Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 Einræði, skortur á daglegum nauðsynjum, einokun Flokksins á öllum sviðum, ófrelsi í listum og menning- arlífi. Urgur í almenningi, kröfur um úrbætur. Kurteis- leg mótmæli. Fundir í afmörkuðum hópum listamanna, stúdenta og verkamanna. Óánægjan eykst. Fundir verða fjölmennari, mótmælin háværari. Hóparnir bræða sig saman og efna til sameiginlegra mótmælaað- gerða. Flokksbroddarnir reyna að sigla milli skers og báru. Þrýstingur risans í austri fer vaxandi. Tass, mál- pípa Sovétstjórnarinnar, flytur illa dulbúnar hótanir daglega. Astandið verður sífellt alvarlegra. Loks þrýtur þolinmæði risans. Útséð er um að ítrekaðar aðvaranir með mismunandi alvöruþunga beri árangur. Fólkið í þessu landi skilur ekki hver það er sem ræður. Örþrifa- ráðin ein koma að gagni. Rauði herinn ryðst yfir landa- mærin á skriðdrekum og heldur inn í höfuðborgina. Kúlnahríðin dynur á óbreyttum borgurum og þeir strá- falla í þúsundatali. Blóðið flýtur um stræti og torg. Örvilnun grípur um sig. Stjórnleysi er ríkjandi. Margir reyna að flýja, jafnvel í hundraðaþúsundatali. Enginn veit hver það er sem raunverulega hefur vöidin í land- inu. Fólkið er tryllt af hræðslu, skelfingu og reiði. Marg- ir eru reiðubúnir að fórna lífi sínu í baráttunni fyrir frelsi. Hetjudáðir eru drýgðar. Ódæði eru framin. Skothríðin heldur áfram. Skriðdrekarnir halda áfram að flæða yfir landamærin og allt er orðið krökkt af sovézkum hermönnum. Gæzla er hert við öll landamæri en úr austri kemur einstefnuakstur Rauða hersins. í hina áttina halda óbreyttir borgarar áfram að flykkjast með eitthvað af pjönkum sínum í þeirri von að takast megi að flýja þetta óttalega land. Eftir nokkra daga er allt dottið í dúnalogn — á yfir- borðinu. Blóðsletturnar á gangstéttunum fara að dofna. í fyrstu er fólkið ragt við að fara mikið út fyrir hússins dyr. „Traust stjórn" er aftur komin á. Það eru komnir nýir leiðtogar. Gömlu leiðtogarnir voru ekki hæfir til að stjórna landinu. Nýju leiðtogarnir eru mennirnir sem höfðu kraft í sér til að taka í taumana og biðja Sovét- stjórnina um hjálp áður en undirróðursmönnum, uppi- vöðsluseggjum og þýi auðvaldsríkjanna tækist að koma öllu í kalda kol. Og enn einu sinni slær rauðum bjarma á austurhimininn. Flóttafólk fetar sig yfir brú úr trjágreinum til að komast í skjól í Austurríki. útrás svo árum skipti. Þarna sást í fyrsta sinn eftir margra ára hlé hinn gamli þjóðfáni Ungverja og einnig brá fyrir fánum kommúnistastjórnar- innar þar sem rauða stjarnan í miðju hafði verið rifin úr. Þegar málsvari ríkisstjórnar- innar birtist loks á svölum þinghússins til að tala til mannfjöldans hóf hann mál sitt með því hefðbundna kommúnistaávarpi „félagar!" Kvað þá við um allt torgið: „Við erum ekki lengur félagar — við erum öll Ungverjar!" Upp úr sauð sama kvöld þegar stúdentar kröfðust þess að kröfugerð þeirra væri lesin í Búdapest-útvarpinu. Óein- kennisklæddir lögreglumenn hleyptu af fyrstu skotunum, að því er talið er, og féllu þá margir stúdentar. Umsvifa- laust snerist viðureignin þá í blóðug átök. Innan fárra stunda var búið að siga Rauða hernum á ungverska alþýðu. Strax fyrsta sólarhringinn féllu hundruð manna fyrir rússneskum kúlum í Búdapest. Borgin var umkringd herliði og sovézkir hermenn voru hvarvetna í borginni. Hinn 24. október var brugðið á það ráð að kalla til Imre Nagy, og setja hann á ný í forsætisráð- herraembættið, sem hann hafði verið rekinn úr nokkrum mánuðum áður, ef það mætti verða til þess að stilla lýðinn, en Nagy var talinn nokkuð UPPREISNIN í UNGVERJA- LANDIFVRIR ALDARFJÓRÐUNGI Þetta er hin klassíska saga sem menn óttast að eigi eftir að endurtaka sig enn einu sinni þegar nú er spurt hvort og hvenær Rauði herinn haldi innreið sína í Pólland. Þetta er sagan sem gerðist í hverju rík- inu á fætur öðru í lok heims- styrjaldarinnar síðari og þetta er leikurinn sem síðan hefur verið endurtekinn þegar Sov- étstjórnin hefur talið þjóðirn- ar, sem hún hefur á valdi sínu, ganga of langt í frjálsræðis- átt. Ungverjar risu upp gegn þessu ofurvaldi fyrir aldar- fjórðungi. Það tók þrjár vikur að bæla niður uppreisnina. Eftir þessar þrjár vikur lágu tugþúsundir í valnum og um tvö hundruð þúsund höfðu flú- ið land. Talið er að um 200 þúsund sovézkir hermenn hafi tekið þátt í því að bæla niður uppreisnina og sem dæmi um vopnastyrk innrásarliðsins má nefna að það hafði á að skipa um 4.600 bryndrekum. Upphaf hörmunganna í Ungverjalandi þetta haust fyrir 25 árum er rakið til stúd- entafundar sem haldinn var í Búdapest hinn 22. október. Umræður á fundinum leiddu til þess að samþykkt var að krefjast frjálsra þingkosninga í landinu, brottfarar sovézka setuliðsins og þess að Moskvu- stjórnin hætti afskiptum af efnahags- og stjórnmálum Ungverja. Aðrar kröfur voru um málfrelsi, ritfrelsi og aðra þætti lýðræðis. Varð niður- staða fundarins sú að boðað skyldi til fjöldafunda daginn eftir til að afla víðtækari stuðnings við þessar kröfur. Þegar yfirvöld komust á snoð- ir um þessar ráðagerðir lögðu þau bann við öllum slíkum fundahöldum. Eigi að síður komu 25 þúsund stúdentar til fundar sem haldinn var við minnismerki um skáldið og frelsishetjuna Oetöfi, sem hafði fallið í bardaga fyrir sjálfstæði landsins rúmri öld áður. Stúdentar gengu síðan fylktu liði á fund rithöfunda og verkamanna sem höfðu safnazt saman í öðru borg- arhverfi, en þaðan var gengið saman til þinghússins til að kynna kröfurnar. Var talið að um 200 þúsundir manna væru á torginu fyrir framan þing- húsið þennan dag. Leiðtogar fundarmanna gengu á fund ríkisstjórnarinnar og gerðu grein fyrir kröfum fólksins sem beið átekta fyrir utan. Menn voru óvopnaðir og kom ekki til neinna átaka, en hróp og köll vitnuðu um tilfinn- ingar sem höfðu ekki fengið vinsæll meðal alþýðu manna og átti auk þess að gæta hags- muna kommúnista. Þann sama dag voru sett á herlög í landinu og hótað dauðarefs- ingu öllum þeim sem brytu gegn yfirvöldum landsins. Uppreisnarmönnum var heitið sakaruppgjöf ef þeir hættu bardögum innan ákveðins tíma, en sá frestur var fram- lengdur þegar lát varð ekki á átökum. Hinn 25. október var Ernö Gerö, formanni kommúnista- flokksins, vikið úr embætti, en sá maður var með afbrigðum óvinsæll og þótti öðrum frem- ur hleypa illu blóði í alþýðuna. Þegar bardagar stóðu sem hæst í Búdapest velti almcnningur hinni hrikalegu Staííns-styttu af stalli svo hún mölbrotnaði. Rússneskir skriðdrekar í viðbragðsstöðu á aðalgötu í Búdapest rétt áður en lokascnnan var á enda. Talið er að 2.500 sovézkir hermenn hafi látið lífið í bardögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.