Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 13

Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 13 Björn Jórsalafari Nær allir borgarhúar hafa gcngid framhjá þcssu stafnlíkani á horni Reykja- víkurapótcks, en ekki er víst að allir hafi veitt því athygli, enda þótt það sé ekki í nema u.þ.b. fimm metra hæð yfir hellunum. (Ljúsm.: KAX.) Linda og síamskötturinn Gríma. Stjörnumessu, en hitt sinnið 17. júní, en þá voru skemmti- atriði á Arnarhóli, sem var sjónvarpað beint. Hvort tveggja tókst vel, nema hvað útsendingin var víst hörmuleg í sjónvarpinu, hljóðið allt í vitleysu." — Fleira fylgdi í kjölfarið, var það ekki? „Jú, ég söng inn á plötu með niðursoðnum lögum að utan. Enda þótt hún bæri mitt nafn, var ekkert á henni frá mér komið nema röddin. Spilið var útlenskt og ég fékk aðeins að velja tólf lög af u.þ.b. tuttugu, það voru nú mín afskipti af efninu. Textarnir voru samdir í hasti og ekkert til þeirra vandað. Platan var ekkert auglýst og seldist lítið sem ekkert. Það var bara verið að nota mig sem einhverja fíg- úru, sem átti að selja þetta sjálfkrafa. En það þýðir ekkert að vera að ergja sig á þessu. Ég get sjálfri mér um kennt, að gera svona samning, en auðvitað var ég óánægð með þetta. Þótt það sé ekki mikið atriði, þá get ég líka sagt, að ég er sú eina sem vann að þessari plötu, sem aldrei fékk eyri fyrir. En þetta er gömul saga, sem varla tekur því að vera að rifja upp. Búið mál. Sumarið 1978 söng ég með hljómsveitinni Cirkus, sem einkum spilaði í Klúbbnum og ég skrapp líka til New York og komst þar í að syngja bak- raddir í stúdíói fyrir algera tilviljun. Það gekk mikið á hjá mér á þessum tíma, en síðan hætti ég þessu alfarið." — Saknarðu ekki stundum hamagangsins frá þessu tíma- bili? „Jú, stundum. Þetta er eins og sjúkdómur sem tekur sig upp annað slagið. en söngur- inn var alltaf, og mun alltaf vera, spennandi tómstunda- gaman hjá mér, nema ég fari að læra söng. Mig langar til þess, en hef ekki efni á því núna. Kannski seinna." — Hvað ertu að fást við núna, ertu alveg hætt að syngja? „Núna er ég að læra sálar- fræði og kann mjög vel við mig í skólanum. Síðan 1978 hef ég unnið við ýmislegt; á ljós- myndastofu, hjá Vinnuskóla Kópavogs og á Landspítalan- um. Hvað framtíðin ber í skauti sínu veit ég ekki, en mér finnst alla vega sálar- fræðin skemmtileg og áhuga- verð. Hvort ég fer einhvern tíma að syngja aftur opinber- lega er óvíst, en á meðan ég hef nokkra rödd syng ég að minnsta kosti fyrir sjálfa mig og köttinn." Afnám einokunar ríkisútvarpsins eftir Árna Svein- björn Mathiesen Að undanförnu hefur frjáls útvarpsrekstur eða öllu heldur afnám einokunar Ríkisútvarps- ins mjög verið til umræðu. Þau lög sem nú eru í gildi um út- varpsrekstur eru löngu orðin úr- elt. Það er því orðin brýn nauð- syn að hraða endurskoðun þeirra. Æskilegast væri breyt- ing í þá átt að einstaklingum og/eða frjálsum samtökum yrði leyft að reka eigin útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Tækniþróun á þessu sviði hefur verið mjög mikil sem og á öðrum sviðum og því eru í dag allt aðrar forsend- ur fyrir frjálsum útvarpsrekstri en voru fyrir hálfri öld síðan. Útvarpslöggjöfin ber þess merki að tæknin var mjög stutt á veg komin þegar Ríkisútvarpið var stofnsett og kostnaður við upp- setningu útvarps ekki talinn vera á annarra færi en opin- berra aðila. í dag horfir þetta öðruvísi við. Kostnaður við stofnun útvarpsstöðva getur ekki lengur réttlætt einokun opinberra aðila enda tæknilega ekkert því til fyrirstöðu. Ljóst er og að neytendur vilja fjölbreytt- ara val en þeim býðst í dag, þá hefur það komið í ljós með til- komu „video“-væðingarinnar að fólk sýnist tilbúið að leggja fram fé til að bæta þar um. Ér það svar neytenda við ófull- nægjandi dagskrá sjónvarpsins og sýnir að full ástæða er að leyfa samkeppni við það. Svæðisbundið útvarp Lög um frjálsan útvarps- og sónvarpsrekstur yrðu mjög rót- tæk breyting frá því sem nú er. Því tel ég að slík breyting yrði að koma stig af stigi líkt og gert er i Bretlandi. Aðferðin er í því fólgin að sett er á stofn nefnd til að annast veitingu leyfa og eft- irlit með rekstri stöðvanna. Um- sækjendur yrðu að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði varðandi fjármögnun, fjölmiðla- þekkingu og fleira þar að lút- andi. Til að tryggja eignaraðild gæti verið heppilegt að hlutafé væri boðið út og takmörkuð yrði hámarkshlutafjáreign hvers einstaklings við t.d. 20%. Varðandi dagskrárgerð stöðv- anna gæti þótt nauðsynlegt að setja lágmarksskilyrði eins og t.d. reglulegar fréttir, fjölda menningar- og upplýsingaþátta og hámarkstíma auglýsinga þar til hægt yrði að leyfa frjálsan rekstur stöðvanna. Þeim sem fengju leyfi til útvarpsrekstrar samkvæmt þessum hugmyndum yrði úthlutað afmörkuð svæði og viss tíðni til útvarpssendinga. Sennilegast yrðu þær settar fyrst upp á stærstu þéttbýlis- kjörnum landsins en síðan víðar um landið. Þar sem hver stöð nær til takmarkaðs svæðis þá yrði dagskrárgerð þeirra að iniklu leyti byggð á staðbundnu efni. Hún gæti verið saman sett af fréttum eða fréttaskýringar- þáttum um atvinnulíf, sveitar- stjórnarmál ásamt þáttum um neytendamál, fræðslumál eða önnur hagsmunamál íbúanna, þá eru óupptaldir þættir fyrir börn og tónlistarþættir. Af þessu má sjá að ekki yrði bein samkeppni við Ríkisútvarpið enda er ekki hugmyndin að leggja það niður heldur að það yrði samhliða svæðisbundnu út- varpsstöðvunum. Þær fylla upp í það skarð sem myndast hefur hjá Ríkisútvarpinu þar sem það er jú fjölmiðill allra lands- Árni Sveinbjörn Mathíesen manna og á því erfiðara með að gera staðbundnu efni veruleg skil. Með þessu móti yrði komið á móts við óskir neytenda sem nauðsynlegt er að taka tillit til því það eru þeir sem borga. Óháður fjólmidill Það er kunn staðreynd að einkafyrirtæki er ekki hægt að reka án þess að það skili hagn- aði til langs tíma og því vaknar sú spurning hvernig eigi að halda rekstri þessara stöðva gangandi. Frjálsar útvarps- stöðvar þurfa að hafa tekjustofn til að halda rekstri sínum gang- andi, og auglýsingar eru algeng- astar til þess. Það hafa verið aðalrök and- stæðinga afnáms einokunar Ríkisútvarpsins að hætta væri á að fjársterkir aðilar svo sem stórfyrirtæki og aðrir myndu leggja undir sig slíkar stöður og gera þær að áróðursstöðvum sínum. Slíkt er rökleysa þegar litið er á aðra fjölmiðla sem byggja aðaltekjur sínar á aug- lýsingum eins og t.d. dagblöðin. Islensk dagblöð eru sjálfstæðir aðilar sem á engan hátt eru bundin eða háð vilja auglýsenda sinna og sama gildir um frjálsar útvarpsstöðvar. Þessu til viðbót- ar má gjarnan bæta því við að þegar aðilar eru komnir í sarti- keppni en eru ekki í einokunar- aðstöðu þá ræður vilji neytenda þeirra aðgerðum en ekki geð- þótta ákvörðun stjórnvalda sem þykjast vita hvað eigi að bera á borð fyrir neytendur. Eins og staða mála er í dag er brýn þörf á að endurskoðun út- varpsreksturs í landinu komi til móts við sjónarmið um frjálsan útvarpsrekstur annars er hætt við að stjórn útvarpsmála fari út böndum líkt og farið er um „video“-málin. Það yrði því heillavænlegast að Alþingi tæki áskorun ungra sjálfstæð- ismanna, sem gerð var á 26. þingi ungra sjálfstæðismanna nú í haust á Isafirði, og af- greiddi á yfirstandandi þingi lög um frjálsan útvarpsrekstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.