Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBKR 1981 3 Káre Willoch, forsætisráðherra Norðmanna í samtali við Mbl.: Hætta á að jafnvægi raskist, dragi eitt aðildarlandanna sig úr NATO Krá hlm. Mhl., KríAu l’roppó, í Osló í „ÉG SKM forsætisrádhorra legg mjög mikla áherslu á oryggis- oj> varn- armál. Kg tel brýnt að þad öryggi sem nádst hefur í varnarmálum þjóda okkar, fyrst og fremst vegna veru okkar í NATO, haidist. I»ví mun ég beita mér fyrir ad ekki komi til neinna efasemda um stöðugleika hvað varnarmálin snertir. I»að þjónar okkur sjálfum og okkar heimshluta best“, sagði Káre Willoch forsætisráðherra Noregs er ég ræddi við hann um hádegisbilið í dag en Kare og hin nýja ríkisstjórn hans hafa verið við völd í nokkra daga eins og kunnugt er. Þrátt fyrir þær miklu annir sem fylgja embætti forsætis- ráðherra á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar að viðbættum skyldustörfum tengdum forseta- heimsókn tók Káre Willoch strax vel í bón mína um viðtal við Mbl. Káre er viðfeldinn per- sónuleiki, tilsvör hans oft glettin en þegar kemur að alvarlegum hlutum svo sem stefnu ríkis- stjórnar hans eru svörin ákveðin og auðheyrt að hann er fastur fyrir, — ekki sú manngerð sem skiptir um skoðun eftir því hvernig vindar blása. Káre sagði í upphafi viðtalsins að þau tvö mál sem ríkisstjórn hans leggði meginþunga á væru efnahags- og öryggismál. Um ör- yggismálin sagði hann: „Vestur- Evrópa er í erfiðri stöðu hvað öryggismál varðar. Norðurlönd hafa skapað með sér visst jafn- vægi hvað varðar stöðuna gagn- vart austri og vestri. Ég tel mikla hættu fólgna í því að það jafnvægi raskist sem gæti gerst ef eitt landanna tæki sig út úr því samstarfi. Innan NATO hafa lönd okkar unnið mikið starf við að minnka spennuna milli aust- urs og vesturs og ég tel að við eigum að vinna áfram að því, fyrst og fremst innan NATO, en einnig innan þess ramma sem Norðurlönd hafa myndað um þetta sameiginlega hagsmuna- mál. — Mun ríkisstjórn þín stuðla að breytingum á eða aukinni samvinnu og samstarfi við Is- land. „Ég tel aö samvinna milli landanna sem hefur verið mikil og góð — og hvað mest innan Norðurlandaráðs breytist ekki. En við Norðmenn höfum mikinn áhuga á aukinni samvinnu á sviði iðnaðarmála. Ég vil I því sambandi sérstaklega ítreka að ég tel mikla möguleika á að hægt sé að ná langt á því sviði. — Þá má benda á sameiginlega hags- muni hvað varðar nýtingu og varðveislu auðlinda hafsins og máttu geta þess að ég fagna því samkomulagi sem hefur náðst um Jan Mayen-málið. Káre sagði, er hann var spurð- ur á hvaða sviði hann teldi aukna samvinnu um iðnaðarmál helst koma til greina, að við Is- lendingar værum ríkir að orku- gjiifum. . „Eru Elkem Spigerverket og Norsk Hydro inni í þeirri mynd af ykkar hálfu? „Já, við getum nefnt þau fyrir- tæki sem dæmi, sagði Káre og bætti því við að Norðmenn gætu orðið hjálplegir okkur á marga lund hvað þetta varðar. Þeir hefðu innsýn inn í marga þætti iönaðarmála, einnig fjárfest- inga- og markaðsmöguleika. Káre Willoch sagði í lok við- talsins að auk þeirra miklu sam- eiginlegu hagsmuna sem tengdu Islendinga og Norðmenn þá ætt- um við margra alda sögu að baki með einum og sama uppruna. Vogar, blað sjálfstæðismanna í Kópavogi: Birtir gagnrýni á póst- burðarfólk Pósts og síma í ga>r héldu vistmenn dagdeildar Borgarspítalans í Hafnarbuöum upp á tveggja ára al'nia li staðarins með kaffi og kökum og var glatt á hjalla. Það var 23. okt. 1979 sem llafnarbúðir tóku til starfa en síðan þá hafa 150 manns notið þeirrar þjónustu sem þar er hoðið upp á. Kriðrik Kinarsson er yfirlæknir deildarinnar en hægt er að vista þar 10 til 12 í einu. Um 7900 bflar fluttir inn fyrstu 9 mánuðina PÓSTBURÐARFÓLK í Kópavogi, starfsfólk Pósts og síma þar í bæ, hefur neitað að bera út blaðið Voga, sem er blað sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Ástæða þess er sú, að í síðasta tölublaði er birt gagnrýni á útburð síðasta tölublaðs Voga næst á undan. Yfirmenn póstburðarfólksins munu hafa lagt að því að bera blaðið út, og sagt, að efni þess eigi ekki að hafa áhrif á það hvort það sé borið út eða ekki, jafnvel þótt gagnrýnin í blaðinu kunni að hafa verið óréttmæt eða ósanngjörn. Sjálfstæðismenn í Kópavogi höfðu þegar greitt póst- burðargjöld fvrir blaðið er neitunin um útburð þess kom fram. Kristján Helgason, umdæmis- stjóri hjá Pósti og síma, sagði í samtali við hlaðamann Morgun- blaðsins í gær, að rétt væri, að fólk- ið hefði neitað að bera umrætt blað út. Yfirmenn þess hefðu á hinn bóginn ekki talið það rétta leið til „ÞETTA er mjög alvarlegt mál, að okkar dómi. í rauninni er þetta rit- skoðun af hálfu Pósts og síma og ekkert annað,“ sagði Richard Björgvinsson, ábyrgðarmaður blaðsins Voga, í samtali við Morg- unhlaðið í gær. „Það er alvarlegur hlutur, þegar starfsmenn póstsins neita að dreifa blaðinu, vegna þess að þar sé að finna gagnrýni á við- komandi starfsmenn,“ sagði Rich- ard ennfremur. Hann sagði sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa samning við Póst og síma um fjöldadreifingu á blaðinu, eftir reglum sem um slíkt giltu. Það blað, sem hér um ræðir, var sett í dreifingu í vikunni, og þegar er búið að greiða fyrir dreifingu á því. Richard sagði, að Rósa Oddsdótt- ir, stöðvarstjóri í Kópavogi, hefði tK>rið þau boð, að blaðburðarfólk í Kópavogi, neitaði að bera út blaðið, vegna umræddrar klausu í því, þar sem blaðadreifing í bænum væri gagnrýnd. Varð að samkomulagi, að llaraldur Kristjánsson, er skrif- aði umrædda klausu, færi og ræddi við Rósu og blaðburðarfólkið, en það samtal varð árangurslaust. Næst segir Richard það hafa gerst i -- Póstburðarfólkið neitar að bera út blaðið að mótmæla efni blaðsins, nær væri að hafa samband við stéttar- félag, ef það teldi að um rangfærsl- ur væri að ræða. Fund sagði Krist- ján hafa verið haldinn með aðilum málsins, en þar hefði ekki náðst samkomulag um dreifingu blaðsins. Kristján Helgason sagði, að ein meginástæða, fyrir óánægju póst- hurðarfólksins væri sú, að í Vogum væri sett fram gagnrýni á útburð næsta tölublaðs á undan, sem út hefði komið fyrir nærri þremur mánuðum. Þetta væri fyrsta gagn- rýni er Pósti og síma bærist vegna þess, og fyndist fólkinu hart að þurfa sjálft að bera hana í hús, eðlilegra hefði verið að koma henni á framfæri á annan hátt. Kristján sagðist skilja óánægju starfsfólks- - segir Richard Björgvinsson ábyrgð- armaður Voga málinu, að Kristján Helgason, um- dæmisstjóri hjá póstinum, hafi beðið um fund með ábyrgðarmanni blaðsins, og á þann fund hafi einnig komið Rósa Oddsdóttir stöðvar- stjóri, Engilbert Sigurðsson skrifstofustjóri póstsins í sama umdæmi, og blaðburðarfólkið. „Á fundinum var rætt um þessi mál,“ sagði Richard í samtali við Morg- unblaðið í gær, „og þar var okkur aðstandendum blaðsins boðið upp á það, að blaðinu yrði dreift með því skilyrði, að inn í það væri sett fjöl- ritað blað, þar sem segði, að um- rædd klausa um blaðadreifingu í Kópavogi væri röng, og beðist væri afsökunar á henni. — Þessu höfn- uðum við að sjálfsögðu, enda telj- um við, að hér sé farið með rétt mál. En það er þó ef til vill ekki aðalatriði þessa máls, heldur hitt, að starfsfólki póstsins á ekki að líð- ast að ritskoða það efni, sem fólk kann að vilja senda með póstinum. ins, en væri þó ekki sammála af- stöðu þess varðandi dreifinguna. llin umdeilda klausa í blaðinu Vogum er svohljóðandi: „Léleg dreifing hjá póstinum? Því miður hafa margir Kópa- vogsbúar komið að máli við Voga og kvartað yfir því að seinasta tölu- blað hafi ekki borist á heimili þeirra. Ef það er rétt, að útburður hafi verið inntur illa af hendi, er um alvarlegt mál að ræða, því sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa lagt á sig mikla vinnu og kostnað við að gefa blaðið út, auk þess sem Pósti og síma er greitt fullt verð fyrir þessa þjónustu. Komið hefur til tals að krefjast rannsóknar á málinu, en útgefend- ur hafa ákveðið að gera ekkert slíkt, að svo stöddu, heldur sjá til hvernig þessu blaði reiðir af.“ ritskoð- og síma Sé það efni blaðsins ósammála, verður það að koma gagnrýni sinni á framfæri á annan hátt, og við höfum raunar boðið rúm fyrir svör í næsta tölublaði, verði þess óskað. Nú, á fundinum kom einnig fram, að yfirmenn blaðburðarfólksins, sögðu, að þeir teldu það skyldu póstsins að dreifa blaðinu, en þeir tóku einnig fram í því sambandi, að samkvæmt reglum um slíka dreif- ingu, gæti hún tekið allt að tíu daga. — Venjulega hefur hún hins vegar aðeins tekið tvo til þrjá daga. Þar sem tilgangur okkar með þessari blaðaútgáfu er sá að koma því til lesenda í bænuni, höfum við nú tekið það aftur úr höndum póstsins, og munum dreifa því í bænum sjálfir. Þessi töf hefur hins vegar þegar komið sér illa fyrir okkur, bæði vegna efnis í blaðinu, og vegna tímabundinna auglýsinga. Hvað við gerum næst í málinu er ekki ákveðið, nema við munum væntanlega tala við póst- og síma- málastjóra, en hvort frekari að- gerða er þörf, svo sem kæru til samgónguráðuneytisins, kemur síð- ar í ljós,“ sagði Richard Björgvins- son, ábyrgðarmaður blaðsins Voga að lokum. í KRAMHALDI af frétt blaðsins í ga>r um innflutning fólksbifreiða til landsins fyrstu níu mánuði ársins, hefur Mbl. tekið saman yfirlit yfir heildarinnflutning bifreiða fyrstu níu mánuðina. Alls voru fluttar inn 7902 bifreiðir, samanborið við 7685 á sama líma í fyrra. Þar kemur fram, að Mazda er niest selda bifreiðategundin, en inn voru fluttir 1.017 Mazda-bifreiðir fyrstu níu mánuðina. í öðru sæti eru Lada-bifreiðir, en alls voru fluttar inn 800 bifreiðir af þeirri tegund. Flugmaður- inn látinn FLUGMAÐURINN sem slasað- ist er flugvél hans brotlenti við flugvöllinn á Hellu á Rangár- völlum fyrir nokkru, lést á gjör- Ræsludeild Borgarspítalans í fyrrinótt. Hann hét Sigurður F'rímannsson, rafvirkjameist- ari, til heimilis að Blómstur- völlum í Mosfellssveit. Hann var 3'2ja ára er hann lést, og lætur eftir sig eiginkonu og barn. Sigurður komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Þriðju í röðinni eru Mitsubishi, en fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar inn 766 bifreiðir af þeirri gerð. I fjórða sæti yfir mest seldu bifreiðirnar eru Toyota, en alls voru fluttar inn 627 Toyota-bifreið- ir fyrstu níu mánuðina. Fimmtu í röðinni eru Volvo, en alls voru fluttar inn 405 Volvo- bifreiðir á áðurnefndu tímabili. Loks má nefna Datsun, sem er í sjötta sæti. Alls voru fluttar inn 303 Datsun-bifreiðir á tímabilinu. Sigurður Krimannsson Ekkert annað en un af hálfu Pósts-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.