Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 40
Síminná OQHQQ afgreiðslunni er OOUOO ormtnMo&ifr 1 Sími á ritstjórn i 100 og skrifsfofu: lu IUU |Borxjttnl>Iíit>ií> LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 Semja bankamenn til skamms tíma? Fundur hjá sáttasemjara í dag ITMH'K vcrður hjá ríkissáltascmjara eftir hádegi í dag um kjarasamninga hankamanna. cn samningar hankamanna hafa verid lausir frá 1. septemher sl. /Ktla má að um nokkurs konar úrslitafund verdi að ra-ða og ef ekki miði í samkomulagsátt á fundinum hoði hankamenn til verkfalls um eða strax eftir lielgi. Fyrirvari hankainanna vegna verkfallsboðunar er 15 dagar, en síðan getur sáttasenijari frestað verkfalli í aðra 15 daga. Samninganefnd banka og spar- isjóða fór fyrir nokkru fram á við- ræður við samninganefnd bank- amanna um samning til skamms tíma og mun þá hafa verið ræt um að samningurinn gilti til 1. marz. Viðræður um þessa lausn voru síð- an teknir upp á sáttafundi í fyrr- akvöld og hauð samninganefnd bankanna þá um 2% launahækk- un, en mun hins vegar ekki vera tilbúinn að semja um að samning- urinn gildi frá 1. september heldur frá undirskriftardegi. Á það leggja bankamenn mikla áherzlu. Þá vilja bankamenn fá meiri hækkun heldur en 2% fyrir slíkan samning, en hafa ekkert á móti samningi til skamms tíma, en vilja fá meira í sinn hlut heldur en til þessa hefur verið boðið. Tals- menn bankamanna sögðu í gær, að mikið þyrfti að gerast til að sariið yrði til skamms tíma, en búist er við, að á fundinum í dag verði rætt áfram um skammtímasamning. I viðræðunum um kjarasamn- inga bankamanna lagði samning- anefnd bankanna fram hugmyndir um bónuskerfi, en bankamenn töldu ekki mögulegt að leysa þessa deilu á þann hátt, þar sem mikil vinna væri óunnin í sambandi við slíkt kerfi. Á fundi samninganefndanna á miðvikudag var hugmyndin um skammtímasamning rædd við að- stoðarmann fjármálaráðherra og féllst hánn á að viðræður yrðu hafnar um slíkan samning og fyrrnefnda hlutfallshækkun launa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það vilji stjórnvalda að samningar við bankamenn dragist aftur fyrir al- menna kjarasamninga og helzt fram á næsta vor, en því ætla bankamenn ekki að una. — Ljósm.: S. Snorrason. í dag er fyrsti vetrardagur. Þessi mynd er þó tekin fyrir nokkru norður í Skagafirði. Hestarnir reyna að ná í strá og strá, sem stendur upp úr fönninni. Kjaramálaráðstefna VSÍ hafnar umræðugrundvelli ASÍ: Kröfur byggingamanna eru milli 84% og 87% Bflvelta við Hvaleyrarholt IIÁI.T var á Keflavíkurveginum í gærkviildi, og olli það hílvellu skamml frá llvaleyrarholli um kviildmatarleyt- ið. Fólksbifreið er ekið var eftir Reykjanesbrautinni áleiðis til höfuð- borgarinnar valt, og skemmdist bif- reiðin talsvert. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp hins vegar alveg ómeiddur að sögn Hafnarfjarðar- lögreglunnar. Víða var hálka í gær síðdegis og í gærkvöldi, og urðu nokkur umferð- aróhöpp af þeim sökum. Á yfirráða- svæði Haf narfj arðarlögregl u nnar urðu átta árekstrar í gær, en engan þeirra mátti þó rekja til hálkunnar. I’ÁI.MI Jónsson, landhúnaðarráð- herra, hefur ákveðið að gefa kost á sér við kjör forinanns Sjálfstæðis- flokksins á landsl'undi flokksins, Á kjaramálaráðstefnu Vinnu- veitendasamhands íslands í gær rakti Þorsteinn l’álsson fram- kvæmdastjóri VSI m.a. kröfur bygg- ingamanna, sem kynntar voru VSÍ í fyrradag. Sagði Þorsteinn kröfur þeirra nema milli X4 og 87% fyrir tveggja ára samningstímann og þar af krefðust þeir um 40% hækkunar strax. Sagði hann hina hærra laun- uðn innan Alþýðusambands Islands hér krefjast um helmingi meiri hækkunar en hinir lægst launuðu innan þess og sagði kröfur þcssar vera fáheyrðar. Kröfu byggingamanna sagði Þorsteinn Pálsson vera miðaða við að ná sama kaupmætti og árið 1974. Væri krafist um 10% launahækkun- ar strax, vísitöluhækkun mætti reikna til 10% hækkunar og krafa um að yfirvinna yrði reiknuð í dag- vinnukaup væri metin á 7 til 8%. sem hefst á fimmtudag í nasstu viku. \ ar þessi ákvörðun l’álma Jónssonar gerð opinher í gær. Svo sem kunnugt er hefur (icir llallgríms.son, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs. Morgunhlaðið spurði Pálma Jónsson í gær, hvað leitt hefði til þessarar ákvörðunar hans. Land- búnaðarráðherra sagði: „Mér virð- ist ekki ástæða til þess, að formað- urinn verði einn í kjöri á lands- fundinum og eítir að könnun hafði farið fram á því, að ekki væri til staðar framboð, sem nyti verulegs stuðnings úr báðum fylkingum Sjálfstæðisflokksins var mitt framboð ákveðið." Pálmi Jónsson var fyrst kjörinn á þing árið 1967 og hefur átt sæti þar síðan. Hann varð landbúnað- arráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980. - segir Þorsteinn Pálsson Kröfurnar væru ýmsar fleiri og sagði hann þær alls metnar á milli 84 og 87% og um 40% væri krafist strax við gildistöku samninganna. Þorsteinn sagði að með þessum kröf- um væri stefnt að meiri ringulreið- arsamningum og upplausn en dæmi væru til um og hefði ASl lýst sig ábyrgt fyrir slíkri kröfugerð. I samþykkt kjaramálaráðstefn- Ferðamenn greiddu 30 millj. kr. í skatt l’YRSTU 9 mánuði ársins greiddu landsmenn rúmlega 30 milljón krónur, eða scm svarar rúmlega 3 milljörðum gkróna, í ríkissjóð fyrir að fá að fara úr landi. Hér er um að ræða 10% skatt á ferða- menn, sem kaupa gjaldcyri í bönk- um. Fyrstujiíu mánuði ársins nam gjaldeyrissála hankanna til ferða- manna, en meðtaldar eru verzlun- ar- og viðskiptafcrðir, liðlega 307 milljón krónum, eða sem nemur rúmlega 30 milljörðum gkróna. Námsmenn, sem dvelja eigi skemur en 8 mánuði erlendis, sjúklingar og áhafnarmeðlimir skipa og flugvéla, eru undan- þegnir 10% ferðamannaskatti. Á síðasta ári námu tekjur ríkis- sjóðs af 10%. ferðamannaskatti liðlega 2,1 milljarði gkróna. Heildartekjur ríkissjóðs af gjaldeyrisviðskiptum lands- manna námu fyrstu níu mánuði ársins tæplega 63 milljón krón- um, eða sem nemur 6,3 milljörð- um gkróna. Þar af námu tekjur ríkisins af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna tæplega 26 milljónum og leyf- isgjöld rúmlega 7 milljónum, en leyfisgjöld nema 1% af gjald- eyris- og innflutningsleyfum. unnar er hafnað þeim umræðu- grundvelli sem ASÍ hafði sett fram vegna væntanlegra kjarasamninga og segir að kaupkröfugerð ASl eigi sér enga efnahagslega stoð eða rökstuðning. Settar eru fram tillög- ur um nýjan umræðugrundvöll og þar eru n..a. hugmyndir um að kaup- breytingar fari ekki fram yfir mörk aukningar þjóðartekna á mann og að kaupgjaldsvísitalan verði ndur- skoðuð. Þá er þess krafist af ríkis- stjórn að lög um verðlag og sam- keppnishömlur, sem samþ.vkkt voru vorið 1978, taki gildi, að skattar á atvinnufyrirtæki verði lækkaðir og að engin lög verði sett eða reglugerð- ir um starfsemi atvinnufyrirtækja nema að fyrir liggi fullnægjandi kostnaðarútreikningar. Á kjaramálaráðstefnunni tóku til máls þeir Jón Páll Halldórsson KAGNIIILDIIK llelgadóttir, fyrrver andi alþingismaður, hefur ákvcðið að gefa kost á sér við kjör varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sem hefst næstkomandi fimmtudag. Kagnhildur Helgadóttir skýrði frá þcssari ákvörðun sinni í samtali við Morgunhlaðið í gær- kvöldi. Um ástæður þess að hún hefði tekið þessa ákvörðun sagði Ragn- hildur Helgadóttir: „Er til mín hef- ur verið leitað um framboð til vara- formanns hef ég tekið því víðs fjarri þar til nú fyrir nokkrum dög- um, er ég varð vör við víðtæka sam- stöðu í röðum sjálfstæðiskvenna um framboð mitt. Af skiljanlegum ástæðum hefur þetta haft djúp áhrif á mig. Um þessar mundir er mikið talað um að sundrung sé meðal sjálfstæðismanna. Þeim mun meiri áhrif hefur það haft á mig að finna að slík samstaða sé fyrir hendi, og að samskonar hugur ríki víða meðal sjálfstæðismanna, karla framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins Norðurtanga á ísafirði, Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, Gunnar S. Björnsson formaður Meistarasam- bands byggingarmanna, Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags ísl. iðnrekenda og Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja. Lýstu þeir ástandi og horfum atvinnu- greinar sinnar og byggðarlags og voru þeir á einu máli um að atvinnu- vegir væru það aðþrengdir að ekki væri mögulegt að ganga að kaup- hækkunarkröfum og væru fram- komnar kröfur um kjarabætur fjarri öllum raunveruleika. Ætti að vera mögulegt að semja um kjarabætur yrði ríkisvaldið að létta einhverju af álögum sínum á atvinnuvegina. Sjá ályktanir VSÍ á bls. 21 og kvenna. Þessi tvö atriði hafa orð- ið til þess að ég hef séð þessi mál í nýju ljósi, og komist að þessari niðurstöðu." Ragnhildur Helgadóttir sat á Al- þingi 1956 til 1963 og frá 1971 til 1979. Sjálfstæðisflokkurinn: Pálmi Jónsson í formannsframboð Varaformannskjör á landsfundi: Ragnhildur Helga- dóttir í framboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.