Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 25 Karl Strand yfirlæknir - Aftnæliskvedja í dag, 24. október, á sjötugsaf- mæli Karls Strand, yfirlaeknis, minnist ég fyrstu kynna minna af honum. Það var haustið 1959. Við hjónin vorum í námsferð í Lund- únum. Karl var þá löngu orðinn íslendingum að góðu kunnur vegna Lundúnabréfa sinna í Morgunblaðinu. Einnig flutti hann vikulega erindi í brezka út- varpið frá hausti 1942 til hausts 1943, sem voru send á stuttbylgju til íslands. Hann hafði líka um árabil verið í stjórn félags Islend- inga í Lundúnum. Þessi störf Karls höfðu verið metin að verð- leikum, og hann verið sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1953. Okkur datt í hug, að fróðlegt væri að hringja í þennan þekkta lækni, sem hafði numið og starfað að geðlækningum í tæpa tvo áratugi í Lundúnum. En Karl taldi ekki nægilegt að auðsýna alls ój)ekkt- um læknishjónum utan af Islandi hlýju og kurteisi í símtali. Hann bauð okkur ásamt öðrum lækn- ishjónum, sem einnig dvöldust ytra við nám, heim til sín. Mér verður ævinlega minnisstætt, hve þau hjón voru miklir höfðingjar heim að sækja. Þar fór saman mikil rausn og myndarskapur, en þar á húsmóðirin stærstan þátt. Um gestrisni þeirra hjóna vitna ummæli fjölda íslendinga, sem sóttu þau hjón heim á Lundúnaár- um þeirra og dvöldust þar í lengri eða skemmri tíma í góðu yfirlæti. Islenzk menningarheimili, sem samhent hjón, eins og frú Margrét og Karl, skapa, eru mikiis virði, ekki sízt á erlendri grund. Þau kunna þá list að láta gestum líða vel í návist sinni, líka þeim, sem þau hafa aldrei augum litið fyrr. Þá nýtur sín vel sú hlýja, kurteisi og persónutöfrar, sem þau bæði eru gædd. Karl er hafsjór af fróð- leik, enda mikill bókamaður og á gott bókasafn. Hann hefur frá- bæra hæfileika til að ræða við fólk, segir skemmtilega frá, þann- ig að allt verður ljóslifandi fyrir þeim, sem á hlýða. Hann kann líka þá list að vekja umræður um óskyldustu efni. Karl hefur frá bernsku vanizt við rammíslenzkt og fjölbreytt tungutak úr hásveit- um Þingeyjarsýslu. Mörg ár liðu þar til fundum okkar Karls bar saman aftur og þá í samstarfi á geðdeild Borg- arspítala. Borgarspítalinn hafði lengi verið í smíðum og mikið til hans vandað af hálfu heilbrigðis- yfirvalda. Deildir hans voru opnaðar hver af annarri frá stofndegi hans 28. desember 1967. Til þeirra allra völdust færir yfir- læknar hver í sinni sérgrein. En nú var brotið blað í sögu íslenzkra heilbrigðismála. Við þennan nýja veglega Borgarspítala skyldi starfrækt geðdeild. Áratuga gam- all draumur allra beztu manna læknastéttarinnar og annarra heilbrigðisstétta hafði rætzt. Fá- mennur, en stórhuga hópur ís- lenzkra geðlækna, fagnaði því, að einangrun sjúklinga með geðræn vandamál var loks rofin. Það var nú viðurkennt, að gagnkvæm sam- vinna lækna um meðferð geð- rænna og líkamlegra sjúkdóma væri bæði æskileg og nauðsynleg innan sama spítala. Þeir, sem til þekkja, vita vel, hve oft geðræn og líkamleg einkenni fléttast saman hjá sama sjúklingi, og því mikils virði, að hann geti fengið full- nægjandi rannsókn og meðferð. Vafalaust hefur þetta átt drýgst- an þátt í að eyða fáfræði og skað- legum fordómum, sem áður ríktu um geðsjúkdóma. Sjúklingum og aðstandendum þeirra var gert léttbærara en ella að leita lækn- ishjálpar á sjúkrahúsi. Karl Strand var ráðinn yfir- læknir hinnar nýju geðdeildar þann 20. maí 1965 af borgarstjórn. Hann hafði að baki áratuga nám og starf við beztu sjúkrastofnanir í Lundúnum í geðlækningum og vefrænum taugasjúkdómum. Til Lundúna hélt hann strax haustið 1941 að loknu læknaprófi í maí sama ár. í læknatali er ýtarlega rakinn læknisferill hans ytra. Hann hafði einnig sent frá sér greinar í ýmis tímarit, svo sem Heilbrigt líf 1956 og ’57, og Helga- fell 1957. Einnig hafði hann þýtt bækur um fjölbreytt efni. En það rit, sem lengst mun halda nafni hans á Iofti, er bókin: „Hugur einn það veit“, þættir um hugsýki og sálkreppur. Þessi bók var gefin út í október 1960. Tilgangur hennar var, eins og höfundur getur um í foryrðum, „að auðvelda lesandan- um skilning á ákveðnum hópi huglægra sjúkdóma og vanda- mála, uppruna þeirra, mikilvægi þeirra fyrir einstaklinga og þjóð- félög og möguleikum til úrbóta". Fágæt er hin frábæra fágun máls og stíls á þeirri bók. Tök Karls á íslenzkri tungu koma þar skýrt í Ijós. „Ritun bókar af þessu tagi er fjölmörgum vandkvæðum háð og val heita og orðatiltækja næsta erfið, ef rita skal um fræði, sem lítt eða ekki hafa verið rituð á þá tungu." En Karli tókst að skapa mörg falleg nýyrði, sem fara vel í íslenzku máli, og skýra vel það, sem við er átt. Sem dæmi má nefna geðlægð, geðhæð, óvirkni, ofvirkni, haldvillur, sjálfsvíg, svo fátt eitt sé nefnt. Bókin á enn er- indi til allra, en því miður er hún löngu uppseld. Það var þaulreyndur geðlæknir, sem var brautryðjandi í að byggja upp nýja geðdeild á deildaskiptum spítala. Deildin hafði því miður ekki verið hönnuð frá byrjun sem geðdeild og húsnæðið því að ýmsu leyti óhentugt. En Karli tókst með samstarfsmönnum sínum bæði í stjórnun spitalans og á geðdeild- inni að sníða af verstu annmarka þess. Hann lagði frá upphafi áherzlu á að gera deildina hlýlega, heimilislega og manneskjulega, hvað allan húsbúnað snerti. Hann ákvað líka, að deildin skyldi ávallt vera opin deild, enginn kæmi þangað sviptur sjálfræði. Vildi hann þannig skapa andrúmsloft mannúðar, hlýju og öryggis fyrir hinn sjúka. Einnig voru kvöldvök- ur frá byrjun haldnar vikulega, þar sem sjúklingar sjálfir spreyttu sig á að skemmta í sam- vinnu við starfsfólk og samsjúkl- inga. Geðdeild Borgarspítala tók til starfa í júní 1968. Fljótlega kom í ljós, að brýn þörf var á að fá meira húsnæði fyrir sjúklinga, sem þurftu lengri vistun en unnt er að veita á deild fyrir bráða geðsjúkdóma. Opnun Hvítabands- ins í febrúar 1970 var því mikið heillaspor. Þar hefur verið rekin dagdeild og göngudeild síðustu ár. Karl hefur einnig haft yfirumsjón með Arnarholti á Kjalarnesi, hjúkrunar- og endurhæfingar- deild fyrir geðsjúklinga. Er hún hluti af geðdeild Borgarspítala. Þar hefur Reykjavíkurborg á síð- ustu árum reist nýjar byggingar bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Því miður hefur starfsmanna- skortur hamlað fullri’ nýtingu staðarins, sem annars býður upp á mikla möguleika. Starfi Karls sem yfirlæknis kynntist ég fyrst sem aðstoðar- læknir árið 1970—’71 og síðan aft- ur sem geðlæknir frá því í des- ember 1975. Það verður ævinlega matsatriði og skiptar skoðanir um, hvaða kostum góður og dug- legur yfirlæknir eigi að vera bú- inn. Enginn gerir í því efni svo öllum líki, enda ekki á færi dauð- legra manna. En ég tel hiklaust, að Karl sé í hópi þeirra yfirlækna, sem hefur leyst störf sín farsæl- lega af hendi. Hann hefur ævin- lega haft góða samvinnu við sam- starfsmenn sína í stjórnun Borg- arspítalans og starfsbræður sína á öðrum deildum spitalans. Hann er friðsamur maður, tillitssamur, samvizkusamur og sanngjarn. Öll smákóngasjónarmið og auglýs- ingastarfemi fyrir sína deild og sjálfan sig er fjarri skapi hans. Hann er gæddur þeim sveigjan- leika, sem er nauðsynlegur í sam- starfi, en hopar þó hvergi á hæl með þau mál, sem hann berst fyrir hverju sinni. Hann hefur hæfi- leika til að Iáta aðra njóta sín. Skapfesta og föðurleg umhyggja eru aðalsmerki Karls. Hann er góður yfirboðari samstarfsmanna sinna í öllum starfsgreinum og á virðingu þeirra sakir kurteisi og siðfágunar. Hann hefur ávallt fylgst vel með nýjungum í geð- lækningum, og verið óhræddur við að reyna öll meðferðarform, sem bezt eru talin hverju sinni. Sjálfur er Karl góður geðlæknir og hefur frá byrjun starfað á stofu, þrátt fyrir krefjandi stjórnunarstörf og læknisstörf á spitalanum. Er það mikils virði, þegar haft er í huga, hve fámenn geðlæknastéttin hefur alla tíð verið. Það er skaði, að geðdeildin skyldi ekki verða kennsludeild frá upphafi, en það var ósk Karls. Hann er ágætur kennari og deildin býður upp á fjölbreytt kennsluefni. Geðskoð- anir hans eru annálaðar að gæð- um og frágangur til fyrirmyndar. Eg er ekki viss um, að Karl kunni mér þakkir fyrir að skrifa um hann sjötugan. En mér hefur ávallt fundizt full hljótt um hann og störf hans, slíkur heiðursmaður sem hann er í hvívetna. Ég vil að lokum þakka honum samstarf, sem aldrei hefur borið skugga á. Ég óska honum og Margréti, konu hans, langra lífdaga, góðrar heilsu, gæfu og gengis. Við hjónin biðjum þess, að blessun Guðs hvíli ávallt yfir heimili þeirra og Borg- arspítalanum, sem hann hefur helgað krafta sína. Guðrún Jónsdóttir Þegar við Karl Strand vorum ungir menn og hófum læknisnám niðri í Alþingishúsi, var stúdenta- hópurinn hvorki stór né lífsreynd- ur, en að sjálfsögðu fullur áhuga og bjartsýni. í fyrstu kennslu- stundinni hélt prófessorinn yfir okkur ræðustúf og sagðist skilja það mætavel, að okkur langaði til að nema læknisfræði, enda væri hún skemmtilegt fag, en það væri svo gífurleg offramleiðsla á lækn- um á íslandi, að við myndum aldrei fá neitt að gera. Greinilega létu menn þessi varnaðarorð eins og vind um eyr- un þjóta, og ekki hefur bólað á atvinnuleysi í stéttinni þá tæplega hálfu öld sem liðin er frá því við rituðum okkur inn í læknadeild- ina. Skömmu eftir kandidatspróf fór Karl til framhaldsnáms i London og enn lágu leiðir okkar saman um skeið, því að í full tvö ár, meðan styrjöldin stóð sem hæst, var ég ýmist tíður gestur á heimili hans og Margrétar í Grófinni (Victoria Grove í Kensington) eða heimilis- fastur undir þaki þeirra hjóna. Þetta hús var lengi miðpunktur íslenska þjóðarbrotsins í London og annað sendiráð okkar í þeirri borg, en steinsnar frá Grófinni var öldurhús nokkurt, sem ýmsum löndurn þótti viðkunnanlegur staður. Varð um það þegjandi samkomulag, að menn hittust þar eigi sjaldnar en einu sinni í viku og sötruðu stríðsöl með Bretum. Þessi skipan mála varð svo vinsæl og sjálfsögð þjóðunum báðum, að þegar klukkan nálgaðist tíu'að kvöldi og kránni skyldi lokað lög- um samkvæmt hrópaði barþjónn- inn hátt og snjallt: „Ladies and gentlemen and Icelanders; time, please!" og gestirnir tíndust nauð- ugir viljugir út á strætið og dreifðust um myrkvaða borgina, hver til síns heima. Grófar-hjónin stöldruðu lengur við í Lundúnum en flest okkar hinna. Karl vann þar á geðspítala í fjöldamörg ár, en heim fluttust þau þegar hann tók að sér stjórn geðdeildar i nýstofnuðum Borg- arspítala. Þetta greinarkorn er, eins og allir sjá, einungis persónulegar endurminningar rifjaðar upp á merkisdegi í lífi vinar og sam- verkamanns; hugskeyti til ágætra hjóna, sem nú dveljast erlendis í góðu yfirlæti á fornum slóðum. Við Karl höfum átt ýmislegt sam- an að sælda um dagana, setið sam- an á skólabekk, ferðast saman, föndrað í æsku við þýðingar og önnur bókmenntastörf í tóm- stundum, jafnvel tekið þátt í tíma- ritaútgáfu; og starfað að lækning- um á sama sjúkrahúsi um nokkur undanfarin ár. Annar hefur að vísu reynt að efla líkamshreysti, hinn hefur lagt aðaláhersluna á sálarheill, en munurinn á þessu tvennu er kannski minni en ætla mætti, og kappkostað höfum við að tre.vsta sem best og varðveita sem lengst samskeytin milli sálar- innar og líkamans. Megi sú við- leitni bera þann árangur sem við báðir óskum. Þórarinn Guðnason Bifreióareigendur Opið í dag frá ki. 10 til 12 og frá ki. 13 til 15. Sérhönnuö sætaáklæði á allar teg. bíla. Send- um í póstkröfu. 25 litir. Sumir kaupa köttinn í sekkn- um, en aðrir versla við okkur. Valshamar hf., Linnetstíg 1, sími 51511, Hafnarfiröi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi i boöi Keflavík Til sölu litiö iönaöarhúsnæöi viö Hafnargötu. Stækkunarmögu- leikar Verö 200 þús. Eldra einbýlishús á 2 hæöum, steinsteypt, í góöu ástandi. Mögulegt aö hafa sem 2 íbuöir. Verö 600 þús. Komum á staöinn og verömet- um. Eignamiölum Suöurnesja, Hafn- argötu 57. sími 3868 Keflavík Til sölu raöhús, 140 fm á 2 hæö- um í góöu astandi. Verö kr. 650 þús. Kemur til greina aö taka ódýrari eign upp í. Eignamiölum Suöurnesja, Hafn- argötu 57, simi 92-3868. Til leigu 4ra herb. einbýlishús ásamt geymslu og bilskur á góöum staö i Vesturbænum frá og meö 1. nóv. Tilboö merkt: „Hús — 7940“ sendist augl.deild Mbl. Ung reglusöm hjón meö barn á leiðinni, óska eftir 2ja til 3ja herb. ibúö. Smá hús- hjálp ef óskaö er. Uppl. i sima 44067. Teppa- og húsgagna- hreinsun Simi 50678. Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa i verslanir okkar Uppl. i síma 28222. Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauöakross íslands. m IÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 25.10 kl. 13 Ketilsstígur — Krísuvík, létt ganga í fylgd meö Einari Egils- i syni. Verö 60 kr.. fritt f. börn m fullorönum. Farið frá BSI, vest- anveröu. Snæfellsnes um næstu helgi. Utivist Hjálpræðisherinn Laugardag kl. 20.30 kvöldvaka. Veitingar, happdrætti. söngur, og hljóöfærasláttur. Nýir stólar teknir í notkun. Ofursti Moen og frú tala. Kaft- einn Daniel Oskarsson stjórnar. Allir velkomnir. Skíðadeild Víkings Skiöafólk! Vetrarkaffiö veröur i Skiöaskálanum. sunnudaginn 25. okt. kl. 15.30. Stjórnin Sunnudagaskólar Fíladelfíu A kristniboösári göngum viö i sunnudagaskola Komdu meö. Njarövikurskóli sunnudaga kl. 11.00. Grindavíkurskóli sunnudaga kl 14.00 Veriö velkomin Muniö svörtu börnin. Kristján Reykdal Félag kaþólskra leikmanna heldur fund i Stigahliö 63, mánu- daginn 26. okt. kl. 20.30 Séra Agúst flytur hugleiöingarorö um mál hluta og fegurö náttúrunnar og sýnir litskyggnur. Allir vel- komnir Stjorn FKL. Elím Grettisgötu 62 Rvík A morgun, sunnudag. verður sunnudagaskóli kl 11 00 og al- menn samkoma kl. 17.00. At- hugiö breyttan samkomutima. Veriö velkomin. Heimatrúboöið, Óðinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Grímmannsfell Létt ganga. sem allir geta tekiö þátt i. Fararstjóri: Baldur Sveins- son. Verö kr. 50.00 grv./bilinn. Fariö fra Umferöarmiöstööinni aö austanveröu Ferdarfelag Íslands Ath. Enn er allmikiö af oskiladoti á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.