fram af því í þessum orðum. Eg vil þakka honum allar stundir, er við áttum sameiginleg- ar. Helgu og öllum þeirra mörgu afkomendum vil ég færa innilegar samúðarkveðjur frá mér og konu minni við fráfall hins mikla ætt- arhöfðingja. Jón Benediktsson, Höfnum. Gamall vinur minn og fjöl- skyldu minnar er látinn. Það er kannski ekki sorgarfregn, þegar níræður maður andast, eitir lang- varandi veikindi. Hvíldin er kær- komin. Þó er það svo að lát hans vekur hjár mér angurværar endurminn- ingar frá æsku um kennarann góða, sem öllum nemendum þótti vænt um og virtu. Steingrímur Davíðsson var Húnvetningur að uppruna, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Davíðs Jónatanssonar, bónda á Neðri-Mýrum. Hann lauk kenn- araprófi 1915 og hóf þá strax kennslu. Steingrímur var kosinn í ótal trúnaðarstöður í sínu heimahéraði auk aðalstarfa. Hann var skóla- stjóri Barnaskólans á Blönduósi í næstum 40 ár og verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins í 45 ár og hefur því stjórnað vegalögnum á öllum vegum Húnavatnssýslu árin 1917-62. Þegar ég kom barn til Blönduóss var barnaskólanum aðeins skipt í tvær deildir. Var frú Þuríður Sæmundsen kennari í yngri deild- inni en Steingrímur í þeirri eldri. í þá daga voru kennarar ekki sér- hæfðir í einni grein. Þeir þurftu að kenna allt sem til féll, sem í þessu vegisformanni í marga áratugi. Þau skildu eftir fá ár. Einn son eignuðust þau: Erlend Eyjólfsson járnsmið í Reykjavík. Margrét giftist aftur Dagbjarti Gíslasyni múrarameistara, ættuðum úr Kjós. Bjuggu þau fyrst í Vest- mannaeyjum, en fluttu svo til Reykjavíkur og skildu eftir nokk- urra ára sambúð. Þau eignuðust þrjá syni: Runólf múrarameistara í Vestmannaeyjum, Jónas Þóri hljóðfæraleikara í Reykjavík og Kristin Helga verslunarmann í Reykjavík, sem látinn er fyrir fáum árum. Þeir Erlendur og Jón- as Þórir ólust upp hjá Jónasínu systur Margrétar og Þórarni tilfelli var allt til svokallaðs fulln- aðarprófs. Steingrímur var mjög góður kennari og jafnvígur á allar greinar. Fyrir mörgum árum minnti hann mig á bréf, sem ég hafði skrifað honum 10 ára gömul. Hann lá þá á sjúkrahúsi í Re.vkja- vík og bréfið var eitthvað á þessa leið: „Elsku Steingrímur, það er svo leiðinlegt þegar þú ert ekki hér. Reyndu að láta þér batna fljótt.“ Þetta sýnir hugarfarið til hans því ekki voru oft skrifuð sendibréf í þá daga. Steingrímur var skarpgáfaður hugsjónamaður, dagfarsprúður en undir niðri var brátt skap og harð- fylginn var hann ef um áhugamál, t.d. þjóðfélagsmál var að ræða. Hann og faðir minn voru á önd- verðum meiði í stjórnmálum fyrr á árum og leiddu þá stundum sam- an hesta sína í heitum umræðum á stjórnmálafundum, létu þá margt fjúka, báðir miklir skap- menn. Fljótlega varð þó hin besta vinátta milli heimila þeirra, sem endist enn. Gæfan kom til Steingríms í líki konu hans, Helgu D. Jónsdóttur Hróbjartssonar á Gunnfríðarstöð- um. Þau giftu sig 14. júlí 1918. Helga er mikilhæf gáfukona, elskuleg og ljúf. Ó1 hún manni sín- um 14 börn. Þar af dóu tvö ung en hin 12 lifa öll, allt ágætisfólk eins og þau eiga kyn til. Nærri má geta að mikla útsjónarsemi og dugnað hefur þurft til að fæða og klæða svo stórt heimili og var það gert á þann hátt að alltaf var eins og til væri nóg af öllu. Húsið þeirra var ekki stórt fyrir svo marga og bókabúð ráku þau í kjallaranum. Seinna b.vggðu þau nýtt hús og voru þar árum saman hjá þeim fjögur gamalmenni, sem hvergi áttu höfði sínu að halla. Slíkt var hjartarúm þeirra Helgu og Steingríms. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta alla tíð og oftast voru þau nefnd í sömu andrá, svo samtengd voru þau í hugum manna. Nú þegar Steingrímur er kom- inn yfir móðuna miklu, þar sem hann hefur eflaust fengið góðar móttökur, sendi ég, systur mínar og mágar, Helgu og hennar stóru fjölskyldu, innilegar samúðar- kveðjur. 1‘erla Kolka Steingrímur verður jarðsettur á Blönduósi í dag 24. okt. manni hennar á Jaðri í Vest- mannaeyjum, Erlendur að öllu leyti og Jónas frá sjö ára aldri, en þeir Runólfur og Kristinn voru með móður sinni, sem alltaf hélt heimili í Reykjavík þar til nokkur síðustu ár, að hún átti heima í Kópavogi. Kristinn var sá eini þeirra bræðra sem ekki kvæntist og dvaldi jafnan á heimili móður sinnar. Átti hann við mikið heilsu- leysi að stríða í mörg ár. Margrét vann um fjölda ára hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og hafði umsjón með ræstingastörf- um og vann að þeim sjálf á skrifstofum. Þótti hún þar vand- virkur og trúr starfsrrtaður, og naut bæði trausts og vináttu yfir- boðara sinna. Margrét var fríð kona og hinn mesti skörungur að allri gerð, jafnan glöð í viðmóti og hress í anda, skapstór nokkuð og föst fyrir og lét ekki hlut sinn, en hlý og velviljuð í garð vina sinna, og mjög frændrækin. Trúkona var hún og heitar tilfinningar hennar treystu jafnan á forsjón Guðs þrátt fyrir erfiðleika og vonbrigði, sem urðu á vegi hennar. Margrét sótti fast að bjarga sér sjálf og verða ekki öðrum til byrði, og það tóksi henni. Hún mætti alltaf á vinnustað til 84 ára aldurs og skil- aði dagsverki sínu, en beita varö hún sjálfa sig mikilli hörku síð- ustu árin því þá var elli og heilsu- bilun orðin henni mikill fjötur um fót. En hetjulundin brást ekki. Þar sem ég, er þetta rita, er gift- ur systur Margrétar hafði ég og fjölsk.vlda mín náin kynni af henni og er þar tnargs góðs að minnast og þakka nú að leiðarlokum. Rlessuð sé minning hinnar skörulegu mágkonu ntinnar. Ragnar Þorvaldsson t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð vegna andláts og útfarar móður minnar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR frá Hjarðarbóli, Fagurhólstúni 4, Grundarfirði. Kristin Pálsdóttir, Einar Skarphéðinsson, Dagmar Árnadóttir, Þorsteinn Einarsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, RAGNHEIOAR MAGNÚSDÓTTUR frá Hvítárbakka. Sérstakar þakkir til oddvita og hreppsnefndar Andakílshrepps, sem helöruöu minningu hennar meö rausnarlegum veitinnum Brún eftir útförina. jón Guðmundsson, Magnús Guðmundsson. Margrét Runólfs- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.