Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTOBER 1981 35 Sextug: Lilja Bjarnadóttir Sextug er í dag frú Lilja Bjarna- dóttir, Hjallavefii 5, Reykjavík (frá Búðardal). Foreldrar hennar komu frá Litla-Nesi á Barða- strönd, og réðust í húsmennsku að Hornsstöðum í Laxárdal, þá með þrjú börn. Nokkrum vikum seinna fæðist Lilja, eða nánar til tekið 24.10. 1921. Þegar hún er 6 mán- aða, flytjast þau niður í Búðardal. Vegna fátæktar og veikinda móður sinnar verður Lilja aðeins fjögurra ára að fara að heiman. Fer hún þá að Köldukinn í Hauka- dal, dvelur þar meira og minna til tólf ára aldurs að sumrinu til. Síð- an dvelur hún að Ásgarði í Dölum unglingsárin, og telur Lilja það sín mestu gæfuspor að lenda hjá þeim merkishjónum Bjarna Jens- Skíðaferðir að hefjast til Húsavíkur KLI'GLKIDIR hafa í samvinnu við llótel Músavík ákveðið að hefja skíðaferðir til llúsavíkur. Olafur Skúlason hótelstjóri á Húsavík sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða ferðir þar sem gist væri í tvær eða þrjár nætur og kostaði syni og Guðrúnu Jóhannesdóttur, seinni konu hans. Lilja hefur oft minnst á það við mig hvað mamma sín hafi staðið í mikilli þakkarskuld við fólkið á Horns- stöðum, ekki síst þar sem úr rúmi gekk þroskaheftur drengur þeirra hjóna, svo hún gæti alið Lilju þar. Þessi maður (drengur) dvelst nú á Kópavogshæli. Þetta markaði spor í lífi Lilju svo sterkt að hún hefur fórnað sér mjög fyrir fjölfatlað fólk á ýmsum sviðum. Hver kannast ekki við Lilju þar sem hún stendur á götuhorni fyrir utan skemmtistaði og bíður happ- drættismiða, merki og blöð fyrir einhvern slíkan félagsskap. En ekki fær Lilja alltaf þakklæti fyrir hjá samborgara sínum, heldur skítkast, eins og „þú betlarinn þinn“ og margt ljótara. En þetta er eins og að skvetta vatni á tólg- arskjöld fyrir Lilju, hún gengur brosandi í burt og býður næsta happdrættismiða. En hún á líka miklu stærri þakklætishóp sem betur fer. Það þekki ég persónu- lega að Lilja er ekki að selja pen- inganna vegna, hún gefur mjög oft sölulaunin sín til baka. Hún er að selja fyrst og fremst, og það fram á nætur, ef hún gæti eitthvað lagt af mörkum þeim sem minnst mega sín. Sjálf hefur Lilja ekki gengið heil til skógar í mörg ár. Lilja er gift Gunnari Marinóssyni fanga- verði, núverandi forstöðumanni í Síðumúla. Þau eiga fjögur börn. Lilja verður að heiman í dag. G.J. tveggja nátta gisting með ferð- um fram og til baka frá Reykja- vík, frá kr. 700. Ólafur sagði, að nú væri mikill og góður skíða- snjór á Húsavík og færi í brekk- um mjög gott. Lyftur eru allar komnar af stað og eru brekkur upplýstar á kvöldin. Skíðaferðir til Húsavíkur hafa verið algengar á vegum Flug- leiða undanfarin ár, en yfirleitt hafa þessar ferðir ekki hafist fyrr en um jól eða síðar, þar sem góður skíðasnjór hefur ekki ver- ið kominn fyrr. Þess má geta aö í gær var stólalyftan á Akureyri opnuð. Fermingar Ferming í Garðakirkju sunnudaginn 25. okt. kl. 14. Br.vndís Ýr Viggósdóttir, Grenilundi 11. Dóra Björg Jónsdóttil1 * * * * * 7 8, Grund, Garðabæ. Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, Aratúni 1. Heiðbjört Haðardóttir, Dalsb.vggð 14. Ferming í Lágafellskirkju, sunnu- daginn 25. okt. kl. 13.30. Fermd verða: Elisabeth Maria Erikson, Ilvergholti 4. Kristrún Sigursteinsdóttir, Arnartanga 21. Jón Páll Gestsson, Brekkutanga 11. Strengjakvartett á fyrstu tón- leikum Kammermúsikklúbbsins TIITTUGASTA og fimnita starfsár Kanimermúsikklúbbsins hefst með tónleikum í Bústaðakirkju sunnu- daginn 25. október, en þar mun strengjakvartett leika verk eftir Þorkel Sigurbjiirnsson, Mozart og Rrahms. Strengjakvartettinn skipa þau Laufey Sigurðardóttir, Júlíana Klín Kjartansdóttir, llelga Þórarinsdótt- ir og Nora Kornblueh. Á næstu tónleikum klúbbsins leika Árni Kristjánsson, Laufey Sigurðardóttir og Gunnar Kvaran tríó fyrir strengi og pianó eftir Beethoven og Schubert. Þeir tón- leikar verða á Kjarvalsstöðum í byrjun desember. í hyrjun marz kemur Sinn- hofer-strengjakvartettinn frá Múnchen og mun leika á tvennum tónleikum, en heimsóknir þýzkra strengjakvartetta til klúbbsins eru nú árvissir atburðir. Tónleika Þjóðverjanna ber upp á 25 ára af- mæli klúbbsins. Á fimmtu og síðustu tónleikun- um verða leiknir kvintettar fyrir strengi. Landsþing LMF: Veitti vikufrest vegna reglugerð- ar um starfshætti áfangaskóla MOKGUNBLAÐINII hefur borizt eft- irfarandi ályktun 15. Landsþings Landsamhands mennta- og fjöl brautaskólanema: „15. Landsþing LMF, haldið að Varmalandi í Borgarfiröi 16,—18. 10. ’81, ályktar að reglugerð sú sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér um starfhætti áfangaskóla hafi verið unnin á ólýðræðislegan máta. Fullvíst þykir nú að sá vinnuhóp- ur skólastjóra og ráðuneytismanna sem að reglugerðinni unnu höfðu lítið sem ekkert samráð við sam- starfsmenn sína né nemendur. Viss samræming framhaldsskóla hlýtur að vera nauðsynleg og fram- haldsskólafrumvarp það sem lagt var fyrir Alþingi á 99. löggjafar- þingi '77—'78 er skref í þá átt. Auk þess sent fyrrgreind reglu- gerð er meingölluð, eins og þegar hefur verið bent á í greinargerðum fulltrúa M.Il. og F.B. teljum við að hún gangi of langt í miðstýringu skólakerfisins. Vissum séreinkennum hverrar skólastofnunar ber að halda og ráðuneytið verður að treysta full- trúum og starfsmönnum skólanna í hinum einstöku innanhúsmálum. Við bendum ráðuneytinu á sam- starfsnefnd skólastjórnarfulltrúa innan LMF sem viðræðuaðila í máli þessu. Ljóst er að verði mála- leitunum okkar um afturköllun eða gagngera endurskoðun reglugerðar- innar ekki sinnt innan viku hefja LMF harðar aðgerðir í máli þessu. Tíu punktar um prófkjör eftir Sigfríö Ólafsson Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins til borgarstjórnarkosninganna, langar mig til að tína til tíu punkta til athugunar fyrir alla sjálfstæð- ismenn. Ég tel að sameiginlegum hagsmunum okkar sjálfstæðis- manna sé stefnt í tvísýnu með því að loka prófkjörinu eins og fundur í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti nú fyrir skömmu. Punktarnir tíu eru þessir: 1. Sjálfstæðisflokkurinn er óhemju stór fjöldahreyfing sem spannar næstum alla þjóðina og á sér hvergi hliðstæðu í nálæg- um löndum. Flokkurinn hefur síðustu tíu ár komið á móts við óflokkshundið stuðningsfólk með opnu prófkjöri. Nú lýsum við vantrú okkar á þessum þús- undum kjósenda með lokun prófkjörsins. 2. Opin prófkjör hafa síðasta ára- tuginn dugað okkur vel til að raða niður á framboðslista flokksins. Góðir sjálfstæðis- menn hafa valist til starfa t borgarstjórn Reykjavíkur og enginn maður dregur heilindi þeirra í efa. Þess vegna er prófkjörinu nú ekki iokað af gefnu tilefni eða að fyrir hendi séu einhver víti til varnaðar. Þvert á móti er þetta óréttmæt aðgerð og lýsir vantrausti okkar í garð kjörinna fulltrúa í borg- arstjórn. 3. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmála- flokka landsins. Rösklega tíu þúsund mannsgreiddu atkvæði í síðasta prófkjöri okkar til borg- arstjórnar eða margfalt fleiri kjósendur en hjá öðrum flokk- um. Vegna þessa hlutfalls er ljóst að öðrum flokkum tekst aldrei að hafa nein teljandi áhrif á mðurstöður úr prófkjör- um hjá Sjálfstæðisflokknum. Til þess erum við of stórir en þejr of litlir. 4. Kinungis flokksbundið sjálf- stæðisfólk má bjóða sig fram í prófkjörum flokksins. Þess vegna stendur hver þátttakandi í prófkjöri frammi fyrir að velja eingöngu sjálfstæðisfólk, sem allt er jafn vel að atkvæðum hans komið. Þeir utanflokks- menn sem hugsanlega greiða at- kvæði hjá okkur eiga því ekki annarra kosta völ en að kjósa sjálfsta'ðisfólk. 5. Borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna hefur áratugum saman verið óvenju samhent og sterkt stjórnmálaafl. Þetta hafa mörg hundruð kjósendur ann- arra flokka virt að verðleikum og því greitt okkur atkvæði til borgarstjórnar þótt þeir fylgi öðrum flokkum til Alþingis. Oft hefur þessi stuðningur riðið baggamuninn þegar Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haldið meiri- hluta í höfuðborginni með ör- fáum atkvæðum. Sjálfstæðis- flokkurinn er því vissulega skuldbundinn þessum kjósend- um og því sjálfsagt að gefa þeim kost á að hafa hönd í bagga með niðurröðun á framboðslistann ef þeir þá kæra sig um það. Það eflir ntikilvæg tengsl. fi. Þá er sjálfsagt að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki rekinn fyrir erlent gjafafé. Flokksstarfið er afar kostnað- arsamt og það er borið uppi af happdrættistekjum. Við útsend- „Opin prófkjör hafa síð- asta áratuginn dugað okkur vel til að raða niður á framboðslista flokksins.“ ingu happdrættismiða er stuðst við skrá yfir þátttakendur í prófkjörum og þeir því orðnir fjárhagslegir bakhjarlar flokks- ins. Þannig hafa um fjögur þús- und óflokkshundnir sjálfslæði.s- menn fengið senda happdrættis- miða flokksins hverju sinni og gert mjög góð skil. Hér er mik- ilvægri tekjulind stefnt í voða að ástæðulausu á erfiðum tím- um. 7. Vinna okkar hverfisfulltrúa á kjördegi er að mestu leyti fólgin í að hafa samband við hugsan- lega kjósendur flokksins. Með skrá yfir þátttakendur í próf- kjöri höfum við öðlast niikil- vægar upplýsingar um líklegt stuðningsfólk. Nú er þessum gögnum okkar svipt í burtu. 8. Eðli stjórnmálaflokka er að laða til sín kjósendur og því ber að opna faðm þeirra svo sem frek- ast er unnt. Óráðnum kjósend- um virðist fara fjölgandi með hverju árinu sem líður og ungu fólki er ekki öllu jafn sýnt unt að ganga í stjórnmálaflokka. Því er afar mikilvægt að ungir kjós- endur eigi greiða leið að Sjálf- stæðisflokknum. Lokað prófkjör er steinn í götu unga fólksins. í). Stundum er deilt á prófkjör vegna þess að þau eru ekki al- gildur mælikvarði á hæfni frambjóðenda. Einnig þykja þau hvetja til hjaðningavíga hjá flokksmönnum. Þessi gagnrýni á vissulega rétt á sér en lokuð prófkjör draga ekki úr þessum vanda. Menn vega hvorn annan jafnt í opnum prófkjörunt sem fyrir luktum dyrum. 10. Lokun prófkjörsins er örlagarík breyting á starfi Sjálfstæðis- flokksins á mjög viðkvæmu tímabili í sögti hans. Kostir og gallar við prófkjör eru miklu nteira umræöuefni en sVo, að þeim verði gerð skil á stuttum fulltrúaráðsfundi. Nauðsynlegt er að ræða ntálin til þrautar í félögum og stofnunum flokksins áður en ákvörðun er tekin í Full- trúaráði. Þess vegna tel ég að þessi ákvörðun þurfi meiri unt- fjöllunar við. Sjáifstæðisflokkurinn byggir kjörfylgi sitt á góðri stemmningu á kjörd.'gi. Lokun prófkjörsins leiðir til óánægju og neikvæðs hugarfars hjá kjósendum flokksins okkar í borginni og dregur mjög úr sigur- möguleikum Sjálfstæðisflokksins, Breytinga kann að vera þörf á regl- um um prófkjör en þær má aðeins framkvæma eftir itarlega umræðu og alls ekki fáeinum vikum fyrir viðkvæmustu kosningar okkar sjálfstæðismanna frá stofnun flokksins. Sigfríð Olafsson, formaður Nemenda- sambands stjórnmálaskóla Sjálfst&'ðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.