Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 HLAÐVARPINN Umsjón: Sveinbjörn I. Baldvinsson Bók eftir Thor gef- in út í Ameríku UÓÐFLUTNINGAR Nýlcna kom út í Bandaríkjunum ljóðabók eftir Thor Vilhjálmsson ok her hún nafnið „The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean“. Hlýtur þetta að teljast til tíðinda, bæði vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem bók eftir Thor er gefin út í Bandaríkjunum <)({ einni({ og ekki síður vej{na þess að þetta er fyrsta ljóðabókin' sem hann sendir frá sér. Tíðindamaður Hlaðvarpans ræddi við Thor um daginn. — Eru þetta ný Ijóð í þessari hók? „Ja, það er nú þetta með nýtt on Kamalt. Ég hlustaði á erindi um dajiinn sem átti að fjalla um nú- tímabókmenntir ok komst þá að því, að það voru bækurnar sem komu út í fyrra. í þeim skilningi hlýtur ljóð sem er ort í júní að vera orðið namalt núna, þegar komið er fram á haust, hvað þá THEOCEAN IHOR VmuAlMSSON Korsíða hinnar nýju Ijóðabókar. hafi það verið ort í fyrra. Þessi Ijóð mín sem ég hef skrifað á ensku eru sum ný, sum nörnul." — Hvers vegna yrkirðu á ensku? „Minn prósi á íslensku er það bundinn að é« freistast því sem næst aldrei til að yrkja ljóð á móð- urmálinu. Ék veit ekki af hverju, en stundum kemur yfir mi({ löng- un til að ({era einhvers konar ljóð á ensku. Annars er þetta alve({ ný lífsreynsla fyrir mig, því þetta er f.vrsta Ijóðabókin mín, fyrir nú utan að vera fyrsta bókin sem ({ef- in er út eftir mig í Ameríku. Aður hafa aðeins birst eftir mi({ ljóð í tímaritum og safnritum." — Hver ({efur út bókina? „Það er mikill ágætismaður, sem hefur ({efið út að minnsta kosti eina Ijóðabók sjálfur og er víst með skáldsögu á leiðinni núna. Hann heitir Gunnar Hansen ok hefur unnið þar vestra sem kvikmyndaleikari. Hann á heima í Maine." — E^n svo við víkjum að öðru, er en({in bók væntanleg frá þér hér heima nú fyrir jólin? „Nei, é({ er ekki tilbúinn með það sem é({ er að vinna að o({ þar fyrir utan er é({ ekkert að keppast við að vera með vörur tilbúnar fyrir þessi árlegu jóla-ærsl. Éj{ var len({i með bók árlega 0({ svo tvær í hittifyrra og það stóð reyndar til að það kæmi út núna annað bindi af ({reinasafni, en útgefendur þess eru hugsjónamenn, sem hafa ekki di({ra sjóði til umráða og því verð- f Ljósm. Kmilía) Thor Vilhjálmsson: „Nýtt efni, nýtt form.“ ur það að bíða eitthvað, en bókin er tilbúin frá minni hálfu.“ — Viltu segja eitthvað um það sem þú ert að vinna að núna? „Það er nú oft best að segja sem minnst um það, en ég get sagt að t>að er skáldsaga og ég er í henni að leita dálítið á ný mið, bæði hvað varðar form og efni. Annars krefst sérhvert efni síns sérstaka forms, svo formið er raunar nýtt í hverju verki sem maður sendir frá sér. Ég er alltof sjálfhverfur mað- ur til að endurtaka mig eða aðra. Ég hef engan áhuga á slíku. Nýtt efni, nýtt form. En kannski eru þetta alltaf sömu spurningarnar sem menn eru að reyna að svara. Það ganga alltaf einhver stef í gegnum lífsverk mikilla lista- manna, þótt þau séu fjölbreytileg. Tökum til dæmis Laxness, Berg- man, Bunuel og Beckett." — Að lokum, má eiga von á fleiri enskum ljóðum frá þér í framtíðinni? „Ja, ég á víst þó nokkur ef ég leita vel, og drög að enn fleirum." Ekki eru nema fáein ár síðan aðstandandi Hlaðvarpa-vikunnar uppgötvaði þessa lágmynd á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis hátt yfir hringiðu borgarlífsins, enda var verkið lengi vel samlitt húsinu. ÚR BORGINNI Listaverk í leyni Töluvert af listaverkum og skreytingum ýmis konar utan dyra og innan á opinberum stööum í höfuðborginni. Sumar myndastyttur eru öll- um kunnar, enda á einkar áb- erandi stöðum, svo sem Jón Sigurðsson á Austurvelli, Ing- ólfur á Arnarhóli, Leifur heppni á Skólavörðuholti og fleiri. En svo eru önnur mynd- verk sem ekki eru á jafn áber- andi stöðum eða fólk veitir ekki athygli vegna þess hve það rýnir ákaft niður í gangst- éttirnar. Meðfylgjandi myndir tók RAX af nokkrum lista- verkum sem fylla hinn síðar nefnda flokk myndverka. Öll verkin eru eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal (1895—1963) nema hvað Mbl. tókst ekki að afla óyggjandi upplýsinga um stafnlikan það sem prýðir hornið á húsi Reykjavíkurap- óteks. Víkingur Hetja dagsins • Fyrir stuttu léku handknatt- leiksmenn úr Þrótti við liðsmenn KIF í Kristiansand í Noregi og sigruðu meira að segja. Islend- ingar búsettir í Kristiansand og grennd fjölmenntu að sjálfsögðu á leikinn og hurfu glaðir á braut að sigri unnum. Einn þessara Islendinga var Guðrún Ásta Árnadóttir, sem er sex ára gömul. Á meðan full- orðna fólkið talaði fram og aftur um upphlaup, aukaköst, víti, blokkeringar og fleira í þeim dúr, settist hún niður með blað og teikniáhöld og tjáði hug sinn allan með sinni mynd af hetju dagsins. Sú var í hennar augum markvörðurinn snjalli Ólafur Benediktsson og sést hann á myndinni verja mark Þróttar af stakri snilld, með annarri hendi og bros á vör. I vinstra horninu, efst, skín svo alíslensk sól í heiði. A HVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA? I „Syng fyrir sjálfa mig og köttinn“ LINIIA GÍSLADÓTTIR er nafn sem í flestra eyrum hljómar kunnuglega, enda þótt fólk kunni að hika andartak þegar það ætlar að koma eiganda þess fyrir sig. En svo kemur það. Alveg rétt, það var hún sem söng inn á Lummu-plöturnar um árið með Gunnari Þórðarsyni og fleirum. Báðar plöturnar urðu feikivinsælar, einkum sú fyrri, og aðstandendur þeirra voru mjög í sviðsljósinu þegar þær komu út haustið 1977 og vorið 1978. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Lummu hópurinn tvístrast. Sumir eru ennþá áberandi í tónlistarlífinu og skemmtiiðnaðinum, Jóhann Helgason, Kagnhildur Gísladóttir og Gunnar sjálfur. Minna hefur heyrst í þeim Olafi Imrðarsyni, Val Emilssyni og Lindu Gísladóttur. Tíðindamaður Hlaðvarpans náði sambandi við Lindu í vikunni og spurði hvort hún gæti ekki hugsað sér að segja eitthvað svolítið frá sínum högum. Hann vissi reyndar að hún hafði alveg fengið sinn skammt af fjölmiðlum um árið, en áræddi þó að bera upp þetta erindi rétt eins og það væri alveg sjálfsagt. Linda tók málaleitan þessari vel og við mæltum okkur mót að heimili hennar við Grettisgötu til að eiga eftirfarandi spjall. — Hvernig var háttað fyrstu kynnum þínum af tónlistinni og hvernig vildi það til að þú fórst að syngja með „Lummunum“? „Það má segja að ég hafi byrjað af alvöru í tónlistinni þegar ég var í fyrsta bekk í MH. Fyrstu tvö árin þar held ég að ég hafi komið fram á einum fimm tónlistarkvöldum. í fyrsta skiptið, með honum Agli Ólafssyni. Ég varð eitt- hvað þreytt á þessum MH-tón- leikum og hætti að koma fram þar, en söng einhvern tíma á þessum árum með hljómsveit- inni Haukum í Húnaveri. Þegar ég var sextán ára söng ég lag eftir sjálfa mig í sjónvarpsþætti og Gunnar Þórðar lék undir. Það varð síð- ar til þess að hann hafði sam- band við mig út af Lummu- hugmyndinni. Aður en það ævintýri fór af stað, hafði ég sungið bakradd- ir á nokkrum plötum og ein- staka lög á öðrum, m.a. hjá Gylfa Ægissyni og Herði Torfa, en það var einmitt Gunnar sem stjórnaði upptök- unum á plötu Gylfa." — Hvernig urðu Lummu- plöturnar til? „Við byrjuðum að æfa síðla sumars 1977 og velja lög á plötuna, sem ekki átti að vera nema ein. Um haustið fórum við svo í stúdíóið og þar unn- um við mikið af raddsetning- unum. Platan varð svo vinsæl að það var ráðist í að gera aðra strax á eftir, sem var unnin á hliðstæðan hátt. Þetta var mjög gaman og ég sé alls ekki eftir því.“ — Ilvernig þótti þér að vera allt í einu svona mikið í sviðs- Ijósinu? „Það kitlaði hégómagirnd- ina í fyrstu, en ég varð fljót- lega mjög þreytt á því. Það fylgdi því mikið álag að vita að það væri alltaf verið að fylgj- ast með manni. Við komum ekki nema tvisvar fram opin- berlega, í annað skiptið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.